„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“

Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.

Mynd: Karolina Fund
Auglýsing

„Á meðan ...“ er mynd­list­ar­bók með mál­verkum Jóns Magn­ús­sonar og orðum skálds­ins Diddu Jóns­dótt­ur. Mál­verkin eru gerð eftir frétta­myndum frá stríðs­hrjáðum lönd­um. „Að gera und­ir­bún­ings­vinn­una fyrir þetta verk­efni var þung­bært en hug­myndin mik­il­væg og ég var stað­ráð­inn í að klára verk­efnið fyrir börn­in. Eftir að hafa skoðað þús­undir ljós­mynda urðu 25 fyrir val­inu og mál­verk eftir þeim fara í bók­ina,“ segir Jón. „Texti Diddu er hróp­andi and­hverfa þeirra enda hvers­dags­leiki okkar stundum inn­an­tómt hjóm.“

Jón er með BFA Bachelor-gráðu í mál­verki frá Par­sons School of Design París frá árinu 1995 og diploma í nútíma mál­ara­list frá Mynd­list­ar­skóla Reykja­víkur frá 2018. Hann hefur haldið einka­sýn­ingar og sýnt á sam­sýn­ing­um.

Söfnun fyrir prentun á mynd­list­ar­bók­inni „Á meðan ...“ er til styrktar starfi Unicef í Úkra­ínu en hægt er að styðja verk­efnið á Karol­ina Fund.

Auglýsing

Hvernig kvikn­aði hug­mynd­in?

„Hug­myndin kvikn­aði þegar ég sá frétta­ljós­mynd af látnu barni flótta­manna á strönd Grikk­lands. Ljós­myndin var í öllum fréttum og mér ofbauð. Ég sá rautt og hugs­aði með mér: „Hvað get ég gert til að hjálp­a?“ Þetta var fyrir 4 árum. Þá ákvað ég að gera bók til styrktar Unicef og mál­verkin ættu að vera eftir frétta­myndum af börnum frá stríðs­hrjáðum lönd­um.

Ég byrj­aði á að gúggla „wounded child in Syria“ og það sem birt­ist mér var ólýs­an­lega hræði­legt, engar hryll­ings­myndir kom­ast nálægt því að birta þann ömur­lega raun­veru­leika sem börn í stríðs­hrjáðum löndum lifa við,“ segir hann.

Mynd: Aðsend

Jón segir að það hafi verið þung­bært að gera und­ir­bún­ings­vinn­una fyrir verk­efn­ið. „Ég hef sjálfur barist við and­lega áþján en það fölnar miðað við það sem þessi börn hafa gengið í gegn­um. Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja, ekki þjást og gráta. Þegar ég byrj­aði að mála sá ég að óhugn­að­ur­inn síað­ist enn í gegnum mál­verkin þó mik­ill munur sé á ljós­mynd og mál­verki. Hvað gat ég gert til að reyna að hugga þau?

Ég ákvað að setja fugla, dýr og leik­föng inn á verkin og ein­hvern veg­inn settu þau fílter á hörm­ung­arnar og gerðu áhorf mögu­legt. Berg­steinn Jóns­son fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Unicef veitti mér aðgang að mynda­banka Unicef og eru nokkrar myndir það­an. Eftir að hafa skoðað þús­undir ljós­mynda urðu 25 fyrir val­inu og mál­verk eftir þeim fara í bók­ina,“ segir hann.

Hér er hægt að leggja söfn­un­inni lið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiFólk