Nokkrir alþjóðapólitískir heitir reitir, ef svo má að orði komast, standa frammi fyrir aukinni spennu sem er bein afleiðing loftslagsbreytinga í heiminum. Þetta er umfjöllunarefni áhrifamikils myndbands Climate Connections, stofunar á vegum Yale-háskóla í Connecticut í Bandaríkjunum. Stofnunin er helguð vísandalegri nálgun í tenglsum við loftslagsbreytingar og framleiðir mánaðarlega myndbönd í þeim tilgangi.
Vísindamenn og hernarðarsérfræðingar hafa bent á vaxandi áhyggjur af áhrifum loftslagsbreytinga á stríðshrjáð svæði. Haft er eftir Kerry Emanuel, vísindamanni hjá MIT-háskólanum í Bandaríkjunum, að hér sé ekki verið að ræða um áhyggjur „hippa í sandölum“ heldur er þetta „virðulegt fólk“ sem hefur áhyggjur af „gríðarlegum alþjóðapólitískum afleiðingum um allan heim“.
Í myndbandinu má sjá fréttaskýranda CNN-sjónvarpstöðvarinnar, Christiane Amanpour, fjalla um loftslagsbreytingar og þverrandi vatnslindir sem eina af hugsanlegum orsökum stríðsins í Sýrlandi. Sýrland er á þeim stað á jörðinni hvar þurrkar hafa verið hvað mestir. Í þætti Amanpour á CNN segir að á árunum 2006 til 2010 hafi um 60 prósent sýrlensks lands orðið gríðarlegum þurrkum að bráð og drepið 80 prósent kvikfénaðar í sumum héruðum. Það hefur leitt til þess að þrír fjórðu hlutar bænda hafi misst vinnuna og fært lífsviðurværi 1,5 milljón manna úr skorðum.
„Enginn vill segja að hér sé um bein tengsl að ræða, en þurrkarnir hafa tvístrað hópum í dreifðum byggðum og rekið til yfirfullra borga og þannig lagt gríðarlegar efnahagslegar og félagslegar birgðar á fyrirfram brotið samfélag,“ segir Amanpour.
Myndband Yale Climate Connections má sjá hér að ofan.