Lögin sem glötuðust – Sönglagakeppni SKT 1953

Árið 1953 sendi Eggert Thorberg Kjartansson fimm lög í danslagakeppni SKT, sem skemmtiklúbbur templara stóð fyrir. Lögin vor útsett fyrir keppnina, en svo illa vildi til að nóturnar glötuðust. Nú, tæpum 70 árum síðar, hafa þau verið útsett og tekin upp.

Eggert Thorberg Kjartansson Mynd úr einkasafni
Auglýsing

Árið 1953 sendi Egg­ert Thor­berg Kjart­ans­son fimm lög í danslaga­keppni SKT, sem skemmti­klúbbur templ­ara stóð fyr­ir. Lögin vor útsett fyrir keppn­ina, en svo illa vildi til að nót­urnar glöt­uð­ust. Nú, tæpum 70 árum síð­ar, hafa þau verið útsett og nýr texti sam­inn við þrjú þeirra. Lögin voru tekin upp í Stúdíó Sýr­landi og Hljóð­rita. Hægt er að nálg­ast ein­tak á vef­síðu Karolina­fund.

„Pabbi, Egg­ert Thor­berg, sendi fimm lög í danslaga­keppni SKT árið 1953,“ segir Lilja Egg­erts­dótt­ir. „Kröf­urnar voru að höf­undar þyrftu að senda inn fimm lög í formi dansa; tangó, rúmbu, sömbu og vals. Pabbi fékk aðstoð við útsetn­ing­arnar á sínum tíma, en nót­urnar að lög­unum glöt­uð­ust. Kjartan bróðir minn sem er einnig tón­list­ar­mað­ur, skrif­aði upp lagið „Í kvöld“ eftir söng pabba, en það er eina lagið sem pabbi samdi texta við.“

Hún segir að tæpum sjö­tíu árum síðar hafi hann sungið önnur þrjú lög fyrir hana og hún skrifað upp nót­urnar að þeim. Fimmta lagið sem faðir hennar sendi inn í keppn­ina er gleymt. „Ég útsetti einnig lögin og annar bróðir okk­ar, Snorri Pét­ur, samdi texta við þrjú lag­anna. Text­ann við lagið „Í kvöld“ orti pabbi til mömmu, Hólm­fríðar Gísla­dótt­ur, um miðja síð­ustu öld, í til­huga­lífi þeirra. Þau héldu upp á 67 ára brúð­kaups­af­mæli nú í mar­s.“

Auglýsing

Lilja segir for­eldra sína hafa hist fyrir vest­an, en Fríða, eins og móðir hennar er köll­uð, stund­aði nám við Hús­mæðra­skól­ann á Stað­ar­felli.“ Í þá daga var mikil hefð að dansa sam­kvæm­is­dansa á böllum enda er lagið „Í kvöld“ tangó en það má einnig spila sem rúmbu. Allir text­arnir eru lit­aðir af umhverf­inu vestur á Breiða­firði, meðal ann­ars Fremri-Lang­ey, þar sem pabbi er fæddur og upp­al­inn en einnig stemm­ing­unni á sveita­böll­unum á þeim tíma, sér­stak­lega í sam­komu­hús­inu á Stað­ar­felli, þar sem pilt­arnir í sveit­inni biðu í ofvæni eftir að bjóða stúlk­unum í hús­mæðra­skól­unum upp í dans.”

Hjónin eiga fimm börn; Kjart­an, Egg­ert, Gísla Kar­el, Snorra Pétur og Lilju. Mik­ill áhugi var fyrir tón­list á heim­il­inu. Móð­irin söng mikið og fað­ir­inn spil­aði á gítar og var m.a. í kór múr­ara. „Þau höfðu metnað fyrir að senda okkur öll í bæði dans og tón­list­ar­nám en tvö okkar vinnum við tón­list í dag.”

Söng­tríóið Skel var stofnað haustið 2018 af þremur söng­kon­um. Þeim Særúnu Rúnu­dótt­ur, Lilju Egg­erts­dóttir og Krist­ínu Sig­urð­ar­dótt­ur. Tríóið hefur reglu­lega komið fram m.a. í tón­leika­röð­inni Á ljúfum nótum í Frí­kirkj­unni en þar fara fram hádeg­is­tón­leik­ar, oft á fimmtu­dög­um. Lilja er jafn­framt list­rænn stjórn­andi þeirra rað­ar. Með tríó­inu spila Gunnar Gunn­ars­son á píanó, Þor­grímur Jóns­son á kontra­bassa og Erik Qvick á tromm­ur. Bandið flytur tón­list úr öllum átt­um, bæði íslenska og erlenda en hefur aðal­lega haldið sig við tón­list sem var vin­sæl á stríðs­ár­unum og eftir það.

„Pabbi, sem verður níræður á þessu ári, á sér þá ósk heitasta að lögin hans fái loks­ins að heyrast, til dæmis hjá Svan­hildi Jak­obs­dóttur í Óska­stund­inni á Rás 1,“ segir Lilja. „Þess vegna var ákveðið að drífa í að klára að útsetja, taka upp og gefa út lög­in. Allir flytj­endur tóku vel í þá hug­mynd og er allri vinnslu lokið og því aðeins eftir að koma tón­list­inni út. Upp­töku­stjóri var Haf­þór Karls­son og Þóra Dögg Jóns­dóttir hann­aði plötu­umslag. Við vildum athuga hvort fleiri hefðu áhuga á að hlýða á tón­list­ina og höfum við fengið mjög góðar und­ir­tekt­ir.“

Hægt er að næla sér í ein­tak með því að fara inn á vef­síðu Karolina­fund

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiFólk