Lokaði sig af löngum stundum inni á baðherbergi með gítarinn

Hinn kunni gítarleikari Flosi Þorgeirsson hefur hafið upptökur á sinni fyrstu sólóplötu og safnar nú fyrir henni á Karolina Fund.

Flosi Þorgeirsson
Flosi Þorgeirsson
Auglýsing

Flosi Þor­geirs­son hefur um langt skeið verið við­loð­andi íslenskt tón­list­ar­líf. Hann er lík­lega þekkt­astur sem gít­ar­leik­ari HAM en hefur ljáð mörgum öðrum verk­efnum krafta sína. Nú hefur hann hafið upp­tökur á sinni fyrstu sóló­plötu.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Fyrir rúmum ára­tug síðan ákvað ég að beina öllum mínum kröftum gegn kvíða- og þung­lynd­is­röskun sem var langt komin með að gjör­eyði­leggja líf mitt. Í gegnum langt ferli sem inni­hélt bæði ein­stak­lings- og hópa­með­ferð, þá fór ég að leita í auknum mæli á náðir tón­list­ar­inn­ar. Ég lok­aði mig af löngum stundum inni á bað­her­bergi (þar er besta „sánd­ið“ í hús­in­u!) með gít­ar­inn og spil­aði lát­laust. Eftir nokkurn tíma fór ég að átta mig á að lög voru að fæð­ast. Það kom mér nokkuð á óvart.

Ég hef aldrei verið mik­ill laga­smiður en þar hefur eflaust óör­yggi og deyfð sem fylgir þung­lynd­inu spilað inn í. Nú hafði sjálfs­ör­yggið batnað til muna og kom­inn ein­hver metn­aður sem var ekki til staðar áður. Tengslin við tón­list­ina voru einnig önn­ur, skýr­ari og meira gef­andi. Ég fékk þá hug­dettu að gera eitt­hvað við þessi lög og sú hug­mynd vildi ekki hverfa. Þvert á móti þá óx hún svo í huga mér að um síðir varð mér bara ljóst að ég yrði að kýla á þetta.“

Auglýsing

Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins

Flosi Þorgeirsson Mynd: Aðsend

„Það er í raun ein­falt. Þetta eru 10 lög eftir mig. Ég sem lög og texta, syng og leik á öll hljóð­færi nema trommur en félagi minn úr HAM, Arnar Geir Ómars­son, bauð sig strax fram í það hlut­verk. Þessi plata er ein­hvers konar óður til allrar þeirrar tón­listar og flytj­enda sem hafa haft áhrif á mig í gegnum tíð­ina. Þarna má finna áhrif jafnt frá Sonic Youth, Hüsker Dü, Din­osaur Jr. en einnig klass­ísku rokki og jafn­vel iðn­að­ar­rokki eins og For­eigner! Þetta verður gít­ar­plata.

Mig langar bara að leggja mitt af mörkum til tón­list­ar­arfs þjóð­ar­innar en einnig er ég ein­fald­lega að gera þetta því ég er gríð­ar­lega sáttur við þessi lög og vill sjálfur fá að heyra þau í góðum gæð­um. Þegar þessu ófremd­ar­á­standi sem veiran hefur skap­að, lýkur loks­ins þá ætla ég auð­vitað að fylgja þessu eftir með spila­mennsku opin­ber­lega. Það er skemmti­leg­ast að spila tón­list „læf“.“

Hér er hægt að sjá söfn­un­ina á Karol­ina Fund.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiFólk