Einar Vilberg stefnir á stafræna heildarútgáfu á verkum sínum

Stefnt er að því að birta allar fjórar LP plötur tónlistarmannsins Einars Vilbergs Hjartarsonar á streymisveitum á netinu innan skamms. Hægt er að styrkja framtakið á Karolinafund.

Einar Vilberg Hjartarson ásamt syni sínum og nafna.
Einar Vilberg Hjartarson ásamt syni sínum og nafna.
Auglýsing

Einar Vil­berg Hjart­ar­son stefnir á staf­ræna heild­ar­út­gáfu á tón­list sinni á öllum helstu streym­isveit­um. Um er að ræða 4 LP plöt­ur; Jónas og Ein­ar, Star­light, Noise og Sing­les. Á Sing­les, nýj­ustu plöt­unni mun áður óút­gefið efni fá að heyr­ast ásamt nýj­ustu lögum Ein­ars. Hægt er að styrkja fram­takið á Karolina­fund.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Þegar ég hóf upp­tökur á nýju efni ásamt syni mínum og alnafna í hljóð­veri hans Hljóð­verk datt okkur í hug hvort það væri ekki upp­lagt að koma áður útgefnu efni mínu í betri hljóm­gæði og gefa það út á allar helstu streym­isveitur ásamt nýju efni sem við höfum verið að taka upp. Und­an­farið höfum við feðgar verið að grúska í gömlum upp­tökum og ákváðum að láta áður óút­gefið efni fylgja með. “

Auglýsing

Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins og þínum tón­list­ar­ferli.

„Þetta er heild­ar­út­gáfa á minni tón­list og rúm­lega það. Þarna verður megnið af mínum katalóg ásamt nýjum lögum og ýmsu gömlu góð­gæti sem hefur ekki heyrst áður opin­ber­lega.

Ég fædd­ist í Reykja­vík og ólst upp í Þing­holt­un­um. Fjórtán ára byrj­aði ég að semja eigin lög. Fyrsta alvöru hljóm­sveitin sem ég var í hét Beatn­icks en hún lék mest þekkt og vin­sæl erlend lög á skóla­böll­um. Ég hélt svo til London með Pétri Krist­jáns­syni söngv­ara og Gunn­ari Jökli trommu­leik­ara árið 1969 á vegum Lauf­út­gáf­unn­ar. Við bók­uðum tíma í Regent Studios og tóku upp fjögur lög eftir mig á átta tím­um. Tvö lag­anna komu út á plötu árið eft­ir; Vit­skert ver­öld og Blómið sem dó sem Pétur söng en hin tvö biðu þess að koma út löngu seinna á safndiski Pét­urs.“

Gypsy Queen

„Á þessum tíma samdi ég einnig lög fyrir aðra lista­menn svo sem Janis Carol og Jónas R. Jóns­son. Sam­vinnan við Jónas varð að sam­starfi og árið 1972 gáfum við út LP plöt­una Gypsy Queen sem var tekin upp í stúd­íói Pét­urs Stein­gríms­sonar að und­an­teknum tveimur lögum sem voru tekin upp í Sví­þjóð. Platan vakti mikla athygli og þótti fram­sæk­in, umslagið var tvö­falt sem var nýlunda á þeim tíma. Platan var líka gefin út á kassettu og mun hún vera fyrsta íslenska hljóm­platan sem kemur út á snældu. Í kjöl­far Gypsy Queen var okkur félögum boðið að taka þátt í Yamaha Song Festi­val tón­list­ar­há­tíð­inni í Tokyo í Japan og gáfu út tveggja laga plötu þar í land­i.“

Star­light

„Næsta stóra skref var gerð plöt­unnar Star­light sem kom út árið 1976. Platan var hljóð­rituð í nýju átta rása stúd­íói, Hljóð­rita í Hafn­ar­firði. Upp­töku­maður var Jónas R. Jóns­son en honum til aðstoðar var Baldur Már Arn­gríms­son. Mér til full­tingis við gerð plöt­unnar voru helstu popptón­list­ar­menn þess tíma eins og Pálmi Gunn­ars­son, Lárus Gríms­son, Þórður Árna­son, Ásgeir Ósk­ars­son og fleiri. Platan fékk góða dóma.“

Noise

„Í kjöl­far útkomu Star­light flutti ég mig um set og sett­ist að í Kaup­manna­höfn þar sem ég vann að sól­ó­ferli. Árið 1981 kom svo LP platan Noise út. Noise var tekin upp í Stúdíó Hlust við Rauða­læk og sá Rafn Sig­ur­björns­son um upp­tök­ur.

Útgáfu­fyr­ir­tækið Toni Permo ýtti plöt­unni úr vör en Tóní þessi Permo mun vera sam­nefn­ari fyrir ákveðna teg­und söngv­ara.“

Sing­les

„Á Sing­les, vænt­an­legri breið­skífu minni mun áður óút­gefið efni fá að heyr­ast ásamt nýj­ustu lögum mínum auk þeirra laga sem komið hafa út á smá­skífum í gegnum tíð­ina.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk