Olíuverð ekki lægra síðan 2003 því Íran eykur framboð

Viðskiptaþvingunum á Íran var létt um helgina sem hefur bein áhrif á heimsmarkaðsverð með olíu. Íranir geta strax aukið framboð sitt um helming.

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur ekki verið jafn lágt síðan 2003. Það er vegna offramboðs á markaði.
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur ekki verið jafn lágt síðan 2003. Það er vegna offramboðs á markaði.
Auglýsing

Heims­mark­aðs­verð á olíu hefur ekki verið lægra síðan árið 2003 vegna auk­ins útflutn­ings Íran á olíu eftir að við­skipta­þving­unum á landið var lyft um helg­ina. Hlut­deild Íran á mark­að­inum árið 2011 áður en til þving­ana kom var um þrjár millj­ónir tunna á dag. Und­an­farin ár hefur útflutn­ing­ur­inn numið um milljón tunnum á dag. Íranir segj­ast nú til­búnir til að auka útflutn­ing sinn um 500 þús­und tunnur á dag. Íran er ásamt helstu olíu­ríkjum heims, með­limur í Sam­tökum olíu­fram­leiðslu­ríkja (OPEC). 

Aukin umsvif Írani á olíu­mark­aði og offram­boð hefur gert það að verkum að hrá­ol­íu­verð hrap­aði í 27,67 doll­ara á tunn­una í morg­un. Það er lægra en verðið hefur verið síðan 2003. Hæst fór heims­mark­aðs­verð á olíu í rúm­lega 130 doll­ara á tunn­una í júlí 2008 eftir að hafa hækkað jafnt og þétt síðan 2002. Verðið hrundi svo í efna­hags­hrun­inu árið 2008 en náði jafn­vægi í um 100 doll­urum árið 2011 og hafði hald­ist nokkuð stöðugt þar til um mitt ár 2014.

Auglýsing
Stu­art Gulli­ver, fram­kvæmda­stjóri HSBC, sagði á fjár­mála­ráð­stefnu í Asíu í dag að hann teldi að olíu­verð myndi ná jafn­vægi í á milli 25 til 40 doll­urum á næstu 12 mán­uð­um. „Stærstu fram­leið­endur eru að flytja 2 til 2,5 milljón tunnur umfram eft­ir­spurn á hverjum degi. Spurn­ingin er því hversu lengi þeir geta haldið áfram offram­leiðsl­unn­i,“ sagði hann. 

Við­skipta­þving­anir á Íran voru felldar niður um helg­ina sam­kvæmt kjarn­orku­sam­komu­lagi Banda­ríkj­ann og Evr­ópu­sam­bands­ins við Íran. Íranir stöðv­uðu kjarn­orku­fram­leiðslu sína gegn því að við­skipta­þving­an­irnar yrðu felldar nið­ur. 

Fram­leiðslu­aukn­ing um hálfa milljón tunna á dag er talin vera auð­sótt í Íran en mark­aðs­grein­endur sem frétta­stofa Reuters ræddi við telja aukn­ingu umfram það verða erf­ið­ari. „Íran þarf mikla erlenda fjár­fest­ingu og tækni til að end­ur­reisa fram­leiðslu­getu sína,“ hefur Reuters eftir grein­endum Morgan Stanley.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None