Skíðað með heimamönnum ... á YouTube

Forfallinn fjallaskíðamaður ætlar að gera skíðaþætti með topp skíða- og brettafólki og sýna þá á YouTube. Hann safnar nú fyrir fyrsta þættinum á Karolina Fund.

Auglýsing
Smári Stefánsson
Smári Stefánsson

Smári Stef­áns­son er for­fall­inn fjalla­skíða­mað­ur, hann hefur verið á skíðum frá því hann man eftir sér­ en hefur verið á fjalla­skíðum síðan 2004 en hann kynnt­ist þeim þegar hann var við nám í Nor­eg­i.­Smári veit fátt betra en að standa efst í krefj­andi skíða­leið með smá adrena­lín í æðunum og klár í slag­inn. Nú hefur hann ákveðið að búa til fjalla­skíða­þætti fyrir YouTube og hafið söfnun á Karol­ina Fund fyrir pilot þætt­i.­Smári hefur einnig búið til síðu á Face­book þar sem hægt er að fylgj­ast með­ verk­efn­in­u. 

Hann segir hug­mynd­ina að verk­efn­inu hafa vaknað þegar hann var að fylgj­ast með öðru verk­efni á YouTube sem nefn­ist The Fifty Project. „Mig lang­aði að gera eitt­hvað svipað hér heima. Eftir að hafa gengið með hug­mynd­ina í mag­anum í nokkurn tíma og hún­ ­þró­ast og þroskast ákvað ég að kýla á þetta nún­a.“

Auglýsing
Verkefnið snýst um að Smári fer í mis­mun­andi lands­hluta og skíðar með heima­fólki. „Skíða­leið­irnar verða ­gjarnan krefj­andi leiðir sem ekki fá margar heim­sóknir og í ein­hverjum til­fellum verður um frum­ferð­ir að ræða. Það er því mik­il­vægt að fólkið sem mun skíða með mér, heima­fólk­ið, séu öfl­ugir skíðarar sem ráða við að skíða við krefj­andi aðstæð­ur. Í þátt­unum munum við sýna frá und­ir­bún­ingnum fyr­ir­ ­ferð, spjall­inu á leið­inni upp og svo að sjálf­sögðu flott til­þrif á leið­inni nið­ur. Þetta verður s.s. ekki bara skemmtun heldur verður mögu­legt að pikka upp ein­hvern fróð­leik um ákvarð­ana­töku m.t.t. að­stæðna o.fl.“

Mynd: AðsendHann seg­ist vera kom­inn í sam­bandi við fólk í mis­mun­andi lands­hlut­um, topp skíða- og bretta­fólk, til að skíða með og að allir hafi tek­ið vel í að taka þátt. „Ég vil hins vegar ekki gefa upp nein nöfn eins og staðan er þar sem enn er alls óvíst hvar fyrsti þáttur verður tek­inn upp, það mun fara eftir aðstæð­um. Eins eigum við eftir að sjá hversum marga þætti við munum hafa bol­magn til að ger­a. Það er samt gaman að segja frá því að ég er kom­inn með mann sem mun sjá um upp­tökur og alla ­mynd­vinnslu, sá heitir Norris Nim­an. Norris er ekki bara frá­bær á mynda­vél­inni heldur er hann einnig ­góður skíða­maður sem er nauð­syn­legt fyrir svona verk­efni. Að hafa Norris með þýðir ein­fald­lega að ég og „heima­menn­irn­ir“ munum líta vel út á skján­um.“

Hér er hægt að taka þátt í söfn­un­inni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiFólk