Vilja klára síðustu plötu Eika Einars og koma öllum plötunum hans á Spotify

Síðasta plata tónlistarmannsins Eika Einars var tekin upp rétt áður en hann lést árið 2021. Hópur fólks sem tengdist Eika vill halda minningu hans á lofti, klára plötuna og koma öllum plötunum hans á Spotify. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina Fund.

Cover
Auglýsing

Hall­dór Ágúst Björns­son var upp­töku­stjóri allra sex platn­anna sem Eiki Ein­ars gerði á sínum ferli. Hann hefur starfað við tón­list frá árinu 1999. Hann hefur unnið með Krumma í mínus, Dan­íel Ágúst, Svölu Björg­vins, GIG, Magn­úsi Þór, Stebba Jak og Her­berti Guð­munds­syni svo ein­hverjir séu nefnd­ir. Nú leiðir Hall­dór Ágúst verk­efni sem felur í sér að safna fjár­munum svo hægt sé að klára síð­ustu plötu Eika og koma öllum plötum hans á Spoti­fy. Safnað er fyrir verk­efn­inu á Karol­ina Fund. 

Eiki ásamt útvarpsmanninum Andra Frey Viðarssyni í miklu stuði.  Mynd: Aðsend

Hall­dór Ágúst segir að hug­myndin að verk­efn­inu hafi kviknað þegar hann fór Tor­revi­eja á Spáni í lok júní 2021 til að taka upp sjöttu plötu Eika,  sem ber tit­il­inn „Frá­bært". „Upp­tökur fóru fram í júní og júlí. Eiki kláraði alla sína grunna og svo kom Emil Hreiðar Björns­son til okkar til að taka upp kassagít­ara og ein­hverja raf­gít­ara.­Upp­tökur klár­uð­ust í lok júlí og við héldum heim. Við fengum síðan þær hörmu­legu fréttir stuttu síðar að Eiki hefði lát­ist skyndi­lega. Við náðum sem betur fer að taka upp alla grunna fyrir plöt­una en eftir var að klára allan trommu­leik, bassa­leik, ein­hverja sólógít­ara, hljóð­gervla vinnslu, hljóð­blöndun og tón­jöfn­un. Öllum sem þekktu til þótti það frá­leitt að klára ekki þessa síð­ustu og bestu plötu Eika, að mínu mati, og því ákváðum við að efna til þess­arar söfn­un­ar.“

Auglýsing
Hann segir að sam­starf sitt og Eika hafi haf­ist snemma árs 2009. „Eiki gekk einn dag­inn inn í studíó til mín með raf­magns­gítar og sagð­ist vilja gera plötu. Hann var bara einn, ekki með neina hljóm­sveit á bak­við sig. Ég hafði ekki tekið að mér að „pródúsa" fyrir aðra lista­menn áður en mig hafði alltaf langað til þess.Ég sagði því já við Eika og við hóf­umst handa stuttu síð­ar. Fyrstu plötu Eika „Ég er með hug­mynd" var ein­stak­lega vel tek­ið, hann fékk til dæmis fjórar stjörnur af fimm mögu­legum í plötu­dómi Arn­ars Egg­erts Thorodd­sen.“

Dóm­inn má lesa hér að neð­an:

Eiki Ein­ars – ...ég er með hug­mynd! ****

Eiki þessi er (var?) for­maður íslensks Bítla­klúbbs en stígur hér fram með nokk kersknis­lega og bara býsna skemmti­lega sóló­plöt­u. ­Full­komið dæmi um hversu gef­andi það getur verið að slægj­ast eftir gull­molum í gras­rót­inni. Lögin fara snið­ug­lega á svig við hefð­bundna ­dæg­ur­laga­bygg­ingu, sækja grunn­inn til gull­aldar dæg­ur­lag­arokks­ins, sjö­unda ára­tug­ar­ins, og halda þannig athygl­inni út í gegn. Bráð­vel heppnuð plata.

Arnar Egg­ert Thorodd­sen, 12. októ­ber 2009

Hall­dór Ágúst segir það vera fáheyrt að krist­inni plötu væri jafn vel tekið og hann varð upp frá þessu upp­töku­maður og útsetj­ari á öllum plötum Eika. „Það var virki­lega gaman að vinna með hon­um. Ástríða hans var óhemju mik­il. Mér þykir skemmti­leg­ast að vinna með fólki sem gerir þetta af ástríð­u.  Við gerðumnýja plötu sirka annað hvert ár.  Eiki flutti síðan til Spánar í kring um 2017 að mig minn­ir. Tækn­inni hafði fleytt fram í tón­list­ar­geir­an­um ­sem gerði mér kleift að ferð­ast með studíó­ið í hand­far­angrin­um. Ég fór því til Spánar á sumrin og við kláruðum upp­tökur á þremur plötum frá árinu 2018 til 2021.Ég hvet alla til að styrkja þetta verk­efni svo hægt sé að varð­veita öll verk Eika Ein­ars í heild sinni, þannig getur hann verið með okkur í anda um aldir alda.“

Mark­mið verk­efn­is­ins er að koma öllum plötum Eika á Spotify og aðrar tón­list­ar­veit­ur. „Hann var frá­bær tón­list­ar­maður með sinn sér­staka eigin stíl, sem fáum tekst að finna. Stefnt er á að prenta 50 ein­tök af geisla­diskum afplöt­unni "Frá­bært". Hana er ein­ungis hægt að nálg­ast á söfn­un­ar­síðu Karol­ina Fund.  Platan inni­heldur 10 lög sem voru öll hljóð­rituð rétt áður en hann lést.  Þessi plata er að mínu mati besta platan hans.“

Hér er hlekkur á söfn­un­ina.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk