Sjálfstyrkingarnámskeið með jóga og tónlist um landið fyrir unglinga

Þrjár ungar konur standa á bakvið verkefnið „Þitt sannasta sjálf“. Safnað er fyrir því á Karolina Fund.

jogakarolinafund.jpeg
Auglýsing

María Vikt­or­ía, Vala Yates og Elena Arn­gríms­dóttir eru þrjár ungar konur sem hafa fetað mis­mun­andi slóðir til þess að við­halda eigin heil­brigði. Þær hafa sett saman sjálf­styrk­ing­ar­nám­skeið fyrir ung­linga með jóga og tón­list. María og Vala settu saman tón­list­ina en Elena setti saman jógað sem sam­anstendur af hug­leiðslu og önd­un. Safnað er fyrir nám­skeið­inu á Karol­ina Fund. 

María segir að hug­myndin að verk­efn­inu hafi kviknað þegar hún var í mark­þjálfa­námi hjá Evol­via 2020. „Eitt loka­verk­efnið í okkar námi var að kynna vöru, alvöru eða ímynd­un, og selja hópn­um. Ég fyllt­ist eld­móði og mundi eftir lang­þráðum draumi mínum sem var að halda sjálf­styrk­ing­ar­nám­skeið. Þetta hafði verið draumur frá 2016 og ég nú læt hann loks­ins verða að veru­leika með góðum vin­kon­um, Elenu og Völu, sem deila sama draumi! Í nám­inu náði ég ein­stak­lega mikið að tengj­ast mínum eigin kjarna, gildum og til­gangi og langar að gefa það áfram. Ég var svo heppin að finna þær því að þær geta bætt sínum gjöfum við sem gerir nám­skeiðið mun rík­ara.“

Auglýsing
Aðspurð hvert þema verk­efn­is­ins sé þá segir María að það mætti segja að það væri að tengj­ast sínum innra sann­asta sjálfi og efla vellíðan í leið­inni. „Það verða ýmsar leiðir farnar að því eins og könnun á lífs­gild­um, draum­um, styrk­leika­vinna, sjálfs­ást, núvit­und og sjálfs­sam­þykki. Einnig munum við fá rými til að deila okkar sýn og sann­leika með öðr­um.“

Það sé mik­il­vægt vegna þess að allir eigi það skil­ið að fá að vera þeir sjálfir, vera ham­ingju­samir og líða vel í eigin skinni. „Við höfum allar lært þessi tæki og tól sem að eru áhrifa­rík og umbreyt­andi. Okkur finnst allir eiga það skilið að njóta góðs af þeim og ekki síst unga kyn­slóð­in.“

Hægt er að skoða og styðja við verk­efnið hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 24. þáttur: Innflytjendur ekki viðurkenndir sem hluti af íslensku samfélagi
Kjarninn 25. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Orðbólga
Kjarninn 25. maí 2022
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ
Einstaklingar sem eru til rannsóknar skuli stíga til hliðar
Stjórn KSÍ hefur samþykkt að ef mál einstaklings er til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi skuli hann stíga til hliðar hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Aron Einar Gunnarsson kemur því ekki til greina í landsliðshópinn á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Kristrún Frostadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson hafa bæði velt fyrir sér greiðslum til LOGOS vegna vinnu fyrir Bankasýslu ríkisins.
Vill fá að vita hvað fjármálaráðuneytið og Bankasýslan hafa borgað LOGOS frá 2017
Þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn um greiðslu til lögmannsstofu sem vann minnisblað fyrir Bankasýsluna um að jafnræði hafi ríkt við söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Sama lögmannsstofa var lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna.
Kjarninn 25. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Sumir útlendingar eru æskilegri en aðrir
Kjarninn 25. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ung vinstri græn: Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið má aldrei verða mik­il­væg­ara en mann­úð
Landsstjórn Ungra vinstri grænna hvetur ríkisstjórn Íslands eindregið til að draga til baka ákvörðun sína um endursendingar flóttafólks og líta til mannúðarsjónarmiða og félagslegs ávinnings fyrir samfélagið.
Kjarninn 25. maí 2022
Muhammad
„Íslensk stjórnvöld sjá mig ekki“
Muhammad Gambari, 23 ára Afgani, hefur verið á flótta frá því hann var 16 ára gamall. Eftir um fimm ára dvöl í Grikklandi kom hann til Íslands í ársbyrjun 2021 en er nú hópi tæplega 300 umsækjenda um alþjóðlega vernd sem vísa á úr landi á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sett fram það markmið að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja.
Frumvarp um bann við olíuleit lítur dagsins ljós
Bann verður lagt við leit, rannsókn og vinnslu á olíu og gasi í efnahagslögsögu Íslands verði nýtt frumvarp umhverfisráðherra samþykkt. Engin leyfi tengd olíuvinnslu eru í gildi.
Kjarninn 25. maí 2022
Meira úr sama flokkiFólk