Kórónuveiran – ekki ósigrandi óvinur

Ritstjóri Hvatans, sem sérhæfir sig í vísindafréttum, fer yfir helstu atriði varðandi útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.

coronavirus-4833754_1920.jpg
Auglýsing

Það þarf varla að kynna sögu SARS - CoV - 2, veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómnum og hræðir nú jarð­ar­búa með útbreiðslu sinni. Þó flestir þekki veiruna eru þó örfá atriði sem geta vaf­ist fyrir fólki.

Hvers vegna allur þessi við­bún­að­ur? Veiran greind­ist fyrst á Íslandi 28. febr­úar síð­ast­lið­inn og síðan þá hefur stíf aðgerð­ar­á­ætlun verið í gangi til að hindra útbreiðslu henn­ar. Ónæm­is­kerfi okkar hefur aldrei hitt þessa veiru áður og þess vegna eru miklar líkur á því að við veikj­umst þegar við hittum veiruna.

Þegar við veikj­umst er alls ekki víst að það verði alvar­legt - raunar er það ólík­legt þar sem nær 80 - 90% þeirra sem sýkj­ast fá væg ein­kenni. Ein­hverjir fá þó alvar­legri ein­kenni og þess vegna er mik­il­vægt að heil­brigð­is­kerfið hafi getu til að taka á móti þeim sem á þurfa að halda.

Er veiran hættu­leg? Dán­ar­tíðni af völdum veirunn­ar, í heim­in­um, eins og staðar er í dag er um 4%. Af þeim sem veikj­ast alvar­lega eða deyja eru lang­flestir aldr­aðir eða með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Það er þess vegna mik­il­vægt að við sem sam­fé­lag verndum þessa ein­stak­linga sem eru lík­legri til að veikj­ast alvar­lega.

Auglýsing
Venjulega verndum við þessa ein­stak­linga með bólu­setn­ing­um. Það er að segja með því að gefa þessum við­kvæmu hópum bólu­setn­ingu, svo þau séu ónæm fyrir veirunni. Líka með því að bólu­setja stóran hluta sam­fé­lags­ins, þannig búum við til hjarð­ó­næmi, sem skilar sér í því að svona sjúk­dómar ná sér aldrei á strik.

Er bólu­setn­ing á leið­inni? Því miður er staðan þannig núna að við eigum enga bólu­setn­ingu við SARS - CoV - 2, veirunni sem veldur COVID-19. Strax um ára­mót, þegar veiran upp­götv­að­ist, fóru af stað aðgerðir til að búa til bólu­efni gegn veirunn­i. 

Starfs­hópur innan NIH (National Institute of Health í Banda­ríkj­un­um) var svo bjart­sýnn að lofa bólu­setn­ingu strax í vor. Bólu­efn­ið, sem er reyndar verið að þróa m.a. í Ástr­alíu, er þá búið til útfrá DNA röð veirunn­ar. Venju­lega eru bólu­efni búin til með prótínum úr veirum en að nota DNA röð­ina, upp­skrift­ina af prótín­unum gæti flýtt fyrir ferl­inu.

Þrátt fyrir það er enn langt í land með bólu­efni og til að draga enn frekar úr vonum okkar þá hefur ekki enn tek­ist að þróa bólu­efni gegn SARS - CoV, kór­óna veirunni sem olli Severe Acute Respiratory Syndrome (SARS) árin 2002-2003.

Hvað með lyf? Veirur eru ekki sér­lega með­færi­leg­ar, þegar kemur að lyfj­um. Sýk­ingar sem orsakast af veirum er ekki hægt að með­höndla með sýkla­lyfj­um, vegna þess að virkni þeirra felst í að drepa bakt­er­í­ur, veirur eru bara allt annar flokk­ur. 

Rann­sóknir á virkni SARS - CoV - 2 benda til þess að veiran sýkir lungna­frumur okkar með því að bind­ast við við­taka á yfir­borði frumn­anna sem heitir Ang­iot­ensin Con­vert­ing Ensyme 2 (ACE2). Eftir að bind­ing hefur orðið kemur til sög­unnar ensím sem heitir TMPRS­S2, og hjálpar veirunni inní frum­urn­ar. 

Mögu­lega væri hægt að nota hindra á ens­ímið TMPRS­S2, sem lyf gegn COVID-19. Rann­sókn sem birt var í Cell í byrjun mars sýnir að lyfið virkar vel gegn veirunni sem olli SARS árið 2002-2003 og að lyfið hefur einnig ákveðna virkni gegn veirunni sem veldur COVID-19. Enn sem komið er hafa rann­sókn­irnar þó ein­ungis farið fram í frumu­rækt­un.

Þang­að til... Við munum því þurfa að bíða eitt­hvað eftir bólu­setn­ingum og mögu­legum lyfjum sem virka gegn veirunni sem veldur COVID-19. Veiran fer hratt yfir en við getum öll lagt okkar af mörkum til að hægja á henni.

  1. Þvo hendur vel með sápu og forð­ast að snerta and­lit­ið. Þetta er mik­il­vægt vegna þess að helsta leið veirunnar í lík­ama okkar er gegnum þessa leið. Við snertum eitt­hvað sem smit­aður ein­stak­lingur hefur hnerrað eða hóstað á, þannig kemst veiran á hend­urnar á okk­ur. Þegar við síðan snertum and­litið er lík­legt að veiran kom­ist af hönd­unum yfir í munn, nef eða augu, þar sem veiran finnur sér inn­gang inní frum­urn­ar.
  2. Ekki hósta eða hnerra útí loft­ið, hvort sem þú telur þig smit­aðan eða ekki. Best er að beina hóst­u­m/hnerrum í oln­boga­bót til að koma í veg fyrir að agnir með veirum ber­ist útí and­rúms­loft­ið.
  3. Ef við finnum fyrir ein­kennum er mik­il­vægt að halda sig heima og halda fjar­lægt frá öðru fólki. Reynum að smita ekki aðra meðan við leyfum ónæm­is­kerf­inu að takast á við veiruna.

Hugsum vel um ónæm­is­kerf­ið! Það eru líka nokkrar leiðir til að stuðla að auð­veld­ari bata og halda ónæm­is­kerf­inu sterku. Það er algengur mis­skiln­ingur að þessar leiðir felist í því að borða bragðvondar jurtir eða sleppa fæðu sem gæti verið erfða­breytt. Slíkar aðgerðir hafa að öllum lík­indum engin áhrif á ónæm­is­kerf­ið.

Það sem hins vegar hefur áhrif á ónæm­is­kerfið er hvíld, góður næt­ur­svefn er nefni­lega gulls ígildi. Holl­ur, góður og fjöl­breyttur matur stuðlar líka að því að lík­am­inn hafi öll þau vítamín og stein­efni sem ónæm­is­kerfið þarf til að berj­ast við sýk­ing­ar. 

Hreyf­ing stuðlar einnig að heil­brigðum lík­ama og þar með heil­brigðu ónæm­is­kerfi. Auk þess dregur hreyf­ing úr streitu sem er lík­lega einn stærsti þátt­ur­inn í að styrkja ónæm­is­kerfið - þ.e. reyna að draga úr streitu.

Tök­um öll þátt! Næstu vikur eða mán­uðir munu senni­lega vera strembn­ir, meðan við náum tökum á þessum far­aldri. Verum góð hvert við annað (með lág­marks­snert­ingu þó) og sinnum okkar hlut­verki sem almanna­varn­ir.

Fréttin birt­ist fyrst á Hvat­an­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk