Sálfræðitryllir um Rósu í flóknum veruleika geðveikinnar

Rósa lifði lífi sem hefði getað orðið eðlilegt. Það tekur hins vegar krappa beygju niður á við eftir fráfall nokkurra vikna dóttur hennar. Þetta er efniviður nýjustu bókar Guðrúnar Sæmundsen. Hún safnar nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.

Auglýsing
Kápa „Rósu“.
Kápa „Rósu“.

Guð­rún Sæmund­sen stefnir nú að útgáfu á sinni þriðju bók, sál­fræði­tryll­inum „RÓSA“.

Áður hefur hún gefið út „Hann kallar á mig“ (2015) og „And­stæð­ur“ (2018). Þess má geta að báðar bæk­urnar eru á Storytel og var „Hann kallar á mig“ fyrr á þessu ári til­nefnd til Íslensku hljóð­bóka­verð­laun­anna 2021, Storytel Awards.

Guð­rún er 39 ára, tveggja barna móð­ir. Hún starfar á kvenna­deild Land­spít­al­ans og unir sér vel þar enda verk­efnin fjöl­breytt og krefj­andi og sam­starfs­fólkið skemmti­legt; „fag­menn fram í fing­ur­góma“.

Árið 2009 útskrif­að­ist Guð­rún með masters­gráðu í alþjóða­við­skiptum frá Gren­oble Gradu­ate School of Business eftir að hafa lokið námi í við­skipta­fræði við Háskól­ann í Reykja­vík. Hún er jafn­framt með lög­gild­ingu í verð­bréfa­miðlun og hefur auk þess tekið fjölda nám­skeiða til að auka þekk­ingu sína og hæfni á hinum ýmsu svið­um. Eftir að hafa gefið út tvær bækur þá lét hún verða af því á síð­asta ári að sitja tvö

nám­skeið í skáld­legum skrifum í End­ur­menntun Háskól­ans.

Guð­rún segir að hug­myndin að sög­unni hafi komið þegar hún var að ljúka við ­bók númer tvö, um mitt ár 2018. „Sagan er gjör­ó­lík því sem ég hef skrifað áður, en það er einmitt það sem ég vil gera; prófa mig áfram með mis­mun­andi efni þótt stíll­inn sé í grunn­inn sá sami. Hvernig nákvæm­lega ég fékk hug­mynd­ina get ég ekki tengt við eitt­hvað eitt. Hún bara kom, eins og aðrar hug­mynd­ir. Átti að vísu ekki að vera sál­fræði­tryll­ir, heldur meira í spennu­sagna­stíl, en svo breytt­ist það þegar ég byrj­aði að útfæra hug­mynd­ina. Ég skrifa það sem kemur í hug­ann hverju sinni. Nákvæm­lega það sem mig langar til að skrifa um. Að fólki líki það sem ég skrifa er algjör bón­us.

Að eðl­is­fari er ég jákvæð og róleg, mér finnst gaman að gant­ast og hlæja. Þess vegna eru bæk­urnar gjör­ó­líkar per­sónu­leika mín­um; fremur dökk­ar, grófar og óhugna­legar á köfl­um. Þegar ég hugsa um það sem ég hef skrifað þá finnst mér eins og ég hafi tekið fyrir eitt­hvað sem veldur ótta hjá mér sjálfri. Að það sem ég ótt­ast sjálf skíni í gegnum bæk­urn­ar. Þær hreyfa vissu­lega við les­and­an­um, enda á það að vera þannig. Sjálf vil ég

lesa það sem vekur hjá mér hinar ýmsu til­finn­ingar og fær mig til að hug­leiða les­efn­ið.“

Auglýsing
Aðalsögupersóna sög­unn­ar, Rósa, lifir í flóknum veru­leika geð­veik­inn­ar, að sögn Guð­rún­ar. Líf sem hefði getað orðið eðli­legt, tekur krappa beygju niður á við eftir frá­fall nokk­urra vikna dóttur henn­ar. „Sögu­þráð­ur­inn byggir á þess­ari lífs­reynslu Rósu og hve erfitt hún á með að horfast í augu við for­tíð­ina. Þegar fyrrum sam­býl­is­maður hennar og barns­faðir er svo myrtur tekur við atburða­rás sem hún hefur engin tök á. Með rétt­ar­stöðu grun­aðs hættir hún smám saman að treysta fólk­inu í kringum sig. Dul­ar­fullir atburðir ger­ast og reikar les­andi milli hins raun­veru­lega og hug­ar­heims Rósu, sem ­sjálf fer að efast um sak­leysi sitt. Hún á hvergi höfði að halla, hvorki hjá núver­andi maka og hvað þá Díönu, æsku­vin­konu sinni. Það er eitt­hvað við Díönu og nýfætt barn hennar sem truflar Rósu óstjórn­lega mik­ið. Leit Rósu að svörum leiðir les­and­ann að því sem ósagt er og um leið á slóð kaldrifjaðs morð­ingja.“

Guð­rún segir að það sé frá­bært að til sé vett­vangur fyrir lista­menn að hrinda verk­efnum úr vör líkt og á karolina­fund.com. „Þetta er algjört „win-win“; þarna fá lista­menn tæki­færi til að gefa út og klára það sem þeir hafa skapað á sama tíma og þeir sem styrkja verk­efnið fá eitt­hvað

fyrir sinn snúð. Það er ekk­ert auð­velt að trana sér fram sem rit­höf­undur og eflaust eru fleiri að upp­lifa það sama. Þá skiptir svo miklu máli, þegar maður brennur fyrir því að klára það sem maður byrj­aði á, að fá fjár­magn til að verk­efnið verði að veru­leika. Ég gaf út fyrstu bók­ina mína á karolina­fund.com og það gekk alveg frá­bær­lega. Við útgáfu bókar númer tvö var ég með útgef­anda og mér fannst það ekki ganga eins vel. Þess vegna finn ég mig knúna til að gefa út þriðju bók­ina sjálf. Það er marg­falt meiri vinna, en sú vinna er bæði skemmti­leg og lær­dóms­rík. Ég er til í slag­inn“.

Hér er hægt að skoða og taka þátt í söfn­un­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk