Áhugakona um hættulegar hugmyndir um breyttan heim gefur út skaldsögu

Moldviðri er fyrsta skáldsaga Sigurbjargar A Sæm. Hún safnar nú fyrir útgáfukostnaði á Karolina Fund.

Auglýsing
image0.jpeg

Sig­ur­björg A Sæm er skáld­kona og skrif­ari, fædd árið 1981. Hún er akti­visti og áhuga­kona um hættu­legar hug­myndir um breyttan heim. Eftir hana hafa komið út tvær ljóða­bæk­ur; Mjálm (2015) og Til­eink­anir (2020). Þá var ljóð henn­ar, Skammt­ar­inn, birt í TMM snemma árs 2016. Eins var hún með ljóð í safn­verk­inu Vilja­verk í Palest­ínu sem kom út árið 2014 á vegum vefrits­ins Starafugls. 

Hún deilir heim­ili með 7 ára fræði­manni, 15 ára lista­konu, þrí­tugum hippa og þrem ein­stökum kött­um.

Nú er hún að leggja loka­hönd á sína fyrstu skáld­sögu sem ber tit­il­inn Mold­viðri. Höf­undur er með Face­book-­síðu sem hægt er að sjá hér.Sett hefur verið af stað söfnun fyrir útgáfu­kostn­aði á Karol­ina Fund.

Sig­ur­björg segir að Mold­viðri hafi byrjað sem stutt ­prósa­ljóð árið 2014. „Hug­myndin að prósa­ljóð­inu kvikn­aði því ég fékk ein­hverja djúp­stæða þörf til að segja sögu stúlkna og kvenna sem lifa við með­fædda skömm. Kvenna sem eru beittar órétti og ofbeldi. Kvenna sem eru sterk­ari en allt sem sterkt er. Og mig lang­aði að blanda súr­r­eal­isma, popp­kúltúr ásamt óhefl­uðu orð­bragði í þetta mengi. Ljóðið varð svo að nokk­urs konar ljóða­bálki sem varð að smá­sögu sem sprengdi svo loks þann kvóta. Og ég fann að þetta yrði mín fyrsta skáld­saga. Byrj­aði svo mark­visst að skrifa þessa sögu eftir erf­iðan skilnað árið 2017. Skrift­irnar urðu að nokk­urs konar cat­harsis eftir erfið ár.“

Auglýsing
Hún segir sög­una vera snar­fem­iníska sem fjalli um ­glæp einnar konu og leit hennar að sann­leik­an­um. „Með­fædd sekt­ar­kennd kvenna spilar það stórt hlut­verk að hún er eig­in­lega­hálf mann­leg per­sóna í bók­inn­i. Skilin milli veru­leika og ímyndana eru mis­skýr og við dönsum á mörkum hins óþægi­lega og óvið­eig­andi þegar nóttin kem­ur. ­Sögu­hetjan okkar heitir María og hún er ég, hún er þú, hún er hin og hún er við all­ar.“

Sig­ur­björg segir að eftir 7 ára vinnslu á sög­unni finn­ist henni tíma­bært að hún komi út. „Hún hefur gengið ansi nærri mér á þessum árum, en ég finn svo sterkt að þetta er mik­il­væg saga að segja.  Ég skrif­aði sög­una fyrir okkur bar­áttu­konur allra kyn­slóða og okkur sem erum orðin þreytt á að berj­ast. Þetta er skáld­saga fyrir fólk af öllum kynjum sem fílar grótesk sög­ur, þetta er bók fyrir unn­endur Undra­lands, þetta er bók fyrir karl­rétt­inda­sinna. Því öll höfum við upp­lifað örlítið mold­viðri.“

Hér er hægt að skoða og taka þátt í verk­efn­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiFólk