Söngkona sem stendur á sextugu segir aldrei of seint að láta drauma sína rætast

Ljóðlínur kveiktu laglínur hjá Kristjönu Arngrímsdóttur. Hún safnar fyrir útgáfu plötu á Karolina Fund.

Kristjana Arngríms - Karolina Fund.jpg
Auglýsing

Söng­konan Krist­jana Arn­gríms­dóttir er um þessar stundir að vinna að sinni fimmtu plötu. Að þessu sinni stígur hún fram sem laga­smiður og er þetta fyrsta frum­samda plata henn­ar. Lögin eru samin við ljóð ýmissa skálda sem eru að mestu leyti kon­ur. Platan er unnin í sam­starfi við tón­list­ar­mann­inn Örn Eld­járn, sem er jafn­framt sonur Krist­jönu. Hann sér um útsetn­ing­ar, hljóð­færa­leik, hljóð­færa­skipan og upp­tök­ur.

Krist­jana segir að hug­myndin að verk­efn­inu hafi sprottið upp úr unun hennar af því að lesa ljóð. „Oft kvikn­uðu lag­línur út frá þeim. Ég fór að taka þessar lag­línur saman og sá þá að ég var komin með ágætis safn laga. Ég söng lögin fyrir son minn, Örn Eld­járn og hann fór að flétta hljóma­vef í kringum þau. Úr varð að við fluttum þessi lög á tón­leika­röð okk­ar, sem nefn­ist Gesta­boð Krist­jönu, ásamt vini mínum og sam­starfs­manni til margra ára, Jóni Rafns­syn­i,  og þá lá beint við að gefa þessi lög út á plöt­u.“

Auglýsing
Hún segir að text­arnir séu ljóð sem segi sög­ur. „Ást­in, þráin og nátt­úran leika þar stórt hlut­verk. Ljóðin eru að stærstum hluta eftir skáld­konur og má þar nefna Jak­obínu Sig­urð­ar­dótt­ur, Elísa­betu Geir­munds­dóttur (lista­konan í fjör­unn­i), Lenu Gunn­laugs­dóttur og Höllu Eyj­ólfs­dótt­ur. Davíð Stef­áns­son fékk að fljóta með í kvenna­fans­inn. Ég á svo líka tvo texta.“

Krist­jönu hlakkar til að fá að deila lög­unum með Íslend­ingum og ekki síður þeim fal­legu ljóðum sem höfðu mikil áhrif á hana. „Ég er nú þegar búin að gefa út fyrsta lag­ið, sem nefn­ist Konan með sjalið og hægt að nálg­ast það á öllum helstu streym­isveit­um. Það er spenn­andi að stíga fram sem laga­höf­undur eftir að hafa sungið lög eftir aðra í 35 ár. Þar sem ég stend á sex­tugu vil ég sýna að það er aldrei of seint að láta drauma sína verða að veru­leika.“

Krist­jana þakkar Hljóð­rita­sjóði Rannís fyrir sinn stuðn­ing við gerð plöt­unn­ar. „Þá vil þakka Karol­ina Fund fyrir að búa til vett­vang, og fólk­inu sem hefur nú þegar styrkt mig í gegnum sjóð­inn. Það er ómet­an­legt, sér­stak­lega á við­sjár­verðum tímum sem þess­um.“

Hér er hægt að skoða og taka þátt í verk­efn­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiFólk