Enn stefnt að því að skila tillögu að sölu Landsbankans fyrir mánaðarmót

Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins
Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins
Auglýsing

Banka­sýsla rík­is­ins stefnir enn að því að skila Bjarna Bene­dikts­syn­i, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, til­lögum um sölu­með­ferð á 30 pró­sent hlut ­eign­ar­hlut rík­is­ins í Lands­bank­anum fyrir 31. jan­úar næst­kom­andi. Þetta ­segir Jón Gunnar Jóns­son, for­stjóri Banka­sýsl­unn­ar, í sam­tali við Kjarn­ann. Stöðu­skýrsla um hvar málið sé statt er vænt­an­leg innan skamm­s. 

Aðspurður um hvort þær til­lögur verði gerðar opin­berar seg­ir Jón Gunnar að hann muni leggja það til að svo verði.

Auglýsing

Sam­kvæmt fjár­lögum er búist við að 71 millj­arður króna fáist ­fyrir söl­una á hlutnum í Lands­bank­an­um. Gangi þau áform eft­ir, eða ef verð­mið­inn verður hærri, mun salan vera stærsta einka­væð­ing Íslands­sög­unn­ar.

Sendu bréf í sept­em­ber

For­stjóri og ­stjórn­ar­for­maður Banka­sýslu ríks­ins sendu fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra bréf í sept­em­ber í fyrra þess efnis að stofn­unin ætl­aði að skila af sér til­lögu til ráð­herra, um ­sölu­með­ferð á 30 pró­sent eign­ar­hlut rík­is­ins í Lands­bank­an­um, fyrir 31. jan­ú­ar 2016.

Í bréfi þeirra Jóns G. Jóns­son­ar, for­stjóra Banka­sýsl­unn­ar, og Lárusar L. Blön­dal, stjórn­ar­for­manns henn­ar, sagði að Banka­sýslan hafi kynnt sér áform um sölu á allt að 30 pró­sent ­eign­ar­hlut í Lands­bank­anum í fjár­laga­frum­varpi fyrir árið 2016 sem þá hafð­i ný­lega verið lagt fram. Stofn­unin hefði þegar hafið nauð­syn­lega und­ir­bún­ings­vinn­u og áætl­aði að skila form­legri til­lögu til ráð­herra, í sam­ræmi við lög um ­sölu­með­ferð eign­ar­hluta ríks­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, fyrir 31. jan­ú­ar næst­kom­andi.

Jón Gunn­ar ­stað­festir að skila eigi til­lög­unni fyrir þá dag­setn­ingu.

Banka­sýslan verður ekki lögð niður

Kjarn­inn greind­i frá því fyrr í dag að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hefði ekki uppi áform að svo komnu máli að leggja frum­varp um ­nið­ur­lagn­ingu Banka­sýslu rík­is­ins fram að nýju. Bjarni lagði frum­varp sem fól slíka nið­ur­lagn­ingu í sér 1. apríl 2015 og sam­kvæmt frum­varpi til fjár­laga þessa árs sem lagt var fram í sept­em­ber í fyrra var ekki gert ráð fyrir nein­um fjár­munum í rekstur Banka­sýsl­unn­ar. 

Þegar fjár­lög voru afgreidd í des­em­ber var hins vegar búið að þre­falda þá upp­hæð stofnun fær á í ár frá því sem rann til­ hennar úr rík­is­sjóði árið 2015. Í stað þess að loka Banka­sýsl­unni verður hún­ ein áhrifa­mesta stofnun lands­ins í nán­ustu fram­tíð. Hún heldur á hlutum rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, er að und­ir­búa sölu á 30 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um ­sem fyr­ir­huguð er í ár, og mun taka á móti Íslands­banka þegar kröfu­haf­ar Glitnis afhenda rík­inu hann á næstu miss­er­um.

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None