Gamlar flíkur fá nýtt líf

Halldóra Björgvinsdóttir hannar ný tískuföt úr gömlum fötum. Hún safnar nú fyrir framtakinu á Karolina fund.

IMG_3238.jpg
Auglýsing

Hall­dóra Björg­vins­dóttir er 22 ára áhuga­kona um fata­hönn­un. Hún vill gefa gömlum og not­uðum fötum nýjan til­gang með því að breyta þeim í ný föt. Fata­iðn­að­ur­inn er ein mest meng­and­i at­vinnu­grein heims. Jarð­ar­búar fleygja um 13 millj­ónum tonna af fatn­aði á hverju ári og þess vegna vill Hall­dóra leggja sitt af mörkum í að bæta umhverfið og end­ur­vinna gömul föt sem fólk hefur los­að ­sig við. 

Hún hefur nú stofnað Karol­ina fund verk­efni. Mark­miðið er að stofna net­verslun með fötum sem hún­ hefur saumað en nú safnar hún fyrir betri sauma­bún­aði.

Auglýsing
Halldóra segir að hug­myndin að verk­efn­inu hafi kviknað í fyrra­haust, þegar hún lá í veik­indum sem ollu því að hún var mikið rúm­liggj­andi og gat lítið gert. „Þeg­ar mér byrj­aði að batna fór ég að reyna að finna mér við­ráð­an­leg verk­efni og byrj­aði þá að æfa mig á sauma­vél­ina hennar mömmu. Þannig byrj­aði þetta, síðan þá hef ég ekki getað hætt að sauma og er alltaf að reyna að finna mér ný sauma­verk­efni. Ég hef virki­lega fundið mína hillu og elska að nýta ­gam­alt drasl og breyta því í eitt­hvað flott.“­skemmti­leg­t.“

Halldóra í hönnun sem hún bjó til úr kjól sem henni fannst ekki nægilega flottur. Mynd: Aðsend

Hún seg­ist ekki þola að horfa á ónotuð föt uppi í hillu og að hún gæti alltaf ímyndað sér eitt­hvað nýtt og flott­ara ­sem væri hægt að breyta þeim í. „Ég fók­usa á föt sem fara fólki vel, ég er ekki mikið fyrir föt sem hanga utan á mér eins og lufs­ur.“

Því sé þemað í vinnu hennar að það sé engin flík eins, enda er eng­inn fjölda­fram­leiðsla í gang­i hjá Hall­dóru. „Hver og ein flík er ein­stök af því að ég geri hverja og eina flík úr öðrum flíkum sem ég fæ gef­ins og hef tak­markað magn af hverju og einu efni. Það er það sem gerir þetta verk­efni mjög skap­andi og ­skemmti­leg­t.“

Hér er hægt að styðja við söfn­un­ina.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Áherslur Íslands á COP26 munu skýrast samhliða myndun ríkisstjórnar
Stefnumótandi áherslur íslenskra ráðamanna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow munu skýrast betur samhliða myndun ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og auðlinda- og umhverfisráðherra sæki ráðstefnuna í nóvember.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiFólk