Nýir tímar og tónlistin á vínyl

Söngkona og lagahöfundur frá Hofi í Öræfasveit sem býr nú í Osló í Noregi safnar fyrir vinyl-útgáfu á plötu á Karolina fund.

untitled-0031.jpg
Auglýsing

Jónína Aradóttir er söngkona og lagahöfundur frá Hofi í Öræfasveit sem býr nú í Osló í Noregi þar sem hún fékk tækifæri til að vinna í tónlistinni sinni, ferðast um Norðurlöndin og spila. En Covid hefur haft áhrif á spilamennskuna úti eins og hér heima og því er lag að vinna úr þeim spilum sem eru gefin. Þannig hefur henni gefist tóm til að vinna bæði að nýju efni og bæta það eldra og tónleikum hefur verið streymt. 

Við heyrðum fyrst í Jónínu þegar hún gaf út fyrstu sólóplötu sína árið 2017, Remember. Þar setti hún saman nokkur lög úr eigin safni og lög sem hafa haft áhrif á hana á ferlinum. Hún er nú að vinna í nýju verkefni sem er að gefa plötuna út á vínyl og vinnur hún nú að því að fjármagna verkefnið í gegnum Karolina fund. 

Auglýsing
Jónína segir að það sé mikil eftirspurn eftir tónlist á vínylplötum og að hún fengið töluvert af fyrirspurnum um lögin sín á því formi. „Ég hef verið mjög spennt fyrir þeirri hugmynd en ekki haft tækifæri til að skoða þetta fyrr en núna. Ég vinn allt mitt efni sjálf eins og kostur er í kringum þetta, eins og plötuumslagið og önnur atriði sem eru mikilvæg en taka tíma. Það er frábært tækifæri að geta komið hugmyndum sem þessari í framkvæmd.  Með því að vinna þetta í gegnum Karolina fund, þar sem aðdáendur, vinir og ættingjar geta tekið þátt og tryggt sér eintak fyrirfram er ómetanlegt fyrir okkur sem vinnum við að skapa.“

Að sögn Jónínu mun þessi útgáfa af plötunni Remember innihalda níu lög af þeim tíu sem voru á upprunalegu plötunni. „Breiddin á vinylnum og tíminn leyfa ekki öll lögin og því mun eitt lagið fylgja með á stafrænu formi. Lögin mín eru bæði á ensku og íslensku og í Folk Country stemmningu og eiga það allt sameiginlegt að fanga atvik í gegnum tíðina sem hafa haft áhrif á mig. Sumt er bara þess eðlis að ég vil ekki gleyma, hvort sem það er jákvætt eða neikvætt þá reyni ég að sjá eitthvað gott út úr því. Textarnir fyrir lögin munu fylgja með í plötuumslaginu og myndirnar sem prýða plötuna eru teknar af Erlu Berglindi í náttúrunni í Rangárþingi eystra í bakgrunni. Ég elska að vera úti í náttúrunni og leita ávallt eftir innblæstri þaðan, þó það sé lengra að fara núna eftir íslensku náttúrunni þá eru minningarnar sterkar.“

Hún segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi að heiman og víðar með þau verkefni sem hún sé að vinna í með tónlistinni minni og að það sé ómetanlegt. „Mig langar að nota tækifærið og þakka ykkur heima fyrir stuðninginn, góðar kveðjur og innblásturinn.“

Hér er hægt að taka þátt í fjármögnuninni og forkaupa vínylinn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiFólk