Markaðsvirði stærstu banka heimsins fellur verulega

Í Financial Times í dag segir að fjárfestar óttist að óstöðugleiki sé nú í heimsbúskapnum, sem muni koma harkalega niður á fjármálastofnunum á næstu mánuðum.

wallstreet_vef.jpg
Auglýsing

Mark­aðsvirði stærstu banka heims­ins hefur hríð­fall­ið und­an­farna daga, en ástæð­urnar eru helst raktar til vax­andi óróa hjá fjár­fest­u­m ­vegna stöðu mála í heims­bú­skapn­um, að því er segir í umfjöllun Fin­ancial Times (FT) í dag. Deutsche Bank féll um 9,1 pró­sent í gær og Gold­man Sachs um 6,1 pró­sent. ­Evr­ópskir bankar féllu að með­al­tali um 6,4 pró­sent, og þeir banda­rísku um 3,1 ­pró­sent.

Mestu lækk­anir frá evr­u-krís­unni

Skarpar lækk­anir eins og þess­ar, á stærstu bönkum heims­ins, hafa ekki sést síðan verstu lægð­irnar voru á hluta­bréfa­mark­aði á árunum 2010 og 2012, sem lauk með því að Seðla­banki Evr­ópu ýtti undir auk­inn hag­vöxt og fram­gang í efna­hags­líf­inu með stuðn­ings­að­gerðum og fjárinn­spýt­ingu.

„Þessi við­brögð hjá fjár­festum eru eins og að skjóta fyrst, og spyrja spurn­inga seinna,“ segir Ewen Cameron Watt, aðal­ráð­gjafi BlackRock In­vest­ment, í við­tali við FT í dag. Vísar hann til þess að fjár­festar bregð­ist hraðar við orðrómi en áður, og því séu sveiflur oft ýkt­ar, bæði til hækk­unar og lækk­un­ar. En það sem hræði stærstu fjár­fest­ana mest, sjóði og fjár­mála­fyr­ir­tæki meðal ann­ars, sé við­var­andi óstöð­ug­leiki og óvissa.

Auglýsing

Forsíða FT í dag, 09.02.16.Miklar sveiflur hafa ein­kennt hluta­bréfa­mark­aði á þessu ári, en þegar á heild­ina er litið þá hefur verð á hluta­bréfum lækkað um meira en tíu ­pró­sent á rúm­lega einum mán­uði, bæði í Banda­ríkj­unum og Evr­ópu. Í Asíu hef­ur ­lækk­unin verið enn meiri, þrátt fyrir mót­væg­is­að­gerðir Seðla­banka Kína og einnig ­nei­kvæða vexti í Jap­an, en stýri­vextir þar í landi voru lækk­aðir úr núll í -0,1 ­pró­sent í síð­asta mán­uði. Allt er því reynt til að örva hag­kerf­ið, með von um ­auk­inn vöxt og fjár­fest­ingu í huga. Hag­vöxtur í Kína mæld­ist í fyrra sá minnsti í ald­ar­fjórð­ung, eða 6,9 pró­sent. Í fyrsta skipti í meira tvo ára­tugi var hag­vöxtur í Ind­landi meiri en í Kína, eða 7,5 pró­sent.

Olíu­verðið hefur fall­ið, eft­ir­spurn minnkar

Olíu­verð hefur lækkað mikið á und­an­förnu, eins og fjall­að hefur verið um að vef Kjarn­ans, en lækk­unin nemur um 75 pró­sent þegar horft er ­yfir fimmtán mán­aða tíma­bil. Um þessar mundir hefur verðið á hrá­olíu sveiflast í kringum 30 Banda­ríkja­dali á tunn­una, en undir lok árs 2014 fór það hæst í 115 ­Banda­ríkja­dali.

Verð­lækk­unin hefur öðru fremur verið skýrð með því að eft­ir­spurn í heims­bú­skapnum sé að minn­ka, á meðan fram­leiðsla hefur hald­ist ó­breytt. Þannig sé ójafn­vægi fyrir hendi milli fram­boðs og eft­ir­spurn­ar.Í FT í dag kemur fram að nú séu fjár­festar farnir að ótt­ast hið versta. Fjár­mála­kerfin séu ekki nógu burgðug til að takast á við ­sam­drátt­ar­skeið, og að skuldum vafnir rík­is­sjóð­ir, ekki síst Evr­óp­ur­landa, mun­i ­lenda í enn meiri erf­ið­leik­um. Enn sem komið er eru það hel­st hluta­bréfa­mark­aðir sem sýna ein­kenni þess að fjár­festar ótt­ist næstu mán­uð­i. Hag­tölur í Banda­ríkj­unum hafa verið að batna á und­an­förnum mán­uð­um, og mælist at­vinnu­leysi undir fimm pró­sentum þessi miss­er­in, en nýjum störfum fækk­aði hins ­vegar nokkuð í jan­úar miðað við sama mánuð í fyrra.Evr­ópu er atvinnu­leysi að með­al­tali ríf­lega tíu pró­sent, og hefur Seðla­banki ­Evr­ópu sagt að hugs­an­lega muni koma til þess að nýjum stuðn­ing­ar­að­gerð­u­m ­bank­ans verið hrint í fram­kvæmd, sem miði að því að örva hag­kerf­in.


Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjö prósent tekjuvöxtur hjá Marel í fyrra
Framlegð af rekstri Marels á síðustu þremur mánuðum ársins í fyrra, var lægri en vonir stóðu til. Bjartir tímar eru þó framundan, segir forstjórinn. Markaðsvirði félagsins fór yfir 500 milljarða í dag.
Kjarninn 17. janúar 2020
Mannréttindadómstóllinn hafnaði Sigríði Andersen
Fyrrverandi dómsmálaráðherra fær ekki að koma sjónarmiðum sínum beint á framfæri við yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 17. janúar 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Hækkanir á fasteignagjöldum áhyggjuefni
Forseti ASÍ segir að hækkanir á fasteignagjöldum muni hafa áhrif á lífskjarasamningana ef ekkert annað verði gert á móti.
Kjarninn 17. janúar 2020
Heiða María Sigurðardóttir
Einlæg bón um að endurskoða skerðingu leikskóla
Kjarninn 17. janúar 2020
Skrokkölduvirkjun er fyrirhuguð á Sprengisandsleið milli Hofsjökuls og Vatnajökuls. Það svæði er innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.
Telja stórframkvæmdir ekki rúmast innan þjóðgarða
Nýjar virkjanir falla illa eða alls ekki að markmiðum hálendisþjóðgarðs. Stórframkvæmdir þjóna ekki verndarmarkmiðum, yrðu „stórslys“ og myndu ganga að þjóðgarðshugtakinu dauðu.
Kjarninn 17. janúar 2020
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn hætta við sameiningu
Tvö stór sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík, sem saman halda á 8,4 prósent af öllum úthlutuðum fiskveiðikvóta, eru hætt við að sameinast. Þess í stað ætla þau að halda góðu samstarfi áfram.
Kjarninn 17. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm
Forsætisráðherra mun í samráði við dómsmálaráðherra fela sérfræðingi að ráðast í endurskoðun á lögum um ráðherraábyrgð annars vegar og lögum um Landsdóm hins vegar. Vonir standa til þess að vinnunni verði lokið á haustmánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2020
Seðlabankinn unir niðurstöðunni og er búinn að hafa samband við Gunnhildi Örnu
Seðlabanki Íslands segir að verkferlar hans í ráðningarmálum hafi verið styrktir í kjölfar þess að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið jafnréttislög með ráðningu upplýsingafulltrúa í fyrrasumar.
Kjarninn 17. janúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None