Hljómsveit sem fæddist í millibilsástandi er orðin að líflegu jaðarpopp-verkefni

Fyrsta breiðskífa Supersport! er á leiðinni. Safnað er fyrir útgáfu hennar á Karolina Fund.

R1-00182-016A.jpg
Auglýsing

Supersport! fæddist í einhvers konar millibilsástandi í lífum meðlimanna haustið 2019, en snerist hratt og örugglega upp í fágað en líflegt jaðarpopp-verkefni. Fyrsta stuttskífa sveitarinnar, Dog Run EP, sem kom út á vegum listasamlagsins post-dreifingar í júlí sl., hefur hlotið góðar viðtökur, jafnt hjá tónlistarunnendum og í fjölmiðlum, og var nú síðast tilnefnd til Kraumsverðlaunanna 2020. Meðlimir Supersport! eru Bjarni Daníel Þorvaldsson, Þóra Birgit Bernódusdóttir, Hugi Kjartansson og Dagur Reykdal Halldórsson.

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

„Okkur hefur lengi langað til að taka upp vandaða plötu í fullri lengd. Við erum öll búin að vera í hljómsveitum hér og þar síðustu ár, og höfum auk þess verið virkir þátttakendur í listasamlaginu Post-dreifingu (hljómsveitir sem við höfum tekið þátt í eru m.a. bagdad brothers, Skoffín, Tucker Carlson’s Jonestown Massacre o.fl.). Verandi sjálfstætt starfandi höfum við öll þurft að vera nægjusöm í upptökuverkefnum fortíðarinnar, vinna með vinum okkar í skiptum fyrir lágmarksgreiðslur eða greiðaskipti, og jafnan hefur ekki gefist svigrúm til að taka upp og vinna mikið efni í einu. Þess vegna eigum við öll á bakinu nokkuð magn af smáskífum og stuttskífum, en höfum í rauninni aldrei fengið tækifæri til að taka upp heiðarlega breiðskífu. 

Auglýsing
Í samkomubanninu í haust kom upp á borðið hjá okkur möguleikinn á samstarfi við upptökustjórann Árna Hjörvar, sem hafði áður unnið með Bjarna að plötu Skoffíns “...hentar íslenskum aðstæðum”. Við ákváðum að slá til, og höfum þegar hafið upptökur! Það er ýmislegt í eftirvinnslu- og útgáfuferlinu hjá okkur sem mun koma til með að vera nokkuð kostnaðarsamt, svo við brugðum á það ráð að leita á náðir nærsamfélags okkar, í von um að með þeirri hjálp gætum við loksins fjármagnað plötuna sem okkur hefur langað að gera svo lengi. Það var þá sem við höfðum samband við Karolina Fund - teymið og fengum að setja upp söfnunarsíðu hjá þeim.“

Segið okkur frá þema verkefnisins?

„Stærsta þemað á þessari plötu er samstarf. Upphaflega, þegar við fórum inn í þetta verkefni var hugmyndin að á hverju einasta lagi plötunnar yrðum við í samstarfi við nýtt tónlistarfólk. Það gekk ekki alveg hnökralaust fyrir sig, en eftir stendur veglegur listi af frábæru tónlistarfólki sem var til í að hoppa inn í verkefnið og hjálpa okkur að gera hljóðheim plötunnar miklu ríkari en okkur hefði getað tekist að gera ein og óstudd. 

Sömuleiðis hafa upptökustjórinn okkar, Árni, og tæknimaðurinn, Dagur Kristinn, haft heilmikil áhrif á skapandi ferlið. Þeirra framlag hefur verið alveg ómetanlegt og við erum mjög þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna með svona hæfileikaríku fólki.

Það er líka kannski ágætlega í takti við þessar samvinnuhugmyndir að platan sé hópfjármögnuð! Þannig eru það aðstandendur okkar, vinir, ættingjar og aðdáendur sem hjálpa okkur að gera hana að veruleika, og sú sannfæring okkar að allt sé hægt í krafti fjöldans hefur bara styrkst fyrir vikið.“

Hver er hugmyndin á bakvið verðlaunin sem þið bjóðið styrktarmönnum ykkar upp á í skiptum fyrir áheiti á verkefnið?

„Okkur langaði að bjóða upp fjölbreytt úrval af verðlaunum og hvetja fólk þannig til að styrkja eins mikið eða lítið og það ræður við. Með því að velja lægsta þrepið færðu frítt niðurhal af plötunni, en með því að velja það hæsta, bjóðum við þér í matarboð, og þú færð að auki einkatónleika og ýmsan varning. Þess á milli er allur fjöldinn af mismunandi verðlaunum í boði. 

Við vildum leggja áherslu á verðlaun sem er ekki beinlínis hægt að meta til fjár - til dæmis einkatónleikana og geisladiska í heimagerðum umslögum. Við teljum að þannig getum við gefið styrktarfólki plötunnar eitthvað einstakt sem skilur eftir sig fallegar minningar.“


Hér er hægt að taka þátt í söfnuninni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk