Markmiðin útiloka ekki takmark SÞ um 2°C hlýnun

Sameinuðu þjóðirnar eru bjartsýnar fyrir loftslagsráðstefnuna í París. Takmarkið um aðeins tveggja gráðu hlýnun er enn mögulegt.

Christiana Figueres er framkvæmdastjóri loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Hún segist enn bjartsýn um að hægt sé að ná markmiðum SÞ.
Christiana Figueres er framkvæmdastjóri loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Hún segist enn bjartsýn um að hægt sé að ná markmiðum SÞ.
Auglýsing

Eftir að hafa farið yfir lofts­lags­mark­mið 146 ríkja heims­ins hafa Sam­ein­uðu þjóð­irnar (SÞ) kom­ist að nið­ur­stöðu um að það sé ekki úti­lokað að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum árið 2100. Stefnu­mót­un­ar­mark­mið ríkj­anna eru til 15 ára; til 2030. Sam­kvæmt spám verður mann­kynið búið að nýta meira en helm­ing „út­blást­urs­heim­ilda“ sinna áður en þessi 15 ár eru lið­in.

Skrif­stofa lofts­lags­breyt­inga hjá SÞ segir mann­kynið þurfa að taka enn stærri skref árið 2030 til að koma í veg fyrir alvar­leg áhrif á loft­sag jarð­ar. Ekki verður hægt að koma í veg fyrir eða snúa þeirri þróun við.

„Í fyrsta sinn hefur alheims­á­tak átt sér stað í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Það styrkir trú okkar á því að hægt verði að ná mark­mið­inu um hlýnun undir 2°C,“ segir í skýrslu um stefnu­mót­un­ar­mark­mið­in. „Fram­lög þjóð­anna gefa okkur nýja von um að við getum skilið okkur frá hinu versta.“

Auglýsing

Í til­kynn­ingu frá lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna segir einnig að þeim mun lengur sem beðið er með að grípa til aðgerða verði erf­ið­ara að grípa inn í. Áætl­anir þess­ara 146 ríkja munu hafa áhrif á 86 pró­sent útblást­urs gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í heim­in­um. Kýótó-­bók­unin náði aðeins utan um fjórð­ung þess sem nú verður rætt á lofts­lags­ráð­stefn­unni í París í des­em­ber.

„Mark­miðin geta tak­markað hlýnun jarðar árið 2100 í 2,7 gráð­ur, gangi spár eft­ir. Það er alls ekki nóg en mun lægra en því sem spáð er án þess­ara mark­miða,“ er haft eftir Christ­i­ana Figu­er­es, fram­kvæmda­stjóri lofts­lags­ráð­stefnu SÞ, í til­kynn­ing­unni.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bílaleigubílum í umferð fjölgar milli mánaða
Bílaleigur hafa fjölgað bílum í umferð um tæplega 2.500 á milli mánaða. Flotinn heldur samt sem áður áfram að minnka og hann er núna fimmtungi minni en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Alvarleg hættumerki sem kalli á að rödd Íslands verði að vera háværari
Formaður Viðreisnar telur að valdboðsstjórnmál séu víða að ryðja sér til rúms þar sem óþolinmæði leiðtoga gagnvart réttarríkinu, mannréttindum, fjölmiðlum og lýðræði sé sýnilega að aukast. Henni líst ekki á að Ingibjörg Sólrún láti af störfum hjá ÖSE.
Kjarninn 14. júlí 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Spjallað við Herdísi Stefánsdóttur
Kjarninn 14. júlí 2020
Á gangi í Piccadily Circus í London.
Takmarkanir settar á að nýju – andlitsgrímur skylda í verslunum á Englandi
„Ég vil vera hreinskilinn við ykkur: Við munum ekki snúa til sömu lífshátta í fyrirsjáanlegri framtíð,“ segir framkvæmdastjóri WHO. Enn og aftur hafa ýmsar takmarkanir verið settar á, m.a. í Kaliforníu þar sem smitum hefur fjölgað gífurlega hratt síðustu
Kjarninn 14. júlí 2020
Í matsskýrslu kemur fram að Arctic Sea Farm áformi að hefja laxeldi á þremur svæðum í Arnarfirði: í Trostansfirði, við Hvestudal og við Lækjarbót.
Eldið í Arnarfirði myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa
Samanlagt mun núverandi og fyrirhugað laxeldi í Arnarfirði verða 20 þúsund tonn. Þar með yrði burðarþoli fjarðarins að mati Hafró náð. Eldið myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa með tilliti til erfðablöndunar og laxalúsar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None