Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga

Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.

operaiIdno-3.jpg
Auglýsing

Kamm­eróperan er nýstofnað tón­list­ar­fé­lag á Íslandi. Mark­mið Kamm­eróp­er­unnar er að skapa vett­vang fyrir smærri óperu­verk­efni, gera upp­lifun áhorf­enda óform­legri en tíðkast hefur og óperu aðgengi­legri. Stofn­endur Kamm­eróp­er­unnar eru Egg­ert Reg­inn Kjart­ans­son ten­ór, Jóna G. Kol­brún­ar­dóttir sópran, Kristín Sveins­dóttir mezzó­sópran, Unn­steinn Árna­son bassi. Þau byrj­uðu ung að koma fram saman í Lang­holts­kirkju undir stjórn Jóns Stef­áns­sonar og síðan lá leið þeirra allra til Vín­ar­borgar í söng­nám. Nú eru þau öll búsett hér­lendis eftir nám og vilja þau taka virkan þátt í að efla óperu­list­formið á Ísland­i. 

Jóna segir að hug­myndin að verk­efn­inu hafi kviknað vegna þess að hóp­ur­inn vildi gera óper­una aðgengi­lega fyrir Íslend­inga. „Okkur lang­aði til að brjóta upp klass­íska formið þar sem áhorf­endur sitja í þrjár klukku­stundir og reyna sitt besta að halda þræð­inum í óperu sem er á fram­andi tungu­máli. Þess vegna ætlum við flytja þetta meist­ara­verk í íslenskri  þýð­ingu og einnig stytta verkið örlítið svo áheyr­endur geti notið sýn­ing­ar­innar til fulls. Hug­myndin að bjóða fólki í óperu­kvöld­verð kom svo í fram­hald­ið. Öll erum við miklir mat­gæð­ingar og hugs­uðum með okkur hvort það væri ekki skemmti­legt að bæta í upp­lifun­ina með þriggja rétta mál­tíð sem við svo tvinnum inn í sýn­ing­una sjálfa. Þegar hug­myndin var komin þá datt okkur eng­inn staður annar í hug en Iðnó. Passar full­kom­lega við stemn­ing­una sem við viljum mynda og skemmti­legt að syngja og leika í svona miklu návígi við áheyr­end­ur. Við ákváðum að Cosi fan tutte eftir Moz­art væri hin full­komna ópera fyrir þetta verk­efni. Sögu­þráður óper­unnar er bæði léttur og skemmti­legur og þó drama­tíkin sé vissu­lega til staðar í óper­unni þá er hún full af húmor. Tón­listin er snilld­ar­lega samin og hentar afar vel fyrir unga söngv­ara.“

Tíma­vél sem flytur áhorf­endur til Reykja­víkur í byrjun 20. aldar

Hún segir ekk­ert þema ein­kenna verk­efnið utan þess að óperu­flutn­ingur er í for­grunni. Fólk megi búast við skemmti­legri og eft­ir­minni­legri óperu­upp­lifun fyrir gesti. „Þegar áheyr­endur mæta í Iðnó stíga þau inn í tíma­vél sem flytur þau til Reykja­víkur í byrjun 20. ald­ar. Flytj­endur eru í hlut­verkum stað­ar­hald­ara Iðnó, þjóna til borðs og leika í kringum áheyr­endur sem njóta mat­ar, drykkj­ar, söngs og hljóð­færa­leiks fram eftir kvöld­i.“

Auglýsing
Fyrir þá sem eru ókunnir verk­inu þá er Così fan tutte ein þekktasta og vin­sælasta ópera Moz­arts. Óperan fjallar um tvo vini, Gugli­elmo og Ferrando sem fara í veð­mál við Don Alfonso sem er eldri og þyk­ist vitr­ari. Don Alfonso telur að allar konur séu ótrú­ar, eða að allar konur séu eins (líkt og tit­ill­inn, Cosi fan tutte, gefur til kynna). Þeir ákveða að dul­búa sig og sanna það fyrir Don Alfonso að þeirra kærustur Fior­diligi og Dora­bella séu vissu­lega trúar sama hvað. Þetta hefur í för með sér skemmti­lega og fyndna atburða­rás sem endar með ósköp­um. 

Vilja láta óperu­list­formið blómstra

Að sögn Jónu er um að ræða fyrsta stóra verk­efnið sem Kamm­eróperan skipu­leggur og mikil spenna er hjá hópnum vegna þessa. „Við von­umst til að sjá sem flesta á sýn­ing­unum 26. og 27. októ­ber og er þetta kjörin sýn­ing bæði fyrir óperu­unn­endur en einnig fyrir þá sem aldrei hafa farið á óperu.

Við viljum láta óperu­list­formið blómstra enn frekar hér­lend­is. Stétt óperu­söngv­ara hefur staðið í ströngu und­an­farin ár og er þá enn mik­il­væg­ara að skapa verk­efni sem bæði vekur áhuga fólks á óperum en einnig sem veitir klass­ískum söngv­urum tekjur í sinni starfs­grein. “

Þeir sem koma að sýn­ing­unni eru Bjarni Thor Krist­ins­son sem leik­stýrir henni og Gísli Jóhann Grét­ars­son er hljóm­sveit­ar­stjóri. Söngv­arar eru Unn­steinn Árna­son sem Gugli­elmo, Egg­ert Reg­inn Kjart­ans­son sem Ferrando, Kristín Sveins­dóttir sem Dora­bella, Lilja Guð­munds­dóttir sem Fior­diligi, Jón Svavar Jós­efs­son sem Don Alfonso og Jóna sýngur sjálf hlut­verk Despinu.

Hægt er að styrkja verk­efnið hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk