„Var amma einu sinni 6 ára?“

Óli Schram safnar nú fyrir Barnabarnabókinni á Karolina Fund.

Óli með barnabörnunum.
Óli með barnabörnunum.
Auglýsing

Óli Schram er afi níu barnabarna og saknar þess að hafa ekki getað umgengist þessi kríli þegar hann vill. Og þau veigra sér við heimsóknir sjálf, enginn vill vera valdur af smiti. Þó barnið sé á unga aldri og hafi ekki hugmynd um hvað sé í gangi vex forvitni þess með aldrinum og áhuginn kemur. Þá gæti gamla fólkið verið gengið og til lítils að ætlast.

Hefur Óli því brugðið á það ráð að búa til bók sem kallast Barnabarnabókin því hún endar í eigu barnabarnsins. Bókin er ætluð sem gjöf frá foreldri eða barninu sjálfu til ömmu eða afa. Þau fylla út og skýra út og barnið veit meira um þau. Óli safnar nú fyrir útgáfu á Karolina Fund.

Í lýsingu á bókinni kemur fram að hún lýsi og tiltaki atvik í ævi gamla fólksins sem verði því meiri gersemar sem árin líða svo ekki sé talað um fráföll ömmu og afa. Bókin inniheldur um 140 spurningar og með auðu plássi þar undir fyrir svörin auk síðum fyrir myndir af viðkomandi. Bókin er sögð upplögð samtenging á COVID-tímum, þeim öldnu til upprifjunar og barni til ununar.

Auglýsing

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

„Hugmyndin kom til mín þegar ég fékk svona (útlenska) bók í hendurnar sjálfur. Ég hafði afskaplega gaman af því að rifja upp, muna og leita svara við útfyllingu. Þær stundir tókum mig á tímaflakk svo um munaði, aftur í barnæsku, í gegnum Bítlatímabilið, útvarpsfrjálsræði, ferða tækifærin og þegar síminn kom.

Pabbi minn sálugi, fæddur 1912 svaraði spurningunni um hvað hefði verið mesta framfaraspor í hans huga þegar hann liti aftur til þróunar eða tæknibyltingar. Hann sagði: „Þegar gúmmískórnir komu.“ Ég geri fastlega ráð fyrir því að enginn nema þeir sem fæddir eru í kringum síðustu aldamót skilji þetta svar hans.“

Barnabarnabókin Mynd: Karolina Fund

Óli vildi í COVID-einangrun að unnt væri að nálgast börnin eða öllu heldur að fá barnabörnin til að nálgast gamla fólkið.

„Með útfyllingu, sem er ákaflega skemmtilegt verkefni, öðlast barnið meiri innsýn í líf þeirra öldruðu. Hver vildi ekki eiga svona bækur frá ömmum sínum og öfum? Besta vitnið um gljúfrið milli kynslóða er þessi saklausa spurning 6 ára stúlku til mömmu sinnar: „Var amma einu sinni 6 ára?“.“

Hér er hægt að skoða og styrkja verkefnið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiFólk