Markaðsvirði stærstu banka heimsins fellur verulega

Í Financial Times í dag segir að fjárfestar óttist að óstöðugleiki sé nú í heimsbúskapnum, sem muni koma harkalega niður á fjármálastofnunum á næstu mánuðum.

wallstreet_vef.jpg
Auglýsing

Mark­aðsvirði stærstu banka heims­ins hefur hríð­fall­ið und­an­farna daga, en ástæð­urnar eru helst raktar til vax­andi óróa hjá fjár­fest­u­m ­vegna stöðu mála í heims­bú­skapn­um, að því er segir í umfjöllun Fin­ancial Times (FT) í dag. Deutsche Bank féll um 9,1 pró­sent í gær og Gold­man Sachs um 6,1 pró­sent. ­Evr­ópskir bankar féllu að með­al­tali um 6,4 pró­sent, og þeir banda­rísku um 3,1 ­pró­sent.

Mestu lækk­anir frá evr­u-krís­unni

Skarpar lækk­anir eins og þess­ar, á stærstu bönkum heims­ins, hafa ekki sést síðan verstu lægð­irnar voru á hluta­bréfa­mark­aði á árunum 2010 og 2012, sem lauk með því að Seðla­banki Evr­ópu ýtti undir auk­inn hag­vöxt og fram­gang í efna­hags­líf­inu með stuðn­ings­að­gerðum og fjárinn­spýt­ingu.

„Þessi við­brögð hjá fjár­festum eru eins og að skjóta fyrst, og spyrja spurn­inga seinna,“ segir Ewen Cameron Watt, aðal­ráð­gjafi BlackRock In­vest­ment, í við­tali við FT í dag. Vísar hann til þess að fjár­festar bregð­ist hraðar við orðrómi en áður, og því séu sveiflur oft ýkt­ar, bæði til hækk­unar og lækk­un­ar. En það sem hræði stærstu fjár­fest­ana mest, sjóði og fjár­mála­fyr­ir­tæki meðal ann­ars, sé við­var­andi óstöð­ug­leiki og óvissa.

Auglýsing

Forsíða FT í dag, 09.02.16.Miklar sveiflur hafa ein­kennt hluta­bréfa­mark­aði á þessu ári, en þegar á heild­ina er litið þá hefur verð á hluta­bréfum lækkað um meira en tíu ­pró­sent á rúm­lega einum mán­uði, bæði í Banda­ríkj­unum og Evr­ópu. Í Asíu hef­ur ­lækk­unin verið enn meiri, þrátt fyrir mót­væg­is­að­gerðir Seðla­banka Kína og einnig ­nei­kvæða vexti í Jap­an, en stýri­vextir þar í landi voru lækk­aðir úr núll í -0,1 ­pró­sent í síð­asta mán­uði. Allt er því reynt til að örva hag­kerf­ið, með von um ­auk­inn vöxt og fjár­fest­ingu í huga. Hag­vöxtur í Kína mæld­ist í fyrra sá minnsti í ald­ar­fjórð­ung, eða 6,9 pró­sent. Í fyrsta skipti í meira tvo ára­tugi var hag­vöxtur í Ind­landi meiri en í Kína, eða 7,5 pró­sent.

Olíu­verðið hefur fall­ið, eft­ir­spurn minnkar

Olíu­verð hefur lækkað mikið á und­an­förnu, eins og fjall­að hefur verið um að vef Kjarn­ans, en lækk­unin nemur um 75 pró­sent þegar horft er ­yfir fimmtán mán­aða tíma­bil. Um þessar mundir hefur verðið á hrá­olíu sveiflast í kringum 30 Banda­ríkja­dali á tunn­una, en undir lok árs 2014 fór það hæst í 115 ­Banda­ríkja­dali.

Verð­lækk­unin hefur öðru fremur verið skýrð með því að eft­ir­spurn í heims­bú­skapnum sé að minn­ka, á meðan fram­leiðsla hefur hald­ist ó­breytt. Þannig sé ójafn­vægi fyrir hendi milli fram­boðs og eft­ir­spurn­ar.Í FT í dag kemur fram að nú séu fjár­festar farnir að ótt­ast hið versta. Fjár­mála­kerfin séu ekki nógu burgðug til að takast á við ­sam­drátt­ar­skeið, og að skuldum vafnir rík­is­sjóð­ir, ekki síst Evr­óp­ur­landa, mun­i ­lenda í enn meiri erf­ið­leik­um. Enn sem komið er eru það hel­st hluta­bréfa­mark­aðir sem sýna ein­kenni þess að fjár­festar ótt­ist næstu mán­uð­i. Hag­tölur í Banda­ríkj­unum hafa verið að batna á und­an­förnum mán­uð­um, og mælist at­vinnu­leysi undir fimm pró­sentum þessi miss­er­in, en nýjum störfum fækk­aði hins ­vegar nokkuð í jan­úar miðað við sama mánuð í fyrra.Evr­ópu er atvinnu­leysi að með­al­tali ríf­lega tíu pró­sent, og hefur Seðla­banki ­Evr­ópu sagt að hugs­an­lega muni koma til þess að nýjum stuðn­ing­ar­að­gerð­u­m ­bank­ans verið hrint í fram­kvæmd, sem miði að því að örva hag­kerf­in.


Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfstöðum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None