Lokaði sig af löngum stundum inni á baðherbergi með gítarinn

Hinn kunni gítarleikari Flosi Þorgeirsson hefur hafið upptökur á sinni fyrstu sólóplötu og safnar nú fyrir henni á Karolina Fund.

Flosi Þorgeirsson
Flosi Þorgeirsson
Auglýsing

Flosi Þor­geirs­son hefur um langt skeið verið við­loð­andi íslenskt tón­list­ar­líf. Hann er lík­lega þekkt­astur sem gít­ar­leik­ari HAM en hefur ljáð mörgum öðrum verk­efnum krafta sína. Nú hefur hann hafið upp­tökur á sinni fyrstu sóló­plötu.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Fyrir rúmum ára­tug síðan ákvað ég að beina öllum mínum kröftum gegn kvíða- og þung­lynd­is­röskun sem var langt komin með að gjör­eyði­leggja líf mitt. Í gegnum langt ferli sem inni­hélt bæði ein­stak­lings- og hópa­með­ferð, þá fór ég að leita í auknum mæli á náðir tón­list­ar­inn­ar. Ég lok­aði mig af löngum stundum inni á bað­her­bergi (þar er besta „sánd­ið“ í hús­in­u!) með gít­ar­inn og spil­aði lát­laust. Eftir nokkurn tíma fór ég að átta mig á að lög voru að fæð­ast. Það kom mér nokkuð á óvart.

Ég hef aldrei verið mik­ill laga­smiður en þar hefur eflaust óör­yggi og deyfð sem fylgir þung­lynd­inu spilað inn í. Nú hafði sjálfs­ör­yggið batnað til muna og kom­inn ein­hver metn­aður sem var ekki til staðar áður. Tengslin við tón­list­ina voru einnig önn­ur, skýr­ari og meira gef­andi. Ég fékk þá hug­dettu að gera eitt­hvað við þessi lög og sú hug­mynd vildi ekki hverfa. Þvert á móti þá óx hún svo í huga mér að um síðir varð mér bara ljóst að ég yrði að kýla á þetta.“

Auglýsing

Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins

Flosi Þorgeirsson Mynd: Aðsend

„Það er í raun ein­falt. Þetta eru 10 lög eftir mig. Ég sem lög og texta, syng og leik á öll hljóð­færi nema trommur en félagi minn úr HAM, Arnar Geir Ómars­son, bauð sig strax fram í það hlut­verk. Þessi plata er ein­hvers konar óður til allrar þeirrar tón­listar og flytj­enda sem hafa haft áhrif á mig í gegnum tíð­ina. Þarna má finna áhrif jafnt frá Sonic Youth, Hüsker Dü, Din­osaur Jr. en einnig klass­ísku rokki og jafn­vel iðn­að­ar­rokki eins og For­eigner! Þetta verður gít­ar­plata.

Mig langar bara að leggja mitt af mörkum til tón­list­ar­arfs þjóð­ar­innar en einnig er ég ein­fald­lega að gera þetta því ég er gríð­ar­lega sáttur við þessi lög og vill sjálfur fá að heyra þau í góðum gæð­um. Þegar þessu ófremd­ar­á­standi sem veiran hefur skap­að, lýkur loks­ins þá ætla ég auð­vitað að fylgja þessu eftir með spila­mennsku opin­ber­lega. Það er skemmti­leg­ast að spila tón­list „læf“.“

Hér er hægt að sjá söfn­un­ina á Karol­ina Fund.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiFólk