Bretar ætla að gefa túrtappaskatttekjur í góðgerðarmál

Túrtappar
Auglýsing

George Osborne, fjár­mála­ráð­herra Breta, til­kynnti í dag að Bret­land muni gefa allar skatt­tekjur vegna skatts sem lagður er á túrtappa og dömu­bindi til­ ­góð­gerð­ar­mála í þágu kvenna. Þetta kom fram í ræðu sem hann flutti í dag um fram­gang fjár­hags­á­ætl­unar rík­is­stjórnar Íhalds­flokks­ins. Um er að ræða 15 millj­ónir punda á ári, eða um þrjá millj­arða króna. Frá þessu er greint á vef Business Insider.

Sam­kvæmt Evr­ópu­reglum verður að leggja að minnsta kosti fimm ­pró­sent virð­is­auka­skatt á ýmsar hrein­læt­is­vör­ur, meðal ann­ars túrtappa og dömu­bindi, þar sem þær telj­ast vera lúx­us-vör­ur. Alls hafa um þrjú hund­ruð ­þús­und manns í Bret­landi skrifað undir áskorun á stjórn­völd að afnema slík­an skatt.

Rík­is­stjórn Verka­manna­flokks­ins lækk­aði skatt­inn úr 17,5 ­pró­sent í fimm pró­sent árið 2000 en gat ekki lækkað hann meira vegna reglna ­Evr­ópu­sam­bands­ins. Osborne sagði að rík­is­stjórnin ætl­aði áfram sem áður að ­þrýsta á Evr­ópu­sam­bandið að afleggja þann fimm pró­sent skatt sem enn er á vör­unum en þangað til að það bæri árangur myndi ríkið gefa allar tekjur sem skatt­ur­inn skil­aði til góð­gerð­ar­mála í þágu kvenna.

Auglýsing

„Hvers vegna er verið að skatt­leggja á mér leg­ið?“

Dömu­bindi og túrtappar voru til umræðu á Alþingi Íslend­inga í síð­ustu viku þegar Heiða Kristín Helga­dótt­ir, þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar­, ­spurði Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hvort unnið væri að því að lækka virð­is­auka­skatt á þær vör­ur. Heiða Kristín spurði: „Hvers vegna er verið að skatt­leggja á mér leg­ið?“.

Í ræðu sinni vakti Heiða Kristín athygli á því að virð­is­auka­skatt­ur á smokka, bleiur og bleiu­fóður hafi verið lækk­aður í aðgerðum fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra þar sem vöru­gjöld voru afnumin og virð­is­auka­skattur á ýmsar vörur lækk­að­ur­. Virð­is­auka­skattur á dömu­bindi og túrtapa hafi hins vegar verið lát­inn ver­a á­fram 24 pró­sent.

Bjarni sagði í svari sínu að breyt­ing­arnar á virð­is­auka­skatts­kerf­inu hafi verið ætl­aðar að létta barna­fjöl­skyldum inn­kaup.

Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None