Sálfræðitryllir um Rósu í flóknum veruleika geðveikinnar

Rósa lifði lífi sem hefði getað orðið eðlilegt. Það tekur hins vegar krappa beygju niður á við eftir fráfall nokkurra vikna dóttur hennar. Þetta er efniviður nýjustu bókar Guðrúnar Sæmundsen. Hún safnar nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.

Auglýsing
Kápa „Rósu“.
Kápa „Rósu“.

Guð­rún Sæmund­sen stefnir nú að útgáfu á sinni þriðju bók, sál­fræði­tryll­inum „RÓSA“.

Áður hefur hún gefið út „Hann kallar á mig“ (2015) og „And­stæð­ur“ (2018). Þess má geta að báðar bæk­urnar eru á Storytel og var „Hann kallar á mig“ fyrr á þessu ári til­nefnd til Íslensku hljóð­bóka­verð­laun­anna 2021, Storytel Awards.

Guð­rún er 39 ára, tveggja barna móð­ir. Hún starfar á kvenna­deild Land­spít­al­ans og unir sér vel þar enda verk­efnin fjöl­breytt og krefj­andi og sam­starfs­fólkið skemmti­legt; „fag­menn fram í fing­ur­góma“.

Árið 2009 útskrif­að­ist Guð­rún með masters­gráðu í alþjóða­við­skiptum frá Gren­oble Gradu­ate School of Business eftir að hafa lokið námi í við­skipta­fræði við Háskól­ann í Reykja­vík. Hún er jafn­framt með lög­gild­ingu í verð­bréfa­miðlun og hefur auk þess tekið fjölda nám­skeiða til að auka þekk­ingu sína og hæfni á hinum ýmsu svið­um. Eftir að hafa gefið út tvær bækur þá lét hún verða af því á síð­asta ári að sitja tvö

nám­skeið í skáld­legum skrifum í End­ur­menntun Háskól­ans.

Guð­rún segir að hug­myndin að sög­unni hafi komið þegar hún var að ljúka við ­bók númer tvö, um mitt ár 2018. „Sagan er gjör­ó­lík því sem ég hef skrifað áður, en það er einmitt það sem ég vil gera; prófa mig áfram með mis­mun­andi efni þótt stíll­inn sé í grunn­inn sá sami. Hvernig nákvæm­lega ég fékk hug­mynd­ina get ég ekki tengt við eitt­hvað eitt. Hún bara kom, eins og aðrar hug­mynd­ir. Átti að vísu ekki að vera sál­fræði­tryll­ir, heldur meira í spennu­sagna­stíl, en svo breytt­ist það þegar ég byrj­aði að útfæra hug­mynd­ina. Ég skrifa það sem kemur í hug­ann hverju sinni. Nákvæm­lega það sem mig langar til að skrifa um. Að fólki líki það sem ég skrifa er algjör bón­us.

Að eðl­is­fari er ég jákvæð og róleg, mér finnst gaman að gant­ast og hlæja. Þess vegna eru bæk­urnar gjör­ó­líkar per­sónu­leika mín­um; fremur dökk­ar, grófar og óhugna­legar á köfl­um. Þegar ég hugsa um það sem ég hef skrifað þá finnst mér eins og ég hafi tekið fyrir eitt­hvað sem veldur ótta hjá mér sjálfri. Að það sem ég ótt­ast sjálf skíni í gegnum bæk­urn­ar. Þær hreyfa vissu­lega við les­and­an­um, enda á það að vera þannig. Sjálf vil ég

lesa það sem vekur hjá mér hinar ýmsu til­finn­ingar og fær mig til að hug­leiða les­efn­ið.“

Auglýsing
Aðalsögupersóna sög­unn­ar, Rósa, lifir í flóknum veru­leika geð­veik­inn­ar, að sögn Guð­rún­ar. Líf sem hefði getað orðið eðli­legt, tekur krappa beygju niður á við eftir frá­fall nokk­urra vikna dóttur henn­ar. „Sögu­þráð­ur­inn byggir á þess­ari lífs­reynslu Rósu og hve erfitt hún á með að horfast í augu við for­tíð­ina. Þegar fyrrum sam­býl­is­maður hennar og barns­faðir er svo myrtur tekur við atburða­rás sem hún hefur engin tök á. Með rétt­ar­stöðu grun­aðs hættir hún smám saman að treysta fólk­inu í kringum sig. Dul­ar­fullir atburðir ger­ast og reikar les­andi milli hins raun­veru­lega og hug­ar­heims Rósu, sem ­sjálf fer að efast um sak­leysi sitt. Hún á hvergi höfði að halla, hvorki hjá núver­andi maka og hvað þá Díönu, æsku­vin­konu sinni. Það er eitt­hvað við Díönu og nýfætt barn hennar sem truflar Rósu óstjórn­lega mik­ið. Leit Rósu að svörum leiðir les­and­ann að því sem ósagt er og um leið á slóð kaldrifjaðs morð­ingja.“

Guð­rún segir að það sé frá­bært að til sé vett­vangur fyrir lista­menn að hrinda verk­efnum úr vör líkt og á karolina­fund.com. „Þetta er algjört „win-win“; þarna fá lista­menn tæki­færi til að gefa út og klára það sem þeir hafa skapað á sama tíma og þeir sem styrkja verk­efnið fá eitt­hvað

fyrir sinn snúð. Það er ekk­ert auð­velt að trana sér fram sem rit­höf­undur og eflaust eru fleiri að upp­lifa það sama. Þá skiptir svo miklu máli, þegar maður brennur fyrir því að klára það sem maður byrj­aði á, að fá fjár­magn til að verk­efnið verði að veru­leika. Ég gaf út fyrstu bók­ina mína á karolina­fund.com og það gekk alveg frá­bær­lega. Við útgáfu bókar númer tvö var ég með útgef­anda og mér fannst það ekki ganga eins vel. Þess vegna finn ég mig knúna til að gefa út þriðju bók­ina sjálf. Það er marg­falt meiri vinna, en sú vinna er bæði skemmti­leg og lær­dóms­rík. Ég er til í slag­inn“.

Hér er hægt að skoða og taka þátt í söfn­un­inni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiFólk