Kórónuveiran – ekki ósigrandi óvinur

Ritstjóri Hvatans, sem sérhæfir sig í vísindafréttum, fer yfir helstu atriði varðandi útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.

coronavirus-4833754_1920.jpg
Auglýsing

Það þarf varla að kynna sögu SARS - CoV - 2, veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum og hræðir nú jarðarbúa með útbreiðslu sinni. Þó flestir þekki veiruna eru þó örfá atriði sem geta vafist fyrir fólki.

Hvers vegna allur þessi viðbúnaður? Veiran greindist fyrst á Íslandi 28. febrúar síðastliðinn og síðan þá hefur stíf aðgerðaráætlun verið í gangi til að hindra útbreiðslu hennar. Ónæmiskerfi okkar hefur aldrei hitt þessa veiru áður og þess vegna eru miklar líkur á því að við veikjumst þegar við hittum veiruna.

Þegar við veikjumst er alls ekki víst að það verði alvarlegt - raunar er það ólíklegt þar sem nær 80 - 90% þeirra sem sýkjast fá væg einkenni. Einhverjir fá þó alvarlegri einkenni og þess vegna er mikilvægt að heilbrigðiskerfið hafi getu til að taka á móti þeim sem á þurfa að halda.

Er veiran hættuleg? Dánartíðni af völdum veirunnar, í heiminum, eins og staðar er í dag er um 4%. Af þeim sem veikjast alvarlega eða deyja eru langflestir aldraðir eða með undirliggjandi sjúkdóma. Það er þess vegna mikilvægt að við sem samfélag verndum þessa einstaklinga sem eru líklegri til að veikjast alvarlega.

Auglýsing
Venjulega verndum við þessa einstaklinga með bólusetningum. Það er að segja með því að gefa þessum viðkvæmu hópum bólusetningu, svo þau séu ónæm fyrir veirunni. Líka með því að bólusetja stóran hluta samfélagsins, þannig búum við til hjarðónæmi, sem skilar sér í því að svona sjúkdómar ná sér aldrei á strik.

Er bólusetning á leiðinni? Því miður er staðan þannig núna að við eigum enga bólusetningu við SARS - CoV - 2, veirunni sem veldur COVID-19. Strax um áramót, þegar veiran uppgötvaðist, fóru af stað aðgerðir til að búa til bóluefni gegn veirunni. 

Starfshópur innan NIH (National Institute of Health í Bandaríkjunum) var svo bjartsýnn að lofa bólusetningu strax í vor. Bóluefnið, sem er reyndar verið að þróa m.a. í Ástralíu, er þá búið til útfrá DNA röð veirunnar. Venjulega eru bóluefni búin til með prótínum úr veirum en að nota DNA röðina, uppskriftina af prótínunum gæti flýtt fyrir ferlinu.

Þrátt fyrir það er enn langt í land með bóluefni og til að draga enn frekar úr vonum okkar þá hefur ekki enn tekist að þróa bóluefni gegn SARS - CoV, kóróna veirunni sem olli Severe Acute Respiratory Syndrome (SARS) árin 2002-2003.

Hvað með lyf? Veirur eru ekki sérlega meðfærilegar, þegar kemur að lyfjum. Sýkingar sem orsakast af veirum er ekki hægt að meðhöndla með sýklalyfjum, vegna þess að virkni þeirra felst í að drepa bakteríur, veirur eru bara allt annar flokkur. 

Rannsóknir á virkni SARS - CoV - 2 benda til þess að veiran sýkir lungnafrumur okkar með því að bindast við viðtaka á yfirborði frumnanna sem heitir Angiotensin Converting Ensyme 2 (ACE2). Eftir að binding hefur orðið kemur til sögunnar ensím sem heitir TMPRSS2, og hjálpar veirunni inní frumurnar. 

Mögulega væri hægt að nota hindra á ensímið TMPRSS2, sem lyf gegn COVID-19. Rannsókn sem birt var í Cell í byrjun mars sýnir að lyfið virkar vel gegn veirunni sem olli SARS árið 2002-2003 og að lyfið hefur einnig ákveðna virkni gegn veirunni sem veldur COVID-19. Enn sem komið er hafa rannsóknirnar þó einungis farið fram í frumuræktun.

Þangað til... Við munum því þurfa að bíða eitthvað eftir bólusetningum og mögulegum lyfjum sem virka gegn veirunni sem veldur COVID-19. Veiran fer hratt yfir en við getum öll lagt okkar af mörkum til að hægja á henni.

  1. Þvo hendur vel með sápu og forðast að snerta andlitið. Þetta er mikilvægt vegna þess að helsta leið veirunnar í líkama okkar er gegnum þessa leið. Við snertum eitthvað sem smitaður einstaklingur hefur hnerrað eða hóstað á, þannig kemst veiran á hendurnar á okkur. Þegar við síðan snertum andlitið er líklegt að veiran komist af höndunum yfir í munn, nef eða augu, þar sem veiran finnur sér inngang inní frumurnar.
  2. Ekki hósta eða hnerra útí loftið, hvort sem þú telur þig smitaðan eða ekki. Best er að beina hóstum/hnerrum í olnbogabót til að koma í veg fyrir að agnir með veirum berist útí andrúmsloftið.
  3. Ef við finnum fyrir einkennum er mikilvægt að halda sig heima og halda fjarlægt frá öðru fólki. Reynum að smita ekki aðra meðan við leyfum ónæmiskerfinu að takast á við veiruna.

Hugsum vel um ónæmiskerfið! Það eru líka nokkrar leiðir til að stuðla að auðveldari bata og halda ónæmiskerfinu sterku. Það er algengur misskilningur að þessar leiðir felist í því að borða bragðvondar jurtir eða sleppa fæðu sem gæti verið erfðabreytt. Slíkar aðgerðir hafa að öllum líkindum engin áhrif á ónæmiskerfið.

Það sem hins vegar hefur áhrif á ónæmiskerfið er hvíld, góður nætursvefn er nefnilega gulls ígildi. Hollur, góður og fjölbreyttur matur stuðlar líka að því að líkaminn hafi öll þau vítamín og steinefni sem ónæmiskerfið þarf til að berjast við sýkingar. 

Hreyfing stuðlar einnig að heilbrigðum líkama og þar með heilbrigðu ónæmiskerfi. Auk þess dregur hreyfing úr streitu sem er líklega einn stærsti þátturinn í að styrkja ónæmiskerfið - þ.e. reyna að draga úr streitu.

Tökum öll þátt! Næstu vikur eða mánuðir munu sennilega vera strembnir, meðan við náum tökum á þessum faraldri. Verum góð hvert við annað (með lágmarkssnertingu þó) og sinnum okkar hlutverki sem almannavarnir.

Fréttin birtist fyrst á Hvatanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk