Hljómsveit sem fæddist í millibilsástandi er orðin að líflegu jaðarpopp-verkefni

Fyrsta breiðskífa Supersport! er á leiðinni. Safnað er fyrir útgáfu hennar á Karolina Fund.

R1-00182-016A.jpg
Auglýsing

Supersport! fæddist í einhvers konar millibilsástandi í lífum meðlimanna haustið 2019, en snerist hratt og örugglega upp í fágað en líflegt jaðarpopp-verkefni. Fyrsta stuttskífa sveitarinnar, Dog Run EP, sem kom út á vegum listasamlagsins post-dreifingar í júlí sl., hefur hlotið góðar viðtökur, jafnt hjá tónlistarunnendum og í fjölmiðlum, og var nú síðast tilnefnd til Kraumsverðlaunanna 2020. Meðlimir Supersport! eru Bjarni Daníel Þorvaldsson, Þóra Birgit Bernódusdóttir, Hugi Kjartansson og Dagur Reykdal Halldórsson.

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

„Okkur hefur lengi langað til að taka upp vandaða plötu í fullri lengd. Við erum öll búin að vera í hljómsveitum hér og þar síðustu ár, og höfum auk þess verið virkir þátttakendur í listasamlaginu Post-dreifingu (hljómsveitir sem við höfum tekið þátt í eru m.a. bagdad brothers, Skoffín, Tucker Carlson’s Jonestown Massacre o.fl.). Verandi sjálfstætt starfandi höfum við öll þurft að vera nægjusöm í upptökuverkefnum fortíðarinnar, vinna með vinum okkar í skiptum fyrir lágmarksgreiðslur eða greiðaskipti, og jafnan hefur ekki gefist svigrúm til að taka upp og vinna mikið efni í einu. Þess vegna eigum við öll á bakinu nokkuð magn af smáskífum og stuttskífum, en höfum í rauninni aldrei fengið tækifæri til að taka upp heiðarlega breiðskífu. 

Auglýsing
Í samkomubanninu í haust kom upp á borðið hjá okkur möguleikinn á samstarfi við upptökustjórann Árna Hjörvar, sem hafði áður unnið með Bjarna að plötu Skoffíns “...hentar íslenskum aðstæðum”. Við ákváðum að slá til, og höfum þegar hafið upptökur! Það er ýmislegt í eftirvinnslu- og útgáfuferlinu hjá okkur sem mun koma til með að vera nokkuð kostnaðarsamt, svo við brugðum á það ráð að leita á náðir nærsamfélags okkar, í von um að með þeirri hjálp gætum við loksins fjármagnað plötuna sem okkur hefur langað að gera svo lengi. Það var þá sem við höfðum samband við Karolina Fund - teymið og fengum að setja upp söfnunarsíðu hjá þeim.“

Segið okkur frá þema verkefnisins?

„Stærsta þemað á þessari plötu er samstarf. Upphaflega, þegar við fórum inn í þetta verkefni var hugmyndin að á hverju einasta lagi plötunnar yrðum við í samstarfi við nýtt tónlistarfólk. Það gekk ekki alveg hnökralaust fyrir sig, en eftir stendur veglegur listi af frábæru tónlistarfólki sem var til í að hoppa inn í verkefnið og hjálpa okkur að gera hljóðheim plötunnar miklu ríkari en okkur hefði getað tekist að gera ein og óstudd. 

Sömuleiðis hafa upptökustjórinn okkar, Árni, og tæknimaðurinn, Dagur Kristinn, haft heilmikil áhrif á skapandi ferlið. Þeirra framlag hefur verið alveg ómetanlegt og við erum mjög þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna með svona hæfileikaríku fólki.

Það er líka kannski ágætlega í takti við þessar samvinnuhugmyndir að platan sé hópfjármögnuð! Þannig eru það aðstandendur okkar, vinir, ættingjar og aðdáendur sem hjálpa okkur að gera hana að veruleika, og sú sannfæring okkar að allt sé hægt í krafti fjöldans hefur bara styrkst fyrir vikið.“

Hver er hugmyndin á bakvið verðlaunin sem þið bjóðið styrktarmönnum ykkar upp á í skiptum fyrir áheiti á verkefnið?

„Okkur langaði að bjóða upp fjölbreytt úrval af verðlaunum og hvetja fólk þannig til að styrkja eins mikið eða lítið og það ræður við. Með því að velja lægsta þrepið færðu frítt niðurhal af plötunni, en með því að velja það hæsta, bjóðum við þér í matarboð, og þú færð að auki einkatónleika og ýmsan varning. Þess á milli er allur fjöldinn af mismunandi verðlaunum í boði. 

Við vildum leggja áherslu á verðlaun sem er ekki beinlínis hægt að meta til fjár - til dæmis einkatónleikana og geisladiska í heimagerðum umslögum. Við teljum að þannig getum við gefið styrktarfólki plötunnar eitthvað einstakt sem skilur eftir sig fallegar minningar.“


Hér er hægt að taka þátt í söfnuninni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk