Enn stefnt að því að skila tillögu að sölu Landsbankans fyrir mánaðarmót

Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins
Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins
Auglýsing

Banka­sýsla rík­is­ins stefnir enn að því að skila Bjarna Bene­dikts­syn­i, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, til­lögum um sölu­með­ferð á 30 pró­sent hlut ­eign­ar­hlut rík­is­ins í Lands­bank­anum fyrir 31. jan­úar næst­kom­andi. Þetta ­segir Jón Gunnar Jóns­son, for­stjóri Banka­sýsl­unn­ar, í sam­tali við Kjarn­ann. Stöðu­skýrsla um hvar málið sé statt er vænt­an­leg innan skamm­s. 

Aðspurður um hvort þær til­lögur verði gerðar opin­berar seg­ir Jón Gunnar að hann muni leggja það til að svo verði.

Auglýsing

Sam­kvæmt fjár­lögum er búist við að 71 millj­arður króna fáist ­fyrir söl­una á hlutnum í Lands­bank­an­um. Gangi þau áform eft­ir, eða ef verð­mið­inn verður hærri, mun salan vera stærsta einka­væð­ing Íslands­sög­unn­ar.

Sendu bréf í sept­em­ber

For­stjóri og ­stjórn­ar­for­maður Banka­sýslu ríks­ins sendu fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra bréf í sept­em­ber í fyrra þess efnis að stofn­unin ætl­aði að skila af sér til­lögu til ráð­herra, um ­sölu­með­ferð á 30 pró­sent eign­ar­hlut rík­is­ins í Lands­bank­an­um, fyrir 31. jan­ú­ar 2016.

Í bréfi þeirra Jóns G. Jóns­son­ar, for­stjóra Banka­sýsl­unn­ar, og Lárusar L. Blön­dal, stjórn­ar­for­manns henn­ar, sagði að Banka­sýslan hafi kynnt sér áform um sölu á allt að 30 pró­sent ­eign­ar­hlut í Lands­bank­anum í fjár­laga­frum­varpi fyrir árið 2016 sem þá hafð­i ný­lega verið lagt fram. Stofn­unin hefði þegar hafið nauð­syn­lega und­ir­bún­ings­vinn­u og áætl­aði að skila form­legri til­lögu til ráð­herra, í sam­ræmi við lög um ­sölu­með­ferð eign­ar­hluta ríks­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, fyrir 31. jan­ú­ar næst­kom­andi.

Jón Gunn­ar ­stað­festir að skila eigi til­lög­unni fyrir þá dag­setn­ingu.

Banka­sýslan verður ekki lögð niður

Kjarn­inn greind­i frá því fyrr í dag að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hefði ekki uppi áform að svo komnu máli að leggja frum­varp um ­nið­ur­lagn­ingu Banka­sýslu rík­is­ins fram að nýju. Bjarni lagði frum­varp sem fól slíka nið­ur­lagn­ingu í sér 1. apríl 2015 og sam­kvæmt frum­varpi til fjár­laga þessa árs sem lagt var fram í sept­em­ber í fyrra var ekki gert ráð fyrir nein­um fjár­munum í rekstur Banka­sýsl­unn­ar. 

Þegar fjár­lög voru afgreidd í des­em­ber var hins vegar búið að þre­falda þá upp­hæð stofnun fær á í ár frá því sem rann til­ hennar úr rík­is­sjóði árið 2015. Í stað þess að loka Banka­sýsl­unni verður hún­ ein áhrifa­mesta stofnun lands­ins í nán­ustu fram­tíð. Hún heldur á hlutum rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, er að und­ir­búa sölu á 30 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um ­sem fyr­ir­huguð er í ár, og mun taka á móti Íslands­banka þegar kröfu­haf­ar Glitnis afhenda rík­inu hann á næstu miss­er­um.

Meira úr sama flokkiInnlent
None