Hefur nú fundið sitt eigið „sound“ og safnar fyrir útgáfu á vínyl

Daníel Þorsteinsson semur og flytur raftónlist undir listamannsnafninu TRPTYCH. Hann hefur nú þegar sent frá sér sex plötur á stafrænu formi en safnar nú fyrir fyrstu vínylútgáfunni. Hljómborðsleikari The Cure meðal þeirra sem leika með Daníel á plötunni.

Svona mun platan „Spawn Apart“ líta út þegar hún verður komin út á vínyl.
Svona mun platan „Spawn Apart“ líta út þegar hún verður komin út á vínyl.
Auglýsing

TRPTYCH er sóló tónlistarverkefni Daníels Þorsteinssonar en hann hefur komið víða við, meðal annars sem trommuleikarinn í Maus og höfuðpaur elektrónísku hljómsveitarinnar Sometime. Daníel vinnur sem grafískur- og hreyfihönnuður á auglýsingastofunni VORAR.


Daníel Þorsteinsson var áður trommuleikari hljómsveitarinnar Maus. Mynd: Aðsend.Daníel hefur sinnt tónlistinni í þónokkurn tíma og byrjaði sinn feril í Maus. „Í kringum 1993 þá var ég komin á kaf í rap- og teknótónlist en bara sem hlustandi og var að daðra við að fá mér trommuheila og hljómborð en ég var shanghai-aður inn í Maus og fyrir það er ég ævinlega þakklátur því þar náði ég að þróa minn trommuleik og tónlistarsköpun. Í dag eru Mausararnir enn bestu vinir mínir og ég er hrikalega stoltur af því sem við gerðum, enda vorum við tryllt band, sérstaklega á tónleikum. Og ég gleymi því aldrei þegar við gáfum út okkar fyrstu plötu, en það verður seint toppað tilfinningalega. En ég er með svipaða tilfinningu fyrir „Spawn Apart“ sem verður sjöunda útgáfa TRPTYCH.“

Auglýsing


Með TRPTYCH hefur Daníel á síðustu árum fundið sér sinn eiginn hljóm. „Síðan ég stofnaði Sometime 2006, þá hef ég sífellt notið þess meira og meira að taka upp og semja, í Maus þá voru allar trommurnar á plötunum heil „live“ upptaka og það er rosalegt stress fyrir trommuleikara, því ekki eitt slag má vera off. En maður var nú helvíti þéttur enda oft kallaður Danni „one-take“ í stúdíóinu. Síðan ég stofnaði TRPTYCH sirka 2015/2016 þá er ég búinn að dæla út plötum. Og það hef ég gert til að fá „closure“ og getað haldið áfram og til að þróa mína tónlistarsköpun og mitt „sound“. Því aldrei hef ég verið í tónlistarsamstarfi eða gert tónlist sem hljómar eins og eitthvað annað. Það er hægt að segja margt um Maus, Sometime og TRPTYCH en það verður ekki tekið af þessum hljómsveitum að þær eru allar gjörsamlega einstakar og það er fyrir mig lang mikilvægasta atriðið í tónlistarsköpun.“


Platan „Spawn Apart“ verður fyrsta plata TRPTYCH sem kemur út á föstu formi. „Núna finn ég í maganum að það er eitthvað virkilega sérstakt við þessa plötu og mér finnst í rauninni þetta vera fyrsta alvöru plata TRPTYCH (þær fyrri komu bara út sem rafmagn á internetinu) og ég veit að ég mun fá sömu tilfinningu og þegar Maus gaf út sína fyrstu plötu „Allar kenningar heimsins…   … og ögn meira“ árið 1994, þegar ég og Páll Ragnar Pálsson tónlistargúru og týpa náðum í okkar fyrstu eintök niður í Smekkleysu og löbbuðum upp Laugaveginn og gátum ekki hætt að hlæja. Það er líka gaman að segja frá því að Roger O’donnell sem er búinn að vera hljómborðsleikarinn í The Cure síðan sirka 1987 spilar á „Spawn Apart“, en hann spilaði síðast með mér og Maus á „Lof mér að falla að þínu eyra“ með Maus árið 1997.“


Hægt er að styrkja verkefnið hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk