Frumvarpsdrög gera ráð fyrir að einkaréttur á póstþjónustu verði lagður niður

Pósturinn
Auglýsing

Innanríkisráðuneytið hefur birt drög að frumvarpi til nýrra laga um póstþjónustu á vef sínum og óskað eftir umsögnum um það. Í drögunum er lagt til að einkaréttur ríkisins á sviði póstþjónustu verði lagður niður og opnað fyrir samkeppni á póstmarkaði. Jafnframt lagt til að eftirlit með póstþjónustu verði einfaldað, m.a. varðandi eftirlit með gjaldskrá fyrir alþjónustu. Eftir sem áður verður alþjónusta, grunnþjónusta á sviði póstþjónustu, tryggð borgurunum en leitast við að gera það á sem hagkvæmastan máta.

Í frétt á vef ráðuneytisins segir að tildrög breytinganna eigi sér langan aðdraganda, en eigi einkum rætur að rekja til breytinga á regluverki Evrópusambandsins á sviði póstþjónustu. 

Í frumvarpsdrögunum er ákvæði til bráðabirgða. Í því segir að ríkisfyrirtækið Íslandspóstur, sem hefur til þessa haft einkarétt á dreifingu bréfa upp að 50 grömmum að þyngd, skuli áfram sinna alþjónustuskyldum sínum, sem fylgja þeim einkarétti, til 1. júní 2017. Ef markaðsaðstæður eru með þeim hætti að tilheyrilegt þyki að bjóða út alþjónustuna eftir þá dagsetningu, verður það gert. Ef í ljós kemur að útboð leiðir ekki til hagkvæmrar og skilvirkrar niðurstöðu er hinsvegar heimilt að útnefna alþjónustuveitanda og leggja alþjónustuskyldur á póstrekanda.

Auglýsing

Bréfasendingar hafa dregist mikið saman

Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu segir að bréfasendingar hafi dregist mikið saman á undanförnum árum. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandspósti og Póst- og fjarskiptastofnun hefur bréfum innan einkaréttar fækkað um 57 prósent frá árinu 2000 til ársins 2015 eða úr 60 milljónum bréfa í um 26 milljónir bréfa. Á sama tíma hefur orðið um 30 prósent aukning á fjölda íbúða á landinu. „Rekstur Íslandspósts hefur verið í járnum undanfarin ár og hafa stjórnendur fyrirtækisins unnið að undirbúningi fyrirtækisins fyrir opnun markaða með því að hagræða í rekstri. Hefur hagræðing einna helst falist í breyttri þjónustu á landsbyggðinni, hagræðingu í dreifingu í þéttbýli og fækkun starfsmanna með skipulagsbreytingum. Þá hefur Íslandspóstur í einstaka tilfellum fengið undanþágur frá veitingu lögboðinnar fimm daga þjónustu á afar óhagkvæmum svæðum í dreifbýli og dreifir pósti sjaldnar á þeim svæðum."

Íslandspóstur hefur hækkað gjöld um allt að 26,4 prósent

Kjarninn greindi frá því í síðustu viku að Póst- og fjarskiptastofnun hafi undanfarna níu mánuði heimilað Íslandspósti, fyrirtæki í eigu íslenska ríkisins sem er með einkarétt á bréfapósti, að hækka gjöld sín um allt að 26,4 prósent. Síðasta hækkunin tók gildi um síðustu áramót. Þetta kom fram í gögnum sem Félag atvinnurekenda hefur tekið saman.

Hækkunin hefur verið á bilinu 16,1 til 26,4 prósent. Mest hefur hún verið á svokölluðum magnpósti B, póstflokki sem fyrirtæki nota til samskipta við viðskiptavini sína. Sá póstflokkur er jafnframt sá sem er mest notaður allra. Í frétt Félags atvinnurekenda segir að ríflegar hækkanir póstburðargjalda hefðu verið samþykktar í lok síðasta árs þrátt fyrir að Póst- og fjarskiptastofnun hefði á sama tíma heimilað Íslandspósti að draga verulega úr þjónustu sinni við dreifbýli og dreifa þar pósti aðeins annan hvern virkan dag. Sú breyting mun taka gildi 1. mars næstkomandi.

élag Atvinnurekenda segir það vekja athygli að „Póst- og fjarskiptastofnun skuli heimila þessar miklu gjaldskrárhækkanir Íslandspósts þrátt fyrir að enn sé ekki útkljáð hvort fyrirtækið hafi niðurgreitt gífurlegar fjárfestingar sínar og umsvif í óskyldum rekstri, til dæmis prentsmiðjurekstri og gagnageymslu, með tekjum af einkaréttinum. Íslandspóstur, sem er að fullu í eigu og á ábyrgð ríkisins, stendur í æ víðtækari samkeppni við einkafyrirtæki á ýmsum sviðum.

Kvörtuðu yfir að bréfasendingum væri að fækka of hratt

Í byrjun árs 2015 sendi Íslandspóstur frá sér fréttatilkynningu þar sem sagði að þróun bréfamagns á Íslandi – bréfasendingum hefur fækkað hratt samhliða tækniframförum í samskiptaháttum - hafi haft verulega neikvæð áhrif á afkomu bréfadreifingar fyrirtækisins. Gera megi ráð fyrir að „tekjur af bréfadreifingu hefðu verið um 1.800 milljónum króna á árinu 2014 ef verð hefði breyst í samræmi við vísitölu neysluverðs og magn hefði haldist óbreytt frá árinu 2007.“

Magnminnkun á bréfum sem Íslandspóstur hefur einkarétt á var 8,1 prósent á árinu 2014. Bréfanotkunin minnkaði úr 50 milljónum árið 2007 í 27,5 milljónir árið 2014, eða um 45 prósent. Gera má ráð fyrir að samdráttur hafi verið í notkun bréfa á árinu 2015 einnig.

Í umræddri fréttatilkynningu, sem send var út 19. febrúar 2015, sagði að minni notkun fólks á bréfasendingum til samskipta gæri haft „alvarleg áhrif á afkomu Íslandspósts“.

Spáðu 30 prósent samdrætti til loka árs 2019

Spá Íslandspósts gerði ráð fyrir enn frekari magnminnkunum á næstu árum og að hún gæti orðið allt að 30 prósent frá 2015 til ársloka 2019. Íslandspóstur hafði þá um nokkurt skeið lagt fram tillögur til stjórnvalda um breytingar á fyrirkomulagi bréfadreifingar til að mæta auknum kostnaði og minnkandi tekjum. Fram á síðasta ár höfðu stjórnvöld ekki fallist á þær breytingar.

Síðustu níu mánuði hefur Íslandspóstur hins vegar fengið að hækka verðskránna á einkaréttarvörðum viðskiptum sínum umtalsvert og frá og með 1. mars mun þjónusta fyrirtækisins í dreifbýli skerðast umtalsvert.

Viðskiptablaðið greindi frá því í júlí 2015 að lausafé Íslandspósts væri nær uppurið og að laun starfsfólks yrðu ekki greidd nema með frekari lánsfjármögnun. Í frétt blaðsins kom fram að stjórn Íslandspósts hefði íhugað að skila inn rekstrarleyfi sínu. Af því hefur hin vegar ekki orðið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None