Prjónadagbók án prjónauppskrifta

Safnað er fyrir útgáfu bókar þar sem hægt er að safna saman upplýsingum um öll prjónaverk viðkomandi prjónara á einum stað. Og söfnunin fer vitaskuld fram á Karolina fund.

Prjonakonur003_b.jpg
Auglýsing

Bylgja Borgþórsdóttir og Esther Ösp Gunnarsdóttir eru vinkonur sem hafa undanfarin ár hannað og gefið út uppskriftir að prjónaflíkum á börn undir heitinu Big Red Balloon. Nú hafa þær ráðist í bókaútgáfu fyrir prjónaáhugafólk en bókin inniheldur engar uppskriftir.

Prjónadagbókin þín er nokkurs konar verkdagbók og í hana skráir eigandinn þau verk sem hann prjónar. Þannig verður til skemmtileg og falleg bók sem er í senn minningabók um þau verk sem viðkomandi hefur prjónað og uppflettibók með hagnýtum upplýsingum um verkin þegar hann þarf á þeim að halda.

Auglýsing
Bylgja segir að bókin er eitthvað sem þeim hafi báðar vantað ansi lengi og ákváðu því að búa hana til „Við vitum að þau sem prjóna mikið gefa gjarnan stóran hluta af sínu prjónlesi frá sér án þess að skrá niður helstu upplýsingar, t.d. úr hvaða garni peysa var prjónuð eða eftir hvaða uppskrift.“

„Einmitt. Þá getur reynst erfitt að grafa þær upplýsingar upp þegar á að prjóna sama eða svipað verk aftur,“ segir Esther. „Okkur langaði því að búa til og gefa út bók þar sem viðkomandi getur safnað saman upplýsingum um öll sín prjónaverk á einn stað.“Prjonadagbokin mín.

Þetta er því í raun ekki hefðbundin dagbók að sögn Bylgju. „Það er ekki reiknað með að þú skrifir í hana á hverjum degi. Prjónadagbókin er í raun algjörlega tímalaus. Það skiptir engu máli hvort þú prjónar gríðarlega mikið eða prjónar hægt og örugglega.“

„Í bókinni er pláss fyrir 50 verkefni,“ segir Esther „Sumum endist kannski ekki ævin til að fylla hana á meðan aðrir verða fljótir að því – en þá er bara að byrja á öðru bindi!“

Hér er hægt að skoða og styrkja verkefnið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiFólk