Lagt er til að 22 listamenn fái samtals 69,5 milljónir króna í heiðurslaun listamanna á næsta ári. Á meðal þeirra sem eru á listanum eru Guðbergur Bergsson, Megas, Gunnar Eyjólfsson, Edda Heiðrún Backman og Atli Heimir Sveinsson. Launin eru frá 3.862 þúsund krónum á ári til 3.089 þúsund krónur á ári. Þetta kemur fram í breytingartillögu allsherjar- og menntamálanefndar við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2016.
Þeim sem eru á listanum fækkar um einn mili ára en samkvæmt lögum mega að hámarki 25 þiggja slík laun á hverjum tíma. Heiðurslaun listamanna eru veitt listamanni að fullu til sjötíu ára aldurs og skulu vera þau sömu og starfslaun listamanna eru á hverjum tíma. Eftir sjötugt verða þau 80 prósent af starfslaunum.
Hluti þeirra sem þiggja heiðurslaunin eru enn starfandi. Á meðal þeirra er Guðbergur Bergsson, sem skrifar m.a. pistla í DV. Nokkrir pistla hans á þessu ári hafa þótt umdeildir, m.a. þegar hann hæddist af frásögn Hallgríms Helgasonar af kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir og þegar hann ásakaði fólk um samúðarhræsni vegna viðbragða við fréttum af flóttamannavandanum í Evrópu.
Hér að neðan má sjá lista yfir þá sem lagt er til að fái launin á næsta ári. Allar tölur eru í þúsundum króna:
- Atli Heimir
Sveinsson (3.089)
- Edda Heiðrún
Backman(3.862)
- Erró (3.089)
- Guðbergur
Bergsson (3.089)
- Gunnar
Eyjólfsson (3.089)
- Hannes
Pétursson (3.089)
- Jóhann
Hjálmarsson (3.089)
- Jón Nordal (3.089)
- Jón
Sigurbjörnsson (3.089)
- Jónas
Ingimundarson (3.089)
- Jórunn Viðar
(3.089)
- Kristbjörg
Kjeld (3.089)
- Magnús
Pálsson (3.089)
- Matthías
Johannessen (3.089)
- Megas (3.089)
- Sigurður A.
Magnússon (3.089)
- Vigdís
Grímsdóttir (3.862)
- Vilborg
Dagbjartsdóttir (3.089)
- Þorbjörg
Höskuldsdóttir (3.089)
- Þorsteinn
frá Hamri (3.089)
- Þráinn
Bertelsson (3.089)
- Þuríður
Pálsdóttir (3.089)
Samtals 69.508