Sýndarveruleiki í aðalhlutverki í nýjum leik frá CCP

Nýr tölvuleikur frá CCP byggir á sýndarveruleika og framkvæmdastjórinn segir það marka tímamót í sögu fyrirtækisins.

Með augum söguhetjunnar.
Með augum söguhetjunnar.
Auglýsing

Tölvuleikurinn Gunjack frá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu CCP kemur út í dag en það er fyrsti tölvuleikur CCP sem krefst þess að spilarinn noti sýndarveruleikabúnað til að spila. Leikurinn gerist í EVE-heiminum þar sem EVE Online tölvuleikurinn gerist líka en það er langvinsælasti tölvuleikur CCP. Frá þessu var greint í fréttatilkynningu í morgun.

Notast verður við Samsung Gear VR-búnaðinn til að spila leikinn. Samsung-snjallsíma af sérstakri gerð er komið fyrir í gleraugum sem notandinn ber svo á hausnum á sér auk heyrnatóla. Með hverri hreyfingu spilarans birtist ný mynd á skjánum svo það er eins og hann sé raunverulega staddur á fjarlægri plánetu að berjast við vélmenni.

„Sýndarveruleiki mun skipa stóran sess í afþreygingariðnaði framtíðarinnar,“ lætur Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, hafa eftir sér í fréttatilkynningunni. Hann segir leikinn því marka ákveðin tímamót í sögu fyrirtækisins. 

Auglýsing

Gunjack var að mestu þróaður í Shangai þar sem CCP er með starfstöð. Framleiðslustjóri leiksins, Jean-Charles Gaudechon, segir markmiðið hafa verið að ná því besta út úr þessari nýju tækni sýndarveruleikans. „Við þróun leiksins reyndum við að nýta þessa nýju tækni til hins ýtrasta þannig að spilari leiksins fari í annan heim þegar hann setur á sig Gear VR-búnaðinn,“ er haft eftir Caudechon.

Fleiri fyrirtæki og samtök hafa reynt sýndarveruleikann til að færa það sem áður virtist óraunverulegt að vitum fólks. Má þar nefna UNICEF á Íslandi sem færði fólk í flóttamannabúðir í Jórdaníu með sama búnaði. Möguleikar tækisins eru því miklir, bæði í heimi afþreygingar og upplýsingamiðlun.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None