Enn stefnt að því að skila tillögu að sölu Landsbankans fyrir mánaðarmót

Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins
Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins
Auglýsing

Banka­sýsla rík­is­ins stefnir enn að því að skila Bjarna Bene­dikts­syn­i, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, til­lögum um sölu­með­ferð á 30 pró­sent hlut ­eign­ar­hlut rík­is­ins í Lands­bank­anum fyrir 31. jan­úar næst­kom­andi. Þetta ­segir Jón Gunnar Jóns­son, for­stjóri Banka­sýsl­unn­ar, í sam­tali við Kjarn­ann. Stöðu­skýrsla um hvar málið sé statt er vænt­an­leg innan skamm­s. 

Aðspurður um hvort þær til­lögur verði gerðar opin­berar seg­ir Jón Gunnar að hann muni leggja það til að svo verði.

Auglýsing

Sam­kvæmt fjár­lögum er búist við að 71 millj­arður króna fáist ­fyrir söl­una á hlutnum í Lands­bank­an­um. Gangi þau áform eft­ir, eða ef verð­mið­inn verður hærri, mun salan vera stærsta einka­væð­ing Íslands­sög­unn­ar.

Sendu bréf í sept­em­ber

For­stjóri og ­stjórn­ar­for­maður Banka­sýslu ríks­ins sendu fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra bréf í sept­em­ber í fyrra þess efnis að stofn­unin ætl­aði að skila af sér til­lögu til ráð­herra, um ­sölu­með­ferð á 30 pró­sent eign­ar­hlut rík­is­ins í Lands­bank­an­um, fyrir 31. jan­ú­ar 2016.

Í bréfi þeirra Jóns G. Jóns­son­ar, for­stjóra Banka­sýsl­unn­ar, og Lárusar L. Blön­dal, stjórn­ar­for­manns henn­ar, sagði að Banka­sýslan hafi kynnt sér áform um sölu á allt að 30 pró­sent ­eign­ar­hlut í Lands­bank­anum í fjár­laga­frum­varpi fyrir árið 2016 sem þá hafð­i ný­lega verið lagt fram. Stofn­unin hefði þegar hafið nauð­syn­lega und­ir­bún­ings­vinn­u og áætl­aði að skila form­legri til­lögu til ráð­herra, í sam­ræmi við lög um ­sölu­með­ferð eign­ar­hluta ríks­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, fyrir 31. jan­ú­ar næst­kom­andi.

Jón Gunn­ar ­stað­festir að skila eigi til­lög­unni fyrir þá dag­setn­ingu.

Banka­sýslan verður ekki lögð niður

Kjarn­inn greind­i frá því fyrr í dag að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hefði ekki uppi áform að svo komnu máli að leggja frum­varp um ­nið­ur­lagn­ingu Banka­sýslu rík­is­ins fram að nýju. Bjarni lagði frum­varp sem fól slíka nið­ur­lagn­ingu í sér 1. apríl 2015 og sam­kvæmt frum­varpi til fjár­laga þessa árs sem lagt var fram í sept­em­ber í fyrra var ekki gert ráð fyrir nein­um fjár­munum í rekstur Banka­sýsl­unn­ar. 

Þegar fjár­lög voru afgreidd í des­em­ber var hins vegar búið að þre­falda þá upp­hæð stofnun fær á í ár frá því sem rann til­ hennar úr rík­is­sjóði árið 2015. Í stað þess að loka Banka­sýsl­unni verður hún­ ein áhrifa­mesta stofnun lands­ins í nán­ustu fram­tíð. Hún heldur á hlutum rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, er að und­ir­búa sölu á 30 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um ­sem fyr­ir­huguð er í ár, og mun taka á móti Íslands­banka þegar kröfu­haf­ar Glitnis afhenda rík­inu hann á næstu miss­er­um.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None