Lokaði sig af löngum stundum inni á baðherbergi með gítarinn

Hinn kunni gítarleikari Flosi Þorgeirsson hefur hafið upptökur á sinni fyrstu sólóplötu og safnar nú fyrir henni á Karolina Fund.

Flosi Þorgeirsson
Flosi Þorgeirsson
Auglýsing

Flosi Þor­geirs­son hefur um langt skeið verið við­loð­andi íslenskt tón­list­ar­líf. Hann er lík­lega þekkt­astur sem gít­ar­leik­ari HAM en hefur ljáð mörgum öðrum verk­efnum krafta sína. Nú hefur hann hafið upp­tökur á sinni fyrstu sóló­plötu.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Fyrir rúmum ára­tug síðan ákvað ég að beina öllum mínum kröftum gegn kvíða- og þung­lynd­is­röskun sem var langt komin með að gjör­eyði­leggja líf mitt. Í gegnum langt ferli sem inni­hélt bæði ein­stak­lings- og hópa­með­ferð, þá fór ég að leita í auknum mæli á náðir tón­list­ar­inn­ar. Ég lok­aði mig af löngum stundum inni á bað­her­bergi (þar er besta „sánd­ið“ í hús­in­u!) með gít­ar­inn og spil­aði lát­laust. Eftir nokkurn tíma fór ég að átta mig á að lög voru að fæð­ast. Það kom mér nokkuð á óvart.

Ég hef aldrei verið mik­ill laga­smiður en þar hefur eflaust óör­yggi og deyfð sem fylgir þung­lynd­inu spilað inn í. Nú hafði sjálfs­ör­yggið batnað til muna og kom­inn ein­hver metn­aður sem var ekki til staðar áður. Tengslin við tón­list­ina voru einnig önn­ur, skýr­ari og meira gef­andi. Ég fékk þá hug­dettu að gera eitt­hvað við þessi lög og sú hug­mynd vildi ekki hverfa. Þvert á móti þá óx hún svo í huga mér að um síðir varð mér bara ljóst að ég yrði að kýla á þetta.“

Auglýsing

Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins

Flosi Þorgeirsson Mynd: Aðsend

„Það er í raun ein­falt. Þetta eru 10 lög eftir mig. Ég sem lög og texta, syng og leik á öll hljóð­færi nema trommur en félagi minn úr HAM, Arnar Geir Ómars­son, bauð sig strax fram í það hlut­verk. Þessi plata er ein­hvers konar óður til allrar þeirrar tón­listar og flytj­enda sem hafa haft áhrif á mig í gegnum tíð­ina. Þarna má finna áhrif jafnt frá Sonic Youth, Hüsker Dü, Din­osaur Jr. en einnig klass­ísku rokki og jafn­vel iðn­að­ar­rokki eins og For­eigner! Þetta verður gít­ar­plata.

Mig langar bara að leggja mitt af mörkum til tón­list­ar­arfs þjóð­ar­innar en einnig er ég ein­fald­lega að gera þetta því ég er gríð­ar­lega sáttur við þessi lög og vill sjálfur fá að heyra þau í góðum gæð­um. Þegar þessu ófremd­ar­á­standi sem veiran hefur skap­að, lýkur loks­ins þá ætla ég auð­vitað að fylgja þessu eftir með spila­mennsku opin­ber­lega. Það er skemmti­leg­ast að spila tón­list „læf“.“

Hér er hægt að sjá söfn­un­ina á Karol­ina Fund.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trausti Baldursson
Og hvað svo?
Kjarninn 28. september 2021
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk