Langar að láta draum móður sinnar verða að veruleika

Fjóla Sigríður safnar fyrir uppskriftarbók en nýlega missti hún móður sína úr krabbameini. Í mörg ár töluðu þær mæðgur saman um að gefa út slíka bók sem yrði frábrugðin öllum öðrum bókum.

Fjóla Sigríður
Fjóla Sigríður
Auglýsing

Fjóla Sigríður er 31 árs kona úr Skagafirði búsett með manninum sínum í Kópavogi. Nú skrifar hún sína fyrstu bók og safnar fyrir á Karolina Fund. Hún missti nýverið móður sína úr krabbameini. Í mörg ár töluðu þær mæðgur saman um að gefa út uppskrifarbók sem væri frábrugðin öllum öðrum bókum og er Fjóla að vinna í því núna að skrifa fallega persónulega og öðruvísi uppskriftarbók eftir móður sína.

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

„Hugmyndin vaknaði fyrir mörgum árum, en mamma handskrifaði uppskriftir í stílabók og safnaði. Hún bjó til margar sjálf og við töluðum oft um það að hún myndi gefa út sína eigin uppskriftarbók, en vegna veikinda var aldrei hægt að fara í það að gera bók.“

Auglýsing

Segðu okkur frá þema verkefnisins

„Ég ætla að láta þessa bók verða að veruleika en hún verður frábrugðin öllum öðrum uppskrifarbókum. Bókin mun innihalda handskrifaðar og prentaðar uppskriftir eftir mömmu ásamt ýmsum sögum og fróðleik inn á milli. Bókin verður á persónulegum nótum og gefur innsýn inn í líf krabbameinssjúklings sem komst í gegnum svo margt með því að skapa í eldhúsinu. Það verður líf og húmor í bókinni því mamma hafði alltaf húmor og ég veit að margir hefðu gaman af því að lesa hana.“

Hugmyndin vaknaði fyrir mörgum árum en móðir Fjólu Sigríðar handskrifaði uppskriftir í stílabók og safnaði. Mynd: Aðsend

Fjóla Sigríður ætlar að láta hluta af ágóðanum renna til göngudeildar krabbameinssjúkra á Akureyri en þar var móðir hennar meira og minna síðustu ár í meðferðum.

„Mig langar að láta draum mömmu verða að veruleika og um leið heiðra minningu hennar. Ég ætla mér að gera þessa bók í hennar anda og eins og hún var búin að tala sjálf um. Ég yrði svo rosalega þakklát fyrir það að fá ykkar stuðning og um leið þakka ég fyrir allan stuðninginn.“

Hér má styrkja verkefnið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjari snýst hugur – og býður fram krafta sína fyrir næstu kosningar
„Eftir að hafa legið undir feldi á þriðju viku, kófsveittur og illa lyktandi hef ég ákveðið að þiggja sæti á listanum, ef það stendur þá enn til boða,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk