Leiksigur!

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Vertu úlfur sem Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir.

Vertu úlfur
Vertu úlfur
Auglýsing

Þjóð­leik­hús­ið: Vertu úlfur

Leik­verk eftir Unni Ösp Stef­áns­dóttur byggt á sam­nefndri bók Héð­ins Unn­steins­sonar

Leik­stjóri: Unnur Ösp Stef­áns­dóttir

Leik­mynd og mynd­bands­hönn­un: Elín Hans­dóttir

Bún­ing­ar: Fil­ippía I. Elís­dóttir

Lýs­ing: Björn Berg­steinn Guð­munds­son og Hall­dór Örn Ósk­ars­son

Drama­t­úrg: Hrafn­hildur Haga­lín

Tón­list í leik­sýn­ingu: Val­geir Sig­urðs­son

Hljóð­hönn­un: Elvar Geir Sæv­ars­son

Leik­ari: Björn Thors

Það er auð­velt að hríf­ast af leik­sýn­ing­unni Vertu úlf­ur. Hún fjallar um áleitið efni, geð­sjúk­dóm, byggir á sam­nefndri sann­sögu­legri frá­sögn Héð­ins Unn­steins­son­ar, sem í sögu sinni segir frá eigin reynslu, sem á stóra sviði Þjóð­leik­húss­ins er túlkuð í leik­gerð og leik­stjórn Unnar Aspar Stef­áns­dóttur af leik­ar­anum Birni Thors – sem er einn á svið­inu í um eina og hálfa klukku­stund, sem eitt og sér er aðdá­un­ar­vert afrek.

Þegar áhorf­endur koma sér fyrir í sal Þjóð­leik­húss­ins röltir Björn Thors um for­svið­ið, tjaldið er dregið fyrir og brátt gefur hann til kynna að hann ætli að segja sögu sína og ekki ein­ungis það – hann sker úr um það, að við, áhorf­end­ur, séum hluti af því sam­fé­lagi sem fór illa með hann, beitti hann alvar­legu rang­læti og hann ætlar að segja sögu sína hér – á stóra sviði Þjóð­leik­húss­ins og ekki verður skilið annað en hann ætli að renna stoðum undir ákæru sína og sann­færa okkur um sekt sam­fé­lags­ins. Okk­ar.

Auglýsing

Í leik­skrá er hann aðeins nefndur „leik­ari“, og ég skil það þannig að reynt sé að færa sýn­ing­una frá upp­runa sín­um, sögu Héð­ins, og gera hana að almenn­ara verki; ákæruna er ekki að finna jafn ein­arð­lega orð­aða í bók­inni og með ákærunni vekur leik­sýn­ingin óneit­an­lega hug­renn­ingar í átt að álíka ákærum – fræg­ust mun trú­lega vera „Je‘accuse“ Émile Zola, sem í opnu bréfi til for­seta Frakk­lands ákærði sam­fé­lagið fyrir dóm­inn yfir Alfred Dreyfuss, sem hafði verið ákærður og dæmdur fyrir land­ráð. Hér talar „leik­ari“ beint til okkar áhorf­enda, dregur okkur inn í atburða­rás­ina og ekki er við öðru að búast en að við munum nú verða sek fundin – sam­ræmi við til­efn­ið.

Saga „leik­ara“ hefst á því að hann dregur hring á sviðið með sandi – það er hans punkt­ur, mið­punkt­ur, og inn í þann hring stígur hann til að kjarna sig og ná átt­um. Innan skamms er for­tjaldið dregið frá og opnar sýn inn í hug­ar­heim hans – galtómt stóra svið Þjóð­leik­húss­ins sem hefur sjaldan virst jafn bert og nak­ið, til vinstri sér í kaðl­ana sem eru hluti af leik­hús­vél­inni, ber bak­vegg­ur­inn blasir við og hringsvið­ið, sem er greini­lega auð­kennt, þar er að finna hug­ar­rými „leik­ara“ og rímar við litla sand­hring­inn á for­svið­inu. Þessi leik­mynd er vel hugsuð og þjónar fylli­lega þeim til­gangi að skapa skilj­an­lega mynd af hug­ar­heimi þess sem glímir við geð­hvörf – þrí­víð mynd af sál­rænu ástandi og sú mynd er hug­vit­sam­lega og á köflum snilld­ar­lega samin og nægir að nefna mynd­ina af öku­ferð­inni um Borga­fjörð þar sem „leik­ari“ tekur bók­staf­lega flugið upp eftir bak­vegg stóra sviðs­ins. Leik­mynd og tilheyrandi mynd­band er skapað af Elínu Hans­dótt­ur, lýs­ingin er hönnuð af Birni Berg­steini Guð­munds­syni og Hall­dóri Erni Ósk­ars­syni og á stóran hlut í því að koma sögu „leik­ara“ til okkar áhorf­enda. Við það má bæta bún­ingum Fil­ippíu I. Elís­dóttur sem ríma í lit full­kom­lega við sal Þjóð­leik­húss­ins og stað­festa að ann­ars staðar verður þessi saga og sýn­ing ekki sett niður og sögð.

Vertu úlfur Mynd: Þjóðleikhúsið

Saga „leik­ara“ verður æ átak­an­legri eftir því sem á líður og hápunktur hennar er þegar kemur að því að hann er tek­inn með valdi af föður sínum og nokkrum til og lok­aður inni á geð­deild. Allri þess­ari sögu gerir Björn Thors skil með mestu ágæt­um, brestur hvergi í úthaldi eða ákefð þar sem við á, hann heldur að því er virð­ist áreynslu­laust jafn­vægi á hnífs­egg og heldur athygli áhorf­anda af öryggi. Þó ekki væri nema til þess eins að sjá Björn Thors vinna leik­sigur þá er það góð ástæða til að sjá sýn­ing­una. Hún er auk þess þarfur og skyn­sam­legur inn­blástur í umræðu um geð­heil­brigð­is­mál á Íslandi.

Björn og leik­stjór­inn Unnur Ösp not­færa sér sviðs­mynd­ina út í æsar til að gera sög­una sýni­lega og tekst það alveg með ágæt­um, enda vinnur allt saman að einu mark­miði – leik­ur, leik­mynd, lýs­ing, bún­ing­ar, tón­list – og gerir það með þeim virktum sem list augna­bliks­ins krefst. Sýn­ingin situr eftir í huga manns, hinn ein­mana „leik­ari“ og átak­an­leg saga hans lifir löngu eftir að slökkt hefur verið á sviðs­ljós­un­um.

Eitt er þó atriði, sem und­ir­rit­aður vill gera að umræðu­efni. Upp­haf sýn­ing­ar­innar minnir sterk­lega á aðferða­fræði þýska leik­hús­manns­ins Ber­tolds Brecht, sem einatt not­aði þá tækni að láta per­sónur verka sinna tala beint til áhorf­enda og höfða til vit­ræns skiln­ings þeirra en ekki til­finn­inga. Og það er vel í sam­ræmi við upp­hafs­ávarp „leik­ara“ til okkar áhorf­enda – „ég ákæri“. Það er því eðli­legt að búast við átaka- og rétt­ar­fars­drama þar sem sann­leik­ur­inn skal dreg­inn fram í sviðs­ljós­ið. Og vissu­lega ber sýn­ingin með sér ákveð­inn sann­leik, sem er saga „leik­ara“ sögð af honum sjálf­um. Við trúum því að þarna sé farið með eins og „leik­ari“ sjálfur man og hefur upp­lif­að, hann er ein­lægur og sannur í frá­sögn sinni. En frá­sögnin verður til­finn­inga­leg og þegar kemur að lokum er eins og „leik­ari“ söðli end­an­lega um. Ákæran líkt og hverfur átaka­lítið og „leik­ari“ lítur til þeirra er í salnum sitja og fer með eins konar lyk­il­setn­ingu: „ég lifi og þér munuð lifa!“ og kveður síðan uppúr með það, að hann fyr­ir­gefi okk­ur. Það er eins og hrópað hafi verið einum of oft á úlfinn.

Vertu úlfur Mynd: Þjóðleikhúsið

Burtu er hið Brechtska rétt­ar­drama og hinn klass­íski Aristóteles er leiddur inn á svið­ið. Sagan endar á sál­fræði­legu nót­un­um. Mess­í­asar­tónn­inn í lyk­il­setn­ing­unni tekur við af ákærunni, sem líkt og hverfur út í busk­ann. Eftir situr fyr­ir­gefn­ingin eins og antíklímax. Það er mik­ill ys og þys út af litlu, því mið­ur, og kemur til af því að hér stang­ast á tvær meg­in­stefnur í leik­rænni frá­sögn, ann­ars vegar hið epíska leik­hús Brechts og hins vegar hinn dramat­íski harm­leikur Aristótel­es­ar. Í harm­leiknum í Grikk­landi til forna var sið­ferði­legum boð­skap leiks­ins gjarnan beint til áhorf­enda í lokin til að minna þá á, hvaða vegur leiddi til glöt­unar og hvaða vegur leiddi til far­sældar og sáttar við guð­ina; sagan var dæmi­saga og til áminn­ingar um að þær athafnir manns­ins sem ekki væru guð­unum þókn­an­legar leiddu til for­dæm­ingar og tor­tím­ing­ar. Þegar áhorf­endur öðl­uð­ust inn­sæi um þetta í leiks­lok áttu þeir að verða fyrir því sem kall­ast kathars­is, sem túlka má sem eins konar hreinsun hug­ans, inn­sæi um það sem rétt er og eft­ir­breytni­vert. Fyr­ir­gefn­ingin er af þeim toga spunn­in; sá sem breytt hefur rang­lega er fyr­ir­gefið og þar með hlíft við refs­ingu. En það gengur illa upp í leik­hús­frá­sögn sem hefst á ákæru í stíl hins epíska leik­húss, því með fyr­ir­gefn­ing­unni í lokin eru gjörðir hins seka – okkar áhorf­enda – rúnar afleið­ingum og merk­ingu. Sam­fé­lags­dra­mað fer fyrir lít­ið.

Það má hugs­an­lega segja það áhuga­verða dram­t­úrgíska til­raun að tefla þeim saman í sömu sögu, Aristótel­esi og Brecht, en hún gengur illa upp. Leik­list­ar­sagan er til vitnis um það að annar þeirra reyndi af öllum mætti að forð­ast hinn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk