Vill hvetja fólk til að hlusta á tónlist eins og það horfir á bíómynd eða þætti

Safnað er fyrir útgáfu Nostalgia Machine á Karolina Fund. Tónlistarmaðurinn á bakvið plötuna segir að jazz sé ekki bara fyrir risaeðlur og hallærislegt fólk.

Mynd af bandi.jpg
Auglýsing

Mik­ael Máni Ásmunds­son er 25 ára tón­list­ar­maður sem nýtur sín best þegar hann er að semja tón­list og spila á gít­ar. Hann er að gefa út aðra plötu sína með hljóm­sveit sinni á tvö­földum vín­yl.  Á­stæðan fyrir vínyl útgáfu er að hann vil hvetja til þess að fólk setj­ist niður til að hlusta á tón­list með vin­um, eins og það gerir með bíó­myndir eða þætti, í stað þess að hafa mús­ík­ina í bak­grunn­in­um. Safnað er fyrir útgáfu­­kostn­aði á Karol­ina Fund.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Snemma eftir útgáfu 1. plöt­unnar minnar var ég kom­inn með stóran bunka af lögum sem ég var ekki að spila mikið með öðru fólki og þegar ég lít í bak­sýn­is­speg­il­inn þá er það ansi sorg­legt. Snemma árs 2020 spil­aði ég lögin af og til með Magn­úsi Tryggva­syni og Lilju Maríu Ásmunds­dóttur og þá varð okkur ljóst að þessi tón­list þurfti stærri hljóð­heim. Í júní 2020 þá bað ég síðan einn besta vin minn Sölva Kol­beins­son um að vera partur af band­inu án þess að hugsa mikið um það sem er mjög ólíkt mér. Strax nokkrum dögum seinna sé ég útgáfu­tón­leika hjá Ingi­björgu Elsu og bið hana um að hitta mig og Magnús til að skoða nokkur lög sem myndu enda á plöt­unni og það var aug­ljóst að hún var síð­asta púslið sem vantaði.“

Auglýsing

Er eitt­hvað þema að finna á plöt­unni?

„Ég upp­lifi oft sögu­þráð í tón­list­inni sem ég hlusta á og reyni að ýkja það í lög­unum sem ég sem.  Nostal­g­íu­vélin er tón­list­ar­tíma­vél. Ég nota hana til þess að rifja upp það sem ég upp­lifði þegar ég samdi eða hlust­aði mikið á ákveðið lag. Þannig ferð­ast ég aftur á þann stað lífs­skeiðs míns þegar ég mynd­aði fyrst tengsl við lag­ið. Platan var unnin með þremur góðum vinum mínum og systur minni sem eru mjög opnir ein­stak­ling­ar. Við erum að mörgu leyti gjör­ó­lík og ég tal­aði mis­mikið um þema tón­list­ar­innar við hvert og eitt, en þetta eru allt næmir ein­stak­lingar þannig ég veit að allir voru með­vit­aðir um þemað á sinn hátt.  Hins­vegar á end­anum þá erum við samt aðal­lega að ein­beita okkur að búa til tón­list sem við sjálf myndum vilja hlusta á.“

Plötumslag Nostalgia Machine.

Nú kemur fram á Karol­ina Fund-­­síðu Nostal­gia Machine að platan blandi saman jazz, rokk og impres­ion­isma. Er þess tón­list fyrir hvern sem er?

„Sumir halda að jazz tón­list sé bara fyrir risa­eðlur eða hall­æris­legt fólk. Það er svo sem alveg skilj­an­legt út af því það hefur verið mjög vin­sælt að gera grín af jazz tón­list í popp-kúltúr og sumir vinir mínir sem segj­ast hata jazz hafa aldrei hlustað á hann!  Ósk mín er að fólk hlusti á þessa tón­list án allra fyr­ir­fram ákveð­inna vænt­inga og frekar til að njóta og upp­lifa. Hafi fólk lítið hlustað á hljóð­færatón­list, myndi ég hvetja það til að hlusta kannski bara á eina hlið af plöt­unni til að byrja með eða finna eitt lag sem það fýlar og leyfa því að lifa með sér. Að finna tón­list sem maður elskar gæti jafn­vel gert meira fyrir mann en að lesa 10 sjálfs­hjálp­ar­bæk­ur!“

Hér er hægt að taka þátt í söfn­un­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinsambands Íslands.
Vörn Vilhjálms: „Dapur að sjá fólk sem ég taldi vini stinga mig í bakið“
„Ef fólk heldur að það sé auðvelt að semja við Halldór Benjamín og hans fólk þá veður fólk villu vegar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem svarar fullum hálsi gagnrýni formanns Eflingar á nýjan samning við SA.
Kjarninn 4. desember 2022
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Meira úr sama flokkiFólk