Einar Vilberg stefnir á stafræna heildarútgáfu á verkum sínum

Stefnt er að því að birta allar fjórar LP plötur tónlistarmannsins Einars Vilbergs Hjartarsonar á streymisveitum á netinu innan skamms. Hægt er að styrkja framtakið á Karolinafund.

Einar Vilberg Hjartarson ásamt syni sínum og nafna.
Einar Vilberg Hjartarson ásamt syni sínum og nafna.
Auglýsing

Einar Vil­berg Hjart­ar­son stefnir á staf­ræna heild­ar­út­gáfu á tón­list sinni á öllum helstu streym­isveit­um. Um er að ræða 4 LP plöt­ur; Jónas og Ein­ar, Star­light, Noise og Sing­les. Á Sing­les, nýj­ustu plöt­unni mun áður óút­gefið efni fá að heyr­ast ásamt nýj­ustu lögum Ein­ars. Hægt er að styrkja fram­takið á Karolina­fund.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Þegar ég hóf upp­tökur á nýju efni ásamt syni mínum og alnafna í hljóð­veri hans Hljóð­verk datt okkur í hug hvort það væri ekki upp­lagt að koma áður útgefnu efni mínu í betri hljóm­gæði og gefa það út á allar helstu streym­isveitur ásamt nýju efni sem við höfum verið að taka upp. Und­an­farið höfum við feðgar verið að grúska í gömlum upp­tökum og ákváðum að láta áður óút­gefið efni fylgja með. “

Auglýsing

Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins og þínum tón­list­ar­ferli.

„Þetta er heild­ar­út­gáfa á minni tón­list og rúm­lega það. Þarna verður megnið af mínum katalóg ásamt nýjum lögum og ýmsu gömlu góð­gæti sem hefur ekki heyrst áður opin­ber­lega.

Ég fædd­ist í Reykja­vík og ólst upp í Þing­holt­un­um. Fjórtán ára byrj­aði ég að semja eigin lög. Fyrsta alvöru hljóm­sveitin sem ég var í hét Beatn­icks en hún lék mest þekkt og vin­sæl erlend lög á skóla­böll­um. Ég hélt svo til London með Pétri Krist­jáns­syni söngv­ara og Gunn­ari Jökli trommu­leik­ara árið 1969 á vegum Lauf­út­gáf­unn­ar. Við bók­uðum tíma í Regent Studios og tóku upp fjögur lög eftir mig á átta tím­um. Tvö lag­anna komu út á plötu árið eft­ir; Vit­skert ver­öld og Blómið sem dó sem Pétur söng en hin tvö biðu þess að koma út löngu seinna á safndiski Pét­urs.“

Gypsy Queen

„Á þessum tíma samdi ég einnig lög fyrir aðra lista­menn svo sem Janis Carol og Jónas R. Jóns­son. Sam­vinnan við Jónas varð að sam­starfi og árið 1972 gáfum við út LP plöt­una Gypsy Queen sem var tekin upp í stúd­íói Pét­urs Stein­gríms­sonar að und­an­teknum tveimur lögum sem voru tekin upp í Sví­þjóð. Platan vakti mikla athygli og þótti fram­sæk­in, umslagið var tvö­falt sem var nýlunda á þeim tíma. Platan var líka gefin út á kassettu og mun hún vera fyrsta íslenska hljóm­platan sem kemur út á snældu. Í kjöl­far Gypsy Queen var okkur félögum boðið að taka þátt í Yamaha Song Festi­val tón­list­ar­há­tíð­inni í Tokyo í Japan og gáfu út tveggja laga plötu þar í land­i.“

Star­light

„Næsta stóra skref var gerð plöt­unnar Star­light sem kom út árið 1976. Platan var hljóð­rituð í nýju átta rása stúd­íói, Hljóð­rita í Hafn­ar­firði. Upp­töku­maður var Jónas R. Jóns­son en honum til aðstoðar var Baldur Már Arn­gríms­son. Mér til full­tingis við gerð plöt­unnar voru helstu popptón­list­ar­menn þess tíma eins og Pálmi Gunn­ars­son, Lárus Gríms­son, Þórður Árna­son, Ásgeir Ósk­ars­son og fleiri. Platan fékk góða dóma.“

Noise

„Í kjöl­far útkomu Star­light flutti ég mig um set og sett­ist að í Kaup­manna­höfn þar sem ég vann að sól­ó­ferli. Árið 1981 kom svo LP platan Noise út. Noise var tekin upp í Stúdíó Hlust við Rauða­læk og sá Rafn Sig­ur­björns­son um upp­tök­ur.

Útgáfu­fyr­ir­tækið Toni Permo ýtti plöt­unni úr vör en Tóní þessi Permo mun vera sam­nefn­ari fyrir ákveðna teg­und söngv­ara.“

Sing­les

„Á Sing­les, vænt­an­legri breið­skífu minni mun áður óút­gefið efni fá að heyr­ast ásamt nýj­ustu lögum mínum auk þeirra laga sem komið hafa út á smá­skífum í gegnum tíð­ina.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiFólk