Lögin sem glötuðust – Sönglagakeppni SKT 1953

Árið 1953 sendi Eggert Thorberg Kjartansson fimm lög í danslagakeppni SKT, sem skemmtiklúbbur templara stóð fyrir. Lögin vor útsett fyrir keppnina, en svo illa vildi til að nóturnar glötuðust. Nú, tæpum 70 árum síðar, hafa þau verið útsett og tekin upp.

Eggert Thorberg Kjartansson Mynd úr einkasafni
Auglýsing

Árið 1953 sendi Egg­ert Thor­berg Kjart­ans­son fimm lög í danslaga­keppni SKT, sem skemmti­klúbbur templ­ara stóð fyr­ir. Lögin vor útsett fyrir keppn­ina, en svo illa vildi til að nót­urnar glöt­uð­ust. Nú, tæpum 70 árum síð­ar, hafa þau verið útsett og nýr texti sam­inn við þrjú þeirra. Lögin voru tekin upp í Stúdíó Sýr­landi og Hljóð­rita. Hægt er að nálg­ast ein­tak á vef­síðu Karolina­fund.

„Pabbi, Egg­ert Thor­berg, sendi fimm lög í danslaga­keppni SKT árið 1953,“ segir Lilja Egg­erts­dótt­ir. „Kröf­urnar voru að höf­undar þyrftu að senda inn fimm lög í formi dansa; tangó, rúmbu, sömbu og vals. Pabbi fékk aðstoð við útsetn­ing­arnar á sínum tíma, en nót­urnar að lög­unum glöt­uð­ust. Kjartan bróðir minn sem er einnig tón­list­ar­mað­ur, skrif­aði upp lagið „Í kvöld“ eftir söng pabba, en það er eina lagið sem pabbi samdi texta við.“

Hún segir að tæpum sjö­tíu árum síðar hafi hann sungið önnur þrjú lög fyrir hana og hún skrifað upp nót­urnar að þeim. Fimmta lagið sem faðir hennar sendi inn í keppn­ina er gleymt. „Ég útsetti einnig lögin og annar bróðir okk­ar, Snorri Pét­ur, samdi texta við þrjú lag­anna. Text­ann við lagið „Í kvöld“ orti pabbi til mömmu, Hólm­fríðar Gísla­dótt­ur, um miðja síð­ustu öld, í til­huga­lífi þeirra. Þau héldu upp á 67 ára brúð­kaups­af­mæli nú í mar­s.“

Auglýsing

Lilja segir for­eldra sína hafa hist fyrir vest­an, en Fríða, eins og móðir hennar er köll­uð, stund­aði nám við Hús­mæðra­skól­ann á Stað­ar­felli.“ Í þá daga var mikil hefð að dansa sam­kvæm­is­dansa á böllum enda er lagið „Í kvöld“ tangó en það má einnig spila sem rúmbu. Allir text­arnir eru lit­aðir af umhverf­inu vestur á Breiða­firði, meðal ann­ars Fremri-Lang­ey, þar sem pabbi er fæddur og upp­al­inn en einnig stemm­ing­unni á sveita­böll­unum á þeim tíma, sér­stak­lega í sam­komu­hús­inu á Stað­ar­felli, þar sem pilt­arnir í sveit­inni biðu í ofvæni eftir að bjóða stúlk­unum í hús­mæðra­skól­unum upp í dans.”

Hjónin eiga fimm börn; Kjart­an, Egg­ert, Gísla Kar­el, Snorra Pétur og Lilju. Mik­ill áhugi var fyrir tón­list á heim­il­inu. Móð­irin söng mikið og fað­ir­inn spil­aði á gítar og var m.a. í kór múr­ara. „Þau höfðu metnað fyrir að senda okkur öll í bæði dans og tón­list­ar­nám en tvö okkar vinnum við tón­list í dag.”

Söng­tríóið Skel var stofnað haustið 2018 af þremur söng­kon­um. Þeim Særúnu Rúnu­dótt­ur, Lilju Egg­erts­dóttir og Krist­ínu Sig­urð­ar­dótt­ur. Tríóið hefur reglu­lega komið fram m.a. í tón­leika­röð­inni Á ljúfum nótum í Frí­kirkj­unni en þar fara fram hádeg­is­tón­leik­ar, oft á fimmtu­dög­um. Lilja er jafn­framt list­rænn stjórn­andi þeirra rað­ar. Með tríó­inu spila Gunnar Gunn­ars­son á píanó, Þor­grímur Jóns­son á kontra­bassa og Erik Qvick á tromm­ur. Bandið flytur tón­list úr öllum átt­um, bæði íslenska og erlenda en hefur aðal­lega haldið sig við tón­list sem var vin­sæl á stríðs­ár­unum og eftir það.

„Pabbi, sem verður níræður á þessu ári, á sér þá ósk heitasta að lögin hans fái loks­ins að heyrast, til dæmis hjá Svan­hildi Jak­obs­dóttur í Óska­stund­inni á Rás 1,“ segir Lilja. „Þess vegna var ákveðið að drífa í að klára að útsetja, taka upp og gefa út lög­in. Allir flytj­endur tóku vel í þá hug­mynd og er allri vinnslu lokið og því aðeins eftir að koma tón­list­inni út. Upp­töku­stjóri var Haf­þór Karls­son og Þóra Dögg Jóns­dóttir hann­aði plötu­umslag. Við vildum athuga hvort fleiri hefðu áhuga á að hlýða á tón­list­ina og höfum við fengið mjög góðar und­ir­tekt­ir.“

Hægt er að næla sér í ein­tak með því að fara inn á vef­síðu Karolina­fund

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiFólk