Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði

Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.

Auglýsing
skuggakarolina.jpeg

Lilja Tryggva­dótt­ir, sjálf­boða­liði í Konu­koti, stefnir að því að styrkja Konu­kot og Frú Ragn­heiði með sölu ljóða­bók­ar. Ljóða­bókin sprettur sem úrvinnslu­ljóð úr sjálf­boða­lið­a­r­eynsl­unni í Konu­koti. Konu­kot er athvarf fyrir konur í hús­næð­is­vanda rekið af Rót­inni en Frú Ragn­heiður er verk­efni rekið af Rauða Kross­inum sem veitir heil­brigð­is­þjón­ustu og nála­skipti­þjón­ustu. Báðir staðir leggja ríka áherslu á skaða­minnkun og aðstoða fólk sem enn í dag er jað­ar­sett í sam­fé­lag­inu. Það er mikil vakn­ing í þessum málum búin að eiga sér stað á síð­ustu árum.

Reykja­vík­ur­borg styrkir rekst­ur­inn en hluti af rekstr­inum hjá bæði Konu­koti og Frú Ragn­heiði er rek­inn af sjálf­boða­liðum og fjár­fram­lögum úr söfn­unum og gjöf­um. Því er fjár­mögnun mik­il­væg og von Lilju að þetta verk geti veitt silf­ur­kant inn í sum­arið og haust­ið. Í bók­inni er magnað sam­spil ljóða og mynda en bók­ina mynd­skreytir Ingi­björg Huld Hall­dórs­dótt­ir. Mynd­irnar eru gerðar eftir lestur ljóð­anna og heim­sókn í Konu­kot og end­ur­spegla túlkun lista­manns­ins á til­finn­ing­unum í ljóð­unum og umhverf­inu í Konu­koti. Ingi­björg Huld hefur haldið sýn­ingar á verkum sínum í Dan­mörku og á Íslandi. Verkin í bók­inni „Skugga mæra – skjá­skot af jaðr­in­um“ eru einnig glæsi­leg stök og eru öll til sölu hjá lista­mann­in­um. Útgáfa bók­ar­innar er fjár­mögnuð á Karol­ina Fund og söfn­unin þar var að hefj­ast. Bókin er kynnt bæði á face­book og instagram undir nafn­inu.

Auglýsing
Lilja seg­ist alltaf hafa notað ljóða­gerð, eða ljóða­pár ofan í skúff­um, sem úr­vinnslu­að­ferð í líf­inu. „Fyrir um sex árum byrj­aði ég sem sjálf­boða­liði í Konu­koti og nokkrum árum seinna sá ég að það var að vaxa fram efni í ljóða­bók ofaní skúff­unni. Þar sem ég hafði svo til enga reynslu af heim­il­is­leysi, fíkni­vanda og geð­rænum vanda áður en ég byrja í Konu­koti var alveg nóg af nýjum hlutum til að vinna úr. En upp úr því kom hug­myndin að setja saman bók, nýta hana til að gefa smá til­baka og þakka fyrir allt það góða sem sjálf­boða­lið­a­r­eynslan hefur gefið mér. Það er líka búinn að vera draumur að birta eitt­hvað af pár­inu í skúff­unni, en stundum þarf að ýta við sjálfum sér út í svona ævin­týri og þá er gott að vera með skýran til­gang. Gerð ljóða­bókar er mikið lær­dóms­ferli og það eru ófáir sem hafa stutt við mitt. Ég hef fengið bæði form­legan og óform­legan yfir­lestur nokkrum sinnum og í hvert skipti hefur bókin tekið stökk. Takk allir sem hafa gefið af sér, peppað og sagt mér til. Án ykkar væri þetta allt enn ofaní skúffu!“

Ljóðin eru sprottin úr reynslu Lilju sem sjálf­boða­liði í Konu­koti. „Ég er bæði að skila til­finn­ingum mínum frá mér á blað og einnig að reyna að skilja betur stöð­una, setja mig í spor gesta og aðstand­enda og sjá heim­inn út frá þeim. Það eru skjá­skotin sem ég vísa í með seinni helm­ing tit­ils­ins á bók­inni, skjá­skot af jaðr­in­um. Sterkt þema í bók­inni er því heim­il­is­leysi og allt það sem getur tengst því, svosem áfalla­saga, fíkni­vandi, geð­rænn vandi og bara það að vera stundum svo­lítið einn í til­ver­unni. En það eru einnig fal­legar stundir í og við Konu­kot, sam­staða og sam­kennd jafn­vel þó það taki á að vera nán­ast alls­laus og jað­ar­settur í sam­fé­lag­inu. Það er svo mik­il­vægt að muna að við erum öll í þessu sam­an. Við erum öll að upp­lifa margar af þessum sömu til­finn­ingum og eigum margt sam­eig­in­legt þrátt fyrir að vera kannski á mis­mun­andi stað í líf­in­u.“

Hún segir að það að ágóð­inn af bók­inni renni beint inn í starf Konu­kots og Frú Ragn­heiðar sé henni eðli­legt og mik­il­vægt þar sem ekk­ert ljóð­anna væri til án þeirra. „Þakk­lætið gagn­vart fólk­inu sem sækir þjón­ustu þangað og starfar þar er óend­an­legt. Það kennir manni svo margt um lífið og til­ver­una að kynn­ast fólki út fyrir sína eigin litlu „jólakúlu“.“

Hægt er að styrkja söfn­un­ina hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mynd frá sænsku strandgæslunni sýnir hversu stór hvert og eitt gat á leiðslunni er. Uppstreymið raskaði sjó á um kílómetra svæði.
Fjöldi herskipa við gaslekana – Svæðið skilgreint sem „glæpavettvangur“
Þótt gas flæði ekki lengur út úr gasleiðslum Nord Stream 1 og 2 er enn gas í þeim. Á vettvang streymir nú fjöldi herskipa frá nokkrum ríkjum. Rússar gætu talið sig eiga rétt á að koma að rannsókninni þar sem atvikið átti sér stað á alþjóðlegu hafsvæði.
Kjarninn 3. október 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Kvenskörungurinn Jóninna Sigurðardóttir
Kjarninn 3. október 2022
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytinga á lögum um stöðuveitingar.
Óheimilt verði að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi
Þingmaður Samfylkingar fer fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stöðuveitingar þar sem ráðherra verður óheimilt að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi. Einnig er lagt til að takmarka heimildir ráðherra til stöðuveitinga án auglýsingar.
Kjarninn 3. október 2022
Karl Englandskonungur hafði áhuga á að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í Egyptalandi í næsta mánuði. Liz Truss forsætisráðherra finnst það ekki svo góð hugmynd.
Truss vill ekki að Karl konungur sæki COP27
Umhverfismál hafa löngum verið Karli konungi hugleikin. Hann mun hins vegar ekki sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í næsta mánuði þar sem Lis Truzz forsætisráðherra ráðlagði honum að fara ekki.
Kjarninn 3. október 2022
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Segir Jón Baldvin „haga sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni“
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi „mjög erfitt með að horfast í augu við að flottir karlar misbeiti valdi sínu gagnvart ungum konum og körlum.“ Það þurfi hins vegar að horfast í augu við að þeir geri það.
Kjarninn 3. október 2022
Joola marar í hálfu kafi undan ströndum Gambíu, daginn eftir slysið.
444 börn
Titanic Afríku hefur ferjan Joola verið kölluð. Það er þó sannarlega ekki vegna glæsileika hennar heldur af því að hún hlaut sömu skelfilegu örlög.
Kjarninn 2. október 2022
Ólöf Sverrisdóttir ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi í eitt ár. Úr varð ljóðabókin Hvítar fjaðrir.
Ljóðin féllu eins og hvítar fjaðrir af himnum ofan
Ólöf Sverrisdóttir leikkona ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi og við það fóru ljóðin að koma til hennar í svefnrofanum á morgnana. Afraksturinn ber heitið „Hvítar fjaðrir“ og safnað er fyrir útgáfu ljóðabókarinnar á Karolina fund.
Kjarninn 2. október 2022
Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir meira byggingarmagni en hið eldra.
Líkja fyrirhugaðri nýbyggingu í Mosfellsbæ við vegginn mikla í Game of Thrones
Íbúar við götuna Bjarkarholt í miðbæ Mosfellsbæjar gera sumir verulegar athugasemdir við breytingar sem stendur til að gera á deiliskipulagi uppbyggingarreits í næsta nágrenni heimilis þeirra.
Kjarninn 2. október 2022
Meira úr sama flokki