Áhugakona um hættulegar hugmyndir um breyttan heim gefur út skaldsögu

Moldviðri er fyrsta skáldsaga Sigurbjargar A Sæm. Hún safnar nú fyrir útgáfukostnaði á Karolina Fund.

Auglýsing
image0.jpeg

Sigurbjörg A Sæm er skáldkona og skrifari, fædd árið 1981. Hún er aktivisti og áhugakona um hættulegar hugmyndir um breyttan heim. Eftir hana hafa komið út tvær ljóðabækur; Mjálm (2015) og Tileinkanir (2020). Þá var ljóð hennar, Skammtarinn, birt í TMM snemma árs 2016. Eins var hún með ljóð í safnverkinu Viljaverk í Palestínu sem kom út árið 2014 á vegum vefritsins Starafugls. 
Hún deilir heimili með 7 ára fræðimanni, 15 ára listakonu, þrítugum hippa og þrem einstökum köttum.

Nú er hún að leggja lokahönd á sína fyrstu skáldsögu sem ber titilinn Moldviðri. Höfundur er með Facebook-síðu sem hægt er að sjá hér.

Sett hefur verið af stað söfnun fyrir útgáfukostnaði á Karolina Fund.

Sigurbjörg segir að Moldviðri hafi byrjað sem stutt prósaljóð árið 2014. „Hugmyndin að prósaljóðinu kviknaði því ég fékk einhverja djúpstæða þörf til að segja sögu stúlkna og kvenna sem lifa við meðfædda skömm. Kvenna sem eru beittar órétti og ofbeldi. Kvenna sem eru sterkari en allt sem sterkt er. Og mig langaði að blanda súrrealisma, poppkúltúr ásamt óhefluðu orðbragði í þetta mengi. Ljóðið varð svo að nokkurs konar ljóðabálki sem varð að smásögu sem sprengdi svo loks þann kvóta. Og ég fann að þetta yrði mín fyrsta skáldsaga. Byrjaði svo markvisst að skrifa þessa sögu eftir erfiðan skilnað árið 2017. Skriftirnar urðu að nokkurs konar catharsis eftir erfið ár.“

Auglýsing
Hún segir söguna vera snarfeminíska sem fjalli um glæp einnar konu og leit hennar að sannleikanum. „Meðfædd sektarkennd kvenna spilar það stórt hlutverk að hún er eiginlegahálf mannleg persóna í bókinni. Skilin milli veruleika og ímyndana eru misskýr og við dönsum á mörkum hins óþægilega og óviðeigandi þegar nóttin kemur. Söguhetjan okkar heitir María og hún er ég, hún er þú, hún er hin og hún er við allar.“

Sigurbjörg segir að eftir 7 ára vinnslu á sögunni finnist henni tímabært að hún komi út. „Hún hefur gengið ansi nærri mér á þessum árum, en ég finn svo sterkt að þetta er mikilvæg saga að segja.  Ég skrifaði söguna fyrir okkur baráttukonur allra kynslóða og okkur sem erum orðin þreytt á að berjast. Þetta er skáldsaga fyrir fólk af öllum kynjum sem fílar grótesk sögur, þetta er bók fyrir unnendur Undralands, þetta er bók fyrir karlréttindasinna. Því öll höfum við upplifað örlítið moldviðri.“

Hér er hægt að skoða og taka þátt í verkefninu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk