Morðgáta sem leynir á sér

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Útlendingurinn Morðgáta en hann segir að höfundinum hafi tekist það sem er fágætt: Að hafa ofan af fyrir áhorfendum sínum í rúmar tvær klukkustundir.

Mynd: Grímur Bjarnason/Borgarleikhúsið
Auglýsing

Borg­ar­leik­hús­ið: Útlend­ing­ur­inn Morð­gáta

Höf­und­ur: Frið­geir Ein­ars­son

Leik­stjórn: Pétur Ármanns­son

Tón­list: Snorri Helga­son

Leik­mynd og bún­ing­ar: Brynja Björns­dóttir

Lýs­ing: Pálmi Jóns­son

Hljóð­mynd: Þor­björn Stein­gríms­son

Mál­verk: Viðar Jóns­son

Flytj­end­ur: Frið­geir Ein­ars­son, Snorri Helga­son



Útlend­ing­ur­inn Morð­gáta er sýn­ing sem leynir á sér. Á yfir­borð­inu virð­ist hún eins konar meta­leik­hús – leik­hús um leik­hús, þar sem höf­undur sýn­ing­ar­innar segir frá vand­ræðum þeim sem hann átti við að glíma þegar hann var að semja verkið í kjöl­far vel­gengn­innar með fyrri sýn­ing­una, Club Rom­ant­ica, sem sýnd var í Borg­ar­leik­hús­inu 2019 og var til­nefnd til fjög­urra Grímu­verð­launa. Það er þakk­látt bragð í leik­húsi að vísa í veru­leik­ann á svið­inu og er að sumu leyti tím­anna tákn; að minnsta kosti varð ekki vart við annað en að allar til­vís­anir í núið vöktu ómælda kátínu kyn­slóða­systk­ina höf­undar sem sátu í salnum ásamt þeim sem hér slær lykla­borð.



En Útlend­ing­ur­inn Morð­gáta leynir sem sagt á sér. Hún er líka sagan af Íslend­ingnum sem gerð­ist sjálfur útlend­ingur með því að flytj­ast yfir Atl­antsála og koma sér fyrir í Bergen þar sem hann átti sam­kvæmt samn­ingi við leik­húsið að semja leik­gerð við skáld­sögu Albert Camus, Útlend­ing­inn, en í stað­inn vakti Ísdals­kon­an, fimm­tíu ára gömul morð­gáta, áhuga hans sem varð til þess að ekk­ert varð úr útlend­ingnum en sú sýn­ing sem hér er fjallað um kom í stað­inn. Raunar segir ekki af við­brögðum leik­hús­stjór­ans sem fékk annað verk en um var beð­ið, en það skiptir kannski minna máli; aðal­at­riðið er, að þessi gamla morð­gáta, sem kall­ast Ísdals­kon­an, er virki­lega spenn­andi – og miðað við Club Rom­ant­ica, fyrri sýn­ingu Frið­geirs, ætti hún að falla algjör­lega að hans aðferða­fræði og stíl.

Auglýsing



Aðferð og stíll Frið­geirs Ein­ars­sonar sver sig í ætt við mínímal­isma og neór­eal­isma eins og hann þró­að­ist í ítal­skri kvik­mynda­gerð uppúr seinni heims­styrj­öld­inni; sá tími er einnig nefndur gullöld ítal­skrar kvik­mynda­gerðar og lagði grunn­inn að frægð kvik­mynda­leik­stjóra á borð við Visconti, de Sica og Rossel­ini, svo fáeinir séu nefnd­ir. Þeirra aðals og ein­kenn­is­merki var að vinna margræðar sögur úr fábrotnu efni sem fáum hafði áður dottið í hug að gera sér mat úr og einatt var sögu­efnið sótt í heim lægri stétta, verka­lýðs og fátækra. Það sem einnig ein­kenndi ítalska neór­eal­ismann var að fara eins nákvæm­lega í saumana á sögu­efn­inu og unnt var og mjólka hvern dropa úr því. Þetta gerði Frið­geir á glæsi­legan og eft­ir­minni­legan hátt í Club Rom­ant­ica fyrir tveimur árum. Sú sýn­ing sótti efni sitt í sög­una af mynda­albúmi sem keypt var á úti­mark­aði. Í albú­m­inu var að finna ljós­mynd af konu í hvers­dagslegum aðstæð­um. Konan og umhverfi hennar vakti athygli Frið­geirs (hann er sjálfur í mið­punkti atburða í verkum sín­um) og úr varð leik­sýn­ing þar sem hann segir sög­una af því hvernig hann leit­aði uppi þessa konu. Hann fletti ofan af örlögum hennar og í raun­inni lífg­aði hana við fyrir augum áhorf­enda. Club Rom­ant­ica var, rétt eins og Útlend­ing­ur­inn Morð­saga, frá­sögn af ferða­lagi höf­undar frá spurn til lausn­ar, en lausnin í Club Rom­ant­ica var skýr­ari, afdrátt­ar­laus­ari. Þar tókst enda að hreyfa við áhorf­endum og kalla fram ryk­korn í auga yfir örlögum kon­unn­ar, en í Útlend­ingnum Morð­sögu verður mun minna úr efn­inu af ein­hverjum ástæð­um.



Það þarf ekki nema leita and­ar­taks­stund á vefnum að Ísdals­kon­unni til að finna sögu, sem vísar í margar áttir og ætti með aðferða­fræði Frið­geirs Ein­ars­sonar að geta orðið að magn­aðri sögu. Ísdals­konan fannst fyrir rúmum fimm­tíu árum í dal nálægt Bergen sem heitir Ísdal­ur­inn og af því örnefni er heitið Ísdals­konan dreg­ið. Gátan um hana er ennþá óleyst, þótt norska lög­reglan hafi nær óslitið reynt að kom­ast að hinu sanna um hver hún var, á hvaða ferða­lagi hún hafi verið og umfram allt, hvernig hún dó og, ef um morð er að ræða, hver sé þá hinn seki og hvað honum gekk til. Reyndar hefur höf­uð­kenn­ing lög­regl­unnar verið að Ísdals­konan hafi fyr­ir­farið sér, eins trú­legt og það hljómar að hún hafi fyrst gleypt glás af svefn­töflum og síðan hellt yfir sig bens­íni og kveikt í. Og þaráður fjar­lægt öll merki um hver hún væri, eins og að klippa auð­kennismiða úr fatn­aði, fjar­læga fingraför og ýmis­legt annað sem getur valdið lög­reglu vand­ræðum við rann­sókn máls. Rann­sókn máls­ins er sú umfangs­mesta sem norska lög­reglan hefur glímt við og verður helst borin saman við rann­sókn­ina á morð­inu á John F. Kenn­edy í Banda­ríkj­unum og morð­inu á Olof Palme í Sví­þjóð.

Mynd: Grímur Bjarnason/Borgarleikhúsið



Ein­hverra hluta vegna lifnar þessi saga ekki til fulls í með­förum þeirra Frið­geirs og Snorra Helga­son­ar, sem sér um tón­list­ar­flutn­ing og bregður sér í hlut­verk eig­in­konu Frið­geirs þegar þörf kref­ur, frá­sagn­ar­innar vegna. Kannski er það ein­fald­lega svo að sagan af Ísdals­kon­unni er svo marsl­ungin að hún ber sögu­mann­inn ofur­liði; að honum henti betur mínímal­ísk­ari saga á borð við sög­una af kon­unni á mynd­inni í albú­m­inu til að frá­sagn­ar­tækni hans og sögu­manns­hæfi­leikar njóti sín til fulls. Kannski hefði strang­ari drama­t­úrgísk úrvinnsla efn­is­ins dugað til. Í fróð­legri grein Lilju Sig­urð­ar­dótt­ur, glæpa­sögu­höf­und­ar, í leik­skrá segir að leitin að rétt­læt­inu sé það sem drífi glæpa­sög­una áfram og að glæpa­saga án rétt­lætis í lokin sé ekki full­nægj­andi fyrir unn­endur slíkra sagna. Kannski er þarna að finna ein­falda svarið við því af hverju saga Frið­geirs virð­ist líkt og ófull­burða – hún fer ekki alla leið, finnur ekki lausn­ina á gát­unni um Ísdals­kon­una.



Hvað sem því líður – sögur geta verið og eru margs konar og mis­jafn­lega sagðar og þurfa ekki að vera síðri afþrey­ing fyrir því. Frið­geiri tekst það sem er fágætt, og það er að hafa ofan af fyrir áhorf­endum sínum í rúmar tvær klukku­stundir og það er auð­fundið á við­brögðum áhorf­enda að þeim líkar meira en vel sú afþrey­ing sem á borð er bor­in, frá­sagn­ar­máti Frið­geirs er þeim að skapi og efn­is­tökin eru vissu­lega ágæt­lega fersk. Það má heldur ekki horfa fram­hjá því að Frið­geir nýtur góðs og öruggs stuðn­ings af tón­list og tón­list­ar­flutn­ingi Snorra Helga­sonar og þá eru leik­mynd og bún­ingar Brynju Björns­dóttur hvort tveggja snilld­ar­lega útfært. Leik­myndin er fal­lega skand­in­av­ísk og bak­vegg­ur­inn mál­aður af Við­ari Jóns­syni í expressjón­ískum stíl sem leiðir hug­ann að Ópi Munchs – sem er líka hæfi­lega absúrd vísun í frá­sögn­ina sem nær ein­hvern veg­inn ekki utan um átaka­sög­una sem mann grunar að leynist í sög­unni um hina dul­ar­fullu Ísdals­konu. Þetta mikla mál­verk tekur líka vel við lýs­ingu Pálma Jóns­sonar og öll hin tón­list­ar­lega og sjón­ræna umgjörð tekur á við­eig­andi þátt í frá­sögn­inni.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk