Söngkona sem stendur á sextugu segir aldrei of seint að láta drauma sína rætast

Ljóðlínur kveiktu laglínur hjá Kristjönu Arngrímsdóttur. Hún safnar fyrir útgáfu plötu á Karolina Fund.

Kristjana Arngríms - Karolina Fund.jpg
Auglýsing

Söng­konan Krist­jana Arn­gríms­dóttir er um þessar stundir að vinna að sinni fimmtu plötu. Að þessu sinni stígur hún fram sem laga­smiður og er þetta fyrsta frum­samda plata henn­ar. Lögin eru samin við ljóð ýmissa skálda sem eru að mestu leyti kon­ur. Platan er unnin í sam­starfi við tón­list­ar­mann­inn Örn Eld­járn, sem er jafn­framt sonur Krist­jönu. Hann sér um útsetn­ing­ar, hljóð­færa­leik, hljóð­færa­skipan og upp­tök­ur.

Krist­jana segir að hug­myndin að verk­efn­inu hafi sprottið upp úr unun hennar af því að lesa ljóð. „Oft kvikn­uðu lag­línur út frá þeim. Ég fór að taka þessar lag­línur saman og sá þá að ég var komin með ágætis safn laga. Ég söng lögin fyrir son minn, Örn Eld­járn og hann fór að flétta hljóma­vef í kringum þau. Úr varð að við fluttum þessi lög á tón­leika­röð okk­ar, sem nefn­ist Gesta­boð Krist­jönu, ásamt vini mínum og sam­starfs­manni til margra ára, Jóni Rafns­syn­i,  og þá lá beint við að gefa þessi lög út á plöt­u.“

Auglýsing
Hún segir að text­arnir séu ljóð sem segi sög­ur. „Ást­in, þráin og nátt­úran leika þar stórt hlut­verk. Ljóðin eru að stærstum hluta eftir skáld­konur og má þar nefna Jak­obínu Sig­urð­ar­dótt­ur, Elísa­betu Geir­munds­dóttur (lista­konan í fjör­unn­i), Lenu Gunn­laugs­dóttur og Höllu Eyj­ólfs­dótt­ur. Davíð Stef­áns­son fékk að fljóta með í kvenna­fans­inn. Ég á svo líka tvo texta.“

Krist­jönu hlakkar til að fá að deila lög­unum með Íslend­ingum og ekki síður þeim fal­legu ljóðum sem höfðu mikil áhrif á hana. „Ég er nú þegar búin að gefa út fyrsta lag­ið, sem nefn­ist Konan með sjalið og hægt að nálg­ast það á öllum helstu streym­isveit­um. Það er spenn­andi að stíga fram sem laga­höf­undur eftir að hafa sungið lög eftir aðra í 35 ár. Þar sem ég stend á sex­tugu vil ég sýna að það er aldrei of seint að láta drauma sína verða að veru­leika.“

Krist­jana þakkar Hljóð­rita­sjóði Rannís fyrir sinn stuðn­ing við gerð plöt­unn­ar. „Þá vil þakka Karol­ina Fund fyrir að búa til vett­vang, og fólk­inu sem hefur nú þegar styrkt mig í gegnum sjóð­inn. Það er ómet­an­legt, sér­stak­lega á við­sjár­verðum tímum sem þess­um.“

Hér er hægt að skoða og taka þátt í verk­efn­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan
Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.
Kjarninn 16. október 2021
Bankarnir bjóða ekki lengur upp á lægstu vextina
Í byrjun árs í fyrra voru óverðtryggð lán 27,5 prósent af heildaríbúðalánum til heimila. Nú er hlutfallið komið yfir 50 prósent. Þessi breyting gæti stuðlað að því að Seðlabankinn þurfi ekki að hækka stýrivexti jafn skarpt til að slá á eftirspurn.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiFólk