Nafnlausir höfundar stofna nýtt tímarit

Reykjavik Review er nýtt íslenskt tímarit sem beitir húmor og pólitík til að draga upp röntgenmynd af Reykjavík. Þetta kemur fram á söfnunarsíðu Karolinafund, en þar standa nafnlausir höfundar undir söfnun í þeim tilgangi að fjármagna útgáfuna.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er eitt viðfanga teiknara og höfunda Reykjavík Review.
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er eitt viðfanga teiknara og höfunda Reykjavík Review.
Auglýsing

Nafn­lausu höf­und­arnir segj­ast ver­a hópur höf­unda og teikn­ara sem meti tján­ing­ar­frelsið ofar öllu. Þeirra mark­mið sé að þýða íslenskan sam­tíma yfir á mynd­mál, og vilja gefa út Reykja­vik Review milli­liða­laust með stuðn­ingi almenn­ings.

Mynd af frá Reykjavík Review-teyminu.

Tals­maður hóps­ins segir að hug­myndin að verk­efn­inu hafi sprottið upp úr sam­fé­lags­gerð­inni. „Við lifum í sam­fé­lagi þar sem maður má tala þegar maður segir réttu hlut­ina en ekki þegar maður hefur eitt­hvað að segja. Við erum höf­undar sem áttum það sam­eig­in­legt að halda að við værum með rit­stíflu, en þegar við fórum að ræða þessar “rit­stífl­ur” kom í ljós að þær voru ekki annað en ótt­inn við að segja röngu hlut­ina. Við vorum orðnir þreyttir á að byrgja inni það sem lá okkur á hjarta, og ákváðum þess í stað að safna áhyggjum okkar saman í eitt tíma­rit þar sem við þyrftum ekki að rit­skoða hugs­anir okk­ar.“

Auglýsing
Með því að þýða íslenskan sam­tíma yfir á mynd­mál mynd­ist teng­ingar milli kunn­ug­legra and­lita og við­tek­inna við­horfa. Með því að gera það mun Reykja­vik Review leggja áherslu á sam­eig­in­leg minni okkar allra með því að mynd­gera opin­berar per­sónur og til­einka þeim til­búna frasa. „Per­són­urnar sam­an­standa af stjórn­mála­mönn­um, fjöl­miðl­um, lista­mönn­um, afreks­mönnum og öðrum þjóð­þekktum aðil­um, en í bland við sam­tím­ann verða einnig áber­andi per­sónur úr menn­ing­ar­sög­unni dregnar upp; raddir sem berg­mála enn um þjóð­arsál­ina. Með því að tefla saman for­tíð og sam­tíð von­umst við til að ná fram eins konar röntgen­mynd af Reykja­vík, þar sem ímyndir lif­andi og lát­inna manna eru settar í sama sam­heng­ið. Í grunn­inn erum við þó ólíkir höf­undar með ólíkar skoð­an­ir, og þar af leið­andi benda mynda­sög­urnar í allar áttir frekar en að miðla ákveð­inni sýn á heim­inn.“

Mynd eftir höfunda og teiknara hjá Reykjavík Review.

Á söfn­un­ar­síðu Reykja­vik Review geta allir lagt verk­efn­inu lið og fengið prentað ein­tak af bók­inni heimsenda á sér­stökum kjörum, auk ann­arra fríð­inda. 

Verk­efnið má finna hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Kindle með penna og Pixel lekar
Kjarninn 3. október 2022
Mynd frá sænsku strandgæslunni sýnir hversu stór hvert og eitt gat á leiðslunni er. Uppstreymið raskaði sjó á um kílómetra svæði.
Fjöldi herskipa við gaslekana – Svæðið skilgreint sem „glæpavettvangur“
Þótt gas flæði ekki lengur út úr gasleiðslum Nord Stream 1 og 2 er enn gas í þeim. Á vettvang streymir nú fjöldi herskipa frá nokkrum ríkjum. Rússar gætu talið sig eiga rétt á að koma að rannsókninni þar sem atvikið átti sér stað á alþjóðlegu hafsvæði.
Kjarninn 3. október 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Kvenskörungurinn Jóninna Sigurðardóttir
Kjarninn 3. október 2022
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytinga á lögum um stöðuveitingar.
Óheimilt verði að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi
Þingmaður Samfylkingar fer fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stöðuveitingar þar sem ráðherra verður óheimilt að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi. Einnig er lagt til að takmarka heimildir ráðherra til stöðuveitinga án auglýsingar.
Kjarninn 3. október 2022
Karl Englandskonungur hafði áhuga á að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í Egyptalandi í næsta mánuði. Liz Truss forsætisráðherra finnst það ekki svo góð hugmynd.
Truss vill ekki að Karl konungur sæki COP27
Umhverfismál hafa löngum verið Karli konungi hugleikin. Hann mun hins vegar ekki sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í næsta mánuði þar sem Lis Truzz forsætisráðherra ráðlagði honum að fara ekki.
Kjarninn 3. október 2022
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Segir Jón Baldvin „haga sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni“
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi „mjög erfitt með að horfast í augu við að flottir karlar misbeiti valdi sínu gagnvart ungum konum og körlum.“ Það þurfi hins vegar að horfast í augu við að þeir geri það.
Kjarninn 3. október 2022
Joola marar í hálfu kafi undan ströndum Gambíu, daginn eftir slysið.
444 börn
Titanic Afríku hefur ferjan Joola verið kölluð. Það er þó sannarlega ekki vegna glæsileika hennar heldur af því að hún hlaut sömu skelfilegu örlög.
Kjarninn 2. október 2022
Ólöf Sverrisdóttir ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi í eitt ár. Úr varð ljóðabókin Hvítar fjaðrir.
Ljóðin féllu eins og hvítar fjaðrir af himnum ofan
Ólöf Sverrisdóttir leikkona ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi og við það fóru ljóðin að koma til hennar í svefnrofanum á morgnana. Afraksturinn ber heitið „Hvítar fjaðrir“ og safnað er fyrir útgáfu ljóðabókarinnar á Karolina fund.
Kjarninn 2. október 2022
Meira úr sama flokkiFólk