Vonin sú að Góðar Fréttir nái jafn miklu vægi í samfélaginu og aðrir stórir fréttamiðlar

Hópur ungs fólks safnar nú á Karolina Fund fyrir nýjum fréttamiðli. Það stefnir á að byggja upp jákvæða umgjörð í kringum fréttamiðlun.

Bjarki Steinn Pétursson og Saga Yr Nazari
Bjarki Steinn Pétursson og Saga Yr Nazari
Auglýsing

Góðar Fréttir er nýr frétta­mið­ill sem leggur áherslu á jákvæðan og hvetj­andi frétta­flutn­ing. Stofn­end­urnir eru parið Saga Yr Naz­ari og Bjarki Steinn Pét­urs­son en í dag sam­anstendur mið­ill­inn af 17 ungum frum­kvöðlum úr öllum kimum sam­fé­lags­ins. Teymið hefur sam­einað krafta sína og stefna nú á að byggja upp jákvæða umgjörð í kringum frétta­miðl­un. Góðar Fréttir hafa sett upp Face­book og Instagram síðu þar sem almenn­ingur getur fylgst með en opin­ber vef­síða mið­ils­ins er einnig í bígerð. Safnað er fyrir verk­efn­inu á Karol­ina Fund.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

Bjarki: „Við höfum bæði tak­markað okkur það veru­lega að horfa á fréttir og höfum gert það frekar lengi. Það er bara ein­hver þungi sem spilar svo stórt aðal­hlut­verk í frétta­flutn­ing sem við vildum forð­ast. Við vorum bara eitt­hvað að spjalla um þetta í heita pott­inum heima þegar Saga sagði hvað það væri snið­ugt ef það væri til frétta­mið­ill sem væri ein­ungis með jákvæðar frétt­ir. Við vorum bæði búin að vera hugsa þetta í hljóði í ein­hver ár en þarna kvikn­aði ljósa­per­an: Afhverju græjum við þetta ekki bara?“

Auglýsing

Saga: „Það er svo margt sem maður leyfir sér bara að hugsa um en fram­kvæmir ekki. Leynd­ar­málið á bak­við allar merkar upp­finn­ingar er fram­kvæmd­in. Við höfum bæði unnið mikið í okkur síð­ast­liðin ár og verið í 12 spora sam­tökum sem ganga fyrst og fremst út á fram­kvæmd og að stíga inn í ótt­ann sinn. Það er dýr­mætasta vega­nesti sem ég hef fengið í líf­in­u.“

Bjarki: „Það eru einmitt stoðin sem Góðar Fréttir eru byggðar á. Það skiptir öllu að hafa trú á sjálfan sig og vera með rétt stillt huga­far. Fréttir hafa ótrú­lega mikil áhrif á það hvernig við horfum á til­ver­una og hvers­konar huga­far við til­einkum okk­ur. Allt þarfn­ast jafn­væg­is, ann­ars mynd­ast skekkja. Góðar Fréttir eru til þess knúnar að koma jafn­vægi á hlut­ina þannig að jafn mikið berst til fólks af “já­kvæð­um” tíð­indum og af „nei­kvæð­um“ tíð­ind­um.“

Hvað er þema frétta­mið­ils­ins?

Saga: „Góðar Frétt­ir. Eins og Bjarki tal­aði um þá höfum við lengi hugsað um hvað það væri mikil snilld að hafa aðgang að íslenskum frétta­miðli sem væri bara jákvæð­ur. Það er það sem við erum að gera. Við flytjum bara jákvæðar frétt­ir. Við ein­skorðum okkur samt ekki bara við léttar og húrr­andi kátar frétt­ir, heldur tökum við líka fréttir sem eru átak­an­legar en við leggjum áherslu á jákvæðu hlið­arnar t.d. það sem veitir inn­blást­ur, hvatn­ingu eða hug­hreyst­ing­u.“

Hópurinn sem stendur að baki Góðum Fréttum Mynd: Aðsend

Hverju von­ist þið til að áorka með Góðum Frétt­um?

Bjarki: „Okkar von er að Góðar Fréttir nái jafn miklu vægi í sam­fé­lag­inu og aðrir stórir frétta­miðl­ar. Öll sú tækni sem yngri kyn­slóðir og ókomnar kyn­slóðir alast upp við kallar á nauð­syn­lega breyt­ingu sem verður að eiga sér stað í upp­lýs­inga­miðl­un. Það er sál­fræði­leg ástæða á bak­við „Click-Bait“ fact­or-inn og hvers vegna nei­kvæðar fréttir selj­ast svona vel. Ástæðan teng­ist frum­heil­anum okkar og hvernig við lifðum af sem stein­ald­ar­menn. Þeir sem voru með­vit­að­ari um hættur og var­ari um sig voru lík­legri til þess að lifa af. Það er tölu­vert minni þörf á þessu í dag en var í þá daga. Í raun er þörfin fyrir góðum skammti af jákvæðni og von orðin alvar­lega mik­il. Heim­ur­inn okkar er stór­kost­legur staður og við lifum á sögu­legum tím­um. Við viljum segja fólki frá því.“

Hér er hægt að skoða og styrkja verk­efnið á Karol­ina Fund.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk