Íslandspóstur hefur hækkað gjöld um allt að 26,4 prósent - Skerða þjónustu í dreifbýli

Pósturinn
Auglýsing

Póst- og fjar­skipta­stofnun hefur und­an­farna níu mán­uð­i heim­ilað Íslands­pósti, fyr­ir­tæki í eigu íslenska rík­is­ins sem er með einka­rétt á bréfa­pósti, að hækka gjöld sín um allt að 26,4 pró­sent. Síð­asta hækk­unin tók ­gildi um síð­ustu ára­mót. Þetta kemur fram í gögnum sem Félag atvinnu­rek­enda hefur tekið sam­an.

Hækk­unin hefur verið á bil­inu 16,1 til 26,4 pró­sent. Mest hefur hún verið á svoköll­uðum magn­pósti B, póst­flokki sem fyr­ir­tæki nota til­ ­sam­skipta við við­skipta­vini sína. Sá póst­flokkur er jafn­framt sá sem er mest not­aður allra. Í frétt Félags atvinnu­rek­enda segir að ríf­legar hækk­an­ir ­póst­burð­ar­gjalda hefðu verið sam­þykktar í lok síð­asta árs þrátt fyrir að Póst­- og fjar­skipta­stofnun hefði á sama tíma heim­ilað Íslands­pósti að draga veru­lega úr þjón­ustu sinni við dreif­býli og dreifa þar pósti aðeins annan hvern virkan dag. Sú breyt­ing mun taka gildi 1. mars næst­kom­andi.

Auglýsing

Félag Atvinnu­rek­enda segir það vekja athygli að „Póst- og fjar­skipta­stofnun skuli heim­ila þessar miklu gjald­skrár­hækk­anir Íslands­póst­s ­þrátt fyrir að enn sé ekki útkljáð hvort fyr­ir­tækið hafi nið­ur­greitt gíf­ur­leg­ar fjár­fest­ingar sínar og umsvif í óskyldum rekstri, til dæmis prent­smiðju­rekstri og gagna­geymslu, með tekjum af einka­rétt­in­um. Íslands­póst­ur, sem er að fullu í eigu og á ábyrgð rík­is­ins, stendur í æ víð­tæk­ari sam­keppni við einka­fyr­ir­tæki á ýmsum svið­um.

Kvört­uðu yfir að bréfa­send­ingum væri að fækka of hratt

Íslenska ríkið fer með einka­rétt á dreif­ingu bréfa sem eru ­upp að 50 grömmum að þyngd en hefur falið Íslands­pósti, fyr­ir­tæki að fullu í eigu rík­is­ins, einka­rétt á póst­þjón­ust­unni. Þeim einka­rétti fylgir al­þjón­ustu­skylda sem felst í því að tryggja öllum lands­mönnum aðgang að ­póst­þjón­ustu.

Í byrjun árs 2015 sendi Íslands­póstur frá sér­ frétta­til­kynn­ingu þar sem sagði að þróun bréfa­magns á Íslandi – bréfa­send­ingum hef­ur ­fækkað hratt sam­hliða tækni­fram­förum í sam­skipta­háttum - hafi haft veru­lega ­nei­kvæð áhrif á afkomu bréfa­dreif­ingar fyr­ir­tæk­is­ins. Gera megi ráð fyrir að „tekjur af bréfa­dreif­ingu hefðu verið um 1.800 millj­ónum króna á árinu 2014 ef verð hefði breyst í sam­ræmi við vísi­tölu ­neyslu­verðs og magn hefði hald­ist óbreytt frá árinu 2007.“

Magn­minnkun á bréfum sem Íslands­póstur hefur einka­rétt á var 8,1 pró­sent á árinu 2014. Bréfa­notk­un­in minnk­aði úr 50 millj­ónum árið 2007 í 27,5 millj­ónir árið 2014, eða um 45 pró­sent. ­Gera má ráð fyrir að sam­dráttur hafi verið í notkun bréfa á árinu 2015 einnig.

Í umræddri frétta­til­kynn­ingu, sem send var út 19. febr­úar 2015, sagði að minni notk­un ­fólks á bréfa­send­ingum til sam­skipta gæri haft „al­var­leg áhrif á afkomu Ís­lands­pósts“.

Spáðu 30 pró­sent sam­drætti til loka árs 2019

Spá Íslands­pósts gerð­i ráð fyrir enn frek­ari magn­minnk­unum á næstu árum og að hún gæti orðið allt að 30 pró­sent frá 2015 til árs­loka 2019. Íslands­póstur hafði þá um nokk­urt skeið lagt fram til­lögur til stjórn­valda um breyt­ingar á fyr­ir­komu­lag­i bréfa­dreif­ingar til að mæta auknum kostn­aði og minnk­andi tekj­um. Fram á síð­asta ár höfðu stjórn­völd ekki fall­ist á þær breyt­ing­ar.

Síð­ustu níu mán­uð­i hefur Íslands­póstur hins vegar fengið að hækka verð­skránna á einka­rétt­ar­vörð­u­m við­skiptum sínum umtals­vert og frá og með 1. mars mun þjón­usta fyr­ir­tæk­is­ins í dreif­býli skerð­ast umtals­vert.

Við­skipta­blaðið greindi frá því í júlí 2015 að lausafé Íslands­pósts væri nær uppurið og að laun ­starfs­fólks yrðu ekki greidd nema með frek­ari láns­fjár­mögn­un. Í frétt blaðs­ins kom fram að stjórn Íslands­pósts hefði íhugað að skila inn rekstr­ar­leyfi sín­u. Af því hefur hin vegar ekki orð­ið.

Meira úr sama flokkiInnlent
None