Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti

Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.

7993EFE9-B0EA-4DD7-BBC6-3EBAA8AE5C99.JPG
Auglýsing

Barokk­bandið Brák er tón­list­ar­hópur sem fiðlu­leik­ar­arnir Elfa Rún, Laufey og Guð­björg Hlín stofn­uðu fyrir sex árum með það að leið­ar­ljósi að glæða lífi í barokktón­list flutta á upp­runa­leg hljóð­færi á Íslandi. Frá stofnun hóps­ins hefur hann staðið að fjölda tón­leika í Reykja­vík og Skál­holti við góðar und­ir­tektir áheyr­enda og gagn­rýnenda. Hóp­ur­inn hefur einnig beint kröftum sínum að flutn­ingi nýrrar íslenskrar tón­listar á barokk­hljóð­færi í sam­starfi við íslensk sam­tímatón­skáld. Mik­il­vægur þráður í starfi Brákar hefur svo verið að leyfa nýrri kyn­slóð hljóð­færa­leik­ara að kynn­ast svo­kall­aðri upp­runa­spila­mennsku (e. Histor­ical Per­for­mance Pract­ice) og þeirri ein­stöku orku og ótal túlk­un­ar­mögu­leikum sem upp­runa­spila­mennska hefur fram að færa. Í því sam­starfi hefur auk­ist við flóru og fjöl­breytni íslensks tón­list­ar­lífs. 

Hug­myndin að plöt­unni Tvær hlið­ar/ Two Sides kvikn­aði hjá for­sprökkum Brákar haustið 2019. Þeim fannst kom­inn tími til, eftir marga vel heppn­aða tón­leika að skjal­festa starf sitt með því að ráð­ast í útgáfu á hljóm­plötu. „Við í Brák ætlum að hljóð­rita okkar fyrstu hljóm­plötu nú í lok mars. Hún nefn­ist Tvær hlið­ar/ Two Sides og end­ur­speglar vel starf okkar sem tón­list­ar­hópur í gegnum tíð­ina. Á henni verða fram­reiddar tvær hliðar sígildrar tón­list­ar, þ.e. barokktón­list og íslensk sam­tímatón­list. Barokk­disk­ur­inn mun inni­halda þekkt verk sem við höfum áður flutt á tón­leik­um, meðal ann­ars eftir Vivaldi og Cor­elli, en einnig lítið þekkt verk sem hafa aldrei verið spiluð inn á geisla­disk áður! 

Auglýsing
Diskurinn með íslensku verk­unum mun inni­halda 3 glæný verk eftir tón­skáldin Krist­inn Smára Krist­ins­son, Berg­rúnu Snæ­björns­dóttur og Þráin Hjálm­ars­son sem við munum frum­flytja á tón­leikum í Hörpu þann 28. mars næst­kom­andi. Þá verða einnig hljóð­rituð íslensk verk sem hafa verið samin sér­stak­lega fyrir Barokk­bandið Brák á síð­ast­liðnum árum.“

Brák-hóp­ur­inn segir að tón­list gefin út á geisla­diski og á streym­isveitum gefur sér tæki­færi á að ná til stærri áheyr­enda­hóps og koma íslenskri tón­sköp­un, sér­þekk­ingu í upp­runa­spila­mennsku og hljóm­sveit­inni sjálfri á fram­færi en síð­ast en ekki síst skilji hún eftir sig menn­ing­ar­leg verð­mæti fyrir hlust­endur og alla sem að upp­tök­unum koma. „Þá von­umst við til að með efn­is­legri útgáfu á geisla­disk verði til dýr­mæt heim­ild um þá grósku og sköpun sem á sér stað um þessar mundir í íslensku tón­list­ar­líf­i.“

Barokkbandið Brák.

Allir með­limir Brákar eru þraut­reyndir tón­list­ar­menn. Elfa Rún er búsett í Berlín og er marg­verð­laun­aður fiðlu­leik­ari sem hefur komið fram á tón­leika­sviðum um heim allan ýmist sem ein­leik­ari, konsert­meist­ari eða kamm­ermús­ík­spil­ari. Hún leikur reglu­lega með Aka­demie für Alte Musik Berlin og lista­hópnum Nico and the Navigators. Hún hefur gefið út þónokkra geisla­diska á síð­ast­liðnum árum sem hafa verið til­nefndir og unnið til verð­launa hjá Preis der deutschen Schallplatten­kritik og á Íslensku tón­list­ar­verð­laun­un­um.

Laufey hefur verið fast­ráðin við Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands frá árinu 2019 og kemur reglu­lega fram á tónsvið­inu sem ein­leik­ari, hljóm­sveit­ar­spil­ari og kamm­ermús­sí­k­ant. Einnig hefur hún leikið inn á fjölda hljóð­rit­ana á sígildri og dæg­ur­lagatón­list síð­ustu ár.

Guð­björg Hlín hefur lagt stund á upp­runa­flutn­ing á barokktón­list í námi erlend­is. Guð­björg er einnig með­limur í hljóm­sveit­inni Umbru sem flytur og útsetur mið­aldatón­list og þjóð­lagatón­list. Guð­björg hefur auk þess ferð­ast um heim allan og flutt og popptón­list með hinum ýmsu hljóm­sveit­um.

Þær þrjár leika allar á fiðlu með Brák en auk þeirra ​koma fram á plöt­unni, fiðlu­leik­ar­arnir Gróa Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir, Gunn­hildur Daða­dótt­ir, Guð­bjartur Hákon­ar­son og Sól­veig Vaka Eyþórs­dótt­ir, víólu­leik­ar­arnir Guð­rún Hrund Harð­ar­dóttir og Þóra Mar­grét Sveins­dótt­ir, selló­leik­ar­arnir Stein­unn Arn­björg Stef­áns­dóttir og Guðný Jón­as­dótt­ir, bassa­leik­ar­inn Ric­hard Korn og semb­al­leik­ar­inn Hall­dór Bjarki Arn­ar­son

Hægt er að styrkja verk­efnið hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk