Skapandi óreiða Jóhanns Jóhannssonar – síðpönk, diskó og Hollywood-frægð

Annar höfundur heimildarmyndar um tónskáldið Jóhann Jóhannsson segir að ferill hans ætti að veita innblástur öllum manneskjum sem hafa áhuga á sköpunarmættinum því að saga hans sé frábært dæmi um það hversu langt er hægt að komast á barnslegri forvitni.

Orri Jónsson segir að það hafi verið mjög sérstakt hvernig Jóhann komst í þá stöðu að verða eitt eftirsóttasta kvikmyndatónskáld Hollywood.
Orri Jónsson segir að það hafi verið mjög sérstakt hvernig Jóhann komst í þá stöðu að verða eitt eftirsóttasta kvikmyndatónskáld Hollywood.
Auglýsing

Í tvö og hálft ár hafa Orri Jóns­son og Davíð Hörg­dal Stef­áns­son rann­sakað 30 ára list­feril tón­skálds­ins Jóhanns Jóhanns­son­ar. Afrakst­ur­inn verður heim­ild­ar­mynd í fullri lengd, ásamt veg­legu bók­verki sem nú er í for­sölu til 7. júlí á Karol­ina Fund.

Rann­sókn­ar­starf um kæran vin

„Kira Kira, tón­list­ar­kona og vin­kona mín til margra ára, læddi að mér hug­mynd að heim­ild­ar­mynd um Jóhann í árs­byrjun 2019, segir Orri Jóns­son, tón­list­ar­maður og ljós­mynd­ari. Við Kira vorum bæði vinir Jóhanns og urðum því fyrir miklu áfalli þegar hann lést, allt of ungur og með tón­list­ar­feril í fullum blóma. Ég var hik­andi í fyrstu að takast á við verk­efni eins og þetta og benti henni á að tala við Dav­íð, sem hefur fylgst náið með Jóhanni um ára­bil og þekkti feril hans að mörgu leyti betur en ég.

Þau Kira hitt­ust og sann­færðu mig í fram­hald­inu um að gera þetta með þeim. Eftir eins árs rann­sókn­ar­vinnu ákvað Kira þó að draga sig út úr verk­efn­inu vegna þess að henni fannst hún standa of nærri við­fangs­efn­inu, það tekur til­finn­inga­lega á að fara á djúpið í svona rann­sókn­ar­vinnu, sér­stak­lega um vin sinn. Hún sagði sig því frá þessu og skildi eftir í okkar höndum en er þó í kall­færi ef við þurfum álit á hinu og þessu í ferl­in­u,“ segir Orri.

Að vita ekk­ert hvað maður er að gera … en gera það samt

„Við Davíð höfum þekkst lengi og mikið spjallað um eðli listar og sköp­un­ar, ekki síst um mátt­inn sem felst í ótta­lausri til­rauna­mennsku, s.s. því að gera meira en maður í raun­inni kann. Til­vitnun í Kim Gor­don hefur verið límd upp á vinnu­stof­unni okkar síð­ustu tvö ár: „First records succeed now and again because you don't quite know what you're doing but you go ahead and do it anywa­y.“ Jóhann vann oft á þennan hátt; hann hafði ákveð­inn grunn í tón­list úr æsku, smá básúna og píanó, en frá ung­lings­árum not­aði hann í raun hvert verk­efni til að kenna sér eitt­hvað nýtt á þennan til­rauna­kennda máta,“ heldur Orri áfram.

Auglýsing

Davíð bætir við: „Og þetta gerði hann allt til enda, t.d. að hóa saman nokkrum tón­list­ar­vinum sínum í yfir­gefna vöru­skemmu til að taka upp hljóð­mynd fyrir rán­dýrar stór­mynd­ir. Margir sjá fyrir sér að hjá virtum og frægum lista­mönnum sé sköp­un­ar­ferlið skýrt og straum­línu­lagað – en það sem gerir Jóhann að mínu mati ein­stakan er að hann treysti alltaf mjög mikið á inn­sæ­ið. Margir vinir og sam­starfs­fólk Jóhanns hafa lýst því að áður en hann byrj­aði að semja tón­list fyrir ákveðin verk hafi hann lagst í rann­sókn­ar­vinnu, lesið alls kyns texta og ígrundað þema verks­ins á dýpt­ina. Þannig lagði hann af stað inn í ný verk­efni hlað­inn af hugs­un­um, hug­myndum og til­finn­ingum um hvernig best væri að nálg­ast hlut­ina. Restin af ferl­inu fólst síðan í eins konar óreiðu­kenndri fjár­sjóðs­leit með vinum – að þreifa sig áfram þar til rétti hljóð­heim­ur­inn fannst.

