Markaðsvirði stærstu banka heimsins fellur verulega

Í Financial Times í dag segir að fjárfestar óttist að óstöðugleiki sé nú í heimsbúskapnum, sem muni koma harkalega niður á fjármálastofnunum á næstu mánuðum.

wallstreet_vef.jpg
Auglýsing

Markaðsvirði stærstu banka heimsins hefur hríðfallið undanfarna daga, en ástæðurnar eru helst raktar til vaxandi óróa hjá fjárfestum vegna stöðu mála í heimsbúskapnum, að því er segir í umfjöllun Financial Times (FT) í dag. Deutsche Bank féll um 9,1 prósent í gær og Goldman Sachs um 6,1 prósent. Evrópskir bankar féllu að meðaltali um 6,4 prósent, og þeir bandarísku um 3,1 prósent.

Mestu lækkanir frá evru-krísunni

Skarpar lækkanir eins og þessar, á stærstu bönkum heimsins, hafa ekki sést síðan verstu lægðirnar voru á hlutabréfamarkaði á árunum 2010 og 2012, sem lauk með því að Seðlabanki Evrópu ýtti undir aukinn hagvöxt og framgang í efnahagslífinu með stuðningsaðgerðum og fjárinnspýtingu.

„Þessi viðbrögð hjá fjárfestum eru eins og að skjóta fyrst, og spyrja spurninga seinna,“ segir Ewen Cameron Watt, aðalráðgjafi BlackRock Investment, í viðtali við FT í dag. Vísar hann til þess að fjárfestar bregðist hraðar við orðrómi en áður, og því séu sveiflur oft ýktar, bæði til hækkunar og lækkunar. En það sem hræði stærstu fjárfestana mest, sjóði og fjármálafyrirtæki meðal annars, sé viðvarandi óstöðugleiki og óvissa.

Auglýsing

Forsíða FT í dag, 09.02.16.Miklar sveiflur hafa einkennt hlutabréfamarkaði á þessu ári, en þegar á heildina er litið þá hefur verð á hlutabréfum lækkað um meira en tíu prósent á rúmlega einum mánuði, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Í Asíu hefur lækkunin verið enn meiri, þrátt fyrir mótvægisaðgerðir Seðlabanka Kína og einnig neikvæða vexti í Japan, en stýrivextir þar í landi voru lækkaðir úr núll í -0,1 prósent í síðasta mánuði. Allt er því reynt til að örva hagkerfið, með von um aukinn vöxt og fjárfestingu í huga. Hagvöxtur í Kína mældist í fyrra sá minnsti í aldarfjórðung, eða 6,9 prósent. Í fyrsta skipti í meira tvo áratugi var hagvöxtur í Indlandi meiri en í Kína, eða 7,5 prósent.

Olíuverðið hefur fallið, eftirspurn minnkar

Olíuverð hefur lækkað mikið á undanförnu, eins og fjallað hefur verið um að vef Kjarnans, en lækkunin nemur um 75 prósent þegar horft er yfir fimmtán mánaða tímabil. Um þessar mundir hefur verðið á hráolíu sveiflast í kringum 30 Bandaríkjadali á tunnuna, en undir lok árs 2014 fór það hæst í 115 Bandaríkjadali.

Verðlækkunin hefur öðru fremur verið skýrð með því að eftirspurn í heimsbúskapnum sé að minnka, á meðan framleiðsla hefur haldist óbreytt. Þannig sé ójafnvægi fyrir hendi milli framboðs og eftirspurnar.


Í FT í dag kemur fram að nú séu fjárfestar farnir að óttast hið versta. Fjármálakerfin séu ekki nógu burgðug til að takast á við samdráttarskeið, og að skuldum vafnir ríkissjóðir, ekki síst Evrópurlanda, muni lenda í enn meiri erfiðleikum. Enn sem komið er eru það helst hlutabréfamarkaðir sem sýna einkenni þess að fjárfestar óttist næstu mánuði. Hagtölur í Bandaríkjunum hafa verið að batna á undanförnum mánuðum, og mælist atvinnuleysi undir fimm prósentum þessi misserin, en nýjum störfum fækkaði hins vegar nokkuð í janúar miðað við sama mánuð í fyrra.

Evrópu er atvinnuleysi að meðaltali ríflega tíu prósent, og hefur Seðlabanki Evrópu sagt að hugsanlega muni koma til þess að nýjum stuðningaraðgerðum bankans verið hrint í framkvæmd, sem miði að því að örva hagkerfin.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá Keflavíkurflugvelli.
Segja Ísland geta orðið miðstöð flugs á norðurslóðum
Í skýrslu starfshóps um efnahagstækifæri á norðurslóðum er sagt mikilvægt að flugi frá Íslandi til Rússlands og Kína verði komið á, enda hafi kínverskir ferðamenn mikinn áhuga á ferðum til norðurslóða. Þá séu tækifæri fólgin í betri tengingu við Grænland.
Kjarninn 14. maí 2021
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None