Samfélag óhugnaðar og illsku

Jakob S. Jónsson fjallar um bók Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur, Spegill fyrir skuggabaldur. Hann segir að það kosti ómælt hug­rekki og þor að segja sög­urnar af því hvernig venju­legt fólk hafi að ósekju orðið fyrir barð­inu á valda­sjúkum skugga­böldr­um.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
Auglýsing

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir: Spegill fyrir skuggabaldur. Atvinnubann og misbeiting valds. Skrudda 2020.

Samkvæmt nýjustu fréttum (mbl.is 28. jan. 2021) hefur Ísland fallið á svonefndum spillingarlista um nokkur sæti, úr því 11. í hið 17. og er þarmeð neðst Norðurlanda á þessum lista. Það er enginn heiður að því. Þessi listi sýnir niðurstöður samtaka sem heita Transparency International, en þau eru alþjóðleg samtök gegn spillingu sem mælir árlega svonefnda spillingarvísitölu í flestum löndum heims. Mælingin byggir á áliti sérfræðinga og aðila í viðskiptalífinu og kallast á ensku Corruption Perception Index (CPI) en samtökin njóta virðingar á alþjóðavettvangi.

Í sömu frétt mbl.is má lesa að rannsóknir sýni með óyggjandi hætti að spilling sé „illvíg meinsemd sem ógnar lýðræðinu, grundvallarréttindum, tækifærum og lífsgæðum fólks hvarvetna í heiminum og grefur undan trausti í samfélaginu og gagnvart stjórnvöldum og stofnunum á sviði framkvæmdarvalds (sic), löggjafarvalds og dómsvalds. Ísland er engin undantekning frá því“. Svo mörg eru þau orð og ekki lýgur mogginn, svo gripið sé til velþekkts orðtaks kaldastríðsáranna. Meira má lesa á vef samtakanna, www.transparency.org.

Ofanritað er skrifað af því tilefni að ég var að leggja frá mér eina mikilvægustu bók, sem ég hef lesið. Mikilvægustu í merkingunni þýðingarmikil fyrir mig sem einstakling, en ekki síður mikilvæg fyrir Ísland sem réttarríki. Bókin heitir Spegill fyrir skuggabaldur og höfundur hennar, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, lyftir fram spurningu, sem brýnt er að svara. Lesandi bókarinnar þarf við lok lesturs að gera upp við sig hvers konar þjóð vill hann tilheyra og í hvers konar landi hann vill búa. Bókin er eins konar spegill – spegill fyrir einstaklinginn, fyrir þjóðina. Í forgrunni er auðvitað spurningin hvernig þjóðin tekur sínar sameiginlegu, stóru ákvarðanir, eins og til dæmis í kosningum – enda nokkuð algengt viðhorf að spilling á Íslandi eigi sér einkum rætur í helmingaskiptareglunni sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur komu á um þær mundir sem stríðsgróði í kjölfar seinni heimsstyrjaldar fór að hafa áhrif á íslenskt hagkerfi. En umfram allt er bók Ólínu spegill fyrir það fyrirbæri í þjóðlífinu sem kallast skuggabaldur. Skuggabaldur er í þessu samhengi skepnan sem viðheldur spillingunni, nærist á henni og beitir hvaða brögðum sem er í þeim tilgangi og getur eðlilega ekki horfst í augu við sjálfa sig, enda samtímis hluti af mannlegu samfélagi.

Auglýsing

Undirtitillinn ber þess vitni að ekki er um neinn skemmtilestur að ræða: Atvinnubann og misbeiting valds.

Atvinnubann er aðgerð sem beitt er gegn einstaklingi þegar honum er af valdhafa meinað að vinna við það starf sem hann er ráðinn til að gegna, hefur menntað sig til eða vill af öðrum orsökum vinna. Þessir valdhafar geta beitt sér í krafti pólítísks valds, peningavalds eða hvaða valds sem er – en það sem er þessum valdhöfum sameiginlegt er að þeir eitra umhverfi sitt, eyðileggja líf og lífsgæði annarra og beita hiklaust og samviskulaust kúgun og ofbeldi.

Atvinnubann er þekkt m.a. úr þýskri sögu (þótt finna megi dæmi um það í flestum samfélögum í nútíma) og hið þýska hugtak öðlaðist sess í öðrum tungumálum: Berufsverbot.

Spegill fyrir skuggabaldur Mynd: ForlagiðÁ íslensku var berufsverbot þýtt sem atvinnubann. Sá sem fyrir atvinnubanni verður er vanvirtur, niðurlægður, yfirleitt á bak, sviftur lífsviðurværi sínu og á endanum jafnvel gert ókleift að sætta sig við að vera á lífi. Þetta er vitaskuld grafalvarlegt mál sem varðar fleiri en eingöngu þá sem verða fyrir því – vinnufélagar, kunningjar, vinir, fjölskylda verða líka fyrir barðinu á atvinnubanni, jafnvel þótt óbeint sé. Atvinnubann ætti að vera glæpavætt fyrirbæri, en þeir sem beita því njóta þess hve erfitt er að færa sönnur á að um atvinnubann sé að ræða.

Það er vel til fundið hjá Ólínu að kalla þessa valdhafa skuggabaldra. Skuggabaldur er fyrirbæri úr þjóðtrúnni. Skuggabaldur er afkvæmi tófu og kattar en kemur samkvæmt Vísindavefnum úr móðurkviði refsins. Hugtakið skuggabaldur er einnig notað yfir „illan anda“, „myrkramann“ og „læðupoka“. Skuggabaldur er víðsjárvert dýr, ekki síst í mannheimum.

Það má leita víðar í dýraríkinu að skýringum á eðli skuggabaldurs og hvað veldur skaðlegri hegðun hans. Ólína ber kvikindið saman við humarinn og segir frá því hvernig humarinn verður fyrir heilabreytingum þegar verða til dæmis átök vegna stöðu hans í félagsheildinni. Sá sem tapar þróar undirgefnari heila sem þjónar betur nýrri stöðu hans sem yfirbugaður einstaklingur í hópnum; sá sem sigrar verður hins vegar fyrir því að serótónínið í heilanum eykst og hann getur þess vegna gert sig stærri og hættulegri ásyndar en áður. „Hann verður sperrtur og státinn skelfiskur sem ber sig vel og er ógn í augum annarra humra“, eins og segir í bók Ólínu.

Ólínu ber saman þann sem misbeitir valdi sínu við þann humarinn sem fer sigrandi út úr átökum. Það er auðvitað, eins og hún tekur líka fram, margt ólíkt með humri og manni, en heilabreyting getur vissulega orðið í manni af því að komast í miklar álnir og öðlast þar með mikil völd. Það er t.d. athyglisvert að velta þessari heilabreytingu fyrir sér þegar rifjuð er upp sjónvarpsfréttin þar sem sonur Þorsteins Más, forstjóra Samherja, ræðst að seðlabankastjóra á göngum Alþingis með skömmum. Þarna er kannski að sjá birtingarmynd breytingar á heilastarfsemi, sambærilegri við þá sem humarinn upplifir þegar magn serótóníns í heilanum hefur hækkað meira en hollt er.

Það er óhætt að kalla Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur sérfræðing í efninu. Hún hefur mætt ótal skuggaböldrum í mannheimum, og í bókinni segir hún okkur frá þem fundum sem hún hefur átt við þessi illyrmislegu kvikindi. En Ólína er ekki að skrifa fórnarlambasögu sjálfrar sín. Markmið hennar er stærra en svo. Vissulega væri það þó freistandi, enda eru fordæmin til staðar. Þær eru t.d. margar, Hollywoodkvikmyndirnar, sem segja frá baráttu lítilmagnans við hin sterku fjármálaöfl – það nægir að nefna myndina um hina baráttuglöðu Erin Brockowich; í þeirri mynd, sem byggð er á sönnum atburðum, barðist Erin Brockowich gegn orkufyrirtækinu Pacific Gas and Electric Company, sem er (var?) álíka umsvifamikið í sínu héraði og sum íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru í sínum heimahögum. Saga Erin Brockovich hefur þó eitt framyfir sögur (ath. fleirtöluna!) þær sem Ólína greinir frá – Erin bar sigur úr býtum og hlaut frægð fyrir meðan Pacific Gas and Electric Company stóð uppi með skömmina, sektina og skaðabæturnar og varð auk þess að Hollywoodkvikmynd þar sem Julia Roberts lék hlutverk söguhetjunnar. Samskipti við skuggabaldra enda ekki alltaf svo vel.

Ólína hefur þurft að leita réttar síns í mörgum málum þar sem á henni hefur verið brotið – og hún er sannarlega ekki ein á báti um að lenda í þeirri reynslu, miðað við fjölda þeirra tilvika sem hún greinir frá í bók sinni. Frásögnum þessum til stuðnings vitnar hún í fjölda samtímaheimilda, frásagnir fjölmiðla og opinber skjöl svo eitthvað sé nefnt.

Það geta örugglega margir borið vitni um að skuggabaldra er að finna víðar en flesta grunar í samfélagi okkar. Nýlegar tölur frá samtökunum Transparency International benda til þess, enda þrífast skuggabaldrar á spillingu rétt eins og púkar á fjósbita þrífast á bölvi og ragni. Hvort tveggja skapar samfélag óhugnaðar og illsku og er ekkert gott veganesti komandi kynslóðum.

Eins og fyrr segir byggja aðferðir skuggabaldranna, valdsmannanna, á ógn og ótta. Þær hafa ekki einungis vond áhrif á líf manna, þær eru eyðileggjandi. Ástæðulausar uppsagnir, rógburður, atvinnubann – þetta eru einhver mest mannskemmandi glæpaverk sem hægt er að vinna gegn nokkrum manni. Það er ekki einungis vegna eðlis glæpsins, heldur líka og ekki síður vegna þess að það er álíka ómögulegt að rekja slóðina til þeirra sem glæpnum valda. Það er ómögulegt að rekja orsakirnar, að komast að rótum vandans. Rógburðurinn – svo dæmi sé tekið af einni aðferð skuggabaldra – vinnur líkt og smit sem enginn veit hvaðan kemur. Það blússar upp þar sem þess er minnst von og þegar minnst varir. Það er ekkert bóluefni til, það verður hvergi komið við „damage control“ og viðkomandi býr við afleiðingar rógburðarins það sem eftir er æfinnar.

Það má aftur spyrja þeirrar spurningar, sem bók Ólínar Kjerúlf Þorvarðardóttur vekur: Viljum við búa í slíku samfélagi? Viljum við búa í samfélagi sem fellur niður á skalanum yfir spillingarvísitöluna? Ef ekki liggur beinast við að hvetja alla þá sem vilja bæta samfélagið að bregða upp speglunum framan í skuggabaldrana.

Það kostar hins vegar ómælt hugrekki og þor að vekja athygli á þessu ástandi mála, segja sögurnar af því hvernig venjulegt fólk hefur að ósekju orðið fyrir barðinu á valdasjúkum skuggaböldrum. Ólína Kjerúlf Þorvaldsdóttir hefur svo sannarlega sýnt að hún býr yfir slíku hugrekki og fyrir það ber að þakka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiFólk