Þar eru hrafnar, lundar og skarfar – Ópera um rétt alls sem lifir

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Fuglabjargið sem sýnt er í Borgarleikhúsinu. „Á þeim tímum sem við nú lifum hefur aldrei verið mikilvægara að taka til sín hugmyndina um náttúruna sem á rétt á að vera til á sínum eigin forsendum.“

Fuglabjargið Mynd: Borgarleikhúsið
Auglýsing

Borg­ar­leik­húsið í sam­vinnu við leik­hóp­inn Hin Fræga Önd

Hand­rits­höf­und­ur: Birnir Jón Sig­urðs­son

Tón­skáld: Ingi­björg Ýr Skarp­héð­ins­dóttir og Ragn­heiður Erla Björns­dóttir

Leik­stjóri: Hall­veig Kristín Eiríks­dóttir

Leik­mynd: Hall­veig Kristín Eiríks­dóttir og Birnir Jón Sig­urðs­son

Bún­ing­ar: Sól­veig Spilla­ert

Lýs­ing: Jóhann Frið­rik Ágústs­son

Hljóð: Krist­inn Gauti Ein­ars­son

Flytj­end­ur: Björk Níels­dótt­ir, Ragnar P. Jóhanns­son, Vikt­oría Sig­urð­ar­dótt­ir, Björg Brjáns­dótt­ir, Bryn­dís Þórs­dótt­ir, Hall­dór Eld­járn, Tumi Árna­son.

Skammt undan ströndum Aust­ur­lands er eyja sem heitir Skrúðsey, í dag­legu tali kölluð Skrúð­ur. Skrúður stendur eins og klettur uppúr haf­inu, sést vel úr Fáskrúðs­firði og einnig Reyð­ar­firði, hún er erfið upp­göngu en þaðan voru þó stund­aðir útróðrar fyrr á öldum og höfð­ust þá ver­menn við í helli, sem þar er og hefur í þjóð­sögum verið tal­inn heim­ili berg­risa eða hrím­þursa þess sem einnig er kall­aður Skrúðs­bónd­inn; um hann segir í þekktu kvæði Ólafs Ind­riða­sonar sem ort var um miðja nítj­ándu öld:



„Mjög er reisugt í Skrúð,

þar sig berg­ris­ans búð

inn í brim­þveg­inn ham­ar­inn klýf­ur!“



Í næsta erindi – sem einnig má lesa í leik­skrá að Fugla­bjarg­inu – lýsir Ólafur öðrum íbúum Skrúðs, en það eru fugl­arn­ir:



„Þar er haf­súla og már,

Þar er haftyrð­ill smár,

Þar eru hrafn­ar, lundar og skar­far.

Þar er æður og örn

Þar sín ótal­mörg börn

Elur svart­fugl og skegglurnar þarf­ar.“



Og hérna er í raun komin hlut­verka­skrá sýn­ing­ar­innar Fugla­bjargið eða því sem næst; í sýn­ing­unni koma fram Súlan, Rit­an, Lund­inn, Haftyrð­ill­inn, Lang­ví­an, Hrafn­inn, Skarf­ur­inn, Æðar­fugl­inn og Hafassan og þau segja sína sögu eins og hún birt­ist á einu ári í lífi Skrúðs með öllum þeim til­brigðum sem árs­tíða­skipti og veðra­skipti bjóða.

Auglýsing

Höf­undur hand­rits er Birnir Jón Sig­urðs­son og leitar hann fanga í eðli og hegð­un­ar­mynstri fugl­anna og mótar og myndar sögu­þráð útfrá því. Reyndar er kannski ekki rétt að tala um sögu­þráð í þeim skiln­ingi sem algengastur er, og þó – fer hreyf­ing og fram­þróun nátt­úr­unnar og alls þess lif­andi sem hana byggir ekki eftir ákveð­inni rök­festu sem kalla má þráð sögu? Allt sem lífsanda dregur fæð­ist, dafn­ar, vex, nær þroska, hrörnar og deyr og í því má vissu­lega greina ákveð­inn þráð – sögu­þráð. Sú saga sem þannig er ofin kallar þó á öðru­vísi nálgun áhorf­enda og áheyr­enda – lífs­saga af því tagi sem sögð er í Fugla­bjarg­inu skorar á áhorf­and­ann að beita athygli og skiln­ingi á annan hátt en þegar horft er á venju­lega frá­sögn í leik­húsi.

Þær per­sónur sem hér birt­ast sjónum haga sér á annan hátt en mann­fólkið og það kallar á ein­beit­ingu og hæfi­leika til inn­lif­unar að taka sögu þeirra til sín. En það er hverju manns­barni hollt að þjálfa þann eig­in­leika og hér gefst kostur á því – Fugla­bjargið skorar á áhorf­endur sína að opna sig fyrir því sem fyrir augu ber og þá sést kannski, þegar allt kemur til alls, að fuglar Skrúðs eru hreint ekk­ert svo frá­brugðnir okkur mönn­unum þegar allt kemur til alls. Það er nefni­lega ýmis­legt líkt með skyldum og öll erum við ábú­endur í sama vist­kerfi.

Fuglabjargið Mynd: Borgarleikhúsið

Fugla­bjargið er fyrst og fremst ópera eða tón­verk og tón­listin flutt með lif­andi hljóð­færa­leik á svið­inu undir söng leik­ar­anna/­söngv­ar­anna, sem bregða sér í hlut­verk fugl­anna sem áður eru nefnd­ir. Tón­list­in, líkt og sögu­þráð­ur­inn, sækir inn­blástur í atferli fugl­anna og notar þau hljóð sem heyra má í fugla­bjargi Skrúðs. Úr verður líf­legt tón­verk, fjöl­breyti­legt eins og fugla­hljóðin í nátt­úr­unni, sem tjáir öll til­brigði þess lífs sem kvikn­ar, vex, þróast, elskar og ját­ast því lífi sem í boði er. Tón­skáldin Ingi­björg Ýr Skarp­héð­ins­dóttir og Ragn­heiður Erla Björns­dóttir eru höf­undar tón­list­ar­inn­ar, en sú síð­ar­nefnda er einnig tón­list­ar­stjóri sýn­ing­ar­inn­ar. Þær Ingi­björg Ýr og Ragn­heiður Erla hafa báðar útskrif­ast af tón­smíða­braut LHÍ og hafa síðan feng­ist við nútíma tón­smíðar þar sem unnið er að því að tengja tækni og tón­list á nýjan hátt, en það skilar sér með ágætum í hljóðheimi Skrúðs. Það má nefna hér að í fyrri verk­efnum sínum hafa þær leitað í hug­ar­heim þjóð­sagna og menn­ing­ar­arfs, sem nýt­ist svo um munar í Fugla­bjarg­inu. Tón­listin er aðlað­andi í þeirri merk­ingu að hún vekur for­vitni og er sam­tvinnuð þeim vist­fræði­lega sögu­þræði sem sýn­ingin fylg­ir.

Söngv­ar­arnir hafa það verk­efni að gæða hvern fugl lífi og leysa það af hendi á hríf­andi hátt undir styrkri leik­stjórn Hall­veigar Krist­ínar Eiríks­dótt­ur. Þarna birt­ast Súla, Haftyrð­ill og Lang­vía, öll leikin og sungin af Vikt­oríu Sig­urð­ar­dótt­ur, Rit­urnar eru leiknar og sungnar af Hall­dóri Eld­járn og Bryn­dísi Þór­is­dótt­ur, sem skipa einnig hljóm­sveit sýn­ing­ar­inn­ar; þá er þarna kostu­legur Lundi, sung­inn og leik­inn af Björk Níels­dótt­ur, sem einnig fer með hlut­verk Hrafns­ins. Þá er ógetið Skarfs­ins, sem Ragnar Pétur Jóhans­son leikur og syngur og Hafassan sem Björg Brjáns­dóttir syngur og leikur ásamt því að vera í hljóm­sveit­inni. Tumi Árna­son leikur einnig í hljóm­sveit­inni og bregður sér ásamt fleirum í hlut­verk Æðar­fugls­ins. Það má því ljóst vera að lífið í klettum Skrúðs er hið fjöl­breyti­leg­asta – en það birt­ist ekki síst í frá­bær­lega fal­legum og hug­vit­sam­lega hönn­uðum fugla­bún­ingum Sól­veigar Spilli­a­ert. Það er auð­fund­ið, að þessir bún­ingar styðja vel við túlkun leik­ara og söngv­ara í hlut­verkum sínum og þeir gleðja svo sann­ar­lega augað og eiga sinn þátt í því, ásamt hag­nýtri og fal­legri leik­mynd að gefa sýn­ing­unni töfr­andi og heill­andi yfir­bragð. Ónefnd er leik­mynd­in, sem hönnuð er af leik­stjór­anum Hall­veigu Krist­ínu og hand­rits­höf­und­inum Birni Jóni og um hana má segja að hún er nán­ast eins og átt­undi leik­ar­inn, svo vel þjónar hún sög­unni og myndar um hana lif­andi umgjörð, sem er umbreyti­leg eftir aðstæðum og þörf­um.

Fuglabjargið Mynd: Borgarleikhúsið

Fugla­bjargið er heil­steypt og fal­legt lista­verk sem eng­inn skyldi láta fram­hjá sér fara. Á þeim tímum sem við nú lifum hefur aldrei verið mik­il­væg­ara að taka til sín hug­mynd­ina um nátt­úr­una sem á rétt á að vera til á sínum eigin for­send­um. Fugla­bjargið styður þá hug­mynd að allt sem lifir fái að gera það á sínum eigin for­send­um.

Í kynn­ingu á Fugla­bjarg­inu, t.d. á heima­síðu Borg­ar­leik­húss­ins, er sýn­ingin sögð „tón­leik­hús­verk fyrir börn“ og „barna­verk“. Það er í sjálfu sér satt, en þó vaknar sú hugsun hvort ekki væri rétt að benda á hversu vel sýn­ingin er fallin til að kveikja sam­ræður milli kyn­slóða, milli barna og for­eldra, milli barna og móð­ur- eða föð­ur­for­eldra. Hér er nefni­lega ekki aðeins unnið með nátt­úr­una sem þema, heldur einnig og ekki síður með þann menn­ing­ar­arf, sem snýr að sam­búð manns og nátt­úru. Öll saga okkar Íslend­inga snýst um það og okkur er nauð­syn­legt og hollt að kynn­ast henni og öðl­ast tæki­færi til að móta per­sónu­lega afstöðu til henn­ar.

Kvæði Ólafs Ind­riða­son­ar, sem vitnað var til hér í upp­hafi, og sem hefur nýst höf­undum Fugla­bjargs­ins, segir frá hinu þekkta þjóð­sagna­minni sem er Skrúðs­bónd­inn og þeirri mystík sem umvefur hann. Slíkur heimur þjóð­sagna og þjóð­trúar umlykur vita­skuld einnig alla þá fugla sem byggja þetta land, Ísland, ásamt okkur mönn­un­um, og eru til vitnis um sambú­skap manna og fugla.

Fugla­bjargið er kjörin fjöl­skyldu­sýn­ing, þar sem kyn­slóð­irnar geta útfrá sýn­ing­unni og því sem þar segir frá, leyft sýn­ing­unni að lifa áfram í minn­ing­unni og glætt hana nýjum fróð­leik og nýjum upp­lif­un­um, t.d. með því að fletta í nýút­kominni bók Sig­urðar Ægis­son­ar, Íslensku fugl­arnir og þjóð­trú­in, sem segir frá sömu fuglum og sýn­ingin (og all­mörgum til við­bót­ar) og þar að auki í sama anda, þótt í öðru­vísi miðli sé. Bók Sig­urðar kemur út eftir að höf­undar hafa samið hand­rit og tón­list, en það er eins og það sé ekki til­viljun að Fugla­bjargið og bók Sig­urðar komi út á sama tíma – bæði verkin horfa til heildar og bera með sér anda virð­ingar og réttar alls til lífs á eigin for­send­um.

Fugla­bjargið er sýn­ing sem engin ætti að láta fram­hjá sér fara – og það væri hreint ekki verra ef von væri á fram­haldi; af nógu er að taka í dýra­ríki lofts, láðs og lag­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk