Einar Vilberg stefnir á stafræna heildarútgáfu á verkum sínum

Stefnt er að því að birta allar fjórar LP plötur tónlistarmannsins Einars Vilbergs Hjartarsonar á streymisveitum á netinu innan skamms. Hægt er að styrkja framtakið á Karolinafund.

Einar Vilberg Hjartarson ásamt syni sínum og nafna.
Einar Vilberg Hjartarson ásamt syni sínum og nafna.
Auglýsing

Einar Vil­berg Hjart­ar­son stefnir á staf­ræna heild­ar­út­gáfu á tón­list sinni á öllum helstu streym­isveit­um. Um er að ræða 4 LP plöt­ur; Jónas og Ein­ar, Star­light, Noise og Sing­les. Á Sing­les, nýj­ustu plöt­unni mun áður óút­gefið efni fá að heyr­ast ásamt nýj­ustu lögum Ein­ars. Hægt er að styrkja fram­takið á Karolina­fund.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Þegar ég hóf upp­tökur á nýju efni ásamt syni mínum og alnafna í hljóð­veri hans Hljóð­verk datt okkur í hug hvort það væri ekki upp­lagt að koma áður útgefnu efni mínu í betri hljóm­gæði og gefa það út á allar helstu streym­isveitur ásamt nýju efni sem við höfum verið að taka upp. Und­an­farið höfum við feðgar verið að grúska í gömlum upp­tökum og ákváðum að láta áður óút­gefið efni fylgja með. “

Auglýsing

Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins og þínum tón­list­ar­ferli.

„Þetta er heild­ar­út­gáfa á minni tón­list og rúm­lega það. Þarna verður megnið af mínum katalóg ásamt nýjum lögum og ýmsu gömlu góð­gæti sem hefur ekki heyrst áður opin­ber­lega.

Ég fædd­ist í Reykja­vík og ólst upp í Þing­holt­un­um. Fjórtán ára byrj­aði ég að semja eigin lög. Fyrsta alvöru hljóm­sveitin sem ég var í hét Beatn­icks en hún lék mest þekkt og vin­sæl erlend lög á skóla­böll­um. Ég hélt svo til London með Pétri Krist­jáns­syni söngv­ara og Gunn­ari Jökli trommu­leik­ara árið 1969 á vegum Lauf­út­gáf­unn­ar. Við bók­uðum tíma í Regent Studios og tóku upp fjögur lög eftir mig á átta tím­um. Tvö lag­anna komu út á plötu árið eft­ir; Vit­skert ver­öld og Blómið sem dó sem Pétur söng en hin tvö biðu þess að koma út löngu seinna á safndiski Pét­urs.“

Gypsy Queen

„Á þessum tíma samdi ég einnig lög fyrir aðra lista­menn svo sem Janis Carol og Jónas R. Jóns­son. Sam­vinnan við Jónas varð að sam­starfi og árið 1972 gáfum við út LP plöt­una Gypsy Queen sem var tekin upp í stúd­íói Pét­urs Stein­gríms­sonar að und­an­teknum tveimur lögum sem voru tekin upp í Sví­þjóð. Platan vakti mikla athygli og þótti fram­sæk­in, umslagið var tvö­falt sem var nýlunda á þeim tíma. Platan var líka gefin út á kassettu og mun hún vera fyrsta íslenska hljóm­platan sem kemur út á snældu. Í kjöl­far Gypsy Queen var okkur félögum boðið að taka þátt í Yamaha Song Festi­val tón­list­ar­há­tíð­inni í Tokyo í Japan og gáfu út tveggja laga plötu þar í land­i.“

Star­light

„Næsta stóra skref var gerð plöt­unnar Star­light sem kom út árið 1976. Platan var hljóð­rituð í nýju átta rása stúd­íói, Hljóð­rita í Hafn­ar­firði. Upp­töku­maður var Jónas R. Jóns­son en honum til aðstoðar var Baldur Már Arn­gríms­son. Mér til full­tingis við gerð plöt­unnar voru helstu popptón­list­ar­menn þess tíma eins og Pálmi Gunn­ars­son, Lárus Gríms­son, Þórður Árna­son, Ásgeir Ósk­ars­son og fleiri. Platan fékk góða dóma.“

Noise

„Í kjöl­far útkomu Star­light flutti ég mig um set og sett­ist að í Kaup­manna­höfn þar sem ég vann að sól­ó­ferli. Árið 1981 kom svo LP platan Noise út. Noise var tekin upp í Stúdíó Hlust við Rauða­læk og sá Rafn Sig­ur­björns­son um upp­tök­ur.

Útgáfu­fyr­ir­tækið Toni Permo ýtti plöt­unni úr vör en Tóní þessi Permo mun vera sam­nefn­ari fyrir ákveðna teg­und söngv­ara.“

Sing­les

„Á Sing­les, vænt­an­legri breið­skífu minni mun áður óút­gefið efni fá að heyr­ast ásamt nýj­ustu lögum mínum auk þeirra laga sem komið hafa út á smá­skífum í gegnum tíð­ina.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiFólk