Söngkona sem stendur á sextugu segir aldrei of seint að láta drauma sína rætast

Ljóðlínur kveiktu laglínur hjá Kristjönu Arngrímsdóttur. Hún safnar fyrir útgáfu plötu á Karolina Fund.

Kristjana Arngríms - Karolina Fund.jpg
Auglýsing

Söng­konan Krist­jana Arn­gríms­dóttir er um þessar stundir að vinna að sinni fimmtu plötu. Að þessu sinni stígur hún fram sem laga­smiður og er þetta fyrsta frum­samda plata henn­ar. Lögin eru samin við ljóð ýmissa skálda sem eru að mestu leyti kon­ur. Platan er unnin í sam­starfi við tón­list­ar­mann­inn Örn Eld­járn, sem er jafn­framt sonur Krist­jönu. Hann sér um útsetn­ing­ar, hljóð­færa­leik, hljóð­færa­skipan og upp­tök­ur.

Krist­jana segir að hug­myndin að verk­efn­inu hafi sprottið upp úr unun hennar af því að lesa ljóð. „Oft kvikn­uðu lag­línur út frá þeim. Ég fór að taka þessar lag­línur saman og sá þá að ég var komin með ágætis safn laga. Ég söng lögin fyrir son minn, Örn Eld­járn og hann fór að flétta hljóma­vef í kringum þau. Úr varð að við fluttum þessi lög á tón­leika­röð okk­ar, sem nefn­ist Gesta­boð Krist­jönu, ásamt vini mínum og sam­starfs­manni til margra ára, Jóni Rafns­syn­i,  og þá lá beint við að gefa þessi lög út á plöt­u.“

Auglýsing
Hún segir að text­arnir séu ljóð sem segi sög­ur. „Ást­in, þráin og nátt­úran leika þar stórt hlut­verk. Ljóðin eru að stærstum hluta eftir skáld­konur og má þar nefna Jak­obínu Sig­urð­ar­dótt­ur, Elísa­betu Geir­munds­dóttur (lista­konan í fjör­unn­i), Lenu Gunn­laugs­dóttur og Höllu Eyj­ólfs­dótt­ur. Davíð Stef­áns­son fékk að fljóta með í kvenna­fans­inn. Ég á svo líka tvo texta.“

Krist­jönu hlakkar til að fá að deila lög­unum með Íslend­ingum og ekki síður þeim fal­legu ljóðum sem höfðu mikil áhrif á hana. „Ég er nú þegar búin að gefa út fyrsta lag­ið, sem nefn­ist Konan með sjalið og hægt að nálg­ast það á öllum helstu streym­isveit­um. Það er spenn­andi að stíga fram sem laga­höf­undur eftir að hafa sungið lög eftir aðra í 35 ár. Þar sem ég stend á sex­tugu vil ég sýna að það er aldrei of seint að láta drauma sína verða að veru­leika.“

Krist­jana þakkar Hljóð­rita­sjóði Rannís fyrir sinn stuðn­ing við gerð plöt­unn­ar. „Þá vil þakka Karol­ina Fund fyrir að búa til vett­vang, og fólk­inu sem hefur nú þegar styrkt mig í gegnum sjóð­inn. Það er ómet­an­legt, sér­stak­lega á við­sjár­verðum tímum sem þess­um.“

Hér er hægt að skoða og taka þátt í verk­efn­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiFólk