Guðmundur Egill Bergsteinsson er 30 ára hugbúnaðarverkfræðingur úr Grindavík sem er mikill miklir spilaáhugamaður og hefur verið með langþráðan draum að gefa út nýtt íslenskt borðspil sem hentar fyrir alla. Nú er sá draumur að verða að veruleika með spilinu “Gott gisk“, sem hann safnar nú fyrir útgáfu á á Karolina Fund.
Guðmundur segir að hugmyndin að spilinu hafi komið þegar hann og Ágeir Frímannsson, annar spilahöfunda, voru á spilakvöldi fyrir jól í fyrra og að ræða hvað það vantaði ferskleika á íslenskan spurningaspila markað. „Við ræddum hvernig vinir og fjölskyldur skiptast í tvær fylkingar varðandi spurningaspil, sumir elska þau og aðrir gjörsamlega þola þau ekki.”
Kvöldið eftir hittust þeir og komum með hugmyndina af nýrri tegund af spurningaspili sem snýst ekki bara um að svara spurningum rétt, heldur einnig um að giska hvort að meðspilarar þínir muni svara spurningum rétt eða rangt. „Þetta tók ekki langan tíma að koma með hugmyndina, við þurfum bara að finna út hvernig við gerum spurningaspil skemmtileg fyrir alla fjölskylduna, ekki bara þá sem lesa alfræðiorðabækur fyrir svefninn. Hugmyndin kom, hringdum í vini okkar í algjörri oflæti og sögðu að þeir yrðu að koma heim að prófa nýja spilið okkar og það svo sannarlega sló í gegn.”
Þegar hugmyndin var nokkuð fastmótuð tók við ferli við að semja spurningar fyrir spilið. „Við vildum hafa þetta veglegt spil með tvö þúsund skemmtilegum spurningum. Hvert einasta kvöld í febrúar, mars, apríl var markmiðið að útbúa tíu spurningar á hverju kvöldi. Það var ekkert grín-verkefni, en með hjálp vina og vandamanna komumst við á leiðarenda og sömdum á endanum tvö þúsund ótrúlega skemmtilegar spurningar.“
Hann segist hafa verið í endalausri baráttu allt mitt líf að plata vini og fjölskyldu að spila borðspil með sér. „Sú barátta hefur oft reynst erfið, en loksins held ég að mér hafi tekist það með því að gera spurningaspil sem hentar fyrir bókstaflega alla, allavegana tókst mér að spila það með ömmu og litlu frændsystkinum mínum og allir skemmtu sér konunglega.“