Langar að láta draum móður sinnar verða að veruleika

Fjóla Sigríður safnar fyrir uppskriftarbók en nýlega missti hún móður sína úr krabbameini. Í mörg ár töluðu þær mæðgur saman um að gefa út slíka bók sem yrði frábrugðin öllum öðrum bókum.

Fjóla Sigríður
Fjóla Sigríður
Auglýsing

Fjóla Sig­ríður er 31 árs kona úr Skaga­firði búsett með mann­inum sínum í Kópa­vogi. Nú skrifar hún sína fyrstu bók og safnar fyrir á Karol­ina Fund. Hún missti nýverið móður sína úr krabba­meini. Í mörg ár töl­uðu þær mæðgur saman um að gefa út upp­skrif­ar­bók sem væri frá­brugðin öllum öðrum bókum og er Fjóla að vinna í því núna að skrifa fal­lega per­sónu­lega og öðru­vísi upp­skrift­ar­bók eftir móður sína.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Hug­myndin vakn­aði fyrir mörgum árum, en mamma hand­skrif­aði upp­skriftir í stíla­bók og safn­aði. Hún bjó til margar sjálf og við töl­uðum oft um það að hún myndi gefa út sína eigin upp­skrift­ar­bók, en vegna veik­inda var aldrei hægt að fara í það að gera bók.“

Auglýsing

Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins

„Ég ætla að láta þessa bók verða að veru­leika en hún verður frá­brugðin öllum öðrum upp­skrif­ar­bók­um. Bókin mun inni­halda hand­skrif­aðar og prent­aðar upp­skriftir eftir mömmu ásamt ýmsum sögum og fróð­leik inn á milli. Bókin verður á per­sónu­legum nótum og gefur inn­sýn inn í líf krabba­meins­sjúk­lings sem komst í gegnum svo margt með því að skapa í eld­hús­inu. Það verður líf og húmor í bók­inni því mamma hafði alltaf húmor og ég veit að margir hefðu gaman af því að lesa hana.“

Hugmyndin vaknaði fyrir mörgum árum en móðir Fjólu Sigríðar handskrifaði uppskriftir í stílabók og safnaði. Mynd: Aðsend

Fjóla Sig­ríður ætlar að láta hluta af ágóð­anum renna til göngu­deildar krabba­meins­sjúkra á Akur­eyri en þar var móðir hennar meira og minna síð­ustu ár í með­ferð­um.

„Mig langar að láta draum mömmu verða að veru­leika og um leið heiðra minn­ingu henn­ar. Ég ætla mér að gera þessa bók í hennar anda og eins og hún var búin að tala sjálf um. Ég yrði svo rosa­lega þakk­lát fyrir það að fá ykkar stuðn­ing og um leið þakka ég fyrir allan stuðn­ing­inn.“

Hér má styrkja verk­efnið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk