Magga Stína syngur Megas ... á vínyl

Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.

magga stína mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson
Auglýsing

Magga Stína hefur lagt stund á tón­list frá unga aldri og hefur í gegnum langan tón­list­ar­fer­il­inn ­spilað með hljóm­sveitum á borð við Risa­eðl­una, sem var bæði iðin við tón­leika­hald hér­lend­is og ferð­að­ist einnig vitt og breitt um heim­inn, Funkstrasse og Jazzhljóm­sveit Kon­ráðs Bé, polka­sveit­inni Hr. Ingi. R. svo ein­hverjar séu hér nefnd­ar. 

Hóf hún svo sinn eigin feril og hefur gefið út eigin tón­list, sem og túlkað ann­arra tón­list inn á fjöld­ann allan af hljóm­plöt­u­m. 

Hún hefur komið á ótelj­andi tón­leikum í gegnum tíð­ina og má þá ekki gleyma tryllt­u­m d­ans­leikjum áður­nefndrar polka­hljómsveitar henn­ar, Hr. Ingi. R. og Möggu Stínu sem eru ­mörgum eft­ir­minni­legir en með þeim söng og skemmti Magga Stína í mörg ár. Hún lagð­i ­stund á nám í fiðlu­leik sem barn hjá Helgu Ósk­ars­dóttur og svo tón­smíðar sem full­orðin við L­HÍ. Hún hefur unnið sem höf­undur tón­listar og hljóð­mynda við leik­verk, bæði i Borg­ar­leik­hús­inu, hjá Leik­fé­lagi Akur­eyrar og við Nem­enda­leik­hús­ið. 

Auglýsing
Einnig hefur hún um langa hríð starfað af ástríðu við tónsköpun og tón­mennt með börn­um, bæði á eigin veg­um ­með tón­list­ar­nám­skeiðum og var tón­mennta­kenn­ari í Barna­skól­anum í Reykja­vík og í Vest­ur­bæj­ar­skóla. 

Tón­list er ein­fald­lega, inn­tak og alltum­lykj­andi neisti í lífi Möggu Stínu og mun svo verða um ókomna tíð. Nú vinnur hún að því að koma flutn­ingi sínum á lögum Megasar út á vín­yl­plötu.

Hvernig kvikn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Hún kom nú ein­hvern veg­inn alveg kýr­skýr og lógísk í kjöl­far „Magga Stína syngur Meg­as” – tón­leik­anna sem ég hélt í Eld­borg í Hörpu í febr­úar síð­ast­liðn­um. Þar fann ég að eitt­hvað ein­stakt gerð­ist í sam­hljómi allra sem komu að, ein­hver galdra­stund átti sér stað sem mér­ fannst vera ofboð mik­ils virði og mér fannst að hana mætti alveg varð­veita. Vín­yl­plata er jú ­fal­leg­asta formið og það form sem ég lærði að hlusta á tón­list af, svo það var alger­lega við hæfi að velja útgáfu á tvö­faldri vín­yl­plöt­u!“

Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins? 

„Í raun eins og ég sagði áðan þá er þemað kannski jafn ein­falt og að breiða út fagn­að­ar­er­indið um íslenskar tón­smíð­ar, að þessu sinni tón og texta­smíðar Megasar en það vill til að ég hef fundið mig í þeirri predikun und­an­farin ár.“Af tónleikum Möggu Stínu í Eldborg í febrúar 2020. Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson.

Hvers vegna varð tón­list Megasar fyrir val­inu?

„Mér finnst það mjög verð­ugt að túlka tón­list Megasar því hún á sífellt erindi. Hann hefur til að bera tíma­leysi, dýpt og frum­leika í verkum sínum sem gerir mörg laga hans sígild.

Lög sem hann hefur samið jafn­vel fyrir löngu síð­an, og þá við lít­inn fögnuð eða skiln­ing nema örfárra áheyr­enda öðl­ast allt í einu áheyrn fleira fólks og þar með bull­andi til­gang. ­Per­sónu­lega þá er því þannig háttað að ég finn mig í henn­i.“

Hvernig gengu tón­leik­arn­ir?

„Það er eitt um þá að segja að þeir voru mér heilög stund, fyrir þær sakir að þar voru sam­an­ komnar mjög margar mann­eskjur sem gáfu allt það fagra sem þær áttu til. Tón­list­ar­fólkið allt allt allt. Áheyr­endur allt og það er ekki síður hjart­ans list að njóta og taka inn tón­list en að flytja hana.“

Hvers vegna ætti fólk að næla sér í plöt­una og styðja við verk­efn­ið?

„Mér fynd­ist það bara ynd­is­legt að fá stuðn­ing sem þennan sem er í raun svo eðli­leg leið, að ­fólk kaupi sér fyr­ir­fram plöt­una (svo er margt annað líka í boði) og að geta safnað fyr­ir­ fram­leiðslu á þess­ari tvö­földu tón­leika­plötu sem inni­heldur tón­leik­ana í heild sinni, myndir og texta, svo jafn­vel fleiri en þeir sem komu fái notið þess sem þar fór fram.“

Hvað er framundan hjá Möggu Stínu?

„Nú er ég að vinna að sönglögum við ljóð íslenskra, nánar til tekið reyk­vískra kven­skálda. Það er alger­lega stór­kost­legt að fá að velt­ast um í ljóð­heimi þeirra, dag­inn langan og stutt­an.“

Hér er hægt að skoða og taka þátt í söfn­un­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk