Þjálfun í undirstöðuatriðum lesturs

Hlín Magnúsdóttir hefur skrifað bækur sem þjálfa undirstöðuatriði lesturs. Hugmyndafræðin á bakvið uppsetningu bókanna er sú að börn læra að allir bókstafir eiga sín hljóð. Hún safnar fyrir útgáfu þeirra á Karolina fund.

eglaeriaðlesa.jpg
Auglýsing

Hlín Magnúsdóttir er kennari af lífi og sál. Síðustu fimm ár hefur hún starfað sem sérkennari í Norðlingaskóla, þar sem hún hefur lagt mikla áherslu á fjölbreytt og áhugahvetjandi námsefni.

Hún heldur úti námssamfélaginu Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka á Facebook en þar deilir hún bæði hugmyndum og námsefni sem hún hannar sjálf, til annarra kennara og foreldra. Í haust tekur hún til starfa í Helgafellsskóla sem deildarstjóri stoðþjónustu, bæði á leik- og grunnskólastigi. Hægt er að fylgjast með Hlín í leik og starfi á samfélagsmiðlum undir nafninu Fjölbreytt kennsla.

„Ég læri að lesa“ er flokkur lestrarhefta sem þjálfar undirstöðuatriði lesturs em Hlín hefur skrifað. Flokkurinn inniheldur fjögur mismunandi hefti sem leggja áherslu á hljóð bókstafanna, að kenna börnum að tengja saman tvö hljóð, kenna þeim að lesa stutt orð og stuttar setningar, ásamt því að vinna með orðaforða. 

Hún safnar nú fyrir útgáfu heftana á Karolina fund. 

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

„Í starfinu mínu sem sérkennari þá er stór hluti starfsins að aðstoða börn með lestrarvanda að einhverju tagi. Hugmyndin að þessari bók kviknaði þegar ég tók eftir því að oft á tíðum þegar nemendurnir lásu ákveðna hljóðaklasa þá tengdu þeir alltaf við orð sem þeir þekktu .. t.d. lí –lí – lí - alveg eins og lím . Ég greip þessa hugsun þeirra og bjó til hefti þar sem hljóðaklasarnir voru alltaf tengdir við eitthvað sem þeir þekktu og ég sá strax góðan árangur í lestrarnáminu. Þessi hefti hafa svo aðeins stækkað og eru núna orðin að fjórum lestrarbókum.“

Segðu okkur frá þema verkefnisins?

„Þema verkefnisins er áhugahvetjandi, einfalt og skemmtilegt lestrarnám. Bækurnar eru settar upp á einfaldan hátt, þær eru með fjölbreytnum verkefnum, skemmtilegum og litríkum myndum og orðum sem börn þekkja.

Auglýsing
Hugmyndafræðin á bakvið uppsetningu bókanna er sú að börn læra að allir bókstafir eiga sín hljóð, og orð eru sett saman úr hljóðum bókstafanna. Nemendur tengja hljóðin bæði við orð og myndir af hlutum sem þau þekkja úr sínu eigin umhverfi. Röð bókstafanna í heftunum er sú sama og oft er notuð þegar stafainnlögn fer fram í grunnskólum. Bókstafirnir eru því ekki kynntir í stafrófsröð, heldur í röð sem auðveldar orðamyndun. Orðin í textanum eru einungis sett saman af þeim bókstöfum sem hafa verið formlega kynntir í heftinu, t.d. kemur orðið kál ekki fyrir í textanum fyrr en búið er að kynna bókstafina K – Á – L

Lagðir eru inn tveir til fjórir bókstafir í einu, næst kemur verkefnablað með orðasúpu og eyðufyllingum, þar skrifa nemendur orð og einnig eru stuttar æfingar sem þjálfa hljóðkerfisvitund.“


Hér er hægt að styrkja og skoða verkefnið á vef Karolina fund.

Það er einnig að hægt nálgast upplýsingar um það á heimasíðu fjölbreyttrar kennslu eða á Facebook og Instagram.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent