Sálfræðitryllir um Rósu í flóknum veruleika geðveikinnar

Rósa lifði lífi sem hefði getað orðið eðlilegt. Það tekur hins vegar krappa beygju niður á við eftir fráfall nokkurra vikna dóttur hennar. Þetta er efniviður nýjustu bókar Guðrúnar Sæmundsen. Hún safnar nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.

Auglýsing
Kápa „Rósu“.
Kápa „Rósu“.

Guð­rún Sæmund­sen stefnir nú að útgáfu á sinni þriðju bók, sál­fræði­tryll­inum „RÓSA“.

Áður hefur hún gefið út „Hann kallar á mig“ (2015) og „And­stæð­ur“ (2018). Þess má geta að báðar bæk­urnar eru á Storytel og var „Hann kallar á mig“ fyrr á þessu ári til­nefnd til Íslensku hljóð­bóka­verð­laun­anna 2021, Storytel Awards.

Guð­rún er 39 ára, tveggja barna móð­ir. Hún starfar á kvenna­deild Land­spít­al­ans og unir sér vel þar enda verk­efnin fjöl­breytt og krefj­andi og sam­starfs­fólkið skemmti­legt; „fag­menn fram í fing­ur­góma“.

Árið 2009 útskrif­að­ist Guð­rún með masters­gráðu í alþjóða­við­skiptum frá Gren­oble Gradu­ate School of Business eftir að hafa lokið námi í við­skipta­fræði við Háskól­ann í Reykja­vík. Hún er jafn­framt með lög­gild­ingu í verð­bréfa­miðlun og hefur auk þess tekið fjölda nám­skeiða til að auka þekk­ingu sína og hæfni á hinum ýmsu svið­um. Eftir að hafa gefið út tvær bækur þá lét hún verða af því á síð­asta ári að sitja tvö

nám­skeið í skáld­legum skrifum í End­ur­menntun Háskól­ans.

Guð­rún segir að hug­myndin að sög­unni hafi komið þegar hún var að ljúka við ­bók númer tvö, um mitt ár 2018. „Sagan er gjör­ó­lík því sem ég hef skrifað áður, en það er einmitt það sem ég vil gera; prófa mig áfram með mis­mun­andi efni þótt stíll­inn sé í grunn­inn sá sami. Hvernig nákvæm­lega ég fékk hug­mynd­ina get ég ekki tengt við eitt­hvað eitt. Hún bara kom, eins og aðrar hug­mynd­ir. Átti að vísu ekki að vera sál­fræði­tryll­ir, heldur meira í spennu­sagna­stíl, en svo breytt­ist það þegar ég byrj­aði að útfæra hug­mynd­ina. Ég skrifa það sem kemur í hug­ann hverju sinni. Nákvæm­lega það sem mig langar til að skrifa um. Að fólki líki það sem ég skrifa er algjör bón­us.

Að eðl­is­fari er ég jákvæð og róleg, mér finnst gaman að gant­ast og hlæja. Þess vegna eru bæk­urnar gjör­ó­líkar per­sónu­leika mín­um; fremur dökk­ar, grófar og óhugna­legar á köfl­um. Þegar ég hugsa um það sem ég hef skrifað þá finnst mér eins og ég hafi tekið fyrir eitt­hvað sem veldur ótta hjá mér sjálfri. Að það sem ég ótt­ast sjálf skíni í gegnum bæk­urn­ar. Þær hreyfa vissu­lega við les­and­an­um, enda á það að vera þannig. Sjálf vil ég

lesa það sem vekur hjá mér hinar ýmsu til­finn­ingar og fær mig til að hug­leiða les­efn­ið.“

Auglýsing
Aðalsögupersóna sög­unn­ar, Rósa, lifir í flóknum veru­leika geð­veik­inn­ar, að sögn Guð­rún­ar. Líf sem hefði getað orðið eðli­legt, tekur krappa beygju niður á við eftir frá­fall nokk­urra vikna dóttur henn­ar. „Sögu­þráð­ur­inn byggir á þess­ari lífs­reynslu Rósu og hve erfitt hún á með að horfast í augu við for­tíð­ina. Þegar fyrrum sam­býl­is­maður hennar og barns­faðir er svo myrtur tekur við atburða­rás sem hún hefur engin tök á. Með rétt­ar­stöðu grun­aðs hættir hún smám saman að treysta fólk­inu í kringum sig. Dul­ar­fullir atburðir ger­ast og reikar les­andi milli hins raun­veru­lega og hug­ar­heims Rósu, sem ­sjálf fer að efast um sak­leysi sitt. Hún á hvergi höfði að halla, hvorki hjá núver­andi maka og hvað þá Díönu, æsku­vin­konu sinni. Það er eitt­hvað við Díönu og nýfætt barn hennar sem truflar Rósu óstjórn­lega mik­ið. Leit Rósu að svörum leiðir les­and­ann að því sem ósagt er og um leið á slóð kaldrifjaðs morð­ingja.“

Guð­rún segir að það sé frá­bært að til sé vett­vangur fyrir lista­menn að hrinda verk­efnum úr vör líkt og á karolina­fund.com. „Þetta er algjört „win-win“; þarna fá lista­menn tæki­færi til að gefa út og klára það sem þeir hafa skapað á sama tíma og þeir sem styrkja verk­efnið fá eitt­hvað

fyrir sinn snúð. Það er ekk­ert auð­velt að trana sér fram sem rit­höf­undur og eflaust eru fleiri að upp­lifa það sama. Þá skiptir svo miklu máli, þegar maður brennur fyrir því að klára það sem maður byrj­aði á, að fá fjár­magn til að verk­efnið verði að veru­leika. Ég gaf út fyrstu bók­ina mína á karolina­fund.com og það gekk alveg frá­bær­lega. Við útgáfu bókar númer tvö var ég með útgef­anda og mér fannst það ekki ganga eins vel. Þess vegna finn ég mig knúna til að gefa út þriðju bók­ina sjálf. Það er marg­falt meiri vinna, en sú vinna er bæði skemmti­leg og lær­dóms­rík. Ég er til í slag­inn“.

Hér er hægt að skoða og taka þátt í söfn­un­inni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiFólk