Vill hvetja fólk til að hlusta á tónlist eins og það horfir á bíómynd eða þætti

Safnað er fyrir útgáfu Nostalgia Machine á Karolina Fund. Tónlistarmaðurinn á bakvið plötuna segir að jazz sé ekki bara fyrir risaeðlur og hallærislegt fólk.

Mynd af bandi.jpg
Auglýsing

Mik­ael Máni Ásmunds­son er 25 ára tón­list­ar­maður sem nýtur sín best þegar hann er að semja tón­list og spila á gít­ar. Hann er að gefa út aðra plötu sína með hljóm­sveit sinni á tvö­földum vín­yl.  Á­stæðan fyrir vínyl útgáfu er að hann vil hvetja til þess að fólk setj­ist niður til að hlusta á tón­list með vin­um, eins og það gerir með bíó­myndir eða þætti, í stað þess að hafa mús­ík­ina í bak­grunn­in­um. Safnað er fyrir útgáfu­­kostn­aði á Karol­ina Fund.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Snemma eftir útgáfu 1. plöt­unnar minnar var ég kom­inn með stóran bunka af lögum sem ég var ekki að spila mikið með öðru fólki og þegar ég lít í bak­sýn­is­speg­il­inn þá er það ansi sorg­legt. Snemma árs 2020 spil­aði ég lögin af og til með Magn­úsi Tryggva­syni og Lilju Maríu Ásmunds­dóttur og þá varð okkur ljóst að þessi tón­list þurfti stærri hljóð­heim. Í júní 2020 þá bað ég síðan einn besta vin minn Sölva Kol­beins­son um að vera partur af band­inu án þess að hugsa mikið um það sem er mjög ólíkt mér. Strax nokkrum dögum seinna sé ég útgáfu­tón­leika hjá Ingi­björgu Elsu og bið hana um að hitta mig og Magnús til að skoða nokkur lög sem myndu enda á plöt­unni og það var aug­ljóst að hún var síð­asta púslið sem vantaði.“

Auglýsing

Er eitt­hvað þema að finna á plöt­unni?

„Ég upp­lifi oft sögu­þráð í tón­list­inni sem ég hlusta á og reyni að ýkja það í lög­unum sem ég sem.  Nostal­g­íu­vélin er tón­list­ar­tíma­vél. Ég nota hana til þess að rifja upp það sem ég upp­lifði þegar ég samdi eða hlust­aði mikið á ákveðið lag. Þannig ferð­ast ég aftur á þann stað lífs­skeiðs míns þegar ég mynd­aði fyrst tengsl við lag­ið. Platan var unnin með þremur góðum vinum mínum og systur minni sem eru mjög opnir ein­stak­ling­ar. Við erum að mörgu leyti gjör­ó­lík og ég tal­aði mis­mikið um þema tón­list­ar­innar við hvert og eitt, en þetta eru allt næmir ein­stak­lingar þannig ég veit að allir voru með­vit­aðir um þemað á sinn hátt.  Hins­vegar á end­anum þá erum við samt aðal­lega að ein­beita okkur að búa til tón­list sem við sjálf myndum vilja hlusta á.“

Plötumslag Nostalgia Machine.

Nú kemur fram á Karol­ina Fund-­­síðu Nostal­gia Machine að platan blandi saman jazz, rokk og impres­ion­isma. Er þess tón­list fyrir hvern sem er?

„Sumir halda að jazz tón­list sé bara fyrir risa­eðlur eða hall­æris­legt fólk. Það er svo sem alveg skilj­an­legt út af því það hefur verið mjög vin­sælt að gera grín af jazz tón­list í popp-kúltúr og sumir vinir mínir sem segj­ast hata jazz hafa aldrei hlustað á hann!  Ósk mín er að fólk hlusti á þessa tón­list án allra fyr­ir­fram ákveð­inna vænt­inga og frekar til að njóta og upp­lifa. Hafi fólk lítið hlustað á hljóð­færatón­list, myndi ég hvetja það til að hlusta kannski bara á eina hlið af plöt­unni til að byrja með eða finna eitt lag sem það fýlar og leyfa því að lifa með sér. Að finna tón­list sem maður elskar gæti jafn­vel gert meira fyrir mann en að lesa 10 sjálfs­hjálp­ar­bæk­ur!“

Hér er hægt að taka þátt í söfn­un­inni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Áherslur Íslands á COP26 munu skýrast samhliða myndun ríkisstjórnar
Stefnumótandi áherslur íslenskra ráðamanna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow munu skýrast betur samhliða myndun ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og auðlinda- og umhverfisráðherra sæki ráðstefnuna í nóvember.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiFólk