Lögin sem glötuðust – Sönglagakeppni SKT 1953

Árið 1953 sendi Eggert Thorberg Kjartansson fimm lög í danslagakeppni SKT, sem skemmtiklúbbur templara stóð fyrir. Lögin vor útsett fyrir keppnina, en svo illa vildi til að nóturnar glötuðust. Nú, tæpum 70 árum síðar, hafa þau verið útsett og tekin upp.

Eggert Thorberg Kjartansson Mynd úr einkasafni
Auglýsing

Árið 1953 sendi Egg­ert Thor­berg Kjart­ans­son fimm lög í danslaga­keppni SKT, sem skemmti­klúbbur templ­ara stóð fyr­ir. Lögin vor útsett fyrir keppn­ina, en svo illa vildi til að nót­urnar glöt­uð­ust. Nú, tæpum 70 árum síð­ar, hafa þau verið útsett og nýr texti sam­inn við þrjú þeirra. Lögin voru tekin upp í Stúdíó Sýr­landi og Hljóð­rita. Hægt er að nálg­ast ein­tak á vef­síðu Karolina­fund.

„Pabbi, Egg­ert Thor­berg, sendi fimm lög í danslaga­keppni SKT árið 1953,“ segir Lilja Egg­erts­dótt­ir. „Kröf­urnar voru að höf­undar þyrftu að senda inn fimm lög í formi dansa; tangó, rúmbu, sömbu og vals. Pabbi fékk aðstoð við útsetn­ing­arnar á sínum tíma, en nót­urnar að lög­unum glöt­uð­ust. Kjartan bróðir minn sem er einnig tón­list­ar­mað­ur, skrif­aði upp lagið „Í kvöld“ eftir söng pabba, en það er eina lagið sem pabbi samdi texta við.“

Hún segir að tæpum sjö­tíu árum síðar hafi hann sungið önnur þrjú lög fyrir hana og hún skrifað upp nót­urnar að þeim. Fimmta lagið sem faðir hennar sendi inn í keppn­ina er gleymt. „Ég útsetti einnig lögin og annar bróðir okk­ar, Snorri Pét­ur, samdi texta við þrjú lag­anna. Text­ann við lagið „Í kvöld“ orti pabbi til mömmu, Hólm­fríðar Gísla­dótt­ur, um miðja síð­ustu öld, í til­huga­lífi þeirra. Þau héldu upp á 67 ára brúð­kaups­af­mæli nú í mar­s.“

Auglýsing

Lilja segir for­eldra sína hafa hist fyrir vest­an, en Fríða, eins og móðir hennar er köll­uð, stund­aði nám við Hús­mæðra­skól­ann á Stað­ar­felli.“ Í þá daga var mikil hefð að dansa sam­kvæm­is­dansa á böllum enda er lagið „Í kvöld“ tangó en það má einnig spila sem rúmbu. Allir text­arnir eru lit­aðir af umhverf­inu vestur á Breiða­firði, meðal ann­ars Fremri-Lang­ey, þar sem pabbi er fæddur og upp­al­inn en einnig stemm­ing­unni á sveita­böll­unum á þeim tíma, sér­stak­lega í sam­komu­hús­inu á Stað­ar­felli, þar sem pilt­arnir í sveit­inni biðu í ofvæni eftir að bjóða stúlk­unum í hús­mæðra­skól­unum upp í dans.”

Hjónin eiga fimm börn; Kjart­an, Egg­ert, Gísla Kar­el, Snorra Pétur og Lilju. Mik­ill áhugi var fyrir tón­list á heim­il­inu. Móð­irin söng mikið og fað­ir­inn spil­aði á gítar og var m.a. í kór múr­ara. „Þau höfðu metnað fyrir að senda okkur öll í bæði dans og tón­list­ar­nám en tvö okkar vinnum við tón­list í dag.”

Söng­tríóið Skel var stofnað haustið 2018 af þremur söng­kon­um. Þeim Særúnu Rúnu­dótt­ur, Lilju Egg­erts­dóttir og Krist­ínu Sig­urð­ar­dótt­ur. Tríóið hefur reglu­lega komið fram m.a. í tón­leika­röð­inni Á ljúfum nótum í Frí­kirkj­unni en þar fara fram hádeg­is­tón­leik­ar, oft á fimmtu­dög­um. Lilja er jafn­framt list­rænn stjórn­andi þeirra rað­ar. Með tríó­inu spila Gunnar Gunn­ars­son á píanó, Þor­grímur Jóns­son á kontra­bassa og Erik Qvick á tromm­ur. Bandið flytur tón­list úr öllum átt­um, bæði íslenska og erlenda en hefur aðal­lega haldið sig við tón­list sem var vin­sæl á stríðs­ár­unum og eftir það.

„Pabbi, sem verður níræður á þessu ári, á sér þá ósk heitasta að lögin hans fái loks­ins að heyrast, til dæmis hjá Svan­hildi Jak­obs­dóttur í Óska­stund­inni á Rás 1,“ segir Lilja. „Þess vegna var ákveðið að drífa í að klára að útsetja, taka upp og gefa út lög­in. Allir flytj­endur tóku vel í þá hug­mynd og er allri vinnslu lokið og því aðeins eftir að koma tón­list­inni út. Upp­töku­stjóri var Haf­þór Karls­son og Þóra Dögg Jóns­dóttir hann­aði plötu­umslag. Við vildum athuga hvort fleiri hefðu áhuga á að hlýða á tón­list­ina og höfum við fengið mjög góðar und­ir­tekt­ir.“

Hægt er að næla sér í ein­tak með því að fara inn á vef­síðu Karolina­fund

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan
Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiFólk