Hagfræðingar vissir um að Seðlabanki Bandaríkjanna hækki vexti í desember

Seðlabanki Bandaríkjanna hefur haldið vöxtum í 0,25 prósentustigum í meira en sjö ár. Nú veðja fjárfestar á að hækkunarferli sé að hefjast.

Janetyellen.jpg
Auglýsing

Um 92 pró­sent þeirra hag­fræð­ingar sem Wall Street Journal spurði álits á því, hvort Seðla­banki Banda­ríkj­anna muni hefja hækk­un­ar­ferli á stýri­vöxtum í des­em­ber, telja að bank­inn muni gera það. Þar með mun ljúka rúm­lega sjö ára tíma­bili þar sem bank­inn hefur haldið stýri­vöxtum nálægt núlli, eða í 0,25 pró­sent­u­m. 

Ekk­ert er þó gefið í þessum efn­um, þar sem Seðla­bank­inn hefur allt þetta ár gefið vís­bend­ingar um að hækkun á vöxtum sé framund­an, án þess að nefna nákvæm­lega hvenær hækk­un­ar­ferlið geti haf­ist. 

Janet Yellen, seðla­banka­stjóri Banda­ríkj­anna, hefur sagt að bank­inn þurfi að horfa til margra þátta þegar metið er hvenær rétt sé að hækka vexti. Staða efna­hags­mála í Banda­ríkj­unum hefur farið batn­andi á und­an­förnum miss­erum, en atvinnu­leysi er komið niður í fimm pró­sent og útlit er fyrir að hag­vöxtur verði á milli tvö til þrjú pró­sent. 

AuglýsingÞað er helst þróun mála á alþjóða­mörk­uðum sem hefur gert ákvörðun um tíma­setn­ingu vaxta­hækk­unar snúna. Þannig hefur Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hvatt seðla­bank­anum til þess að horfa vel til aðstæðna á heims­mörk­uðum þegar tíma­setn­ing vaxta­hækk­unar er ákveð­in. 

Mörg ríki, ekki síst þau sem eiga mikið undir útflutn­ingi á olíu og ýmsum hrá­vörum, súpa nú seyðið af mik­illi verð­lækkun á mörk­uð­um. Þannig hefur heims­mark­aðs­verð á olíu lækkað um tæp­lega 60 pró­sent á um tólf mán­uð­um, með til­heyr­andi nei­kvæðum áhrifum á efna­hag landa sem eiga mikið undir olíu­geir­an­um. Það eru meðal ann­ars ríki eins og Rúss­land, Nor­eg­ur, Brasilía og Níger­í­a. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirmaður Max mála hjá Boeing rekinn
Tilkynnt var um brottreksturinn á stjórnarfundi Boeing í San Antonio í Texas. Forstjóri félagsins hrósaði Kevin McAllister fyrir vel unnin störf.
Kjarninn 22. október 2019
Tímaáætlun um Brexit felld í breska þinginu
Boris Johnson forsætisráðherra segir að nú sé óvissa uppi hjá bresku þjóðinni. Hann lýsti yfir vonbrigðum, en sagði að Bretland myndi fara úr Evrópusambandinu, með einum eða öðrum hætti.
Kjarninn 22. október 2019
HÚH! Best í heimi
Hnitmiðað, áleitið, fyndið!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um HÚH! Best í heimi þar sem leikhópurinn RaTaTam er í samvinnu við Borgarleikhúsið.
Kjarninn 22. október 2019
Vilja fjölga farþegum í innanlandsflugi um fimmtung
Stjórnvöld ætla sér að bæta grundvöll innanlandsflug hér á landi og er markmiðið að fjöldi farþega með innanlandsflugi verði 440 þúsund árið 2024 en það er rúmlega 70.000 fleiri farþegar en árið 2018.
Kjarninn 22. október 2019
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp muni rýra kjör almennings
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp, sem meðal annars fellir niður heimild þess til að skjóta málum til dómstóla, valda miklum vonbrigðum. Það mun leggjast gegn samþykkt þess.
Kjarninn 22. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Ekki draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu
Kjarninn 22. október 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Skýrsla um tilkomu Íslands á gráa listann væntanleg
Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að kynna skýrslu um aðdraganda þess að Íslandi var sett á gráa lista FAFT og hvernig stjórnvöld ætli að koma landinu af listanum.
Kjarninn 22. október 2019
Kvikan
Kvikan
Aðlögun kaþólsku kirkjunnar, peningaþvætti á Íslandi og vandræði Deutsche Bank
Kjarninn 22. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None