Frumvarpsdrög gera ráð fyrir að einkaréttur á póstþjónustu verði lagður niður

Pósturinn
Auglýsing

Inn­an­rík­is­ráðu­neytið hefur birt drög að frum­varpi til nýrra laga um póst­þjón­ustu á vef sínum og óskað eftir umsögnum um það. Í drög­unum er lagt til að einka­réttur rík­is­ins á sviði póst­þjón­ustu verði lagður niður og opnað fyrir sam­keppni á póst­mark­aði. Jafn­framt lagt til að eft­ir­lit með póst­þjón­ustu verði ein­fald­að, m.a. varð­andi eft­ir­lit með gjald­skrá fyrir alþjón­ust­u. Eftir sem áður verður alþjón­usta, grunn­þjón­usta á sviði póst­þjón­ustu, tryggð borg­ur­unum en leit­ast við að gera það á sem hag­kvæm­astan máta.

Í frétt á vef ráðu­neyt­is­ins segir að til­drög breyt­ing­anna eigi sér langan aðdrag­anda, en eigi einkum rætur að rekja til breyt­inga á reglu­verki Evr­ópu­sam­bands­ins á sviði póst­þjón­ust­u. 

Í frum­varps­drög­unum er ákvæði til bráða­birgða. Í því segir að rík­is­fyr­ir­tækið Íslands­póst­ur, sem hefur til þessa haft einka­rétt á dreif­ingu bréfa upp að 50 grömmum að þyngd, skuli áfram sinna alþjón­ustu­skyldum sín­um, sem fylgja þeim einka­rétti, til 1. júní 2017. Ef mark­aðs­að­stæður eru með þeim hætti að til­heyri­legt þyki að bjóða út alþjón­ust­una eftir þá dag­setn­ingu, verður það gert. Ef í ljós kemur að útboð ­leiðir ekki til hag­kvæmrar og skil­virkrar nið­ur­stöðu er hins­vegar heim­ilt að útnefna al­þjón­ustu­veit­anda og leggja alþjón­ustu­skyldur á póst­rek­anda.

Auglýsing

Bréfa­send­ingar hafa dreg­ist mikið saman

Í grein­ar­gerð sem fylgir frum­varp­inu segir að bréfa­send­ingar hafi dreg­ist mikið saman á und­an­förnum árum. ­Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Íslands­pósti og Póst- og fjar­skipta­stofnun hefur bréfum inn­an­ einka­réttar fækkað um 57 pró­sent frá árinu 2000 til árs­ins 2015 eða úr 60 millj­ónum bréfa í um 26 millj­ónir bréfa. Á sama tíma hefur orðið um 30 pró­sent aukn­ing á fjölda íbúða á land­in­u. „Rekst­ur Ís­lands­pósts hefur verið í járnum und­an­farin ár og hafa stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins unnið að und­ir­bún­ingi fyr­ir­tæk­is­ins fyrir opnun mark­aða með því að hag­ræða í rekstri. Hefur hag­ræð­ing einna helst falist í breyttri þjón­ustu á lands­byggð­inni, hag­ræð­ingu í dreif­ingu í þétt­býli og fækk­un ­starfs­manna með skipu­lags­breyt­ing­um. Þá hefur Íslands­póstur í ein­staka til­fellum feng­ið und­an­þágur frá veit­ingu lög­boð­innar fimm daga þjón­ustu á afar óhag­kvæmum svæðum í dreif­býl­i og dreifir pósti sjaldnar á þeim svæð­u­m."

Íslands­póstur hefur hækkað gjöld um allt að 26,4 pró­sent

Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að Póst- og fjar­skipta­stofnun hafi und­an­farna níu mán­uði heim­ilað Íslands­pósti, fyr­ir­tæki í eigu íslenska rík­is­ins sem er með einka­rétt á bréfa­pósti, að hækka gjöld sín um allt að 26,4 pró­sent. Síð­asta hækk­unin tók gildi um síð­ustu ára­mót. Þetta kom fram í gögnum sem Félag atvinnu­rek­enda hefur tekið sam­an.

Hækk­unin hefur verið á bil­inu 16,1 til 26,4 pró­sent. Mest hefur hún verið á svoköll­uðum magn­pósti B, póst­flokki sem fyr­ir­tæki nota til sam­skipta við við­skipta­vini sína. Sá póst­flokkur er jafn­framt sá sem er mest not­aður allra. Í frétt Félags atvinnu­rek­enda segir að ríf­legar hækk­anir póst­burð­ar­gjalda hefðu verið sam­þykktar í lok síð­asta árs þrátt fyrir að Póst- og fjar­skipta­stofnun hefði á sama tíma heim­ilað Íslands­pósti að draga veru­lega úr þjón­ustu sinni við dreif­býli og dreifa þar pósti aðeins annan hvern virkan dag. Sú breyt­ing mun taka gildi 1. mars næst­kom­andi.

élag Atvinnu­rek­enda segir það vekja athygli að „Póst- og fjar­skipta­stofnun skuli heim­ila þessar miklu gjald­skrár­hækk­anir Íslands­pósts þrátt fyrir að enn sé ekki útkljáð hvort fyr­ir­tækið hafi nið­ur­greitt gíf­ur­legar fjár­fest­ingar sínar og umsvif í óskyldum rekstri, til dæmis prent­smiðju­rekstri og gagna­geymslu, með tekjum af einka­rétt­in­um. Íslands­póst­ur, sem er að fullu í eigu og á ábyrgð rík­is­ins, stendur í æ víð­tæk­ari sam­keppni við einka­fyr­ir­tæki á ýmsum svið­um.

Kvört­uðu yfir að bréfa­send­ingum væri að fækka of hratt

Í byrjun árs 2015 sendi Íslands­póstur frá sér frétta­til­kynn­ingu þar sem sagði að þróun bréfa­magns á Íslandi – bréfa­send­ingum hefur fækkað hratt sam­hliða tækni­fram­förum í sam­skipta­háttum - hafi haft veru­lega nei­kvæð áhrif á afkomu bréfa­dreif­ingar fyr­ir­tæk­is­ins. Gera megi ráð fyrir að „tekjur af bréfa­dreif­ingu hefðu verið um 1.800 millj­ónum króna á árinu 2014 ef verð hefði breyst í sam­ræmi við vísi­tölu neyslu­verðs og magn hefði hald­ist óbreytt frá árinu 2007.“

Magn­minnkun á bréfum sem Íslands­póstur hefur einka­rétt á var 8,1 pró­sent á árinu 2014. Bréfa­notk­unin minnk­aði úr 50 millj­ónum árið 2007 í 27,5 millj­ónir árið 2014, eða um 45 pró­sent. Gera má ráð fyrir að sam­dráttur hafi verið í notkun bréfa á árinu 2015 einnig.

Í umræddri frétta­til­kynn­ingu, sem send var út 19. febr­úar 2015, sagði að minni notkun fólks á bréfa­send­ingum til sam­skipta gæri haft „al­var­leg áhrif á afkomu Íslands­pósts“.

Spáðu 30 pró­sent sam­drætti til loka árs 2019

Spá Íslands­pósts gerði ráð fyrir enn frek­ari magn­minnk­unum á næstu árum og að hún gæti orðið allt að 30 pró­sent frá 2015 til árs­loka 2019. Íslands­póstur hafði þá um nokk­urt skeið lagt fram til­lögur til stjórn­valda um breyt­ingar á fyr­ir­komu­lagi bréfa­dreif­ingar til að mæta auknum kostn­aði og minnk­andi tekj­um. Fram á síð­asta ár höfðu stjórn­völd ekki fall­ist á þær breyt­ing­ar.

Síð­ustu níu mán­uði hefur Íslands­póstur hins vegar fengið að hækka verð­skránna á einka­rétt­ar­vörðum við­skiptum sínum umtals­vert og frá og með 1. mars mun þjón­usta fyr­ir­tæk­is­ins í dreif­býli skerð­ast umtals­vert.

Við­skipta­blaðið greindi frá því í júlí 2015 að lausafé Íslands­pósts væri nær uppurið og að laun starfs­fólks yrðu ekki greidd nema með frek­ari láns­fjár­mögn­un. Í frétt blaðs­ins kom fram að stjórn Íslands­pósts hefði íhugað að skila inn rekstr­ar­leyfi sínu. Af því hefur hin vegar ekki orð­ið.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hækkuðu um 155 milljarða á síðasta ári
Árið 2019 var metár í 63 ára sögu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Fossinn Rjúkandi
„Stórtækar“ breytingar á framkvæmd Hvalárvirkjunar kalla á nýtt umhverfismat
Það er mat Vesturverks að bráðnun Drangajökuls muni engin áhrif hafa á vinnslugetu fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í skipulagslýsingu er lagt til að svæði ofan áformaðs virkjanasvæðis fái hverfisvernd vegna nálægðar við jökulinn.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Rúmlega 600 milljónir króna í eftirlaun til ráðherra og þingmanna í fyrra
Árið 2003 voru umdeild eftirlaunalög sett sem tryggðu þingmönnum og ráðherrum mun betri lífeyrisgreiðslur en öðrum landsmönnum. Þau voru afnumin 2009 en 203 fyrrverandi þingmenn og ráðherra njóta sérkjara þeirra þó ennþá.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur kominn með prókúru hjá Samherja
Tímabundinn forstjóri Samherja hefur loks formlega verið skráður í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og með prókúru fyrir það, þremur mánuðum eftir að hann tók við starfinu. Hann er hins vegar enn ekki skráður með prókúru hjá Samherja Holding.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Donald Trump verður út um allt á Youtube á kjördegi
Framboð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur nú þegar keypt bróðurpartinn af auglýsingaplássi á Youtube, fyrir kjördag í nóvember.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None