Svo er mik­ill styrkur fólg­inn í þessu sam­starfi okkar Orra, sem höfum verið vinir lengi. Verk­efnið er mjög per­sónu­legt og drifið áfram af ást í garð Jóhanns og virð­ingu fyrir því hvernig hann vann – og hvað tón­listin hans er óvenju hlaðin af til­finn­ing­um. Ég kom inn í þetta sem „sér­fræð­ing­ur“ í tón­list Jóhanns, enda hafði ég fylgst grannt með ferli hans frá árinu 2006. Orri hafði ekki skoðað feril hans jafn mark­visst og ég en á móti kemur að þeir voru vinir frá ung­lings­ár­unum og báðir algerir nördar í gömlum hljóð­græjum og ana­log-hljómi. Að sjálf­sögðu hefðu aðilar um allan heim getað gert flotta heim­ild­ar­mynd og bók um Jóhann, en það hefði alltaf verið meira „utan frá“ og miklu almenn­ara eðl­is. Orri og Kira Kira hafa lifað og hrærst í íslenska tón­list­ar­sam­fé­lag­inu und­an­farna ára­tugi og inn­sýn þeirra inn í það hvernig mann­eskja Jóhann var skiptir höf­uð­máli og gerir nálgun okkar á þetta viðfangs­efni ein­staka,“ segir Dav­íð.

Jóhann í Daisy Hill Puppy Farm 1988 Mynd: Aðsend

Ekki svo alvar­lega tón­skáldið

Orri bætir því við að eitt af því sem þá langar að gera sé að stinga á þá mýtu að Jóhann hafi verið þung­brýndur og alvar­legur lista­maður sem sat einn við píanóið í tón­skálda-­stell­ingum og skrif­aði upp nót­ur. „Þetta er ímynd sem hann átti örugg­lega þátt í að móta sjálf­ur, sér­stak­lega eftir að fer­ill­inn fór á flug og hann vildi láta taka sig mjög alvar­lega, en þeir sem þekktu hann vita bet­ur. Hann var oft mjög galsa­kenndur og skemmti­legur með djúpan og smit­andi hlát­ur, gríð­ar­lega for­vit­inn um líf­ið, heim­speki, hljóð­heim og vís­indi, for­dóma­laus, opinn og leit­andi. Eins og flestar mann­eskjur var hann líka mót­sagna­kennd­ur, hann kom sér oft í aðstæður þar sem hann hafði litla stjórn á í sköp­un­ar­ferl­inu, og leit­aði gjarnan fanga í þeirri ringul­reið, en hann var líka mikið kontról-f­rík og full­komn­un­ar­sinni. Stjórn­semin kom honum oft í koll þegar hann vann í aðstæðum sem kröfð­ust meira jafn­ingja­sam­starfs, eins og innan hljóm­sveita.“

„Það er einmitt þessi nálgun Jóhanns á sköp­un­ar­ferlið, sem við fyrstu sýn kann að hljóma þver­sagna­kennd, sem okkur þykir heill­andi og langar að kryfja bet­ur,“ segir Dav­íð. „Jó­hann var gríð­ar­lega mennt­aður lista­maður en hafði engar háskóla­gráð­ur. Við höfum talað við mik­inn fjölda sam­starfs­fólks og vina hans út um allan heim og þetta fólk talar ítrekað um hvað hann hafi verið vel að sér í öllum fjár­an­um; sögu, vís­ind­um, bók­mennt­um, kvik­mynd­um, heim­speki ... en vit­neskja hans kom ekki frá skóla­stofn­un­um, heldur í gegnum óslökkvandi for­vitni og for­dóma­lausa leit sem var alger­lega sjálf­drif­in. Okkur langar að kryfja þessa nálgun hans á nám og sköp­un­ar­ferlið því þetta er í raun mjög hvetj­andi og fal­leg saga, þrátt fyrir að vera á tíðum erf­ið.“

Hollywood þef­aði Jóhann uppi

Orri segir að það hafi verið mjög sér­stakt hvernig Jóhann komst í þá stöðu að verða eitt eft­ir­sóttasta kvik­mynda­tón­skáld Hollywood. „Hann kom alger­lega bak­dyra­megin inn í þetta, hafði aldrei unnið sem lær­lingur fyrir önnur tón­skáld eins og venjan er, heldur fékk verk­efni út frá þeirri tón­list sem hann hafði gert sjálf­ur, ekki síst Engla­börn, IBM 1401, For­dlandia og svo fram­veg­is. Svo var hann nógu þrosk­aður – og þrjóskur – til að standa fast á sínu og láta Hollywood ekki beygja sig niður í ein­hverja með­al­mennsku.“

„Saga hans er því á margan hátt mjög óvenju­leg,“ segir Davíð að lok­um, og alls ekki dæmi­gerð saga um þroska­feril lista­manns. „Fer­ill Jóhanns ætti að veita inn­blástur öllum mann­eskjum sem hafa áhuga á sköp­un­ar­mætt­inum því að saga hans er frá­bært dæmi um það hversu langt er hægt að kom­ast á barns­legri for­vitni og leik­andi vinnu­brögð­um. Þarna sam­ein­umst við Orri full­kom­lega – í þeirri trú að öfl­ug­asta listin verði til þegar leik­ur­inn ræður för.“

Hægt er að styðja við verk­efnið hér til 7. júlí.

Face­book-­síða verk­efn­is­ins.

Instagram-­síða verk­efn­is­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Kindle með penna og Pixel lekar
Kjarninn 3. október 2022
Mynd frá sænsku strandgæslunni sýnir hversu stór hvert og eitt gat á leiðslunni er. Uppstreymið raskaði sjó á um kílómetra svæði.
Fjöldi herskipa við gaslekana – Svæðið skilgreint sem „glæpavettvangur“
Þótt gas flæði ekki lengur út úr gasleiðslum Nord Stream 1 og 2 er enn gas í þeim. Á vettvang streymir nú fjöldi herskipa frá nokkrum ríkjum. Rússar gætu talið sig eiga rétt á að koma að rannsókninni þar sem atvikið átti sér stað á alþjóðlegu hafsvæði.
Kjarninn 3. október 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Kvenskörungurinn Jóninna Sigurðardóttir
Kjarninn 3. október 2022
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytinga á lögum um stöðuveitingar.
Óheimilt verði að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi
Þingmaður Samfylkingar fer fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stöðuveitingar þar sem ráðherra verður óheimilt að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi. Einnig er lagt til að takmarka heimildir ráðherra til stöðuveitinga án auglýsingar.
Kjarninn 3. október 2022
Karl Englandskonungur hafði áhuga á að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í Egyptalandi í næsta mánuði. Liz Truss forsætisráðherra finnst það ekki svo góð hugmynd.
Truss vill ekki að Karl konungur sæki COP27
Umhverfismál hafa löngum verið Karli konungi hugleikin. Hann mun hins vegar ekki sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í næsta mánuði þar sem Lis Truzz forsætisráðherra ráðlagði honum að fara ekki.
Kjarninn 3. október 2022
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Segir Jón Baldvin „haga sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni“
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi „mjög erfitt með að horfast í augu við að flottir karlar misbeiti valdi sínu gagnvart ungum konum og körlum.“ Það þurfi hins vegar að horfast í augu við að þeir geri það.
Kjarninn 3. október 2022
Joola marar í hálfu kafi undan ströndum Gambíu, daginn eftir slysið.
444 börn
Titanic Afríku hefur ferjan Joola verið kölluð. Það er þó sannarlega ekki vegna glæsileika hennar heldur af því að hún hlaut sömu skelfilegu örlög.
Kjarninn 2. október 2022
Ólöf Sverrisdóttir ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi í eitt ár. Úr varð ljóðabókin Hvítar fjaðrir.
Ljóðin féllu eins og hvítar fjaðrir af himnum ofan
Ólöf Sverrisdóttir leikkona ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi og við það fóru ljóðin að koma til hennar í svefnrofanum á morgnana. Afraksturinn ber heitið „Hvítar fjaðrir“ og safnað er fyrir útgáfu ljóðabókarinnar á Karolina fund.
Kjarninn 2. október 2022
Meira úr sama flokkiFólk