Nafnlausir höfundar stofna nýtt tímarit

Reykjavik Review er nýtt íslenskt tímarit sem beitir húmor og pólitík til að draga upp röntgenmynd af Reykjavík. Þetta kemur fram á söfnunarsíðu Karolinafund, en þar standa nafnlausir höfundar undir söfnun í þeim tilgangi að fjármagna útgáfuna.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er eitt viðfanga teiknara og höfunda Reykjavík Review.
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er eitt viðfanga teiknara og höfunda Reykjavík Review.
Auglýsing

Nafnlausu höfundarnir segjast vera hópur höfunda og teiknara sem meti tjáningarfrelsið ofar öllu. Þeirra markmið sé að þýða íslenskan samtíma yfir á myndmál, og vilja gefa út Reykjavik Review milliliðalaust með stuðningi almennings.

Mynd af frá Reykjavík Review-teyminu.

Talsmaður hópsins segir að hugmyndin að verkefninu hafi sprottið upp úr samfélagsgerðinni. „Við lifum í samfélagi þar sem maður má tala þegar maður segir réttu hlutina en ekki þegar maður hefur eitthvað að segja. Við erum höfundar sem áttum það sameiginlegt að halda að við værum með ritstíflu, en þegar við fórum að ræða þessar “ritstíflur” kom í ljós að þær voru ekki annað en óttinn við að segja röngu hlutina. Við vorum orðnir þreyttir á að byrgja inni það sem lá okkur á hjarta, og ákváðum þess í stað að safna áhyggjum okkar saman í eitt tímarit þar sem við þyrftum ekki að ritskoða hugsanir okkar.“

Auglýsing
Með því að þýða íslenskan samtíma yfir á myndmál myndist tengingar milli kunnuglegra andlita og viðtekinna viðhorfa. Með því að gera það mun Reykjavik Review leggja áherslu á sameiginleg minni okkar allra með því að myndgera opinberar persónur og tileinka þeim tilbúna frasa. „Persónurnar samanstanda af stjórnmálamönnum, fjölmiðlum, listamönnum, afreksmönnum og öðrum þjóðþekktum aðilum, en í bland við samtímann verða einnig áberandi persónur úr menningarsögunni dregnar upp; raddir sem bergmála enn um þjóðarsálina. Með því að tefla saman fortíð og samtíð vonumst við til að ná fram eins konar röntgenmynd af Reykjavík, þar sem ímyndir lifandi og látinna manna eru settar í sama samhengið. Í grunninn erum við þó ólíkir höfundar með ólíkar skoðanir, og þar af leiðandi benda myndasögurnar í allar áttir frekar en að miðla ákveðinni sýn á heiminn.“

Mynd eftir höfunda og teiknara hjá Reykjavík Review.

Á söfnunarsíðu Reykjavik Review geta allir lagt verkefninu lið og fengið prentað eintak af bókinni heimsenda á sérstökum kjörum, auk annarra fríðinda. 

Verkefnið má finna hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk