Vilja klára síðustu plötu Eika Einars og koma öllum plötunum hans á Spotify

Síðasta plata tónlistarmannsins Eika Einars var tekin upp rétt áður en hann lést árið 2021. Hópur fólks sem tengdist Eika vill halda minningu hans á lofti, klára plötuna og koma öllum plötunum hans á Spotify. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina Fund.

Cover
Auglýsing

Hall­dór Ágúst Björns­son var upp­töku­stjóri allra sex platn­anna sem Eiki Ein­ars gerði á sínum ferli. Hann hefur starfað við tón­list frá árinu 1999. Hann hefur unnið með Krumma í mínus, Dan­íel Ágúst, Svölu Björg­vins, GIG, Magn­úsi Þór, Stebba Jak og Her­berti Guð­munds­syni svo ein­hverjir séu nefnd­ir. Nú leiðir Hall­dór Ágúst verk­efni sem felur í sér að safna fjár­munum svo hægt sé að klára síð­ustu plötu Eika og koma öllum plötum hans á Spoti­fy. Safnað er fyrir verk­efn­inu á Karol­ina Fund. 

Eiki ásamt útvarpsmanninum Andra Frey Viðarssyni í miklu stuði.  Mynd: Aðsend

Hall­dór Ágúst segir að hug­myndin að verk­efn­inu hafi kviknað þegar hann fór Tor­revi­eja á Spáni í lok júní 2021 til að taka upp sjöttu plötu Eika,  sem ber tit­il­inn „Frá­bært". „Upp­tökur fóru fram í júní og júlí. Eiki kláraði alla sína grunna og svo kom Emil Hreiðar Björns­son til okkar til að taka upp kassagít­ara og ein­hverja raf­gít­ara.­Upp­tökur klár­uð­ust í lok júlí og við héldum heim. Við fengum síðan þær hörmu­legu fréttir stuttu síðar að Eiki hefði lát­ist skyndi­lega. Við náðum sem betur fer að taka upp alla grunna fyrir plöt­una en eftir var að klára allan trommu­leik, bassa­leik, ein­hverja sólógít­ara, hljóð­gervla vinnslu, hljóð­blöndun og tón­jöfn­un. Öllum sem þekktu til þótti það frá­leitt að klára ekki þessa síð­ustu og bestu plötu Eika, að mínu mati, og því ákváðum við að efna til þess­arar söfn­un­ar.“

Auglýsing
Hann segir að sam­starf sitt og Eika hafi haf­ist snemma árs 2009. „Eiki gekk einn dag­inn inn í studíó til mín með raf­magns­gítar og sagð­ist vilja gera plötu. Hann var bara einn, ekki með neina hljóm­sveit á bak­við sig. Ég hafði ekki tekið að mér að „pródúsa" fyrir aðra lista­menn áður en mig hafði alltaf langað til þess.Ég sagði því já við Eika og við hóf­umst handa stuttu síð­ar. Fyrstu plötu Eika „Ég er með hug­mynd" var ein­stak­lega vel tek­ið, hann fékk til dæmis fjórar stjörnur af fimm mögu­legum í plötu­dómi Arn­ars Egg­erts Thorodd­sen.“

Dóm­inn má lesa hér að neð­an:

Eiki Ein­ars – ...ég er með hug­mynd! ****

Eiki þessi er (var?) for­maður íslensks Bítla­klúbbs en stígur hér fram með nokk kersknis­lega og bara býsna skemmti­lega sóló­plöt­u. ­Full­komið dæmi um hversu gef­andi það getur verið að slægj­ast eftir gull­molum í gras­rót­inni. Lögin fara snið­ug­lega á svig við hefð­bundna ­dæg­ur­laga­bygg­ingu, sækja grunn­inn til gull­aldar dæg­ur­lag­arokks­ins, sjö­unda ára­tug­ar­ins, og halda þannig athygl­inni út í gegn. Bráð­vel heppnuð plata.

Arnar Egg­ert Thorodd­sen, 12. októ­ber 2009

Hall­dór Ágúst segir það vera fáheyrt að krist­inni plötu væri jafn vel tekið og hann varð upp frá þessu upp­töku­maður og útsetj­ari á öllum plötum Eika. „Það var virki­lega gaman að vinna með hon­um. Ástríða hans var óhemju mik­il. Mér þykir skemmti­leg­ast að vinna með fólki sem gerir þetta af ástríð­u.  Við gerðumnýja plötu sirka annað hvert ár.  Eiki flutti síðan til Spánar í kring um 2017 að mig minn­ir. Tækn­inni hafði fleytt fram í tón­list­ar­geir­an­um ­sem gerði mér kleift að ferð­ast með studíó­ið í hand­far­angrin­um. Ég fór því til Spánar á sumrin og við kláruðum upp­tökur á þremur plötum frá árinu 2018 til 2021.Ég hvet alla til að styrkja þetta verk­efni svo hægt sé að varð­veita öll verk Eika Ein­ars í heild sinni, þannig getur hann verið með okkur í anda um aldir alda.“

Mark­mið verk­efn­is­ins er að koma öllum plötum Eika á Spotify og aðrar tón­list­ar­veit­ur. „Hann var frá­bær tón­list­ar­maður með sinn sér­staka eigin stíl, sem fáum tekst að finna. Stefnt er á að prenta 50 ein­tök af geisla­diskum afplöt­unni "Frá­bært". Hana er ein­ungis hægt að nálg­ast á söfn­un­ar­síðu Karol­ina Fund.  Platan inni­heldur 10 lög sem voru öll hljóð­rituð rétt áður en hann lést.  Þessi plata er að mínu mati besta platan hans.“

Hér er hlekkur á söfn­un­ina.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiFólk