Sungið um samband í öfugri og réttri tímaröð

Til stendur að setja upp söngleikinn Fimm ár í Kaldalóni í Hörpu í október. Safnað er fyrir uppsetningunni á Karolina Fund.

60e2aa3c920383c3681c0a3aba55862a.png
Auglýsing

Söngleikurinn FIMM ÁR!...fórstu strax að hugsa um risastór dansnúmer?...„jazz hands", litríka búninga og eins og eitt stepp atriði? Þó svo að það sé uppskriftin sem við höfum vanist, er söngleikjaformið mun fjölbreyttara. The Last Five Years er viðkvæm saga með mikilli nánd og segir frá fimm ára sambandi Cathy og Jamie. Það sem er sérstakt við frásögnina er að söguþráður Cathy gerist í öfugri tímaröð en Jamie segir frá sambandinu á sama tíma en í réttri röð. 

Verkið verður flutt af tveimur leikurum, þeim Júlí Heiðari Halldórssyni og Viktoríu Sigurðardóttur, og með þeim er þriggja manna band skipað Einari Bjarti Egilssyni, Hildigunni Halldórsdóttur og Sigurði Halldórssyni. Safnað er fyrir uppsetningu verksins á Karolina Fund.

Söngleikurinn, sem heitir á ensku The Last Five Years, hefur náð gríðarlegum vinsældum á Broadway og West End og hefur skipað sér ákveðinn sess í söngleikjaheiminum sem og höfundurinn, Jason Robert Brown. Hann byggði söngleikinn á eigin ástarsambandi við leikkonuna Theresu O'Neill. Leikkonan kærði síðar Brown því að verkið segir sögu sambands þeirra einum of ýtarlega fyrir hennar smekk. Brown ákvað þá að kæra O'Neill tilbaka fyrir að hafa truflað sitt listræna flæði... Seinna sá Brown að sér og breytta Cathy(persónunni sem táknar O'Neill) úr írskum kaþólikka í gyðing með laginu Shiksa Goddess sem heitir núna á íslensku „Heiðna Gyðja“ í snjallri og nútímalegri þýðingu Jóhanns Axels Andersen. 

Auglýsing
Viktoría segir að þema sýningarinnar sé ástin. „Ég er búin að vera með þessa hugmynd í kollinum í þónokkurn tíma. Þegar ég flutti til London í leiklistarnám þá áttaði ég mig fljótt á því að ég vissi ekkert um söngleiki. Þarna var ég umkringd krökkum sem ólust nánast upp á West End og, að mér fannst, vissu allt, hver var hver og hver var einhver í söngleikjaheiminum í London. Þetta var svo eitt af fyrstu verkunum sem ég varð ástfangin af eftir að ég var búin að sitja sveitt og kynna mér allt um söngleiki til þess að reyna að halda í við séníana sem sátu með mér á skólabekk.“

Hún segist ekki hafa getið hætt að  syngja lögin úr sýningunni og lét sig dreyma um að fá að setja þetta verk upp einhvern tímann. „Þó svo að ég algjörlega elski risastórar sýningar með öllum þeim leikhústöfrum, konfettí og glimmer sem fyrirfinnst þá er það sem heillar mig mest við þetta dásamlega listform einfaldlega það að vera með sögu í höndunum og reyna að fleyta hverju smáatriði alla leið í skilning áhorfandans, helst í gleði og hláturstöðina. Og það er það sem söngleikurinn Fimm ár er. Ekkert meira, ekkert minna.“

Söngleikurinn FIMM ÁR verður sýndur 24. október í Hörpu. Hægt er að styrkja verkefnið hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk