„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“

Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.

Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
Auglýsing

Edda Falak er 29 ára íþrótta­kona, sem heldur uppi hlað­varp­inu Eigin kon­ur. Hún hefur varið miklum tíma síð­ast­liðin ár í að vald­efla konur í gegnum Instagram og hlað­varpið sitt. Edda hefur fengið 40 íslenskar konur til þess að taka þátt í verk­efn­inu með sér.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Hug­myndin af bók­inni fékk ég út frá umræðu sem ég setti af stað á Instagram. Þar deildi ég skoðun minni á af hverju konur gætu ekki birt af sér kyn­þokka­fulla mynd án þess að vera kall­aðar athygl­is­sjúkar drusl­ur. Yfir fimm hund­ruð manns birtu myndir af sér fáklæddum á Instagram eftir að ég steig fram með þessa umræðu og sýnir það hversu mikil þörf er á þess­ari umræð­u.“

Auglýsing

Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins

Skjáskot/Instagram

„Bókin mun inni­halda 40 myndir af íslenskum konum ásamt fræðslu­efni um lík­ams­í­mynd kvenna. Kon­urnar verða ljós­mynd­aðar á nær­föt­unum og eru kon­urnar af öllum stærðum og gerð­um. Þær eru meðal ann­ars með stóma poka, ólétt­ar, hafa misst útlim, nýbúnar að eign­ast börn, grann­vaxn­ar, konur í góðum holdum og sterk­byggðar kon­ur.

Mark­mið bók­ar­innar er að sýna að kyn­þokki er alla­vega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann eða hrein­lega við það að vera kyn­þokka­full­ar, það gerir okkur ekk­ert minna klárar eða minna sterk­ar. Sjálf er ég með masters­gráðu í fjár­málum og vil ég að kon­urnar í bók­inni sýni það að þú getur verið frama­kona og samt birt kyn­þokka­fulla mynd af þér. Fjöldi þeirra sem tóku þátt í þess­ari umræðu með mér á Instagram sýnir fram á gíf­ur­lega þörf fyrir fræðslu á þessu mál­efni.

Notkun inter­nets­ins fer sífellt vax­andi meðal ung­menna og pressan á útliti virð­ist vera mik­il. Sam­fé­lags­miðlar og fjöl­miðlar stuðla oft að óheil­brigðri lík­ams­í­mynd með því meðal ann­ars að sýna að lang­mestu leyti konur sem eru grennri heldur en eðli­legt þykir og sýna ein­stak­linga í yfir­vigt í nei­kvæðu ljósi jafn­vel þannig að þeir virð­ast mis­heppn­aðir og eigi til að mynda erfitt með róm­an­tísk sam­skipti. Ég vil að þessi bók fræði meðal ann­ars ung­menni og varpi ljósi á hvað sé eðli­legt og að allt sé fal­legt. Þar sem feg­urð­ar­stað­all­inn virð­ist sífellt verða óljós­ari og lúm­skari, fara konur ómeð­vitað að miða sig við þessa óraun­hæfu staðla. Bókin á að sýna að engin er með eins lík­ama og það skiptir máli að læra að elska hann í því formi sem hann er.“

Hægt er að styðja verk­efnið hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiFólk