Nafnlausir höfundar stofna nýtt tímarit

Reykjavik Review er nýtt íslenskt tímarit sem beitir húmor og pólitík til að draga upp röntgenmynd af Reykjavík. Þetta kemur fram á söfnunarsíðu Karolinafund, en þar standa nafnlausir höfundar undir söfnun í þeim tilgangi að fjármagna útgáfuna.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er eitt viðfanga teiknara og höfunda Reykjavík Review.
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er eitt viðfanga teiknara og höfunda Reykjavík Review.
Auglýsing

Nafn­lausu höf­und­arnir segj­ast ver­a hópur höf­unda og teikn­ara sem meti tján­ing­ar­frelsið ofar öllu. Þeirra mark­mið sé að þýða íslenskan sam­tíma yfir á mynd­mál, og vilja gefa út Reykja­vik Review milli­liða­laust með stuðn­ingi almenn­ings.

Mynd af frá Reykjavík Review-teyminu.

Tals­maður hóps­ins segir að hug­myndin að verk­efn­inu hafi sprottið upp úr sam­fé­lags­gerð­inni. „Við lifum í sam­fé­lagi þar sem maður má tala þegar maður segir réttu hlut­ina en ekki þegar maður hefur eitt­hvað að segja. Við erum höf­undar sem áttum það sam­eig­in­legt að halda að við værum með rit­stíflu, en þegar við fórum að ræða þessar “rit­stífl­ur” kom í ljós að þær voru ekki annað en ótt­inn við að segja röngu hlut­ina. Við vorum orðnir þreyttir á að byrgja inni það sem lá okkur á hjarta, og ákváðum þess í stað að safna áhyggjum okkar saman í eitt tíma­rit þar sem við þyrftum ekki að rit­skoða hugs­anir okk­ar.“

Auglýsing
Með því að þýða íslenskan sam­tíma yfir á mynd­mál mynd­ist teng­ingar milli kunn­ug­legra and­lita og við­tek­inna við­horfa. Með því að gera það mun Reykja­vik Review leggja áherslu á sam­eig­in­leg minni okkar allra með því að mynd­gera opin­berar per­sónur og til­einka þeim til­búna frasa. „Per­són­urnar sam­an­standa af stjórn­mála­mönn­um, fjöl­miðl­um, lista­mönn­um, afreks­mönnum og öðrum þjóð­þekktum aðil­um, en í bland við sam­tím­ann verða einnig áber­andi per­sónur úr menn­ing­ar­sög­unni dregnar upp; raddir sem berg­mála enn um þjóð­arsál­ina. Með því að tefla saman for­tíð og sam­tíð von­umst við til að ná fram eins konar röntgen­mynd af Reykja­vík, þar sem ímyndir lif­andi og lát­inna manna eru settar í sama sam­heng­ið. Í grunn­inn erum við þó ólíkir höf­undar með ólíkar skoð­an­ir, og þar af leið­andi benda mynda­sög­urnar í allar áttir frekar en að miðla ákveð­inni sýn á heim­inn.“

Mynd eftir höfunda og teiknara hjá Reykjavík Review.

Á söfn­un­ar­síðu Reykja­vik Review geta allir lagt verk­efn­inu lið og fengið prentað ein­tak af bók­inni heimsenda á sér­stökum kjörum, auk ann­arra fríð­inda. 

Verk­efnið má finna hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Áherslur Íslands á COP26 munu skýrast samhliða myndun ríkisstjórnar
Stefnumótandi áherslur íslenskra ráðamanna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow munu skýrast betur samhliða myndun ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og auðlinda- og umhverfisráðherra sæki ráðstefnuna í nóvember.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiFólk