Business Insider tekur saman lista yfir mikilvægustu hlutina sem eru að gerast í heiminum í dag.
- Mark Zuckerberg ætlar að gefa 99 prósent af hlutabréfum
sínum í Facebook á meðan að hann lifir. Þetta tilkynnti hann í opnu bréfi til
nýfæddrar dóttur sinnar Max.
- Kona var handtekin í úthverfi Parísar í gær grunuð um
tengsl við millilið við eina manninn sem hefur verið ákærður í tengslum við
hryðjuverkarárásirnar sem framdar voru í borginni í síðasta mánuði.
- Stjórn Yahoo er að velta því fyrir sér að selja
kjarna-internetstarfsemi sína. Hún er metin á minna en núll.
- Rússar gætu fryst framkvæmdir á Turkish Stream gasleiðslunni
í nokkur ár vegna þess að Tyrkir skutu niður rússneska herþotu.
- Citigroup ætlar að halda bónusgreiðslum til miðlara og
annarra starfsmanna óbreyttum á milli ára, samkvæmt heimildum Bloomberg.
- Fjöldi fólks slasaðist eftir sprengingu í námunda við
neðanjarðarlestarstöð í Istanbul.
- Evan Williams, einn stofnenda Twitter, hefur selt 1,8
milljón hluti í fyrirtækinu. Hann fékk 47 millljónir dala, um 6,1 milljarð
króna, fyrir.
- Bandaríkin ætla að senda nýjan afla af
sérsveitarhermönnum til Írak til að berjast gegn ISIS þar og í Sýrlandi.
- Vöxtur í
alþjóðlegri framleiðslu hét áfram að dragast saman í nóvember. Styrkur markaða
í Evrópu og Bandaríkjunum hefur þó vegið upp á móti veikingu nýmarkaða,
sérstaklega í Asíu.
- Brian Krzanich, forstjóri Intel, notaði leynisjóð til að
ýta úr vör nýjum tölvuflögum fyrirtækisins.
Auglýsing