Sjálfstyrkingarnámskeið með jóga og tónlist um landið fyrir unglinga

Þrjár ungar konur standa á bakvið verkefnið „Þitt sannasta sjálf“. Safnað er fyrir því á Karolina Fund.

jogakarolinafund.jpeg
Auglýsing

María Viktoría, Vala Yates og Elena Arngrímsdóttir eru þrjár ungar konur sem hafa fetað mismunandi slóðir til þess að viðhalda eigin heilbrigði. Þær hafa sett saman sjálfstyrkingarnámskeið fyrir unglinga með jóga og tónlist. María og Vala settu saman tónlistina en Elena setti saman jógað sem samanstendur af hugleiðslu og öndun. Safnað er fyrir námskeiðinu á Karolina Fund. 

María segir að hugmyndin að verkefninu hafi kviknað þegar hún var í markþjálfanámi hjá Evolvia 2020. „Eitt lokaverkefnið í okkar námi var að kynna vöru, alvöru eða ímyndun, og selja hópnum. Ég fylltist eldmóði og mundi eftir langþráðum draumi mínum sem var að halda sjálfstyrkingarnámskeið. Þetta hafði verið draumur frá 2016 og ég nú læt hann loksins verða að veruleika með góðum vinkonum, Elenu og Völu, sem deila sama draumi! Í náminu náði ég einstaklega mikið að tengjast mínum eigin kjarna, gildum og tilgangi og langar að gefa það áfram. Ég var svo heppin að finna þær því að þær geta bætt sínum gjöfum við sem gerir námskeiðið mun ríkara.“

Auglýsing
Aðspurð hvert þema verkefnisins sé þá segir María að það mætti segja að það væri að tengjast sínum innra sannasta sjálfi og efla vellíðan í leiðinni. „Það verða ýmsar leiðir farnar að því eins og könnun á lífsgildum, draumum, styrkleikavinna, sjálfsást, núvitund og sjálfssamþykki. Einnig munum við fá rými til að deila okkar sýn og sannleika með öðrum.“

Það sé mikilvægt vegna þess að allir eigi það skilið að fá að vera þeir sjálfir, vera hamingjusamir og líða vel í eigin skinni. „Við höfum allar lært þessi tæki og tól sem að eru áhrifarík og umbreytandi. Okkur finnst allir eiga það skilið að njóta góðs af þeim og ekki síst unga kynslóðin.“

Hægt er að skoða og styðja við verkefnið hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk