Vill hvetja fólk til að hlusta á tónlist eins og það horfir á bíómynd eða þætti

Safnað er fyrir útgáfu Nostalgia Machine á Karolina Fund. Tónlistarmaðurinn á bakvið plötuna segir að jazz sé ekki bara fyrir risaeðlur og hallærislegt fólk.

Mynd af bandi.jpg
Auglýsing

Mik­ael Máni Ásmunds­son er 25 ára tón­list­ar­maður sem nýtur sín best þegar hann er að semja tón­list og spila á gít­ar. Hann er að gefa út aðra plötu sína með hljóm­sveit sinni á tvö­földum vín­yl.  Á­stæðan fyrir vínyl útgáfu er að hann vil hvetja til þess að fólk setj­ist niður til að hlusta á tón­list með vin­um, eins og það gerir með bíó­myndir eða þætti, í stað þess að hafa mús­ík­ina í bak­grunn­in­um. Safnað er fyrir útgáfu­­kostn­aði á Karol­ina Fund.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Snemma eftir útgáfu 1. plöt­unnar minnar var ég kom­inn með stóran bunka af lögum sem ég var ekki að spila mikið með öðru fólki og þegar ég lít í bak­sýn­is­speg­il­inn þá er það ansi sorg­legt. Snemma árs 2020 spil­aði ég lögin af og til með Magn­úsi Tryggva­syni og Lilju Maríu Ásmunds­dóttur og þá varð okkur ljóst að þessi tón­list þurfti stærri hljóð­heim. Í júní 2020 þá bað ég síðan einn besta vin minn Sölva Kol­beins­son um að vera partur af band­inu án þess að hugsa mikið um það sem er mjög ólíkt mér. Strax nokkrum dögum seinna sé ég útgáfu­tón­leika hjá Ingi­björgu Elsu og bið hana um að hitta mig og Magnús til að skoða nokkur lög sem myndu enda á plöt­unni og það var aug­ljóst að hún var síð­asta púslið sem vantaði.“

Auglýsing

Er eitt­hvað þema að finna á plöt­unni?

„Ég upp­lifi oft sögu­þráð í tón­list­inni sem ég hlusta á og reyni að ýkja það í lög­unum sem ég sem.  Nostal­g­íu­vélin er tón­list­ar­tíma­vél. Ég nota hana til þess að rifja upp það sem ég upp­lifði þegar ég samdi eða hlust­aði mikið á ákveðið lag. Þannig ferð­ast ég aftur á þann stað lífs­skeiðs míns þegar ég mynd­aði fyrst tengsl við lag­ið. Platan var unnin með þremur góðum vinum mínum og systur minni sem eru mjög opnir ein­stak­ling­ar. Við erum að mörgu leyti gjör­ó­lík og ég tal­aði mis­mikið um þema tón­list­ar­innar við hvert og eitt, en þetta eru allt næmir ein­stak­lingar þannig ég veit að allir voru með­vit­aðir um þemað á sinn hátt.  Hins­vegar á end­anum þá erum við samt aðal­lega að ein­beita okkur að búa til tón­list sem við sjálf myndum vilja hlusta á.“

Plötumslag Nostalgia Machine.

Nú kemur fram á Karol­ina Fund-­­síðu Nostal­gia Machine að platan blandi saman jazz, rokk og impres­ion­isma. Er þess tón­list fyrir hvern sem er?

„Sumir halda að jazz tón­list sé bara fyrir risa­eðlur eða hall­æris­legt fólk. Það er svo sem alveg skilj­an­legt út af því það hefur verið mjög vin­sælt að gera grín af jazz tón­list í popp-kúltúr og sumir vinir mínir sem segj­ast hata jazz hafa aldrei hlustað á hann!  Ósk mín er að fólk hlusti á þessa tón­list án allra fyr­ir­fram ákveð­inna vænt­inga og frekar til að njóta og upp­lifa. Hafi fólk lítið hlustað á hljóð­færatón­list, myndi ég hvetja það til að hlusta kannski bara á eina hlið af plöt­unni til að byrja með eða finna eitt lag sem það fýlar og leyfa því að lifa með sér. Að finna tón­list sem maður elskar gæti jafn­vel gert meira fyrir mann en að lesa 10 sjálfs­hjálp­ar­bæk­ur!“

Hér er hægt að taka þátt í söfn­un­inni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiFólk