Gjöf frá Gaza

Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.

Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Auglýsing

Gjöf frá Gaza er sam­fé­lags­drifið fram­tak Gaza Company í þágu palest­ínskra kvenna í Gaza. Mark­mið verk­efn­is­ins er að hjálpa þeim konum að halda fjár­hags­legu sjálf­stæði sínu svo þær geti fram­fleytt sér og fjöl­skyldum sín­um. Sam­hliða því er mark­mið verk­efn­is­ins að við­halda æva­gam­alli hand­verks­hefð kvenna á Gaza svæð­inu; svæði þar sem fólk er að berj­ast upp á líf og dauða fyrir til­veru sinni, fyrir menn­ingu sinni og til­svar­andi rétti til lands­ins sem það hefur byggt frá örófi alda. Kross­saumur er mik­il­vægur hluti af palest­ínskri kvenna­menn­ingu. Um aldir alda hafa palest­ínskar konur miðlað fróð­leik og sögnum sín á milli á meðan þær saum­uðu og gerðu kjóla. Nú vinna um 50 palen­stínskar konur á vegum Gaza Company að því að við­halda þeirri menn­ingu með fram­leiðslu á fal­leg­um, handunnum og vönd­uðum vör­um. Helsti hug­mynda­smið­ur­inn, hönn­uð­ur­inn og stýran að baki verk­efn­inu er Najlaa Atta­allah. Najlaa kemur frá Palest­ínu en hefur verið búsett á Íslandi í rúm­lega tvö ár, þar sem hún hefur unnið hörðum höndum að stofnun og rekstri þessa fyr­ir­tækis kvenna í Gaza.



Palestínskar konur við vinnu sína. Myndir: Aðsent.

Auglýsing


Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Ég hef um langa hríð unnið að alþjóð­legum verk­efnum í þágu kvenna í gegnum félaga­sam­tök sem hafa það að leið­ar­ljósi að efla fjár­hags­legan hag kvenna, í því skyni að tryggja þeim lífs­við­ur­væri og sjálf­stæði. Í þeirri vinnu minni sá ég þörf­ina fyrir því að styðja við vinnu kvenna sem þurfa á slíkri aðstoð að halda og kynna verk þeirra fyrir almenn­ingi. Í kjöl­far þess að hafa lokið námi mínu við kynja­fræði í Háskóla Íslands, þá ákvað ég að láta gott af mér leiða í þágu palest­ínskra kvenna. Ég hef alltaf verið hug­fangin af handa­vinnu palest­ínskra kvenna og fundið hjá mér þörf til að deila þeiri kvenna­list með öðrum; miðla sögu okkar í saum­spor­um.“





Segðu okkur frá þema verk­efn­is­insNajlaa Attaallah stýrir verkefninu Gjöf frá Gaza. Mynd: Aðsend.

„Vöru­hönn­unin er fyrst og fremst inn­blásin af palest­ínskri menn­ingu, þar sem við sögu koma mynstur, lit­ir, og önnur þekk­ing á hand­verki og list­rænum hefðum sem hefur skilað sér kyn­slóð fram af kyn­slóð á Gaza­svæð­inu. Auk þessa grunns erum við að vinna sam­hliða að því að þróa og fram­leiða margs­konar vörur sem byggja hvort tveggja á íslenskum og palen­stínskum hefðum í sauma­skap. Sú nýsköp­un­ar­vinna sem felst í þeim sam­runa tveggja ólíkra menn­ing­ar­heima sem birt­ast þannig í saum­verkum er ein­stak­lega spenn­andi. Allar vör­urnar eru hand­gerðar og öll efnin sem við vinnum með eru umhverf­is­væn - enda gætum við að öllum smá­astriðum í fram­leiðslu okk­ar. Við erum að fram­leiða vörur á borð við töskur, veski, sæng­ur­ver, slæð­ur, snyrti­töskur, lykla­kippur o.fl. Nú þegar er hálft hund­rað kvenna sem vinnur verk­efn­inu. Allar lítum við á verk­efnið Gjöf frá Gaza sem félags­legt og póli­tískt verk­efni í þágu friðar og betra lífs fyrir palest­ínskar kon­ur; bar­áttu sem háð er með saum­nálum í Gaza. Verk­efnið krefst mik­illar og víð­femar þekk­ingar og því var þörf að ráða konur alls staðar frá Gaza svæð­inu, sem búa yfir mis­mun­andi sér­þekk­ingu. Ég hef yfir­um­sjón með  vöru­hönn­un­inni héðan frá Íslandi. Hún Abeer Al-kai­yal hefur yfir­um­sjón með allri útfærslu á mynstr­unum í kross­saum, ásamt því sem hún hefur umsjón með fram­göngu verk­anna í Gaza. Auk þess hef ég notið þess að fá hjálp frá fjöl­skyldu minni sem hefur mikla trú á þessu verk­efni. Ég vil einnig þakka vin­konu minni Gyðu Björgu Sig­urð­ar­dóttur sem hvatti mig til að hefja þessa veg­ferð í þágu kvenna á sínum tíma.“





„Verk­efnið Gjöf frá Gaza er mið­ill, tungu­mál, sem ég og aðrar palen­stínskar konur notum við tján­ingu sem gefur þeim og fjöl­skyldum þeirra færi á að draga fram lífið í stríðs­hrjáðri Palest­ínu. Um leið gefur verk­efnið færi á að eiga í upp­byggi­legum sam­skiptum við Íslend­inga sem hafa reynst Palest­ínsku þjóð­inni mik­il­væg hjálp­ar­hella á þeim umbrota­tíma Palest­ínu sem enn veldur því að þjóðin er í gísl­ingu í eigin landi. Listin að sauma sam­einar þannig ekki bara konur þess­ara landa heldur einnig fjöl­skyldur þeirra - og varðar þannig veg list­ar­innar að lifa af.“



Hér er hægt að taka þátt í verk­efn­inu og kaupa vörur frá Gaza



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk