Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði

Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.

Auglýsing
skuggakarolina.jpeg

Lilja Tryggvadóttir, sjálfboðaliði í Konukoti, stefnir að því að styrkja Konukot og Frú Ragnheiði með sölu ljóðabókar. Ljóðabókin sprettur sem úrvinnsluljóð úr sjálfboðaliðareynslunni í Konukoti. Konukot er athvarf fyrir konur í húsnæðisvanda rekið af Rótinni en Frú Ragnheiður er verkefni rekið af Rauða Krossinum sem veitir heilbrigðisþjónustu og nálaskiptiþjónustu. Báðir staðir leggja ríka áherslu á skaðaminnkun og aðstoða fólk sem enn í dag er jaðarsett í samfélaginu. Það er mikil vakning í þessum málum búin að eiga sér stað á síðustu árum.

Reykjavíkurborg styrkir reksturinn en hluti af rekstrinum hjá bæði Konukoti og Frú Ragnheiði er rekinn af sjálfboðaliðum og fjárframlögum úr söfnunum og gjöfum. Því er fjármögnun mikilvæg og von Lilju að þetta verk geti veitt silfurkant inn í sumarið og haustið. Í bókinni er magnað samspil ljóða og mynda en bókina myndskreytir Ingibjörg Huld Halldórsdóttir. Myndirnar eru gerðar eftir lestur ljóðanna og heimsókn í Konukot og endurspegla túlkun listamannsins á tilfinningunum í ljóðunum og umhverfinu í Konukoti. Ingibjörg Huld hefur haldið sýningar á verkum sínum í Danmörku og á Íslandi. Verkin í bókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ eru einnig glæsileg stök og eru öll til sölu hjá listamanninum. Útgáfa bókarinnar er fjármögnuð á Karolina Fund og söfnunin þar var að hefjast. Bókin er kynnt bæði á facebook og instagram undir nafninu.

Auglýsing
Lilja segist alltaf hafa notað ljóðagerð, eða ljóðapár ofan í skúffum, sem úrvinnsluaðferð í lífinu. „Fyrir um sex árum byrjaði ég sem sjálfboðaliði í Konukoti og nokkrum árum seinna sá ég að það var að vaxa fram efni í ljóðabók ofaní skúffunni. Þar sem ég hafði svo til enga reynslu af heimilisleysi, fíknivanda og geðrænum vanda áður en ég byrja í Konukoti var alveg nóg af nýjum hlutum til að vinna úr. En upp úr því kom hugmyndin að setja saman bók, nýta hana til að gefa smá tilbaka og þakka fyrir allt það góða sem sjálfboðaliðareynslan hefur gefið mér. Það er líka búinn að vera draumur að birta eitthvað af párinu í skúffunni, en stundum þarf að ýta við sjálfum sér út í svona ævintýri og þá er gott að vera með skýran tilgang. Gerð ljóðabókar er mikið lærdómsferli og það eru ófáir sem hafa stutt við mitt. Ég hef fengið bæði formlegan og óformlegan yfirlestur nokkrum sinnum og í hvert skipti hefur bókin tekið stökk. Takk allir sem hafa gefið af sér, peppað og sagt mér til. Án ykkar væri þetta allt enn ofaní skúffu!“

Ljóðin eru sprottin úr reynslu Lilju sem sjálfboðaliði í Konukoti. „Ég er bæði að skila tilfinningum mínum frá mér á blað og einnig að reyna að skilja betur stöðuna, setja mig í spor gesta og aðstandenda og sjá heiminn út frá þeim. Það eru skjáskotin sem ég vísa í með seinni helming titilsins á bókinni, skjáskot af jaðrinum. Sterkt þema í bókinni er því heimilisleysi og allt það sem getur tengst því, svosem áfallasaga, fíknivandi, geðrænn vandi og bara það að vera stundum svolítið einn í tilverunni. En það eru einnig fallegar stundir í og við Konukot, samstaða og samkennd jafnvel þó það taki á að vera nánast allslaus og jaðarsettur í samfélaginu. Það er svo mikilvægt að muna að við erum öll í þessu saman. Við erum öll að upplifa margar af þessum sömu tilfinningum og eigum margt sameiginlegt þrátt fyrir að vera kannski á mismunandi stað í lífinu.“

Hún segir að það að ágóðinn af bókinni renni beint inn í starf Konukots og Frú Ragnheiðar sé henni eðlilegt og mikilvægt þar sem ekkert ljóðanna væri til án þeirra. „Þakklætið gagnvart fólkinu sem sækir þjónustu þangað og starfar þar er óendanlegt. Það kennir manni svo margt um lífið og tilveruna að kynnast fólki út fyrir sína eigin litlu „jólakúlu“.“

Hægt er að styrkja söfnunina hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokki