Sjö orð sem skilgreindu árið 2022

Á ritstjórn Kjarnans voru nú í lok ársins tekin saman sjö orð, sem hvert um sig skilgreindu árið 2022 með sínum hætti.

2022
Auglýsing

Á rit­stjórn Kjarn­ans voru nú í lok árs­ins tekin saman sjö orð, sem hvert um sig skil­greindu árið 2022 með sínum hætti. List­inn er að sjálf­sögðu ekki tæm­andi.

fag­fjár­festir

Ríkið hélt áfram að selja hlut sinn í Íslands­banka undir lok síð­asta vetrar sem kunn­ugt er og hefur sú sala ekki verið án eft­ir­mála. Til stendur að leggja niður Banka­sýslu rík­is­ins, búið er að liggja yfir ítar­legri skýrslu rík­is­end­ur­skoð­anda um málið og fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­bank­ans athugar enn ákveðna þætti í ferl­inu.

Orðið fag­fjár­festir er eitt þeirra sem varð nokkuð fyr­ir­ferð­ar­mikið í umræðu um söl­una. Nið­ur­staða Rík­is­end­ur­skoð­unar var að fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neytið og Banka­­sýslan hefðu ekki upp­lýst næg­i­­lega vel hvað fólst í settum skil­yrðum um „hæfa fjár­­­festa“ við söl­una í Íslands­­­banka. Upp­­lýs­ingar um hvort fjár­­­festar væru hæfir byggðu í ein­hverjum til­­­fellum á upp­­lýs­ingum frá þeim sjálf­um, en eng­inn mið­lægur gagna­grunnur er til um slíka fjár­­­festa á Íslandi. Mat sölu­ráð­gjafa á hæfi fjár­­­festa sætir eft­ir­liti Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins.

kyn­þátta­mörkun

Orðið kyn­þátta­mörkun er íslensk þýð­ing á enska hug­tak­inu racial profil­ing, sem kom inn í umræð­una hér á landi í vor í kjöl­far þess að sami ung­lings­pilt­ur­inn þurfti í tvígang að sæta afskiptum lög­reglu, einu sinni í stræt­is­vagni og svo aftur þar sem hann sat í bak­arí með móður sinni.

Auglýsing

Með hug­tak­inu er átt við það þegar kyn­þáttur og/eða húð­litur er not­aður til þess að skil­­greina ein­stak­l­inga eða hópa fólks og mis­­munun gagn­vart þeim rétt­lætt á þeim for­­send­­um.

„Slík flokkun fólks bygg­ist oft á ómeð­­vit­aðri hlut­­drægni. Í lög­­­gæslu birt­ist þetta með þeim hætti að ein­stak­l­ingur eða hópur fólks er grun­aður um sak­­næmt athæfi vegna kyn­þáttar og/eða húð­litar frekar en sönn­un­­ar­­gagna. Ýmsar þýð­ingar hafa komið fram á racial profil­ing, t.d. kyn­þátta­miðuð lög­­­gæsla, kyn­þátta­miðuð grein­ing, kyn­þátta­blóri og sjálf­­sagt fleiri. Við teljum ekk­ert þess­­ara orða heppi­­legt en mik­il­vægt að hafa gott íslenskt orð um þetta hug­tak,“ skrif­uðu þau Claudia Ashanie Wil­son, Eiríkur Rögn­valds­son, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sig­urð­ar­dótt­ir, Gísli Páls­son og Sema Erla Serdaroglu í aðsendri grein sem birt­ist á vef Kjarn­ans í maí.

stýri­vaxta­hækkun

Ekki er hægt að horfa fram hjá orð­inu stýri­vaxta­hækkun þegar litið er yfir árið 2022. Síð­asta vaxta­hækkun bank­ans, þann 23. nóv­em­ber, setti meg­in­vexti bank­ans upp í 6 pró­sent, og vaxta­hækk­anir bank­ans eru nú orðnar tíu í röð.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mynd: Bára Huld Beck

Aðgengi lands­manna að pen­ingum til láns er allt annað en það var í upp­hafi árs, þegar stýri­vextir Seðla­bank­ans voru ein­ungis 2 pró­sentu­stig.

inn­rás

Á alþjóða­svið­inu hefur fátt farið hærra en inn­rás Rússa í Úkra­ínu. Millj­ónir hafa þurft að leggja á flótta, heilu borg­unum hefur verið rústað, en Úkra­ínu­menn, með stuðn­ingi ríkja Atl­ants­hafs­banda­lags­ins, berj­ast enn fyrir landi sínu.

Mariupol er ein þeirra borga sem harðast hafa verið leiknar af árásarliði Rússa. Mynd: EPA

sprett­hópur

Á vett­vangi íslenskra stjórn­mála eru oftar en ekki margir starfs­hópar að störf­um, að mestu skip­aðir af ráð­herrum, full­trúum fram­kvæmda­valds­ins, til þess að skoða hin eða þessi mál ofan í kjöl­inn og leggja fram til­lögur að úrbótum eða stefnum á ein­hverjum svið­um.

Nýtt orð bætt­ist í orða­forð­ann á þessu ári, nefni­lega sprett­hóp­ur, en það er starfs­hópur sem á að vinna til­tekin mál sem þykja einkar áríð­andi hraðar en venjan er með starfs­hópa, sem venju­lega fá nokkuð rúman tíma til að vinna.

Fyrsti sprett­hóp­ur­inn tókst á við alvar­lega stöðu í mat­væla­fram­leiðslu á Íslandi og þótti standa undir nafni með kvikum aðgerð­um. Síðan þá hafa fleiri sprett­hópar verið stofn­að­ir, til dæmis einn sprett­hópur sér­fræð­ingur um hvort nýtt hverfi í Skerja­firði ógni flug­vell­inum í Vatns­mýr­inni og sprett­hópur á vegum borg­ar­innar um hávaða frá skemmt­ana­lífi í mið­bæn­um. Lítið hefur þó heyrst frá þeim sprett­hóp­um, og óljóst hvort þeir muni standa undir nafni.

saur­loft

Ástand skóla- og leik­skóla­hús­næðis í Reykja­vík­ur­borg, og raunar öðrum sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins einnig, hefur verið nokkuð í deigl­unni á árinu. Í ein­hverjum til­fellum virð­ist við­haldi hafa verið veru­lega ábóta­vant og for­síðu­frétt Frétta­blaðs­ins skömmu fyrir jól, þar sem orðið saur­loft kom fyrir í fyr­ir­sögn, krist­allar ef til vill vand­ann.

Þar var sagt frá því að aðal­or­sök slæmra loft­gæða á leik­skól­anum Granda­borg í Vest­ur­bæn­um, sem í dag starfar á þremur mis­mun­andi stöðum í borg­inni, væri skrið­kjall­ari undir skóla­bygg­ing­unni og hönnun á loft­ræsti­kerfi þess.

Auglýsing

„Enn­fremur kom í ljós að skólprör hafði farið í sundur vegna þess að húsið hefur sigið á liðnum árum. Þar af leið­andi hafði skólp seytlað ofan í jarð­veg í kjall­ar­an­um. Loft­ræsti­kerfið blæs svo lofti úr kjall­ar­an­um, upp í hús­næði leik­skól­ans,“ sagði í minn­is­blaði sem tekið var saman af skóla- og frí­stunda­sviði borg­ar­inn­ar.

vind­orku­ver

Á árinu voru sett fram áform um fjölda­mörg vind­orku­ver á Íslandi og eru sveit­ar­fé­lög vítt og breitt um landið að skoða slík mál. Hvað fram­tíðin ber í skauti sér í þessum efnum er nokkuð óljóst, en ljóst er að umræðan um beislun vind­orkunnar á Íslandi er komin til að vera.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk