Áhugakona um hættulegar hugmyndir um breyttan heim gefur út skaldsögu

Moldviðri er fyrsta skáldsaga Sigurbjargar A Sæm. Hún safnar nú fyrir útgáfukostnaði á Karolina Fund.

Auglýsing
image0.jpeg

Sig­ur­björg A Sæm er skáld­kona og skrif­ari, fædd árið 1981. Hún er akti­visti og áhuga­kona um hættu­legar hug­myndir um breyttan heim. Eftir hana hafa komið út tvær ljóða­bæk­ur; Mjálm (2015) og Til­eink­anir (2020). Þá var ljóð henn­ar, Skammt­ar­inn, birt í TMM snemma árs 2016. Eins var hún með ljóð í safn­verk­inu Vilja­verk í Palest­ínu sem kom út árið 2014 á vegum vefrits­ins Starafugls. 

Hún deilir heim­ili með 7 ára fræði­manni, 15 ára lista­konu, þrí­tugum hippa og þrem ein­stökum kött­um.

Nú er hún að leggja loka­hönd á sína fyrstu skáld­sögu sem ber tit­il­inn Mold­viðri. Höf­undur er með Face­book-­síðu sem hægt er að sjá hér.Sett hefur verið af stað söfnun fyrir útgáfu­kostn­aði á Karol­ina Fund.

Sig­ur­björg segir að Mold­viðri hafi byrjað sem stutt ­prósa­ljóð árið 2014. „Hug­myndin að prósa­ljóð­inu kvikn­aði því ég fékk ein­hverja djúp­stæða þörf til að segja sögu stúlkna og kvenna sem lifa við með­fædda skömm. Kvenna sem eru beittar órétti og ofbeldi. Kvenna sem eru sterk­ari en allt sem sterkt er. Og mig lang­aði að blanda súr­r­eal­isma, popp­kúltúr ásamt óhefl­uðu orð­bragði í þetta mengi. Ljóðið varð svo að nokk­urs konar ljóða­bálki sem varð að smá­sögu sem sprengdi svo loks þann kvóta. Og ég fann að þetta yrði mín fyrsta skáld­saga. Byrj­aði svo mark­visst að skrifa þessa sögu eftir erf­iðan skilnað árið 2017. Skrift­irnar urðu að nokk­urs konar cat­harsis eftir erfið ár.“

Auglýsing
Hún segir sög­una vera snar­fem­iníska sem fjalli um ­glæp einnar konu og leit hennar að sann­leik­an­um. „Með­fædd sekt­ar­kennd kvenna spilar það stórt hlut­verk að hún er eig­in­lega­hálf mann­leg per­sóna í bók­inn­i. Skilin milli veru­leika og ímyndana eru mis­skýr og við dönsum á mörkum hins óþægi­lega og óvið­eig­andi þegar nóttin kem­ur. ­Sögu­hetjan okkar heitir María og hún er ég, hún er þú, hún er hin og hún er við all­ar.“

Sig­ur­björg segir að eftir 7 ára vinnslu á sög­unni finn­ist henni tíma­bært að hún komi út. „Hún hefur gengið ansi nærri mér á þessum árum, en ég finn svo sterkt að þetta er mik­il­væg saga að segja.  Ég skrif­aði sög­una fyrir okkur bar­áttu­konur allra kyn­slóða og okkur sem erum orðin þreytt á að berj­ast. Þetta er skáld­saga fyrir fólk af öllum kynjum sem fílar grótesk sög­ur, þetta er bók fyrir unn­endur Undra­lands, þetta er bók fyrir karl­rétt­inda­sinna. Því öll höfum við upp­lifað örlítið mold­viðri.“

Hér er hægt að skoða og taka þátt í verk­efn­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiFólk