Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti

Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.

7993EFE9-B0EA-4DD7-BBC6-3EBAA8AE5C99.JPG
Auglýsing

Barokk­bandið Brák er tón­list­ar­hópur sem fiðlu­leik­ar­arnir Elfa Rún, Laufey og Guð­björg Hlín stofn­uðu fyrir sex árum með það að leið­ar­ljósi að glæða lífi í barokktón­list flutta á upp­runa­leg hljóð­færi á Íslandi. Frá stofnun hóps­ins hefur hann staðið að fjölda tón­leika í Reykja­vík og Skál­holti við góðar und­ir­tektir áheyr­enda og gagn­rýnenda. Hóp­ur­inn hefur einnig beint kröftum sínum að flutn­ingi nýrrar íslenskrar tón­listar á barokk­hljóð­færi í sam­starfi við íslensk sam­tímatón­skáld. Mik­il­vægur þráður í starfi Brákar hefur svo verið að leyfa nýrri kyn­slóð hljóð­færa­leik­ara að kynn­ast svo­kall­aðri upp­runa­spila­mennsku (e. Histor­ical Per­for­mance Pract­ice) og þeirri ein­stöku orku og ótal túlk­un­ar­mögu­leikum sem upp­runa­spila­mennska hefur fram að færa. Í því sam­starfi hefur auk­ist við flóru og fjöl­breytni íslensks tón­list­ar­lífs. 

Hug­myndin að plöt­unni Tvær hlið­ar/ Two Sides kvikn­aði hjá for­sprökkum Brákar haustið 2019. Þeim fannst kom­inn tími til, eftir marga vel heppn­aða tón­leika að skjal­festa starf sitt með því að ráð­ast í útgáfu á hljóm­plötu. „Við í Brák ætlum að hljóð­rita okkar fyrstu hljóm­plötu nú í lok mars. Hún nefn­ist Tvær hlið­ar/ Two Sides og end­ur­speglar vel starf okkar sem tón­list­ar­hópur í gegnum tíð­ina. Á henni verða fram­reiddar tvær hliðar sígildrar tón­list­ar, þ.e. barokktón­list og íslensk sam­tímatón­list. Barokk­disk­ur­inn mun inni­halda þekkt verk sem við höfum áður flutt á tón­leik­um, meðal ann­ars eftir Vivaldi og Cor­elli, en einnig lítið þekkt verk sem hafa aldrei verið spiluð inn á geisla­disk áður! 

Auglýsing
Diskurinn með íslensku verk­unum mun inni­halda 3 glæný verk eftir tón­skáldin Krist­inn Smára Krist­ins­son, Berg­rúnu Snæ­björns­dóttur og Þráin Hjálm­ars­son sem við munum frum­flytja á tón­leikum í Hörpu þann 28. mars næst­kom­andi. Þá verða einnig hljóð­rituð íslensk verk sem hafa verið samin sér­stak­lega fyrir Barokk­bandið Brák á síð­ast­liðnum árum.“

Brák-hóp­ur­inn segir að tón­list gefin út á geisla­diski og á streym­isveitum gefur sér tæki­færi á að ná til stærri áheyr­enda­hóps og koma íslenskri tón­sköp­un, sér­þekk­ingu í upp­runa­spila­mennsku og hljóm­sveit­inni sjálfri á fram­færi en síð­ast en ekki síst skilji hún eftir sig menn­ing­ar­leg verð­mæti fyrir hlust­endur og alla sem að upp­tök­unum koma. „Þá von­umst við til að með efn­is­legri útgáfu á geisla­disk verði til dýr­mæt heim­ild um þá grósku og sköpun sem á sér stað um þessar mundir í íslensku tón­list­ar­líf­i.“

Barokkbandið Brák.

Allir með­limir Brákar eru þraut­reyndir tón­list­ar­menn. Elfa Rún er búsett í Berlín og er marg­verð­laun­aður fiðlu­leik­ari sem hefur komið fram á tón­leika­sviðum um heim allan ýmist sem ein­leik­ari, konsert­meist­ari eða kamm­ermús­ík­spil­ari. Hún leikur reglu­lega með Aka­demie für Alte Musik Berlin og lista­hópnum Nico and the Navigators. Hún hefur gefið út þónokkra geisla­diska á síð­ast­liðnum árum sem hafa verið til­nefndir og unnið til verð­launa hjá Preis der deutschen Schallplatten­kritik og á Íslensku tón­list­ar­verð­laun­un­um.

Laufey hefur verið fast­ráðin við Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands frá árinu 2019 og kemur reglu­lega fram á tónsvið­inu sem ein­leik­ari, hljóm­sveit­ar­spil­ari og kamm­ermús­sí­k­ant. Einnig hefur hún leikið inn á fjölda hljóð­rit­ana á sígildri og dæg­ur­lagatón­list síð­ustu ár.

Guð­björg Hlín hefur lagt stund á upp­runa­flutn­ing á barokktón­list í námi erlend­is. Guð­björg er einnig með­limur í hljóm­sveit­inni Umbru sem flytur og útsetur mið­aldatón­list og þjóð­lagatón­list. Guð­björg hefur auk þess ferð­ast um heim allan og flutt og popptón­list með hinum ýmsu hljóm­sveit­um.

Þær þrjár leika allar á fiðlu með Brák en auk þeirra ​koma fram á plöt­unni, fiðlu­leik­ar­arnir Gróa Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir, Gunn­hildur Daða­dótt­ir, Guð­bjartur Hákon­ar­son og Sól­veig Vaka Eyþórs­dótt­ir, víólu­leik­ar­arnir Guð­rún Hrund Harð­ar­dóttir og Þóra Mar­grét Sveins­dótt­ir, selló­leik­ar­arnir Stein­unn Arn­björg Stef­áns­dóttir og Guðný Jón­as­dótt­ir, bassa­leik­ar­inn Ric­hard Korn og semb­al­leik­ar­inn Hall­dór Bjarki Arn­ar­son

Hægt er að styrkja verk­efnið hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist hafa lært marg af Partygate en sé nú tilbúinn til að horfa fram á veginn.
Drykkjumenning í Downingstræti afhjúpuð í lokaskýrslunni um Partygate
Stjórnmálaleiðtogar og háttsettir embættismenn verða að axla ábyrgð á drykkjumenningunni sem hefur viðgengst innan bresku ríkisstjórnarinnar. Lokaskýrsla um „Partygate“ hefur loks verið birt, fjórum mánuðum eftir að forsætisráðherra baðst fyrst afsökunar.
Kjarninn 25. maí 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 24. þáttur: Innflytjendur ekki viðurkenndir sem hluti af íslensku samfélagi
Kjarninn 25. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Orðbólga
Kjarninn 25. maí 2022
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ
Einstaklingar sem eru til rannsóknar skuli stíga til hliðar
Stjórn KSÍ hefur samþykkt að ef mál einstaklings er til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi skuli hann stíga til hliðar hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Aron Einar Gunnarsson kemur því ekki til greina í landsliðshópinn á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Kristrún Frostadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson hafa bæði velt fyrir sér greiðslum til LOGOS vegna vinnu fyrir Bankasýslu ríkisins.
Vill fá að vita hvað fjármálaráðuneytið og Bankasýslan hafa borgað LOGOS frá 2017
Þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn um greiðslu til lögmannsstofu sem vann minnisblað fyrir Bankasýsluna um að jafnræði hafi ríkt við söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Sama lögmannsstofa var lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna.
Kjarninn 25. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Sumir útlendingar eru æskilegri en aðrir
Kjarninn 25. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ung vinstri græn: Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið má aldrei verða mik­il­væg­ara en mann­úð
Landsstjórn Ungra vinstri grænna hvetur ríkisstjórn Íslands eindregið til að draga til baka ákvörðun sína um endursendingar flóttafólks og líta til mannúðarsjónarmiða og félagslegs ávinnings fyrir samfélagið.
Kjarninn 25. maí 2022
Muhammad
„Íslensk stjórnvöld sjá mig ekki“
Muhammad Gambari, 23 ára Afgani, hefur verið á flótta frá því hann var 16 ára gamall. Eftir um fimm ára dvöl í Grikklandi kom hann til Íslands í ársbyrjun 2021 en er nú hópi tæplega 300 umsækjenda um alþjóðlega vernd sem vísa á úr landi á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Meira úr sama flokkiFólk