Lögin sem glötuðust – Sönglagakeppni SKT 1953

Árið 1953 sendi Eggert Thorberg Kjartansson fimm lög í danslagakeppni SKT, sem skemmtiklúbbur templara stóð fyrir. Lögin vor útsett fyrir keppnina, en svo illa vildi til að nóturnar glötuðust. Nú, tæpum 70 árum síðar, hafa þau verið útsett og tekin upp.

Eggert Thorberg Kjartansson Mynd úr einkasafni
Auglýsing

Árið 1953 sendi Eggert Thorberg Kjartansson fimm lög í danslagakeppni SKT, sem skemmtiklúbbur templara stóð fyrir. Lögin vor útsett fyrir keppnina, en svo illa vildi til að nóturnar glötuðust. Nú, tæpum 70 árum síðar, hafa þau verið útsett og nýr texti saminn við þrjú þeirra. Lögin voru tekin upp í Stúdíó Sýrlandi og Hljóðrita. Hægt er að nálgast eintak á vefsíðu Karolinafund.

„Pabbi, Eggert Thorberg, sendi fimm lög í danslagakeppni SKT árið 1953,“ segir Lilja Eggertsdóttir. „Kröfurnar voru að höfundar þyrftu að senda inn fimm lög í formi dansa; tangó, rúmbu, sömbu og vals. Pabbi fékk aðstoð við útsetningarnar á sínum tíma, en nóturnar að lögunum glötuðust. Kjartan bróðir minn sem er einnig tónlistarmaður, skrifaði upp lagið „Í kvöld“ eftir söng pabba, en það er eina lagið sem pabbi samdi texta við.“

Hún segir að tæpum sjötíu árum síðar hafi hann sungið önnur þrjú lög fyrir hana og hún skrifað upp nóturnar að þeim. Fimmta lagið sem faðir hennar sendi inn í keppnina er gleymt. „Ég útsetti einnig lögin og annar bróðir okkar, Snorri Pétur, samdi texta við þrjú laganna. Textann við lagið „Í kvöld“ orti pabbi til mömmu, Hólmfríðar Gísladóttur, um miðja síðustu öld, í tilhugalífi þeirra. Þau héldu upp á 67 ára brúðkaupsafmæli nú í mars.“

Auglýsing

Lilja segir foreldra sína hafa hist fyrir vestan, en Fríða, eins og móðir hennar er kölluð, stundaði nám við Húsmæðraskólann á Staðarfelli.“ Í þá daga var mikil hefð að dansa samkvæmisdansa á böllum enda er lagið „Í kvöld“ tangó en það má einnig spila sem rúmbu. Allir textarnir eru litaðir af umhverfinu vestur á Breiðafirði, meðal annars Fremri-Langey, þar sem pabbi er fæddur og uppalinn en einnig stemmingunni á sveitaböllunum á þeim tíma, sérstaklega í samkomuhúsinu á Staðarfelli, þar sem piltarnir í sveitinni biðu í ofvæni eftir að bjóða stúlkunum í húsmæðraskólunum upp í dans.”

Hjónin eiga fimm börn; Kjartan, Eggert, Gísla Karel, Snorra Pétur og Lilju. Mikill áhugi var fyrir tónlist á heimilinu. Móðirin söng mikið og faðirinn spilaði á gítar og var m.a. í kór múrara. „Þau höfðu metnað fyrir að senda okkur öll í bæði dans og tónlistarnám en tvö okkar vinnum við tónlist í dag.”

Söngtríóið Skel var stofnað haustið 2018 af þremur söngkonum. Þeim Særúnu Rúnudóttur, Lilju Eggertsdóttir og Kristínu Sigurðardóttur. Tríóið hefur reglulega komið fram m.a. í tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni en þar fara fram hádegistónleikar, oft á fimmtudögum. Lilja er jafnframt listrænn stjórnandi þeirra raðar. Með tríóinu spila Gunnar Gunnarsson á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Bandið flytur tónlist úr öllum áttum, bæði íslenska og erlenda en hefur aðallega haldið sig við tónlist sem var vinsæl á stríðsárunum og eftir það.

„Pabbi, sem verður níræður á þessu ári, á sér þá ósk heitasta að lögin hans fái loksins að heyrast, til dæmis hjá Svanhildi Jakobsdóttur í Óskastundinni á Rás 1,“ segir Lilja. „Þess vegna var ákveðið að drífa í að klára að útsetja, taka upp og gefa út lögin. Allir flytjendur tóku vel í þá hugmynd og er allri vinnslu lokið og því aðeins eftir að koma tónlistinni út. Upptökustjóri var Hafþór Karlsson og Þóra Dögg Jónsdóttir hannaði plötuumslag. Við vildum athuga hvort fleiri hefðu áhuga á að hlýða á tónlistina og höfum við fengið mjög góðar undirtektir.“

Hægt er að næla sér í eintak með því að fara inn á vefsíðu Karolinafund

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk