Vill hvetja fólk til að hlusta á tónlist eins og það horfir á bíómynd eða þætti

Safnað er fyrir útgáfu Nostalgia Machine á Karolina Fund. Tónlistarmaðurinn á bakvið plötuna segir að jazz sé ekki bara fyrir risaeðlur og hallærislegt fólk.

Mynd af bandi.jpg
Auglýsing

Mik­ael Máni Ásmunds­son er 25 ára tón­list­ar­maður sem nýtur sín best þegar hann er að semja tón­list og spila á gít­ar. Hann er að gefa út aðra plötu sína með hljóm­sveit sinni á tvö­földum vín­yl.  Á­stæðan fyrir vínyl útgáfu er að hann vil hvetja til þess að fólk setj­ist niður til að hlusta á tón­list með vin­um, eins og það gerir með bíó­myndir eða þætti, í stað þess að hafa mús­ík­ina í bak­grunn­in­um. Safnað er fyrir útgáfu­­kostn­aði á Karol­ina Fund.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Snemma eftir útgáfu 1. plöt­unnar minnar var ég kom­inn með stóran bunka af lögum sem ég var ekki að spila mikið með öðru fólki og þegar ég lít í bak­sýn­is­speg­il­inn þá er það ansi sorg­legt. Snemma árs 2020 spil­aði ég lögin af og til með Magn­úsi Tryggva­syni og Lilju Maríu Ásmunds­dóttur og þá varð okkur ljóst að þessi tón­list þurfti stærri hljóð­heim. Í júní 2020 þá bað ég síðan einn besta vin minn Sölva Kol­beins­son um að vera partur af band­inu án þess að hugsa mikið um það sem er mjög ólíkt mér. Strax nokkrum dögum seinna sé ég útgáfu­tón­leika hjá Ingi­björgu Elsu og bið hana um að hitta mig og Magnús til að skoða nokkur lög sem myndu enda á plöt­unni og það var aug­ljóst að hún var síð­asta púslið sem vantaði.“

Auglýsing

Er eitt­hvað þema að finna á plöt­unni?

„Ég upp­lifi oft sögu­þráð í tón­list­inni sem ég hlusta á og reyni að ýkja það í lög­unum sem ég sem.  Nostal­g­íu­vélin er tón­list­ar­tíma­vél. Ég nota hana til þess að rifja upp það sem ég upp­lifði þegar ég samdi eða hlust­aði mikið á ákveðið lag. Þannig ferð­ast ég aftur á þann stað lífs­skeiðs míns þegar ég mynd­aði fyrst tengsl við lag­ið. Platan var unnin með þremur góðum vinum mínum og systur minni sem eru mjög opnir ein­stak­ling­ar. Við erum að mörgu leyti gjör­ó­lík og ég tal­aði mis­mikið um þema tón­list­ar­innar við hvert og eitt, en þetta eru allt næmir ein­stak­lingar þannig ég veit að allir voru með­vit­aðir um þemað á sinn hátt.  Hins­vegar á end­anum þá erum við samt aðal­lega að ein­beita okkur að búa til tón­list sem við sjálf myndum vilja hlusta á.“

Plötumslag Nostalgia Machine.

Nú kemur fram á Karol­ina Fund-­­síðu Nostal­gia Machine að platan blandi saman jazz, rokk og impres­ion­isma. Er þess tón­list fyrir hvern sem er?

„Sumir halda að jazz tón­list sé bara fyrir risa­eðlur eða hall­æris­legt fólk. Það er svo sem alveg skilj­an­legt út af því það hefur verið mjög vin­sælt að gera grín af jazz tón­list í popp-kúltúr og sumir vinir mínir sem segj­ast hata jazz hafa aldrei hlustað á hann!  Ósk mín er að fólk hlusti á þessa tón­list án allra fyr­ir­fram ákveð­inna vænt­inga og frekar til að njóta og upp­lifa. Hafi fólk lítið hlustað á hljóð­færatón­list, myndi ég hvetja það til að hlusta kannski bara á eina hlið af plöt­unni til að byrja með eða finna eitt lag sem það fýlar og leyfa því að lifa með sér. Að finna tón­list sem maður elskar gæti jafn­vel gert meira fyrir mann en að lesa 10 sjálfs­hjálp­ar­bæk­ur!“

Hér er hægt að taka þátt í söfn­un­inni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist hafa lært marg af Partygate en sé nú tilbúinn til að horfa fram á veginn.
Drykkjumenning í Downingstræti afhjúpuð í lokaskýrslunni um Partygate
Stjórnmálaleiðtogar og háttsettir embættismenn verða að axla ábyrgð á drykkjumenningunni sem hefur viðgengst innan bresku ríkisstjórnarinnar. Lokaskýrsla um „Partygate“ hefur loks verið birt, fjórum mánuðum eftir að forsætisráðherra baðst fyrst afsökunar.
Kjarninn 25. maí 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 24. þáttur: Innflytjendur ekki viðurkenndir sem hluti af íslensku samfélagi
Kjarninn 25. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Orðbólga
Kjarninn 25. maí 2022
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ
Einstaklingar sem eru til rannsóknar skuli stíga til hliðar
Stjórn KSÍ hefur samþykkt að ef mál einstaklings er til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi skuli hann stíga til hliðar hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Aron Einar Gunnarsson kemur því ekki til greina í landsliðshópinn á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Kristrún Frostadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson hafa bæði velt fyrir sér greiðslum til LOGOS vegna vinnu fyrir Bankasýslu ríkisins.
Vill fá að vita hvað fjármálaráðuneytið og Bankasýslan hafa borgað LOGOS frá 2017
Þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn um greiðslu til lögmannsstofu sem vann minnisblað fyrir Bankasýsluna um að jafnræði hafi ríkt við söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Sama lögmannsstofa var lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna.
Kjarninn 25. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Sumir útlendingar eru æskilegri en aðrir
Kjarninn 25. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ung vinstri græn: Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið má aldrei verða mik­il­væg­ara en mann­úð
Landsstjórn Ungra vinstri grænna hvetur ríkisstjórn Íslands eindregið til að draga til baka ákvörðun sína um endursendingar flóttafólks og líta til mannúðarsjónarmiða og félagslegs ávinnings fyrir samfélagið.
Kjarninn 25. maí 2022
Muhammad
„Íslensk stjórnvöld sjá mig ekki“
Muhammad Gambari, 23 ára Afgani, hefur verið á flótta frá því hann var 16 ára gamall. Eftir um fimm ára dvöl í Grikklandi kom hann til Íslands í ársbyrjun 2021 en er nú hópi tæplega 300 umsækjenda um alþjóðlega vernd sem vísa á úr landi á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Meira úr sama flokkiFólk