Samfélag óhugnaðar og illsku

Jakob S. Jónsson fjallar um bók Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur, Spegill fyrir skuggabaldur. Hann segir að það kosti ómælt hug­rekki og þor að segja sög­urnar af því hvernig venju­legt fólk hafi að ósekju orðið fyrir barð­inu á valda­sjúkum skugga­böldr­um.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
Auglýsing

Ólína Kjer­úlf Þor­varð­ar­dótt­ir: Speg­ill fyrir skugga­bald­ur. Atvinnu­bann og mis­beit­ing valds. Skrudda 2020.

Sam­kvæmt nýj­ustu fréttum (mbl.is 28. jan. 2021) hefur Ísland fallið á svo­nefndum spill­ing­ar­lista um nokkur sæti, úr því 11. í hið 17. og er þarmeð neðst Norð­ur­landa á þessum lista. Það er eng­inn heiður að því. Þessi listi sýnir nið­ur­stöður sam­taka sem heita Tran­sparency International, en þau eru alþjóð­leg sam­tök gegn spill­ingu sem mælir árlega svo­nefnda spill­ing­ar­vísi­tölu í flestum löndum heims. Mæl­ingin byggir á áliti sér­fræð­inga og aðila í við­skipta­líf­inu og kall­ast á ensku Corr­uption Percept­ion Index (CPI) en sam­tökin njóta virð­ingar á alþjóða­vett­vangi.

Í sömu frétt mbl.is má lesa að rann­sóknir sýni með óyggj­andi hætti að spill­ing sé „ill­víg mein­semd sem ógnar lýð­ræð­inu, grund­vall­ar­rétt­ind­um, tæki­færum og lífs­gæðum fólks hvar­vetna í heim­inum og grefur undan trausti í sam­fé­lag­inu og gagn­vart stjórn­völdum og stofn­unum á sviði fram­kvæmd­ar­valds (sic), lög­gjaf­ar­valds og dóms­valds. Ísland er engin und­an­tekn­ing frá því“. Svo mörg eru þau orð og ekki lýgur mogg­inn, svo gripið sé til vel­þekkts orð­taks kalda­stríðs­ár­anna. Meira má lesa á vef sam­tak­anna, www.tran­sparency.org.

Ofan­ritað er skrifað af því til­efni að ég var að leggja frá mér eina mik­il­væg­ustu bók, sem ég hef les­ið. Mik­il­væg­ustu í merk­ing­unni þýð­ing­ar­mikil fyrir mig sem ein­stak­ling, en ekki síður mik­il­væg fyrir Ísland sem rétt­ar­ríki. Bókin heitir Speg­ill fyrir skugga­baldur og höf­undur henn­ar, Ólína Kjer­úlf Þor­varð­ar­dótt­ir, lyftir fram spurn­ingu, sem brýnt er að svara. Les­andi bók­ar­innar þarf við lok lest­urs að gera upp við sig hvers konar þjóð vill hann til­heyra og í hvers konar landi hann vill búa. Bókin er eins konar speg­ill – speg­ill fyrir ein­stak­ling­inn, fyrir þjóð­ina. Í for­grunni er auð­vitað spurn­ingin hvernig þjóðin tekur sínar sam­eig­in­legu, stóru ákvarð­an­ir, eins og til dæmis í kosn­ingum – enda nokkuð algengt við­horf að spill­ing á Íslandi eigi sér einkum rætur í helm­inga­skipta­regl­unni sem Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokkur komu á um þær mundir sem stríðs­gróði í kjöl­far seinni heims­styrj­aldar fór að hafa áhrif á íslenskt hag­kerfi. En umfram allt er bók Ólínu speg­ill fyrir það fyr­ir­bæri í þjóð­líf­inu sem kall­ast skugga­bald­ur. Skugga­baldur er í þessu sam­hengi skepnan sem við­heldur spill­ing­unni, nær­ist á henni og beitir hvaða brögðum sem er í þeim til­gangi og getur eðli­lega ekki horfst í augu við sjálfa sig, enda sam­tímis hluti af mann­legu sam­fé­lagi.

Auglýsing

Und­ir­tit­ill­inn ber þess vitni að ekki er um neinn skemmti­lestur að ræða: Atvinnu­bann og mis­beit­ing valds.

Atvinnu­bann er aðgerð sem beitt er gegn ein­stak­lingi þegar honum er af vald­hafa meinað að vinna við það starf sem hann er ráð­inn til að gegna, hefur menntað sig til eða vill af öðrum orsökum vinna. Þessir vald­hafar geta beitt sér í krafti pólítísks valds, pen­inga­valds eða hvaða valds sem er – en það sem er þessum vald­höfum sam­eig­in­legt er að þeir eitra umhverfi sitt, eyði­leggja líf og lífs­gæði ann­arra og beita hik­laust og sam­visku­laust kúgun og ofbeldi.

Atvinnu­bann er þekkt m.a. úr þýskri sögu (þótt finna megi dæmi um það í flestum sam­fé­lögum í nútíma) og hið þýska hug­tak öðl­að­ist sess í öðrum tungu­mál­um: Berufsver­bot.

Spegill fyrir skuggabaldur Mynd: ForlagiðÁ íslensku var berufsver­bot þýtt sem atvinnu­bann. Sá sem fyrir atvinnu­banni verður er van­virt­ur, nið­ur­lægð­ur, yfir­leitt á bak, sviftur lífs­við­ur­væri sínu og á end­anum jafn­vel gert ókleift að sætta sig við að vera á lífi. Þetta er vita­skuld grafal­var­legt mál sem varðar fleiri en ein­göngu þá sem verða fyrir því – vinnu­fé­lag­ar, kunn­ingjar, vin­ir, fjöl­skylda verða líka fyrir barð­inu á atvinnu­banni, jafn­vel þótt óbeint sé. Atvinnu­bann ætti að vera glæpa­vætt fyr­ir­bæri, en þeir sem beita því njóta þess hve erfitt er að færa sönnur á að um atvinnu­bann sé að ræða.

Það er vel til fundið hjá Ólínu að kalla þessa vald­hafa skugga­baldra. Skugga­baldur er fyr­ir­bæri úr þjóð­trúnni. Skugga­baldur er afkvæmi tófu og kattar en kemur sam­kvæmt Vís­inda­vefnum úr móð­ur­kviði refs­ins. Hug­takið skugga­baldur er einnig notað yfir „illan anda“, „myrkra­mann“ og „læðu­poka“. Skugga­baldur er víð­sjár­vert dýr, ekki síst í mann­heim­um.

Það má leita víðar í dýra­rík­inu að skýr­ingum á eðli skugga­bald­urs og hvað veldur skað­legri hegðun hans. Ólína ber kvik­indið saman við hum­ar­inn og segir frá því hvernig hum­ar­inn verður fyrir heila­breyt­ingum þegar verða til dæmis átök vegna stöðu hans í félags­heild­inni. Sá sem tapar þróar und­ir­gefn­ari heila sem þjónar betur nýrri stöðu hans sem yfir­bug­aður ein­stak­lingur í hópn­um; sá sem sigrar verður hins vegar fyrir því að serótónínið í heil­anum eykst og hann getur þess vegna gert sig stærri og hættu­legri ásyndar en áður. „Hann verður sperrtur og stát­inn skel­fiskur sem ber sig vel og er ógn í augum ann­arra humra“, eins og segir í bók Ólínu.

Ólínu ber saman þann sem mis­beitir valdi sínu við þann hum­ar­inn sem fer sigr­andi út úr átök­um. Það er auð­vit­að, eins og hún tekur líka fram, margt ólíkt með humri og manni, en heila­breyt­ing getur vissu­lega orðið í manni af því að kom­ast í miklar álnir og öðl­ast þar með mikil völd. Það er t.d. athygl­is­vert að velta þess­ari heila­breyt­ingu fyrir sér þegar rifjuð er upp sjón­varps­fréttin þar sem sonur Þor­steins Más, for­stjóra Sam­herja, ræðst að seðla­banka­stjóra á göngum Alþingis með skömm­um. Þarna er kannski að sjá birt­ing­ar­mynd breyt­ingar á heila­starf­semi, sam­bæri­legri við þá sem hum­ar­inn upp­lifir þegar magn serótóníns í heil­anum hefur hækkað meira en hollt er.

Það er óhætt að kalla Ólínu Kjer­úlf Þor­varð­ar­dóttur sér­fræð­ing í efn­inu. Hún hefur mætt ótal skugga­böldrum í mann­heim­um, og í bók­inni segir hún okkur frá þem fundum sem hún hefur átt við þessi ill­yrmis­legu kvik­indi. En Ólína er ekki að skrifa fórn­ar­lamba­sögu sjálfrar sín. Mark­mið hennar er stærra en svo. Vissu­lega væri það þó freist­andi, enda eru for­dæmin til stað­ar. Þær eru t.d. marg­ar, Hollywood­kvik­mynd­irn­ar, sem segja frá bar­áttu lít­il­magn­ans við hin sterku fjár­mála­öfl – það nægir að nefna mynd­ina um hina bar­átt­uglöðu Erin Brockowich; í þeirri mynd, sem byggð er á sönnum atburð­um, barð­ist Erin Brockowich gegn orku­fyr­ir­tæk­inu Pacific Gas and Elect­ric Company, sem er (var?) álíka umsvifa­mikið í sínu hér­aði og sum íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru í sínum heima­hög­um. Saga Erin Brockovich hefur þó eitt fram­yfir sögur (ath. fleir­töl­una!) þær sem Ólína greinir frá – Erin bar sigur úr býtum og hlaut frægð fyrir meðan Pacific Gas and Elect­ric Company stóð uppi með skömm­ina, sekt­ina og skaða­bæt­urnar og varð auk þess að Hollywood­kvik­mynd þar sem Julia Roberts lék hlut­verk sögu­hetj­unn­ar. Sam­skipti við skugga­baldra enda ekki alltaf svo vel.

Ólína hefur þurft að leita réttar síns í mörgum málum þar sem á henni hefur verið brotið – og hún er sann­ar­lega ekki ein á báti um að lenda í þeirri reynslu, miðað við fjölda þeirra til­vika sem hún greinir frá í bók sinni. Frá­sögnum þessum til stuðn­ings vitnar hún í fjölda sam­tíma­heim­ilda, frá­sagnir fjöl­miðla og opin­ber skjöl svo eitt­hvað sé nefnt.

Það geta örugg­lega margir borið vitni um að skugga­baldra er að finna víðar en flesta grunar í sam­fé­lagi okk­ar. Nýlegar tölur frá sam­tök­unum Tran­sparency International benda til þess, enda þríf­ast skugga­baldrar á spill­ingu rétt eins og púkar á fjós­bita þríf­ast á bölvi og ragni. Hvort tveggja skapar sam­fé­lag óhugn­aðar og illsku og er ekk­ert gott vega­nesti kom­andi kyn­slóð­um.

Eins og fyrr segir byggja aðferðir skugga­baldranna, valds­mann­anna, á ógn og ótta. Þær hafa ekki ein­ungis vond áhrif á líf manna, þær eru eyði­leggj­andi. Ástæðu­lausar upp­sagn­ir, róg­burð­ur, atvinnu­bann – þetta eru ein­hver mest mann­skemm­andi glæpa­verk sem hægt er að vinna gegn nokkrum manni. Það er ekki ein­ungis vegna eðlis glæps­ins, heldur líka og ekki síður vegna þess að það er álíka ómögu­legt að rekja slóð­ina til þeirra sem glæpnum valda. Það er ómögu­legt að rekja orsak­irn­ar, að kom­ast að rótum vand­ans. Róg­burð­ur­inn – svo dæmi sé tekið af einni aðferð skugga­baldra – vinnur líkt og smit sem eng­inn veit hvaðan kem­ur. Það blússar upp þar sem þess er minnst von og þegar minnst var­ir. Það er ekk­ert bólu­efni til, það verður hvergi komið við „da­mage control“ og við­kom­andi býr við afleið­ingar róg­burð­ar­ins það sem eftir er æfinn­ar.

Það má aftur spyrja þeirrar spurn­ing­ar, sem bók Ólínar Kjer­úlf Þor­varð­ar­dóttur vek­ur: Viljum við búa í slíku sam­fé­lagi? Viljum við búa í sam­fé­lagi sem fellur niður á skal­anum yfir spill­ing­ar­vísi­töl­una? Ef ekki liggur bein­ast við að hvetja alla þá sem vilja bæta sam­fé­lagið að bregða upp spegl­unum framan í skugga­bald­rana.

Það kostar hins vegar ómælt hug­rekki og þor að vekja athygli á þessu ástandi mála, segja sög­urnar af því hvernig venju­legt fólk hefur að ósekju orðið fyrir barð­inu á valda­sjúkum skugga­böldr­um. Ólína Kjer­úlf Þor­valds­dóttir hefur svo sann­ar­lega sýnt að hún býr yfir slíku hug­rekki og fyrir það ber að þakka.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk