Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti

Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.

7993EFE9-B0EA-4DD7-BBC6-3EBAA8AE5C99.JPG
Auglýsing

Barokk­bandið Brák er tón­list­ar­hópur sem fiðlu­leik­ar­arnir Elfa Rún, Laufey og Guð­björg Hlín stofn­uðu fyrir sex árum með það að leið­ar­ljósi að glæða lífi í barokktón­list flutta á upp­runa­leg hljóð­færi á Íslandi. Frá stofnun hóps­ins hefur hann staðið að fjölda tón­leika í Reykja­vík og Skál­holti við góðar und­ir­tektir áheyr­enda og gagn­rýnenda. Hóp­ur­inn hefur einnig beint kröftum sínum að flutn­ingi nýrrar íslenskrar tón­listar á barokk­hljóð­færi í sam­starfi við íslensk sam­tímatón­skáld. Mik­il­vægur þráður í starfi Brákar hefur svo verið að leyfa nýrri kyn­slóð hljóð­færa­leik­ara að kynn­ast svo­kall­aðri upp­runa­spila­mennsku (e. Histor­ical Per­for­mance Pract­ice) og þeirri ein­stöku orku og ótal túlk­un­ar­mögu­leikum sem upp­runa­spila­mennska hefur fram að færa. Í því sam­starfi hefur auk­ist við flóru og fjöl­breytni íslensks tón­list­ar­lífs. 

Hug­myndin að plöt­unni Tvær hlið­ar/ Two Sides kvikn­aði hjá for­sprökkum Brákar haustið 2019. Þeim fannst kom­inn tími til, eftir marga vel heppn­aða tón­leika að skjal­festa starf sitt með því að ráð­ast í útgáfu á hljóm­plötu. „Við í Brák ætlum að hljóð­rita okkar fyrstu hljóm­plötu nú í lok mars. Hún nefn­ist Tvær hlið­ar/ Two Sides og end­ur­speglar vel starf okkar sem tón­list­ar­hópur í gegnum tíð­ina. Á henni verða fram­reiddar tvær hliðar sígildrar tón­list­ar, þ.e. barokktón­list og íslensk sam­tímatón­list. Barokk­disk­ur­inn mun inni­halda þekkt verk sem við höfum áður flutt á tón­leik­um, meðal ann­ars eftir Vivaldi og Cor­elli, en einnig lítið þekkt verk sem hafa aldrei verið spiluð inn á geisla­disk áður! 

Auglýsing
Diskurinn með íslensku verk­unum mun inni­halda 3 glæný verk eftir tón­skáldin Krist­inn Smára Krist­ins­son, Berg­rúnu Snæ­björns­dóttur og Þráin Hjálm­ars­son sem við munum frum­flytja á tón­leikum í Hörpu þann 28. mars næst­kom­andi. Þá verða einnig hljóð­rituð íslensk verk sem hafa verið samin sér­stak­lega fyrir Barokk­bandið Brák á síð­ast­liðnum árum.“

Brák-hóp­ur­inn segir að tón­list gefin út á geisla­diski og á streym­isveitum gefur sér tæki­færi á að ná til stærri áheyr­enda­hóps og koma íslenskri tón­sköp­un, sér­þekk­ingu í upp­runa­spila­mennsku og hljóm­sveit­inni sjálfri á fram­færi en síð­ast en ekki síst skilji hún eftir sig menn­ing­ar­leg verð­mæti fyrir hlust­endur og alla sem að upp­tök­unum koma. „Þá von­umst við til að með efn­is­legri útgáfu á geisla­disk verði til dýr­mæt heim­ild um þá grósku og sköpun sem á sér stað um þessar mundir í íslensku tón­list­ar­líf­i.“

Barokkbandið Brák.

Allir með­limir Brákar eru þraut­reyndir tón­list­ar­menn. Elfa Rún er búsett í Berlín og er marg­verð­laun­aður fiðlu­leik­ari sem hefur komið fram á tón­leika­sviðum um heim allan ýmist sem ein­leik­ari, konsert­meist­ari eða kamm­ermús­ík­spil­ari. Hún leikur reglu­lega með Aka­demie für Alte Musik Berlin og lista­hópnum Nico and the Navigators. Hún hefur gefið út þónokkra geisla­diska á síð­ast­liðnum árum sem hafa verið til­nefndir og unnið til verð­launa hjá Preis der deutschen Schallplatten­kritik og á Íslensku tón­list­ar­verð­laun­un­um.

Laufey hefur verið fast­ráðin við Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands frá árinu 2019 og kemur reglu­lega fram á tónsvið­inu sem ein­leik­ari, hljóm­sveit­ar­spil­ari og kamm­ermús­sí­k­ant. Einnig hefur hún leikið inn á fjölda hljóð­rit­ana á sígildri og dæg­ur­lagatón­list síð­ustu ár.

Guð­björg Hlín hefur lagt stund á upp­runa­flutn­ing á barokktón­list í námi erlend­is. Guð­björg er einnig með­limur í hljóm­sveit­inni Umbru sem flytur og útsetur mið­aldatón­list og þjóð­lagatón­list. Guð­björg hefur auk þess ferð­ast um heim allan og flutt og popptón­list með hinum ýmsu hljóm­sveit­um.

Þær þrjár leika allar á fiðlu með Brák en auk þeirra ​koma fram á plöt­unni, fiðlu­leik­ar­arnir Gróa Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir, Gunn­hildur Daða­dótt­ir, Guð­bjartur Hákon­ar­son og Sól­veig Vaka Eyþórs­dótt­ir, víólu­leik­ar­arnir Guð­rún Hrund Harð­ar­dóttir og Þóra Mar­grét Sveins­dótt­ir, selló­leik­ar­arnir Stein­unn Arn­björg Stef­áns­dóttir og Guðný Jón­as­dótt­ir, bassa­leik­ar­inn Ric­hard Korn og semb­al­leik­ar­inn Hall­dór Bjarki Arn­ar­son

Hægt er að styrkja verk­efnið hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiFólk