Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði

Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.

Auglýsing
skuggakarolina.jpeg

Lilja Tryggva­dótt­ir, sjálf­boða­liði í Konu­koti, stefnir að því að styrkja Konu­kot og Frú Ragn­heiði með sölu ljóða­bók­ar. Ljóða­bókin sprettur sem úrvinnslu­ljóð úr sjálf­boða­lið­a­r­eynsl­unni í Konu­koti. Konu­kot er athvarf fyrir konur í hús­næð­is­vanda rekið af Rót­inni en Frú Ragn­heiður er verk­efni rekið af Rauða Kross­inum sem veitir heil­brigð­is­þjón­ustu og nála­skipti­þjón­ustu. Báðir staðir leggja ríka áherslu á skaða­minnkun og aðstoða fólk sem enn í dag er jað­ar­sett í sam­fé­lag­inu. Það er mikil vakn­ing í þessum málum búin að eiga sér stað á síð­ustu árum.

Reykja­vík­ur­borg styrkir rekst­ur­inn en hluti af rekstr­inum hjá bæði Konu­koti og Frú Ragn­heiði er rek­inn af sjálf­boða­liðum og fjár­fram­lögum úr söfn­unum og gjöf­um. Því er fjár­mögnun mik­il­væg og von Lilju að þetta verk geti veitt silf­ur­kant inn í sum­arið og haust­ið. Í bók­inni er magnað sam­spil ljóða og mynda en bók­ina mynd­skreytir Ingi­björg Huld Hall­dórs­dótt­ir. Mynd­irnar eru gerðar eftir lestur ljóð­anna og heim­sókn í Konu­kot og end­ur­spegla túlkun lista­manns­ins á til­finn­ing­unum í ljóð­unum og umhverf­inu í Konu­koti. Ingi­björg Huld hefur haldið sýn­ingar á verkum sínum í Dan­mörku og á Íslandi. Verkin í bók­inni „Skugga mæra – skjá­skot af jaðr­in­um“ eru einnig glæsi­leg stök og eru öll til sölu hjá lista­mann­in­um. Útgáfa bók­ar­innar er fjár­mögnuð á Karol­ina Fund og söfn­unin þar var að hefj­ast. Bókin er kynnt bæði á face­book og instagram undir nafn­inu.

Auglýsing
Lilja seg­ist alltaf hafa notað ljóða­gerð, eða ljóða­pár ofan í skúff­um, sem úr­vinnslu­að­ferð í líf­inu. „Fyrir um sex árum byrj­aði ég sem sjálf­boða­liði í Konu­koti og nokkrum árum seinna sá ég að það var að vaxa fram efni í ljóða­bók ofaní skúff­unni. Þar sem ég hafði svo til enga reynslu af heim­il­is­leysi, fíkni­vanda og geð­rænum vanda áður en ég byrja í Konu­koti var alveg nóg af nýjum hlutum til að vinna úr. En upp úr því kom hug­myndin að setja saman bók, nýta hana til að gefa smá til­baka og þakka fyrir allt það góða sem sjálf­boða­lið­a­r­eynslan hefur gefið mér. Það er líka búinn að vera draumur að birta eitt­hvað af pár­inu í skúff­unni, en stundum þarf að ýta við sjálfum sér út í svona ævin­týri og þá er gott að vera með skýran til­gang. Gerð ljóða­bókar er mikið lær­dóms­ferli og það eru ófáir sem hafa stutt við mitt. Ég hef fengið bæði form­legan og óform­legan yfir­lestur nokkrum sinnum og í hvert skipti hefur bókin tekið stökk. Takk allir sem hafa gefið af sér, peppað og sagt mér til. Án ykkar væri þetta allt enn ofaní skúffu!“

Ljóðin eru sprottin úr reynslu Lilju sem sjálf­boða­liði í Konu­koti. „Ég er bæði að skila til­finn­ingum mínum frá mér á blað og einnig að reyna að skilja betur stöð­una, setja mig í spor gesta og aðstand­enda og sjá heim­inn út frá þeim. Það eru skjá­skotin sem ég vísa í með seinni helm­ing tit­ils­ins á bók­inni, skjá­skot af jaðr­in­um. Sterkt þema í bók­inni er því heim­il­is­leysi og allt það sem getur tengst því, svosem áfalla­saga, fíkni­vandi, geð­rænn vandi og bara það að vera stundum svo­lítið einn í til­ver­unni. En það eru einnig fal­legar stundir í og við Konu­kot, sam­staða og sam­kennd jafn­vel þó það taki á að vera nán­ast alls­laus og jað­ar­settur í sam­fé­lag­inu. Það er svo mik­il­vægt að muna að við erum öll í þessu sam­an. Við erum öll að upp­lifa margar af þessum sömu til­finn­ingum og eigum margt sam­eig­in­legt þrátt fyrir að vera kannski á mis­mun­andi stað í líf­in­u.“

Hún segir að það að ágóð­inn af bók­inni renni beint inn í starf Konu­kots og Frú Ragn­heiðar sé henni eðli­legt og mik­il­vægt þar sem ekk­ert ljóð­anna væri til án þeirra. „Þakk­lætið gagn­vart fólk­inu sem sækir þjón­ustu þangað og starfar þar er óend­an­legt. Það kennir manni svo margt um lífið og til­ver­una að kynn­ast fólki út fyrir sína eigin litlu „jólakúlu“.“

Hægt er að styrkja söfn­un­ina hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 24. þáttur: Innflytjendur ekki viðurkenndir sem hluti af íslensku samfélagi
Kjarninn 25. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Orðbólga
Kjarninn 25. maí 2022
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ
Einstaklingar sem eru til rannsóknar skuli stíga til hliðar
Stjórn KSÍ hefur samþykkt að ef mál einstaklings er til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi skuli hann stíga til hliðar hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Aron Einar Gunnarsson kemur því ekki til greina í landsliðshópinn á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Kristrún Frostadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson hafa bæði velt fyrir sér greiðslum til LOGOS vegna vinnu fyrir Bankasýslu ríkisins.
Vill fá að vita hvað fjármálaráðuneytið og Bankasýslan hafa borgað LOGOS frá 2017
Þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn um greiðslu til lögmannsstofu sem vann minnisblað fyrir Bankasýsluna um að jafnræði hafi ríkt við söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Sama lögmannsstofa var lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna.
Kjarninn 25. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Sumir útlendingar eru æskilegri en aðrir
Kjarninn 25. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ung vinstri græn: Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið má aldrei verða mik­il­væg­ara en mann­úð
Landsstjórn Ungra vinstri grænna hvetur ríkisstjórn Íslands eindregið til að draga til baka ákvörðun sína um endursendingar flóttafólks og líta til mannúðarsjónarmiða og félagslegs ávinnings fyrir samfélagið.
Kjarninn 25. maí 2022
Muhammad
„Íslensk stjórnvöld sjá mig ekki“
Muhammad Gambari, 23 ára Afgani, hefur verið á flótta frá því hann var 16 ára gamall. Eftir um fimm ára dvöl í Grikklandi kom hann til Íslands í ársbyrjun 2021 en er nú hópi tæplega 300 umsækjenda um alþjóðlega vernd sem vísa á úr landi á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sett fram það markmið að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja.
Frumvarp um bann við olíuleit lítur dagsins ljós
Bann verður lagt við leit, rannsókn og vinnslu á olíu og gasi í efnahagslögsögu Íslands verði nýtt frumvarp umhverfisráðherra samþykkt. Engin leyfi tengd olíuvinnslu eru í gildi.
Kjarninn 25. maí 2022
Meira úr sama flokki