Sálfræðitryllir um Rósu í flóknum veruleika geðveikinnar

Rósa lifði lífi sem hefði getað orðið eðlilegt. Það tekur hins vegar krappa beygju niður á við eftir fráfall nokkurra vikna dóttur hennar. Þetta er efniviður nýjustu bókar Guðrúnar Sæmundsen. Hún safnar nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.

Auglýsing
Kápa „Rósu“.
Kápa „Rósu“.

Guðrún Sæmundsen stefnir nú að útgáfu á sinni þriðju bók, sálfræðitryllinum „RÓSA“.

Áður hefur hún gefið út „Hann kallar á mig“ (2015) og „Andstæður“ (2018). Þess má geta að báðar bækurnar eru á Storytel og var „Hann kallar á mig“ fyrr á þessu ári tilnefnd til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna 2021, Storytel Awards.

Guðrún er 39 ára, tveggja barna móðir. Hún starfar á kvennadeild Landspítalans og unir sér vel þar enda verkefnin fjölbreytt og krefjandi og samstarfsfólkið skemmtilegt; „fagmenn fram í fingurgóma“.

Árið 2009 útskrifaðist Guðrún með mastersgráðu í alþjóðaviðskiptum frá Grenoble Graduate School of Business eftir að hafa lokið námi í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Hún er jafnframt með löggildingu í verðbréfamiðlun og hefur auk þess tekið fjölda námskeiða til að auka þekkingu sína og hæfni á hinum ýmsu sviðum. Eftir að hafa gefið út tvær bækur þá lét hún verða af því á síðasta ári að sitja tvö
námskeið í skáldlegum skrifum í Endurmenntun Háskólans.

Guðrún segir að hugmyndin að sögunni hafi komið þegar hún var að ljúka við bók númer tvö, um mitt ár 2018. „Sagan er gjörólík því sem ég hef skrifað áður, en það er einmitt það sem ég vil gera; prófa mig áfram með mismunandi efni þótt stíllinn sé í grunninn sá sami. Hvernig nákvæmlega ég fékk hugmyndina get ég ekki tengt við eitthvað eitt. Hún bara kom, eins og aðrar hugmyndir. Átti að vísu ekki að vera sálfræðitryllir, heldur meira í spennusagnastíl, en svo breyttist það þegar ég byrjaði að útfæra hugmyndina. Ég skrifa það sem kemur í hugann hverju sinni. Nákvæmlega það sem mig langar til að skrifa um. Að fólki líki það sem ég skrifa er algjör bónus.

Að eðlisfari er ég jákvæð og róleg, mér finnst gaman að gantast og hlæja. Þess vegna eru bækurnar gjörólíkar persónuleika mínum; fremur dökkar, grófar og óhugnalegar á köflum. Þegar ég hugsa um það sem ég hef skrifað þá finnst mér eins og ég hafi tekið fyrir eitthvað sem veldur ótta hjá mér sjálfri. Að það sem ég óttast sjálf skíni í gegnum bækurnar. Þær hreyfa vissulega við lesandanum, enda á það að vera þannig. Sjálf vil ég
lesa það sem vekur hjá mér hinar ýmsu tilfinningar og fær mig til að hugleiða lesefnið.“

Auglýsing
Aðalsögupersóna sögunnar, Rósa, lifir í flóknum veruleika geðveikinnar, að sögn Guðrúnar. Líf sem hefði getað orðið eðlilegt, tekur krappa beygju niður á við eftir fráfall nokkurra vikna dóttur hennar. „Söguþráðurinn byggir á þessari lífsreynslu Rósu og hve erfitt hún á með að horfast í augu við fortíðina. Þegar fyrrum sambýlismaður hennar og barnsfaðir er svo myrtur tekur við atburðarás sem hún hefur engin tök á. Með réttarstöðu grunaðs hættir hún smám saman að treysta fólkinu í kringum sig. Dularfullir atburðir gerast og reikar lesandi milli hins raunverulega og hugarheims Rósu, sem sjálf fer að efast um sakleysi sitt. Hún á hvergi höfði að halla, hvorki hjá núverandi maka og hvað þá Díönu, æskuvinkonu sinni. Það er eitthvað við Díönu og nýfætt barn hennar sem truflar Rósu óstjórnlega mikið. Leit Rósu að svörum leiðir lesandann að því sem ósagt er og um leið á slóð kaldrifjaðs morðingja.“

Guðrún segir að það sé frábært að til sé vettvangur fyrir listamenn að hrinda verkefnum úr vör líkt og á karolinafund.com. „Þetta er algjört „win-win“; þarna fá listamenn tækifæri til að gefa út og klára það sem þeir hafa skapað á sama tíma og þeir sem styrkja verkefnið fá eitthvað
fyrir sinn snúð. Það er ekkert auðvelt að trana sér fram sem rithöfundur og eflaust eru fleiri að upplifa það sama. Þá skiptir svo miklu máli, þegar maður brennur fyrir því að klára það sem maður byrjaði á, að fá fjármagn til að verkefnið verði að veruleika. Ég gaf út fyrstu bókina mína á karolinafund.com og það gekk alveg frábærlega. Við útgáfu bókar númer tvö var ég með útgefanda og mér fannst það ekki ganga eins vel. Þess vegna finn ég mig knúna til að gefa út þriðju bókina sjálf. Það er margfalt meiri vinna, en sú vinna er bæði skemmtileg og lærdómsrík. Ég er til í slaginn“.

Hér er hægt að skoða og taka þátt í söfnuninni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk