„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“

Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.

Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
Auglýsing

Edda Falak er 29 ára íþrótta­kona, sem heldur uppi hlað­varp­inu Eigin kon­ur. Hún hefur varið miklum tíma síð­ast­liðin ár í að vald­efla konur í gegnum Instagram og hlað­varpið sitt. Edda hefur fengið 40 íslenskar konur til þess að taka þátt í verk­efn­inu með sér.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Hug­myndin af bók­inni fékk ég út frá umræðu sem ég setti af stað á Instagram. Þar deildi ég skoðun minni á af hverju konur gætu ekki birt af sér kyn­þokka­fulla mynd án þess að vera kall­aðar athygl­is­sjúkar drusl­ur. Yfir fimm hund­ruð manns birtu myndir af sér fáklæddum á Instagram eftir að ég steig fram með þessa umræðu og sýnir það hversu mikil þörf er á þess­ari umræð­u.“

Auglýsing

Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins

Skjáskot/Instagram

„Bókin mun inni­halda 40 myndir af íslenskum konum ásamt fræðslu­efni um lík­ams­í­mynd kvenna. Kon­urnar verða ljós­mynd­aðar á nær­föt­unum og eru kon­urnar af öllum stærðum og gerð­um. Þær eru meðal ann­ars með stóma poka, ólétt­ar, hafa misst útlim, nýbúnar að eign­ast börn, grann­vaxn­ar, konur í góðum holdum og sterk­byggðar kon­ur.

Mark­mið bók­ar­innar er að sýna að kyn­þokki er alla­vega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann eða hrein­lega við það að vera kyn­þokka­full­ar, það gerir okkur ekk­ert minna klárar eða minna sterk­ar. Sjálf er ég með masters­gráðu í fjár­málum og vil ég að kon­urnar í bók­inni sýni það að þú getur verið frama­kona og samt birt kyn­þokka­fulla mynd af þér. Fjöldi þeirra sem tóku þátt í þess­ari umræðu með mér á Instagram sýnir fram á gíf­ur­lega þörf fyrir fræðslu á þessu mál­efni.

Notkun inter­nets­ins fer sífellt vax­andi meðal ung­menna og pressan á útliti virð­ist vera mik­il. Sam­fé­lags­miðlar og fjöl­miðlar stuðla oft að óheil­brigðri lík­ams­í­mynd með því meðal ann­ars að sýna að lang­mestu leyti konur sem eru grennri heldur en eðli­legt þykir og sýna ein­stak­linga í yfir­vigt í nei­kvæðu ljósi jafn­vel þannig að þeir virð­ast mis­heppn­aðir og eigi til að mynda erfitt með róm­an­tísk sam­skipti. Ég vil að þessi bók fræði meðal ann­ars ung­menni og varpi ljósi á hvað sé eðli­legt og að allt sé fal­legt. Þar sem feg­urð­ar­stað­all­inn virð­ist sífellt verða óljós­ari og lúm­skari, fara konur ómeð­vitað að miða sig við þessa óraun­hæfu staðla. Bókin á að sýna að engin er með eins lík­ama og það skiptir máli að læra að elska hann í því formi sem hann er.“

Hægt er að styðja verk­efnið hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trausti Baldursson
Og hvað svo?
Kjarninn 28. september 2021
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk