Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti

Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.

7993EFE9-B0EA-4DD7-BBC6-3EBAA8AE5C99.JPG
Auglýsing

Barokkbandið Brák er tónlistarhópur sem fiðluleikararnir Elfa Rún, Laufey og Guðbjörg Hlín stofnuðu fyrir sex árum með það að leiðarljósi að glæða lífi í barokktónlist flutta á upprunaleg hljóðfæri á Íslandi. Frá stofnun hópsins hefur hann staðið að fjölda tónleika í Reykjavík og Skálholti við góðar undirtektir áheyrenda og gagnrýnenda. Hópurinn hefur einnig beint kröftum sínum að flutningi nýrrar íslenskrar tónlistar á barokkhljóðfæri í samstarfi við íslensk samtímatónskáld. Mikilvægur þráður í starfi Brákar hefur svo verið að leyfa nýrri kynslóð hljóðfæraleikara að kynnast svokallaðri upprunaspilamennsku (e. Historical Performance Practice) og þeirri einstöku orku og ótal túlkunarmöguleikum sem upprunaspilamennska hefur fram að færa. Í því samstarfi hefur aukist við flóru og fjölbreytni íslensks tónlistarlífs. 

Hugmyndin að plötunni Tvær hliðar/ Two Sides kviknaði hjá forsprökkum Brákar haustið 2019. Þeim fannst kominn tími til, eftir marga vel heppnaða tónleika að skjalfesta starf sitt með því að ráðast í útgáfu á hljómplötu. „Við í Brák ætlum að hljóðrita okkar fyrstu hljómplötu nú í lok mars. Hún nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og endurspeglar vel starf okkar sem tónlistarhópur í gegnum tíðina. Á henni verða framreiddar tvær hliðar sígildrar tónlistar, þ.e. barokktónlist og íslensk samtímatónlist. Barokkdiskurinn mun innihalda þekkt verk sem við höfum áður flutt á tónleikum, meðal annars eftir Vivaldi og Corelli, en einnig lítið þekkt verk sem hafa aldrei verið spiluð inn á geisladisk áður! 

Auglýsing
Diskurinn með íslensku verkunum mun innihalda 3 glæný verk eftir tónskáldin Kristinn Smára Kristinsson, Bergrúnu Snæbjörnsdóttur og Þráin Hjálmarsson sem við munum frumflytja á tónleikum í Hörpu þann 28. mars næstkomandi. Þá verða einnig hljóðrituð íslensk verk sem hafa verið samin sérstaklega fyrir Barokkbandið Brák á síðastliðnum árum.“

Brák-hópurinn segir að tónlist gefin út á geisladiski og á streymisveitum gefur sér tækifæri á að ná til stærri áheyrendahóps og koma íslenskri tónsköpun, sérþekkingu í upprunaspilamennsku og hljómsveitinni sjálfri á framfæri en síðast en ekki síst skilji hún eftir sig menningarleg verðmæti fyrir hlustendur og alla sem að upptökunum koma. „Þá vonumst við til að með efnislegri útgáfu á geisladisk verði til dýrmæt heimild um þá grósku og sköpun sem á sér stað um þessar mundir í íslensku tónlistarlífi.“

Barokkbandið Brák.

Allir meðlimir Brákar eru þrautreyndir tónlistarmenn. Elfa Rún er búsett í Berlín og er margverðlaunaður fiðluleikari sem hefur komið fram á tónleikasviðum um heim allan ýmist sem einleikari, konsertmeistari eða kammermúsíkspilari. Hún leikur reglulega með Akademie für Alte Musik Berlin og listahópnum Nico and the Navigators. Hún hefur gefið út þónokkra geisladiska á síðastliðnum árum sem hafa verið tilnefndir og unnið til verðlauna hjá Preis der deutschen Schallplattenkritik og á Íslensku tónlistarverðlaununum.

Laufey hefur verið fastráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands frá árinu 2019 og kemur reglulega fram á tónsviðinu sem einleikari, hljómsveitarspilari og kammermússíkant. Einnig hefur hún leikið inn á fjölda hljóðritana á sígildri og dægurlagatónlist síðustu ár.

Guðbjörg Hlín hefur lagt stund á upprunaflutning á barokktónlist í námi erlendis. Guðbjörg er einnig meðlimur í hljómsveitinni Umbru sem flytur og útsetur miðaldatónlist og þjóðlagatónlist. Guðbjörg hefur auk þess ferðast um heim allan og flutt og popptónlist með hinum ýmsu hljómsveitum.

Þær þrjár leika allar á fiðlu með Brák en auk þeirra ​koma fram á plötunni, fiðluleikararnir Gróa Margrét Valdimarsdóttir, Gunnhildur Daðadóttir, Guðbjartur Hákonarson og Sólveig Vaka Eyþórsdóttir, víóluleikararnir Guðrún Hrund Harðardóttir og Þóra Margrét Sveinsdóttir, sellóleikararnir Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir og Guðný Jónasdóttir, bassaleikarinn Richard Korn og semballeikarinn Halldór Bjarki Arnarson

Hægt er að styrkja verkefnið hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk