Söngkona sem stendur á sextugu segir aldrei of seint að láta drauma sína rætast

Ljóðlínur kveiktu laglínur hjá Kristjönu Arngrímsdóttur. Hún safnar fyrir útgáfu plötu á Karolina Fund.

Kristjana Arngríms - Karolina Fund.jpg
Auglýsing

Söngkonan Kristjana Arngrímsdóttir er um þessar stundir að vinna að sinni fimmtu plötu. Að þessu sinni stígur hún fram sem lagasmiður og er þetta fyrsta frumsamda plata hennar. Lögin eru samin við ljóð ýmissa skálda sem eru að mestu leyti konur. Platan er unnin í samstarfi við tónlistarmanninn Örn Eldjárn, sem er jafnframt sonur Kristjönu. Hann sér um útsetningar, hljóðfæraleik, hljóðfæraskipan og upptökur.

Kristjana segir að hugmyndin að verkefninu hafi sprottið upp úr unun hennar af því að lesa ljóð. „Oft kviknuðu laglínur út frá þeim. Ég fór að taka þessar laglínur saman og sá þá að ég var komin með ágætis safn laga. Ég söng lögin fyrir son minn, Örn Eldjárn og hann fór að flétta hljómavef í kringum þau. Úr varð að við fluttum þessi lög á tónleikaröð okkar, sem nefnist Gestaboð Kristjönu, ásamt vini mínum og samstarfsmanni til margra ára, Jóni Rafnssyni,  og þá lá beint við að gefa þessi lög út á plötu.“

Auglýsing
Hún segir að textarnir séu ljóð sem segi sögur. „Ástin, þráin og náttúran leika þar stórt hlutverk. Ljóðin eru að stærstum hluta eftir skáldkonur og má þar nefna Jakobínu Sigurðardóttur, Elísabetu Geirmundsdóttur (listakonan í fjörunni), Lenu Gunnlaugsdóttur og Höllu Eyjólfsdóttur. Davíð Stefánsson fékk að fljóta með í kvennafansinn. Ég á svo líka tvo texta.“

Kristjönu hlakkar til að fá að deila lögunum með Íslendingum og ekki síður þeim fallegu ljóðum sem höfðu mikil áhrif á hana. „Ég er nú þegar búin að gefa út fyrsta lagið, sem nefnist Konan með sjalið og hægt að nálgast það á öllum helstu streymisveitum. Það er spennandi að stíga fram sem lagahöfundur eftir að hafa sungið lög eftir aðra í 35 ár. Þar sem ég stend á sextugu vil ég sýna að það er aldrei of seint að láta drauma sína verða að veruleika.“

Kristjana þakkar Hljóðritasjóði Rannís fyrir sinn stuðning við gerð plötunnar. „Þá vil þakka Karolina Fund fyrir að búa til vettvang, og fólkinu sem hefur nú þegar styrkt mig í gegnum sjóðinn. Það er ómetanlegt, sérstaklega á viðsjárverðum tímum sem þessum.“

Hér er hægt að skoða og taka þátt í verkefninu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk