„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“

Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.

Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
Auglýsing

Edda Falak er 29 ára íþrótta­kona, sem heldur uppi hlað­varp­inu Eigin kon­ur. Hún hefur varið miklum tíma síð­ast­liðin ár í að vald­efla konur í gegnum Instagram og hlað­varpið sitt. Edda hefur fengið 40 íslenskar konur til þess að taka þátt í verk­efn­inu með sér.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Hug­myndin af bók­inni fékk ég út frá umræðu sem ég setti af stað á Instagram. Þar deildi ég skoðun minni á af hverju konur gætu ekki birt af sér kyn­þokka­fulla mynd án þess að vera kall­aðar athygl­is­sjúkar drusl­ur. Yfir fimm hund­ruð manns birtu myndir af sér fáklæddum á Instagram eftir að ég steig fram með þessa umræðu og sýnir það hversu mikil þörf er á þess­ari umræð­u.“

Auglýsing

Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins

Skjáskot/Instagram

„Bókin mun inni­halda 40 myndir af íslenskum konum ásamt fræðslu­efni um lík­ams­í­mynd kvenna. Kon­urnar verða ljós­mynd­aðar á nær­föt­unum og eru kon­urnar af öllum stærðum og gerð­um. Þær eru meðal ann­ars með stóma poka, ólétt­ar, hafa misst útlim, nýbúnar að eign­ast börn, grann­vaxn­ar, konur í góðum holdum og sterk­byggðar kon­ur.

Mark­mið bók­ar­innar er að sýna að kyn­þokki er alla­vega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann eða hrein­lega við það að vera kyn­þokka­full­ar, það gerir okkur ekk­ert minna klárar eða minna sterk­ar. Sjálf er ég með masters­gráðu í fjár­málum og vil ég að kon­urnar í bók­inni sýni það að þú getur verið frama­kona og samt birt kyn­þokka­fulla mynd af þér. Fjöldi þeirra sem tóku þátt í þess­ari umræðu með mér á Instagram sýnir fram á gíf­ur­lega þörf fyrir fræðslu á þessu mál­efni.

Notkun inter­nets­ins fer sífellt vax­andi meðal ung­menna og pressan á útliti virð­ist vera mik­il. Sam­fé­lags­miðlar og fjöl­miðlar stuðla oft að óheil­brigðri lík­ams­í­mynd með því meðal ann­ars að sýna að lang­mestu leyti konur sem eru grennri heldur en eðli­legt þykir og sýna ein­stak­linga í yfir­vigt í nei­kvæðu ljósi jafn­vel þannig að þeir virð­ast mis­heppn­aðir og eigi til að mynda erfitt með róm­an­tísk sam­skipti. Ég vil að þessi bók fræði meðal ann­ars ung­menni og varpi ljósi á hvað sé eðli­legt og að allt sé fal­legt. Þar sem feg­urð­ar­stað­all­inn virð­ist sífellt verða óljós­ari og lúm­skari, fara konur ómeð­vitað að miða sig við þessa óraun­hæfu staðla. Bókin á að sýna að engin er með eins lík­ama og það skiptir máli að læra að elska hann í því formi sem hann er.“

Hægt er að styðja verk­efnið hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiFólk