„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“

Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.

Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
Auglýsing

Edda Falak er 29 ára íþrótta­kona, sem heldur uppi hlað­varp­inu Eigin kon­ur. Hún hefur varið miklum tíma síð­ast­liðin ár í að vald­efla konur í gegnum Instagram og hlað­varpið sitt. Edda hefur fengið 40 íslenskar konur til þess að taka þátt í verk­efn­inu með sér.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Hug­myndin af bók­inni fékk ég út frá umræðu sem ég setti af stað á Instagram. Þar deildi ég skoðun minni á af hverju konur gætu ekki birt af sér kyn­þokka­fulla mynd án þess að vera kall­aðar athygl­is­sjúkar drusl­ur. Yfir fimm hund­ruð manns birtu myndir af sér fáklæddum á Instagram eftir að ég steig fram með þessa umræðu og sýnir það hversu mikil þörf er á þess­ari umræð­u.“

Auglýsing

Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins

Skjáskot/Instagram

„Bókin mun inni­halda 40 myndir af íslenskum konum ásamt fræðslu­efni um lík­ams­í­mynd kvenna. Kon­urnar verða ljós­mynd­aðar á nær­föt­unum og eru kon­urnar af öllum stærðum og gerð­um. Þær eru meðal ann­ars með stóma poka, ólétt­ar, hafa misst útlim, nýbúnar að eign­ast börn, grann­vaxn­ar, konur í góðum holdum og sterk­byggðar kon­ur.

Mark­mið bók­ar­innar er að sýna að kyn­þokki er alla­vega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann eða hrein­lega við það að vera kyn­þokka­full­ar, það gerir okkur ekk­ert minna klárar eða minna sterk­ar. Sjálf er ég með masters­gráðu í fjár­málum og vil ég að kon­urnar í bók­inni sýni það að þú getur verið frama­kona og samt birt kyn­þokka­fulla mynd af þér. Fjöldi þeirra sem tóku þátt í þess­ari umræðu með mér á Instagram sýnir fram á gíf­ur­lega þörf fyrir fræðslu á þessu mál­efni.

Notkun inter­nets­ins fer sífellt vax­andi meðal ung­menna og pressan á útliti virð­ist vera mik­il. Sam­fé­lags­miðlar og fjöl­miðlar stuðla oft að óheil­brigðri lík­ams­í­mynd með því meðal ann­ars að sýna að lang­mestu leyti konur sem eru grennri heldur en eðli­legt þykir og sýna ein­stak­linga í yfir­vigt í nei­kvæðu ljósi jafn­vel þannig að þeir virð­ast mis­heppn­aðir og eigi til að mynda erfitt með róm­an­tísk sam­skipti. Ég vil að þessi bók fræði meðal ann­ars ung­menni og varpi ljósi á hvað sé eðli­legt og að allt sé fal­legt. Þar sem feg­urð­ar­stað­all­inn virð­ist sífellt verða óljós­ari og lúm­skari, fara konur ómeð­vitað að miða sig við þessa óraun­hæfu staðla. Bókin á að sýna að engin er með eins lík­ama og það skiptir máli að læra að elska hann í því formi sem hann er.“

Hægt er að styðja verk­efnið hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Guðbjörg Matthíasdóttir, er stærsti einstaki eigandi Þórsmerkur og Árvakurs ásamt börnum sínum. Hún settist í stjórn félaganna fyrir skemmstu.
Prentsmiðjan og skuldir Árvakurs við hana færðar úr útgáfufélagi Morgunblaðsins
Í lok september var ákveðið að færa prentsmiðjuna Landsprent út úr Árvakri og til móðurfélagsins Þórsmerkur. Með fylgdu skuldir Árvakurs við tengdan aðila, Landsprent, upp á 721 milljón króna. Hlutafé í móðurfélaginu var aukið um 400 milljónir króna.
Kjarninn 9. desember 2022
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómetri á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
Kjarninn 8. desember 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.
Kjarninn 8. desember 2022
Meira úr sama flokkiFólk