Svolítið sóðalegt hjarta

Fyrrverandi ungskáld, sem er að uppistöðu klettaskáld, safnar fyrir útgáfu sjöttu ljóðabókar sinnar á Karolina fund.

skeggi.jpg
Auglýsing

Lubbi klettaskáld er maður sem eitt sinn var kallaður ungskáld en stendur nú á fertugu og því
túlkunaratriði hvort hann sé enn ungskáld. Hann er frá Fellabæ, fyrir austan en hann hefur gefið
út 5 ljóðabækur, þá fyrstu er hann var aðeins 18 ára. Nú stendur hann fyrir söfnun á Karolina
fund en stefnir hann á að gefa út sína sjöttu ljóðabók en það er Lára Garðarsdóttir sem sér um
hönnun á kápumynd og teikningum í bókinni.

Lubbi segir að hann hafi samið ljóð frá því að hann var 11 ára og hafi oft með kollinn fullan af hugmyndum af ljóðum en svo hafi komið mislöng tímabil þar sem ekkert kom upp í hugann, eins og gerist hjá öllum skáldum og öðru listafólki. „Árið 2015 hætti ég í sambandi með unnustu minni eftir 9 ára samband en ef það er eitthvað sem getur fengið ritstíflu til að bresta hjá mér er það þegar
skugga bregður yfir hugann en jafnvel sum af mínum fyndnustu ljóðum eru samin í andlegri
lægð. Stíflan brast þó ekki fyrr en 2018 og er afraksturinn að sjá í nýju bókinni.“
Hann segir að það sé þema í bókinni. „En fyrst þarf ég að útskýra af hverju þema er í bókinni og hvernig nafnið kom til sem tengist auðvitað þemanu. Fyrir þremur árum var dóttir mín, þá 7 ára, að skrifa afmæliskort handa bróður mínum. Eftir að hafa skrifað kveðjuna teiknaði hún hjarta á kortið. Dropi af vatni datt á hjartað og við það klesstist það svolítið. Í stað þess að henda kortinu og gera nýtt, ákvað hún að skrifa afsökunarbeiðni við hjartað.

Auglýsing
Ég sá afsökunarbeiðnina og fannst hún svo frábær og ákvað þá að ég skyldi nota hana í eitthvað, var ekki viss í hvað en eitthvað skyldi það vera. Ári seinna hafði ritstífla sem ég hafði glímt við í nokkur ár, brostið og ég samið sex ný ljóð. Eftir að hafa skoðað þau betur sá ég að þau fjölluðu öll um svipuð málefni, ástina, ástarsorg og fleira í þeim dúr enda hafði ég glímt við eftirköst sambandsslita við barnsmóður mína síðustu árin. 

Ég tók þá ákvörðun að gera heila ljóðabók um þessa hluti en aldrei áður hafði ég gert þemabók þó vissulega séu ákveðin andrúmsloft að finna í bókunum mínum. Eftir að hafa tekið þessa ákvörðun fór ég að spá í mögulegt nafn á bókina og mundi þá eftir afsökunarbeiðni dóttur minnar sem ég minntist á hér fyrir ofan. Úr varð að bókin hlaut nafnið svolítið sóðalegt hjarta.

Bókin hefur í raun upphaf, miðkafla og endi, fyrst er allt í blóma, ástin springur út og lífið er ljúft en svo kemur höfnunin og allt myrkrið sem henni fylgir. Í lokin glittir svo í smá ljósglætu og hjartað fer smá saman að slá nokkuð eðlilega aftur.“

Á söfnunarsíðunni hjá Karolina fund segir Lubbi að bókin sé ljúfsár. Aðspurður hvað hann eigi við með því segir hann að þau sem þekki fyrri verk hans og stíl viti að það sé  yfirleitt stutt í spaugið og kaldhæðnina hjá sér. „Þessi bók er þó að einhverju leiti öðruvísi en mín fyrri verk. Yfir henni liggur misþunn himna sem er frekar þung og sár, jafnvel þó að sum ljóðin séu brosleg en himnan gerir þau grátbrosleg. Eða það finnst mér en auðvitað mega lesendur túlka ljóðin algjörlega eftir sínu höfði. Að mínu mati skiptast ljóðin á að vera ljúf og sár og stundum bæði í senn.“

Hér er hægt að taka þátt í söfnuninni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk